Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 34
46 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 Bviðgerðar og VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA. THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofi. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl. ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. m ; • ^ THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. !i steinprýði Stórhöföa 16, sími 83340 — 84780 Sænskar þjóðsögur eftir Jakob S. Jónsson Þjóðsögur les fólk sér til skemmtunar öðru fremur. Þó má hafa af þeim ómældan fróðleik því þær miðla menningararfi frá fornri tíð og veita dýrmæta vitn- eskju um hugmyndaheim forfeðr- anna. Enda er vart sú þjóð sem reynir ekki að gefa þessum menn- ingararfi sínum einhvern gaum, bæði með stuðningi við rannsóknir á þjóðfræðum almennt og þar með þjóðsögum og svo útgáfu og dreif- ingu á þjóðfræðilegu efni meðal almennings. Bókaforlagið Gidlunds í Svíþjóð gaf á síðast ári út ljósprentaða út- gáfu af Sænskum þjóðsögum úr safni Konunglegrar Akademiu Gústavs Adolfs, en þær voru upp- haflega gefnar út í átta bindum á árunum 1939—1947 (Svenska folksagor I—IV. Gidlunds forlag 1981). Hvert bindi nýju útgáfunn- ar hefur að geyma tvö bindi hinn- ar gömlu. Hin ljósprentaða útgáfa er að öllu leyti hin prýðilegasta að útliti, fer vel í hendi og bundin í vandað band og látlaust og forlag- inu til sóma i alla staði að þvi leyti. Það er hins vegar nauðsynlegt að útgáfa á borð við þessa nýtist fleirum en þeim einum sem lesa þjóðsögur sér til gamans. Þjóð- sagnaútgáfur verða einnig að þjóna fræðilegu markmiði ef þær eiga að svara kostnaði. Ef vel á að vera, á að vera hægt að fá upplýs- ingar um hvar og hvenær sögun- um var safnað, hver safnaði og eftir hverjum þær eru hafðar, hvort skyldar sögur hafi verið sagðar í öðrum landshlutum og jafnvel víðar um heim. Þá er ekki síður mikilvægt útfrá almennu þjóðfræðilegu sjónarmiði að greina frá sögumönnunum sjálf- um sem hafa kannski sagt sögurn- ar oft og mörgum sinnum fyrir ólíka áheyrendur hverju sinni og greina frá frásagnartækni þeirra. Fleira mætti tína til sem heyrir til góðum þjóðsagnaútgáfum en ég læt þetta nægja. Það má finna ansi marga vonda galla á þjóðsagnaútgáfu Gidlunds. Eins og fyrr var getið er um að ræða ljósprentaða útgáfu á verki sem unnið var fyrir tæpum fimm- tíu árum. Margt hefur skiljanlega breyst í viðhorfum til þjóðfræði og þjóðsagna á þeim tíma og því hefði verið eðlilegra að leggja meiri vinnu í þessa endurútgáfu. Svo virðist sem ærið misjöfn vinna hafi verið lögð í útgáfu Sænsku þjóðsagnanna 1938—1947. Þannig má sjá að fyrri hluti fyrsta bindis nýju útgáfunnar er ein- göngu „sagður af Guðrúnu og Jör- ani Sahlgren eftir handritum Sven Sederström". Hvaða fólk þetta er og hvern þjóðfræðilegan sess það skipar virðist ekki koma fróðieiksfúsum lesanda við. Síðari hluti fyrsta bindis er öllu betur frá genginn, m.a. er honum fylgt úr hlaði með inngangi eftir þann er gengur frá sögunum til útgáfu, Sven Liljeblad. Þá fylgja þeim hluta einum allra hluta verksins athugasemdir, sem birtast í bók- arlok. Sven Liljeblad hefur einnig gengið frá fyrri hluta annars bindis, sem helgaður er sagnaþul- inum Mickel í Lánghult. Segir Liijeblad frá Mickel í inngangi og segir þar aðeins frá þjóðsögum al- mennt og þá nokkuð ítarlega frá Mickel, sem réttu nafni hét Micha- el Jonasson Wallander. Síðari hluti annars bindis er sögur eftir handritum prestsins C.F. Cavalli- us, og eru það þau Guðrún og Jör- an Sahlgren sem hafa búið þær til prentunar og fylgja úr hlaði með stuttum inngangi, þar sem er nokkuð er sagt frá C.F. Cavallius; en hann var faðir hins merka sænska þjóðfræðings og þjóð- sagnasafnara Gunnars Olovs Hylten-Cavallius. Guðrún og Jör- an bera einnig ábyrgð á fyrri hluta þriðja bindis. Þar er að finna sögur úr ýmsum áttum, sem Gunnar Olov Hylten-Cavallius og G. Stephens hafa safnað. Jöran Sahlgren gengur einn frá seinni hluta þriðja bindis; þar er að finna sögur frá Nárke-héraði, sem þekktur sænskur þjóðsagnasafn- ari, Gabriel Djurklo, safnaði. í NORÐDEKK hetlsóluð radíat dekh, ístensk framteíðsta. Framleiðandi Gúmmívinnustofan hf, Réttarhálsi 2, R. Við tökum fulla ábyrgð á okkar framleiðslu Umboðsmenn um allt land Reykjavík Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLT! 35. s.31055 & 30360 Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2. s.84008 & 84009 Höfðadekk hf, TANGARHÖFÐA 15. s.85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEÍFAN 5. s.33804 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24. s.81093 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a. s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Olafssonar, ÆGISSÍÐU. s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTL, s.66401 Landið Hjólbarðaverkstæði Bjöms, LYNGÁS 5, RANG. s.99-5960 Kaupfélag Árnesinga, SF.LFOSSI, s.99-2000 Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, REYÐARFIRÐI. s.97-4271 Ásbjöm Guðjónsson.STRANDGÖTU 15a, ESKIFIRÐL s.97-6337 Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIKÐL s.94-3501 Hjólbarðaþjónustan, HVANNAVÖLLUM 14b, AKUREYRL s. 96-22840 Smurstöð Shell - 01is,FJÖLNISGÖTU 4a, AKUREYRI. s.96-21325 Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐL s.96-71860 Dagsverk, VALLAVEGL, EGILSSTÖÐUM. s 97-1118 Hjólbarðaviðgerðin hf, SUÐURGÖTU 41, AKRANESL s.93-1379 Hjólbarðaþjónustan, DALBRAUT 13, AKRANESL s.93-1777 Bifreiðaþjónustan hf, ÞORLÁKSHÖFN. s.99-3911 Hjólbarðaþjónustan, BORGARBRAUT 55, BORGARNESLs 93-7858 Bifreiðaverkstæði Bjama, AUSTURMORK 11, HVERAGERÐL s 99^1535 Aðalstöðin hf, HAFNARGÖTU 86, KEFLAVÍK. s.92-1516 Hjólbarðaverkstæði Hallbjörns, HNJÚKABYGÍiÐ 31, BLÖNDUOSI, s.95-4400 fjórða bindi er að finna sögur frá Gotlandi, sem Per Arvid Sáve hef- ur safnað. Guðrún og Jöran hafa búið þann hluta til prentunar og er í inngangi sagt nokkuð frá safn- aranum og uppvexti hans. Síðari hluti fjórða bindis er sögur, sem Jörel og Jöran Sahlgren hafa safn- að frá ýmsu skildingaprenti, en þau fengu nafn sitt af lágu verði sínu og kostuðu yfirleitt ekki meira en einn eða tvo skildinga. Útgáfa þeirra hófst á 17. öld, þetta voru litlir bæklingar, oft prentaðir á óvandaðan pappír, og voru tíðum eina lesefnið sem fátæk alþýða komst yfir auk biblíunnar, sálma- bókarinnar og postillunnar. Marg- ar sagnanna, sem prentaðar voru í skildingaprenti, höfðu áður varð- veist í munnlegri geymd, og eru þær að því leytinu skyldar þjóð- sögunni, þótt þær beri margar sterkan svip af ritunar- og prent- unartíma sínum. Það er vert að geta þess, að sög- urnar eru yfirleitt ekki flokkaðar nákvæmlega, heldur látið nægja að setja á þær yfirskriftina þjóð- sögur. Margt af efninu heyrir þó til öðrum flokkum þjóðfræðilegs efnis, s.s. sögnum. Að þessu leyti ber verkið þess merki að vera barn síns tíma og hefði verið full ástæða til að raða efni þess niður að nýju í samræmi við þá flokkun sem nú er almennt viðurkennd meðal þjóðfræðinga þótt hún sé vitaskuld hvergi nærri einhlít. { inngangi sínum að síðari hluta fyrsta bindis rekur Sven Liljeblad fróðleg skoðanaskipti þjóðsagna- safnarans G.O. Hylten-Cavallius og föður hans, prestsins C.F. Cav- allius. Þá feðga greindi á um hvort rita bæri sögurnar með uppruna- legu orðfæri sagnaþulanna eða breyta þeim þannig að samhengi yrði í stíl og málleysum og ýmsum hreppasvip á málfari sleppt. Þetta var lengi eitt helsta deiluefni þjóðfræðinga, en það má segja að sú stefna hafi orðið ofaná sem þeir Grimm-bræður lögðu grunn að þegar á 18. öld — sem sé sú að halda málfari sögumanna óbrengluðu, með öllum þeim sér- kennum héraðsmállýskunnar og því mergjaða orðfæri sem þeir gripu til en taldist kannski ekki fullkomlega gjaldgengt að mati lærðra manna. Flestar ef ekki allar þeirra sagna, sem birtar eru í Sænskum þjóðsögum, munu vera til í hand- ritum á söfnum. Vafalítið hafa þeir sem þær skráðu breytt orð- færi sagnanna til muna, a.m.k. verður ekki annað skilið af því sem sagt er í sumum inngangsorð- um hinna ýmsu hluta verksins. Nokkrar sagnanna munu þó ekki hafa tekið neinum breytingum að ráði fyrr en með útgáfunni á árun- um 1939—1947. Það er vissulega skaði að ekki skuli hafa verið reynt að bæta úr þessum greini- lega ágalla. Það má til sanns veg- ar færa, að þeir, sem sækja í þjóð- sögur sér til fróðleiks og skemmt- unar, eru ekki að svala bók- menntaþorsta sínum; þeir eru að leita að því, sem hefur lifað á vör- um þjóðarinnar og til þess að svo megi verða, þurfa sérkenni þess efnis að vera í öndvegi sett. Meðal þessara sérkenna er einmitt það málfar sem sögumönnum og sagnaþulum hefur verið tamt í munni. Ég læt þessi dæmi nægja um efnislegan frágang á Sænskum þjóðsögum. í heild sinni er þetta læsileg útgáfa og hún þjónar vel skemmtigildi sagnanna, en svarar engan veginn fræðilegum kröfum. Þessi ljósprentaða endurútgáfa reynist því ekki sem skyldi enda hefur enginn fræðimaður komið nálægt henni að því er best verður séð. Það er skaði að virt bókafor- lag eins og Gidlunds skuli ekki hafa lagt í þann aukakostnað; með þvi hefði sænskum þjóðsögum verði sýndur verðugur sómi. Jakob S. Jónsson er rið nám í Stokkhólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.