Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 19 Á hestbaki í fjöllum Ástralíu Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson Á hestbaki í fjöllum Ástralíu Nafn á frummáli: The Man from Snowy River. Leikstjóri: George Miller. Handrit eftir John Dixon, byggt á Ijóói eftir A.B. Paterson. Tónlist: Bruce Rowland. Myndatökustjórn: Keith Wagstaff. Sýnd í Nýja Bíói. Hvað eigum við tslendingar sameiginlegt með andfætlingum vorum í Ástralíu, ansi fátt er ég hræddur um nema nægt land- rými, jú og svo má ekki gleyma björtu kvikmyndasumri sem von- andi bregður ekki skjótt til vetr- ar, hvorki I hinni sólbjörtu Ástr- alíu né hér norður í Dumbshafi. Ég skal ekki spá hér frekar um lífsvon íslenskrar kvikmynda- gerðar, en það virðist ganga bærilega hjá andfætlingum vor- um á kvikmyndasviðinu. Mér skilst að Ástralíubúar þyrpist inní forsælu kvikmyndahúsa, þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu myndbanda, og þarlendir menn sækja ekki aðeins í breiðtjalds- myndir á borð við: E.T., Gandhi og Tootsie, sem allstaðar gera það gott, heldur og í listrænar myndir svokallaðar, sem sýndar eru í þar til gerðum bíóhúsum. Hvað varðar aðsókn að kvik- myndum framleiddum á heima- velli, þá virðist hún neinnig skapleg, þannig hafa áströlsk kvikmyndahús halað inn drjúgan skilding á myndum eins og: Galli- poli, Mad Max, Puberty Blues og Starstruck. Hér eru aðeins nefnd- ar vinsælustu myndir síðastlið- ins árs og hins næsta þar á und- an og er þá ótalin sú kvikmynd er nú prýðir sal Nýja Bíós — The Man from Snowy River. Ekki get ég sagt að þessi feng- sæla mynd sanni styrka stöðu kvikmyndarinnar í áströlskum menningarheimi, þessa stundina. Þrátt fyrir fagmannlega mynda- töku, er gefur ekki ósvipaða mynd af áströlsku landslagi og sætu íslenskir kvikmyndatöku- menn bak við myndavélarnar, skortir söguþráð þessarar mynd- ar dýpt og sannfæringarkraft. Finnst mér myndin helst eiga heima í hópi unglingamynda, þar sem ástin og hugrekkið sigrast að lokum á ævintýralegan hátt á mannvonskunni. En myndin greinir í fáum orðum frá ungum manni, Jim Craig, er býr upp til fjalla í Viktoríufylki. Sá missir föður sinn, og hrekst þar með niðrá sléttuna, í vist hjá stór- bónda einum sem náttúrulega á bráðfallega dóttur, sem verður umsvifalaust skotin í stráknum. Er ekki að orðlengja, að strákur er hetja hin mesta og vinnur sig brátt í álit hjá stórbóndanum og hyski hans. Hvort hann fær dótt- urina að verkalaunum, læt ég liggja á milli hluta, en hest einn góðan hreppir hann að lokum. Snýst mynd þessi raunar meira um hesta en menn, og verður ekki annað sagt en að hópreiðin undir lok myndarinnar sé einhver sú áhrifamesta sem sést hefur í kvikmynd. Verður að leita aftur til hinna Sjö hetja Kurosawa til að finna hliðstæðu. Gætu íslenskir kvikmynda- gerðarmenn — þeir er hyggja á filmun fornsagnanna — margt lært í þessu efni af mynda- tökustjóranum Keith Wagstaff og leikstjóranum George Miller. Það er annars merkilegt hve hestar geta hrært upp í tilfinn- ingum manna, jafnvel haft miklu djúptækari áhrif en mannfólkið, með öllum sínum tiktúrum. Ráð- legg ég viðkvæmum sálum af hinu veikara kyni að hafa vasa- klútinn við höndina þá lokaatriði The Man from Snowy River eða Mannsins frá Klakaá flennist yfir tjald Nýja Biós. Viðkvæmum bíóáhugamönn- um er einnig bent á að Kirk Douglas leikur í þessari mynd, reyndar sjálfan sig í tveim útgáf- um. (Ég hélt nú að það væri nóg fyrir blessaðan manninn að heita tveimur nöfnum, ekki bara Kirk Douglas heldur líka Issur Dani- elovitch Demsky, en það er nú önnur saga.) Aðrir leikarar myndarinnar eru flestir ástr- alskir og standa sig prýðilega, ekki síst Tom Burlinson sem Jim Craig. Ég hef áður minnst á fag- mannlega myndatöku Keith Wagstaff, og fyrir þá sem hafa áhuga á hestum, fögru landslagi og unglingarómantík er þessi mynd kjörin. Fyrir hina er kjósa fremur kvikmynd, byggða á hugmyndaríku og snjöllu hand- riti, er til dæmis mynd Bíóhall- arinnar í kröppum leik, betri kostur. Þannig, góðir hálsar, geta menn vissulega ratað inná bíó við sitt hæfi í henni Reykjavík þessa dagana, því einsog þið sjáið hef ég bara bent á tvær myndir, er hvor um sig höfðar til ólíkra áhorfendahópa. Leiðrétting: í grein er ég ritaði hér í blaðið á föstudaginn var og nefndi Eitt lítið orð — Vandi gagnrýnandans í aðþrengdu málsamfélagi, læddist meinleg villa: „Ræður þá hnefarétturinn ríkjum fremur en orðmargir lagabjálkar?", stendur þar svart á hvítu. Ekki veit ég í hvaða auga þeir ágætu bjálkar kunna að hafa rekist, en betur kann ég við lagabálkana. Nr. 1 í JAPAN Já, í Japan, landi þar sem almenn neytendaþekking er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið. Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta VHS myndsegulbandstæki í heimi. NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN. 8 liða fjarstýring Quarts stírðir beindrifnir mótorar Quarts klukka 14 daga upptökuminni 12 stöðva minni OTR: (One touch timer recording) Rafeindateljari Myndleitari Hraðspólun með mynd áfram Hraðspólun með mynd afturábak Kyrrmynd Mynd skerpu stilling Mynd minni Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa) Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann. Sjálfspólun til baka Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni. Tækið byggt á álgrind. Fjölvísir Multi-Function Display Verð aðeins 36.900,- stgr. Panasonic gæðí. varanleg gæði. AKRANES: Stúdíóval. AKUREYRI: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabuðin BORGARNES: Kaupfélagið ESKIF|ÖRDUR Pöntunarfélagið HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu HELLA Mosfell HORNAFIÖRDUR: Radióþ|ónustan NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið SAUDÁRKRÖKUR: Rafsjá. SELFOSS: Vöruhus KÁ SEYDISFJÖRÐUR: Kaupfélagíð TÁLKNAFIÖRDUR: Bjarnarbúð VESTMANNAEYIAR: Músík og Myndir JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.