Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 23 Símamynd AP. Sovéska geimgöngukonan Svetlana Savitskaya við komuna tii jarðar. Sovésku geim- fararnir lentir Moskvu, 30. jðlí. AP. SOVÉSKU geimfararnir þrír, þar á meðal fyrsta konan, sem farið hef- ur í geimgöngu, lentu á sunnudag heilu og höldnu í Kazakhstan I Mið-Asíu á sunnudag í geimfarinu Soyusi T-12. Geimfararnir voru í geimnum í 13 daga, en 11 daga voru þeir um borð í geimstöðinni Salyut sjöunda. Þar hafa nú þrír sov- éskir geimfarar verið 171 dag, og nálgast þeir því óðfluga met landa sinna árið 1982, sem dvöldust i geimnum alls 211 daga. Geimfarinn, Svetlana Sav- itskaya, sem fyrst kvenna fór í geimgöngu í ferð Soyusar T-12 sagði, samkvæmt frásögn sov- ésku fréttastofunnar TASS eftir komuna til jarðar, að allt hefði heppnast eins og best varð á kos- ið. Rússar leggja áherslu á uppbyggingu sjóhers Moskvu, 30. júli. AP. Varnarmálaráðherra Sovét- ríkjanna, Dmitri Ustinov, ásak- aði á Degi sovéska sjóhersins Bandaríkjamenn um að „leiða hin herskáu ríki heimsvalda- stefnunnar“ í tilkynningu sem sovéska frettastofan TASS kom á framfæri.“ Hann hrósaði hins vegar sov- éska sjóhernum, og sagði hann hafa þróað ný vopn og náð mikl- um árangri í herþjálfun að und- anförnu. Ustinov sagði ennfremur, að meðan staðan í alþjóðamálum væri eins ótrygg og nú og hin herskáu öfl heimsvaldastefn- unnar með Bandaríkjamenn í fararbroddi ynnu stöðugt að því að breyta hernaðarjafnvægi í heiminum sér í hag, hefði sov- éski sjóherinn lagt ríka áherslu á að fullkomna þjálfun á sjó, landi og lofti, og að ná tökum á meðferð nýrra hergagna og ógnþrunginna vopna. Málgagn sovéska kommún- istaflokksins, Pravda, birti einn- ig grein í tilefni dagsins eftir yf- irmann sovéska sjóhersins, Sergei Gorshkov, þar sem segir að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra í NATO telji sjó- herinn vera eitt besta tækið til að framfylgja hinni herskáu stefnu þeirra. Þar segir ennfremur, að sov- éski sjóherinn hafi aukið vopna- birgðir sínar til að mæta þeirri Sovézkt beitiskip af Kresta-gerð ógn sem stafi af bandaríska sjó- hernum, sem sé kjarnorkuvædd- ur. Talsmaður bandaríska sjó- hersins sakaði aftur á móti Sov- Stokkhólmi, 30. júli. AP. VESTUR-ÞÝSKUR ferðalangur til- kynnti sænsku lögreglunni í dag, að hann hefði verið rændur í óbyggðum Norður-Svíþjóðar, skammt frá þeim stað er hollen.sk hjón voru myrt og rænd fyrir um hálfum mánuði. Lög- reglan telur tengsl vera á milli atvik- anna. Atburðurinn átti sér stað í fjalla- skarði milli Gállivara og Boden, en þar var Þjóðverjinn, Jorg Altmay- er, einn á ferð. Réðust þá að honum tveir menn, einn framan að, en hinn varnaði honum flótta. Rændu þeir myndavél, úri og peningum af Alt- mayer og skildu þannig við hann. Annar ræningjanna otaði hnífi að fórnarlambi sínu. étmenn um að hafa stóreflt sjó- her sinn á síðustu árum, og hin- ar miklu heræfingar hans úti fyrir ströndum Noregs bæru því glöggt vitni. Lögreglan telur að sami eða sömu aðilar séu hér að verki. Hollensku hjónin lágu í tjaldi sínu aðeins fá- eina tugi kílómetra frá þeim stað þar sem Altmayer var rændur. Morðinginn stakk þau til bana í gegn um tjaldstrigann og stal síðan talsverðu af verðmætum. Morðinginn gengur enn laus, þrátt fyrir umfangsmikla leit 25 til 30 lögreglumanna. Aldrei áður hafa þvílíkir atburðir átt stað í óbyggð- um Svíþjóðar og óttast Svíar að það kunni að hafa alvarlegar afleið- ingar á ferðamannastrauminn, en mikill fjöldi ferðalanga, einkum frá Vestur-Evrópu, ferðast ár hvert í óbyggðunum í norðurhluta lands- ins. Enginn óhultur í óbyggðum Svíþjóðar? /MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LtW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.