Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 58
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 HVILÍK skrautsýning. Hvílíkt sjón- arspil. Orö fá meö engu móti lýst setningarathöfn 23. Olympíuleik- anna í Los Angeles. Það er mál manna sem verið hafa á mörgum Ólympíuleikum aö setningarat- höfnin hér hafi tekið öllum fyrri setningarathöfnum Ólympíuleika fram. Allt var þrautskipulagt fram i fingurgóma, ekkert fór úrskeiðis og tímasetningin var einstök. Á meðan á setningarathöfninni stóð mátti víða sjá vota augnhvarma og fjölmargir áhorfendur gátu með engu móti leynt geðshræringu sinni viö sum atriöanna sem voru hreint út sagt stórkoatleg. Setningarathöfnín mun aldrei gleymast þeim sem hana sáu. í raun veltir maöur því fyrir sér hvort þaö sé nokkur möguleiki aö gera betur en gert var hér í Los Ang- eles í dag. Hverjum ætti aö takast betur upp meö slíkar skrautsýningar en þeim sem vinna í nágrenni kvik- myndaborgarinnar heimsfrægu, Hollywood, menn sem hafa mikla reynslu og ótvíræöa hæfileika til aö setja á sviö skrautsýningar eins og þær gerast mestar og bestar. Þrjú atriöi í opnunarhátíöinni báru nokkuö af. Þaö fyrsta var þegar geimfari flaug inn á leikvanginn í gegnum aöalhliöiö öllum aö óvörum. Hann var meö þrýstiloftshreyfil á bakinu og flaug inn meö miklum gný, tók lítinn hring á leikvanginum, en lenti síðan á spjaldi sem á voru ólympíuhringirnir. Þetta minnti mann á atriði úr James Bond-kvik- mynd og vakti mikla hrifningu. Þá var þaö ekki síöur stórkostiegt þegar hundraö þúsund áhorfendur tóku þátt í athöfninni meö því aö mynda þjóöfána allra þátttöku- þjóöanna, sem eru 140. Þaö kom nokkuö á óvart þegar þulurinn á leikvanginum baö áhorfendur um aö taka fram plastspjöld sem límd höföu verið undir hvert einasta sæti á leikunum. Þulurinn sagöi viö áhorf- endur: „Ég ætla aö biöja ykkur um aö taka þátt í dálitlum mósaík-leik meö mér. Ég mun telja frá fimm og niöur í núll og þá ætla ég aö biöja ykkur um aö lyfta plastspjöldunum af hnjánum á ykkur upp aö andliti." Þulurinn taldi síöan niöur, 5—4—3—2—1 upp fóru spjöldin og hvílík sjón. Risastórir þjóöfánar allra landanna mynduöu stóran hring á áhorfendapöllunum og þessu atriöi er ekki hægt aö lýsa meö oröum. Þulurinn baö fólkiö um aö halda spjöidunum uppi í smá stund, taldi síöan aftur og spjöldin fóru nú niöur. Atriöi þetta heppnaö- ist eins vel og á var kosiö og kom mjög á óvart. Þá var mjög hátíölegt þegar ólympíueldurinn kom inn á leik- vanginn. Þaö var barnabarn íþrótta- mannsins fræga Jesse Owens, Gina Hemphill, sem bar ólympíukyndilinn inn á leikvanginn. Hún hljóp heilan hring á leikvanginum en átti mjög erfitt meö aö komast áfram vegna íþróttafólksins sem hljóp út á hlaup- abrautina til aö taka af henni mynd- ir. Um tíma komst hún ekkert áfram en öryggisveröir ruddu henni síöan leiö og þegar hún kom á beinu brautina aftur kom tugþrautarmaö- urinn frægi Rafer Johnson, hvít- klæddur frá toppi til táar, tók viö kyndlinum og hljóp meö hann aö enda ieikvangsins. Síöan hljóp hann upp tröppurnar og loks upp sér- staklega gerðar tröppur sem lyftu honum upp í mikla hæö. Þegar upp var komiö sneri Rafer sér aö áhorf- endum, lyfti kyndlinum hátt og eftir skamma stund bar hann kyndilinn aö röri sem lá niöur úr hliöinu. Eldur- ínn barst upp með rörinu og ólympiuhringirnir sem voru fyrir neö- an merkiö á aöalhliöinu loguöu. Áfram hélt eldurinn upp meö rörinu og upp stóra steinsúlu sem rís upp af hliöinu og þar blossaöi ólympíu- eldurinn upp viö gífurleg fagnaðar- læti áhorfenda. • Setningarathöfn Ólympíuleik- anna var „stórkostlegt sjónarspil". Menn skorti orð fyrst í stað til aö lýsa þeim ósköpum, sem fram fóru é Memorial-leikvanginum í Los Angeles á laugardag. Litadýrðin var gífurleg og setningarathafnir fyrri Olympíuleika féllu algjörlega í skuggann. Það er greinilegt að Bandaríkjamenn hafa lagt mikið upp úr því aö hafa athöfn þessa sem glæsilegasta og ekki er hægt að segja annað að það hafi tekist. Hér mé sjé mynd af leikvanginum þegar hétíðin stóð sem hæst. — Áhorfendurnir 90.000 virða fyrir sér ólympíuhringina, sem sýningar- fólkiö myndaöi é vellinum með blöðrum — sem síðar var sleppt lausum. • Rafer Johnson, tugþrautarmaö- urinn heimsfrægi, sem sigraði í þeirri grein é Olympíuleikunum 1960, tendraði ólympíueldinn við setningarathöfnina. Þaö þótti mjög tilkomumikiö er hann hljóp upp tröppurnar og lagði eld að ól- ympíuhringjunum fyrir ofan hliðið aö vellinum. Eldurinn læsti sig um hringina og síöan fré þeim upp súlu — upp í topp, þar sem eldur- inn mun loga þar til leikunum verö- ur slitið þann 12. égúst. Þessi þrjú atriöi má segja aö hafi verið hápunkturinn í stórkostlegri skrautsýningu sem var engu lík. Athöfnin hófst á slaginu hálf fimm meö því aö kirkjuklukkum var hringt og stórt loftfar sveif yfir leikvanginn. Á því stóö letrað „Velkominn" stór- um stöfum og beggja megin, jafn- framt flugu litlar flugvélar hópflug yf- ir leikvanginn og aftur úr þeim héngu boröar meö sömu áletrun. Á setningarathöfninni fór saman gtfurleg iitardýrö og glæsileg tónlist. Herþotur mynduöu ólympíuhringina yfir leikvanginum og jafnframt, á einhvern óskiljanlegan hátt, tókst Bandaríkjamönnum aö rita í himin- inn hvern textan af öörum og mótti þar meöal annars lesa ólympíuoröin hærra, hraöar og sterkari auk þess sem menn voru boönir hjartanlega velkomnir með því aö rita þaö í him- ininn. Fyrstu klukkustundina á leikvang- inum fóru eingöngu fram söngvar og dansar, þaö voru allt atriöi sem voru hvert ööru stórkostlegra. Sem dæmi má nefna aö ieikiö var landnám Bandaríkjanna og slógu leikararnir upp leiktjöldum á örskammri stundu á leikvanginum. Eitt þóttl mönnum þó vanta í þessa sýningu og þaö voru indíánarnir, þeir sáust ekki í landnámi þessu og fannst mörgum þaö skjóta skökku viö. Á stóru Ijósaskilti fyrir enda leik- vangsins mátti sjá hverju sinni hvaö um var aö vera á leikvanginum og einnig hvaöa lög veriö var aö leika og eftir hvern þau voru. Lengi mætti halda áfram aö telja upp atriöi sem voru sýnd á þessari stórglæsilegu skrautsýningu. Mörg þeirra hræröu hug áhorfenda og nægir þar aö nefna þegar sólósöngkonan Etta James söng hiö fræga lag „Oh when the Saints go marching in“ og fékk hún áhorfendur til aö taka undir meö sér. Athygli vakti elnnig hversu stórkostlegur hljómburöurinn var á leikvanginum, ekki var þaö síöur stórkostlegt þegar 85 flyglar runnu fram viö aðalhliöiö og sami fjöldi píanóleikara lék hiö fræga lag „Rapsody in Blue“. Þaö var mjög létt yfir athöfninni framan af og mjög mikil stemmning meöal áhorfenda. Þegar rúm kukku- stund var liöin af setningarathöfninni lék sinfóníuhljómsveit lag sem sér- staklega var samið í tilefni Ólympíu- ieikanna. Lagiö er eftir hinn fræga John Williams og sá hann um aö stjórna hljómsveitinni viö þetta tæki- færi. Aö flutningi verksins loknum gengu þátttökuþjóöirnar inn á leik- vanginn. islensku þátttakendurnlr komu inn á leikvanginn númer 55 í röðinni. Á undan þeim komu keppendurnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.