Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 46

Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 — af rússneska kvikmyndaleikstjóranum André Tarkowsky André Tarkowsky André Tarkowsky var valinn einn af leik- stjórum ársins af hinu árlega tímariti, Inter- national Film Guide, á síðasta ári. Marcel Martin skrifar þar um hann og segir Tarkowsky vera einn fremsta kvikmynda- gerðarmann í heimi og að sama skapi lítt þekktan vegna þess m.a. hve myndir hans eru tormeltar og því ókunnar almenningi. Hann hefur aðeins gert sex kvikmyndir í fullri lengd á tuttugu árum, en þær nægja til að tryggja hann í sessi sem einn ágætasta filmara kvikmyndasögunnar. Flestar myndanna hafa vakið athygli vegna þeirra erfiðleika sem þær hafa lent í á leið sinni fram á sjón- arsviðið og til Vesturlanda. Jeanne Vronskaya fjallar um sovéskar kvikmyndir í IFG frá 1981 og segir á einum stað að eini nýlegi sovéski listamaðurinn sem þekktur er um heiminn, André Tarkowsky, hafi, að því er virðist, verið af ráðnum hug haldið utan við meginkvikmyndahátíðir á Vesturlöndum. Síðast var mynd eftir hann á kvikmyndahátíðinni í Gannes 1972, ef frá er talin Nost- algía, sem var á hátíðinni 1983. Síðan 1972 hefur hann gert þrjár myndir, Spegill (1975), Stalker (1979) og nú Nostalgía. Áðurnefndur Martin segir Tarkowsky vera dulan og vilja lít- ið segja frá meiningu mynda sinna auk þess sem mjög vítt og flókið efnissvið þeirra hefur ekki hjálpað til við að gera þær skiljanlegri. Það hefur gert það að verkum að litið hefur verið framhjá honum af stórum hópum áhorfenda og jafnvel af upplýstum gagnrýnend- um. Tarkowsky kemur nokkuð inná þetta í viðtali sem breska tímarit- ið Sight & Sound átti við hann suður á Italíu þar sem hann var að vinna að Nostalgíu. „Kvikmyndin er listform, sem í er mikil spenna, sem er alloft ekki hægt að henda reiður á,“ segir hann. „Það er ekki það að ég vilji ekki að fólk skilji mig, en ég get ekki, eins og t.d. Spielberg, gert kvikmynd fyrir all- an almenning. Ég yrði gramur ef ég kæmist að því að ég gæti það. Ef þú vilt ná til alls almennings verðar þú að gera myndir eins og Star Wars eða Superman, sem eiga ekkert skylt við listir. Með þessu er ég ekki að segja að ég hugsi um fólk almennt sem „Sovétmenn láta eins og Tarkowsky sé ekki til.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn fréttar í Morgun- blaðinu fyrir stuttu, og voru þessi orð höfð eftir framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, Guðbrandi Gíslasyni, en í fréttinni kom fram að þegar Kvikmyndahátíð Listahátíðar fór fram á að fá Nostalgíu, nýjustu mynd Tarkowskys, á hátíðina og leikstjórann sem gest hennar, sinnti kvikmyndadeild menntamálaráðuneytisins í Moskvu hvorugu erindinu og lét eins og þau hefðu aldrei verið borin upp. Listahátíð ritaði hinum nýja aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, Konstantín Chern- enko, bréf, þar sem látin eru í Ijós vonbrigði með að sovésk menningaryfirvöld hafi látið eins og sovéski leikstjórinn André Tarkowski væri ekki til. í samtali við blm. Morgunblaðsins segir Guðbrandur að samtök listamanna víða um Evrópu hafi mótmælt þeirri þögn sem sovésk yfirvöld hafa sveipað um Tarkowsky. heimskingja, en ég legg ekki mikið á mig til að gera því til geðs.“ Svo segir hann: „Ég veit ekki af hverju ég lendi alltaf í varnarstöðu þegar ég tala við blaðamenn. Ég gæti þurft á hjálp ykkar að halda ein- hvern daginn, sérstaklea ef kvikmyndin (Nostalgía) hlýtur samskonar dreifingu og Angelop- oulos.“ í umfjöllun sinni um sovéskar kvikmyndir eyðir áðurnefnd Vronskaya meirihluta greinarinn- ar í IFG, í þann andskota sem listamenn Sovétríkjanna þurfa sí- fellt við að eiga, nefnilega ritskoð- unina. Hún segir: „Vegna þess að kvikmyndaiðnaðurinn er ríkisrek- inn hafa leikstjórar alltaf verið skorðaðir við val sitt á viðfangs- efni, svo ekki sé minnst á með- höndlun efnisins frá pólitísku sjónarmiði. Það er margfallt kerfi ritskoðunar sem þeir þurfa að yfirstíga. í fyrsta lagi er það lista- maðurinn sjálfur sem veit nokk- urn veginn hvað gengur og hvað gengur ekki á upptökustað og því vandar hann valið. Þegar handrit- ið hefur verið samþykkt eru tökur teknar og myndin klippt undir eft- irliti og síðan leggja ritskoðendur stjórnar kvikmyndafélagsins blessun sína yfir myndina. Þegar myndinni er lokið að fullu er hún loks sett í hendurnar á raunveru- legum ritskoðendum ríkisins sem verða að samþykkja hana áður en hún er sett í dreifingu. Mikilvægi myndarinnar frá hugmyndafræði- legu sjónarmiði er m.a. sýnt með ólíkum launaflokkum leikstjór- anna og mismunandi mikilli dreif- ingu á myndunum." I framhaldi af því talar Vronskaya um hvernig myndum er haldið fjarri áhorfendum með lítilli dreifingu. Hún vitnar í ádeilu á georgískar kvikmyndir og kvikmyndagerðarmenn þar sem FariA yfir atriði. Domiziana Giordano tekur við leiðbeiningum frá Tarkowsky. Yuri Bogomolov, kvikmyndagagn- rýnandi í Moskvu, sagði ástæðuna fyrir því hve litla aðsókn georgísk- ar myndir fá í Sovétríkjunum vera þá að þær séu eingöngu list- og ljóðrænar og fáist aðeins við vandamál þjóðarinnar. „Sannleik- urinn er sá,“ segir Vronskaya, „að georgískar myndir hafa ekki misst áhorfendur heldur er áhorfendum meinað að sjá þær með takmark- aðri dreifingu á þeim.“ Kvikmyndirnar eru settar í ákveðna dreifingarflokka og í byrjun þessa áratugar voru allar georgískar myndir settar í 14. flokk eða neðar (15. eða 18.). Séu myndir í 14. flokki eru gerð af þeim 460 eintök og séu þær í 18. flokki eru gerð 54. Að meðaltali voru því georgískar kvikmyndir gerðar í 300—250 eintökum. Ef tekið er mið af því hve stór og fjölmenn Sovétríkin eru, er auð- velt að sjá að meirihluti áhorf- enda fær aldrei að sjá þessar myndir. Það þarf minnst 60 eintök af kvikmynd svo dreifingin geti talist fullnægjandi í Georgíu einni. Vegna þessa m.a. segir Vronsk- aya að fjöldi kvikmyndagerðar- manna sjái sér einskis annars úr- kosta en að yfirgefa landið. „Á síð- ustu árum hef ég hitt langt á fjórða tug handritahöfunda, kvikmyndatökumanna, leikstjóra og leikara, sem hefur eiginlega verið ýtt úr landi og sem kjósa heldur að strita erlendis við frjálsa kvikmyndagerð og losna við afskipti rfkisins af myndum sínum." En snúum okkur aftur að Tark- owsky. Hann er fæddur í apríl 1932 í Moskvu. Faðir hans, Arseni, var velþekkt ljóðskáld. Sjálfur hefur Tarkowsky lýst því á ein- faldan hátt hvernig hann gerðist kvikmyndagerðarmaður. „Þegar ég var í menntaskóla sótti ég tón- listarskóla og fékkst svolítið við málaralistina. Árið 1952 tók ég til við að læra austurlensk tungumál en ekkert af þessu var fyrir mig. Þá starfaði ég um tíma í Síberíu áður en ég lagði stund á kvik- myndanám við Kvikmyndastofn- un ríkisins, og lærði þar undir handleiðslu Mikail Romm. Þar var ég til 1960.“ Árið eftir gerði Tark- owsky sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Bernska Ivans, og hlaut hún Gullna ljónið, fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Myndin var skínandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.