Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 53
 NORÐURLANDAMÓT DRENGJALANDSLIÐA: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 Norðmenn meistarar sjá nánar /30 • íslenski ólympíuhópurinn gengur inn A leikvanginn. Einar Vilhjálmsson, fánaberi, í broddi fylkíngar. „Samfelld listahátíð" — sagði Gísli Halldórsson forseti ólympíunefndarinnar um setningarathöfnina Lo* Angeles, 30. júlL Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaösins. „Þetta var stórkostlega hrífandi. Þetta var ein samfelld listahátíó og stund sem líóur manni aldrei úr minni,“ sagöi Gísli Hall- dórsson forseti íslensku ólympíunefndarinn- ar eftir setningarathöfnina á laugardaginn. Þetta eru fjóröu Ólympíuleikarnir sem Gísli sækir og hann sagöi aö setningarathafnirnar í Mexíkó, Múnchen og Montreal heföu ekki ver- iö neitt svipaöar því jafn glæsilegar og athöfn- in í Los Angeles. „Leikvangurinn er einstak- iega fallegur, hann er eins og gríöarlega stórt útileikhús og þaö sem vakti einna mest athygli mína við setningarathöfnina var hvaö þeim tókst aö hrífa áhorfendur meö sér og láta þá taka þátt í athöfninni. Ég hef ekki veriö var viö svona mikla stemmningu áöur við setningu Ólympíuleika, þaö ríkti svo mikil gleöi á leik- vanginum og þetta sýnir aö Ólympíuhugsjónin ríkir sterkari en nokkru sinni fyrr. Þessi athöfn tók öllu ööru fram sem ég hef oröiö vitni aö,“ sagöi Gisli. UIA vann Unglingameistaramót í frjáls- um íþróttum, fyrir 14 ára og yngri, fór fram í Kópavoginum um helg- ina. Lió UIA, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, sigraði á mótinu — hlaut 128,5 stig. Strákar, piltar, telpur og stelpur (!) kepptu í Kópavoginum, en þau eru á aldrinum 11 —14 ára. Keppnisgleðin var mikil og keppni oft og tíöum mjög spennandi. Sig- ur UÍA var þó nokkuö öruggur — í ööru sæti var HSK meö 111 stig og FH varö í þriöja sæti meö 77,5 stig. Þessir einstaklingar fengu flest stig í einstaka grein: Strákar: Magnús Þorgeirsson, UÍÓ — stökk 1,46 í hástökki. Piltar: Siguröur Þorleifsson, HSK — stökk 5,98 í langstökki. Telpur: Helena Jónsdóttir, UMSK, stökk 1,50 í hástökki, en þaö er reyndar nýtt íslandsmet. Telpur: Guörún Eysteinsdóttir, FH, hljóp 800 metra á 2:24,2 mín. Nærri fullkomiö Chino, Kaliforniu, 30. júli. AP. Bandartkjamaóurinn Ed Etzel sigraói í dag í skotkeppni meó fínboruðum rifflum — hlaut hvorki meira né minna en 599 stig af 600 mögulegum. íslandsmet Lot Angeles, 30. júli. Fré Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Guðrún Fema Ágústsdóttir setti nýtt íslandsmet í 200 metra bringusundi hér ( dag. Synti vegalengdina á 2:44,85 mín. Guðrún synti mjög rösklega og vel. Hún varó í tuttugasta sæti af tuttugu og þremur keppendum í sundinu. • Guöbjörn Tryggvason lék vel í gærkvöldi. Skagamenn í írsMt: Skeggiö vex áfram! Skeggvöxtur Skagamanna heldur áframl ÍA sló Þrótt úr bikarkeppni KSÍ é Skipaskaga í gærkvöldi meó 2:0, og komst því í úrslitin. Liöið leikur nú til úrslita þriðja áriö í röó. Sigþór Ómarsson og Siguröur Lárusson, fyrirliöi ÍA, skoruöu mörkin í gærkvöldi. Sjá nánar/38 Ragnar Guömundsson setti þrjú íslandsmet RAGNAR Guömundsson, sund- maóur úr Ægi og Neptun i Dan- mörku, sonur Guðmundar Harö- arsonar sundþjálfara, náöi mjög góöum árangri á Evrópumóti unglinga í sundi sem fram fór um helgina í Lúxemborg. Ragnar setti þrjú ný íslandsmet og pilta- met og er hann nú í mikilli fram- för, enda hefur hann æft mjög vel undanfarið og þá sérstaklega fyrir þetta mót þannig aö árangur langra og strangra æfinga er nú greinilega aö koma í Ijós. Bestum árangri náöi Ragnar í 1500 metra skriösundi en þar synti pilturinn á 16:37.18 sem er is- landsmet og auk þess aö sjálf- sögöu piltamet, en í þeim flokki er Ragnar enn á því hann er aðeins 16 ára gamall. Millitími Ragnars í þessu sundi var 8:44.25 og er þaö einnig íslandsmet en millitíminn er tekinn eftir aö sundkapparnir höföu synt 800 metra. Þess má • Ragnar Guömundsson geta aö Ragnar varö níundi í þessu sundi og jafnframt var þetta þriöji besti tími sem náöst hefur á Norö- urlöndunum í þessum aldursflokki. Glæsilegur árangur. Bæöi þessi met átti Ragnar sjálfur frá því fyrr á þessu ári. í 400 metra skriösundi synti Ragnar á 4:17.11 mínútum og varö sextándi í röðinni. Þessi tími er nýtt íslands- og piltamet en eldra metiö átti Siguröur Ólafsson, Ægi, 44:17.24 sem hann setti áriö 1977 og var því oröiö nokkuö gamalt. Arnþór Ragnarsson frá Sundfé- lagi Hafnarfjaröar keppti í 100 metra bringusundi og fékk hann þar tímann 1:13.82. Einnig keppti hann í 200 metra bringusundi og þar fékk hann tímann 2:43.75, sem er aöeins frá hans besta tíma. Arn- þór komst ekki í undanúrslit og er því úr keppni. Bryndís Ólafsdóttir frá Þorláks- höfn keppti í fjórum greinum á mótinu. Í 100 metra skriösundi synti hún á 1:03.00. í 100 metra flugsundi náöi hún tímanum 1:10.88 og dugöi þaö henni ekki til aö komast í milliriðla. Sömu sögu er aö segja úr 200 metra fjórsund- inu. Þar synti Bryndís á 2:34.08 og er þaö ágætis tími hjá henni en aöeins frá hennar besta tíma. Þessi tími dugöi þó ekki í undan- úrslit. Árangur þeirra Bryndísar og Arnþórs er alveg viöunandi ef tek- iö er tillit til þess aö þetta er fimmta stórmótiö þar sem þau eru meðal keppenda í þessum mánuöi. Eins og áöur segir hefur Ragnar Guömundsson æft mjög vel fyrir þetta mót. Hann hefur æft sam- fleytt í tvö ár án þess aö taka sér hvíld og var þaö sérstaklega gert til að ná sem bestum árangri í þessu móti. Hann æfir níu sinnum í viku, tvo til þrjá klukkutíma á dag, og aö meöaltali syndir hann 65 kílómetra í viku hverri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.