Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLl 1984 47 Marteinn M. Skaftfells „Fyrirhugaður útflutn- ingur byggist eingöngu á hærra verði, sé hross- unum slátrað í Dan- mörku. Það er því verið að selja þjáningar þeirra.“ leiki. Lengst af voru margir hestar saman í stíu. Enginn getur lýst þjáningum þeirra í vondum veðr- um og vondum sjó. Og þrátt fyrir það, þótt skipverjar legðu sig oft í hættu til að hjálpa þeim, urðu stundum þau slys, að skjóta varð hesta til að firra þá þjáningum, sem enginn möguleiki var að ráða bót á. Eimskip annaðist þessa flutn- inga. Bæði skipstjórnarmenn og framkv.stj. höfðu svo ríka samúð með hrossunum, að þeir féllust á, að smíðuð yrði stía fyrir hvern hest. Á þennan hátt var komið í veg fyrir alvarleg slys, og þjóna mátti hverjum einstökum hesti miklu betur en áður var mögulegt. En þótt yfirmenn og hásetar gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að bæta líðan hestanna á leið yfir hafið, gátu þeir ekki komið í veg fyrir sjóveiki. Og hversu blíðir sem veður- og sjávarguðir voru, urðu hestar yfirleitt sjóveikir, lystarlausir og gegnslappir, eins og tvífættir farþegar með sama kvilla. í veltingi og vondum sjó voru einkastíurnar ómetanleg bót frá því, sem áður var. En fæstir munu þó geta gert sér ljósa grein fyrir erfiðleikum og líðan hestanna. En kannski leið skipverjum og far- þegum, er á horfðu, ekki öllu bet- ur. — Og óhætt er að fullyrða, að þungu fargi var létt af skipshöfn- um, er horfið var frá þessum flutningum, og þeir færðir yfir á flugvélina. Að öllum ofangreindum umbót- um stóð stjórn Dýraverndunarfé- lags Reykjavíkur. En þær hefðu tafist, hefðu þær ekki mætt skiln- is yndisauki hestavinum — eða beinlínis alinn til afsláttar, og því miður í of ríkum mæli — líklega að mestu leyti, á útigangi, hvernig sem viðrar. En þeir, sem hafa hvorki hjartarúm eða húsrými hestum sínum í harðviðrum, eiga ekki að hafa hesta. Sú smán er sem betur fer langt að baki, er íslenskir hestar voru seldir til þrælkunar í breskum kolanámum. Ég hélt, að það heyrði einnig til fortíð og sögu, að þær þjáningar væru lagðar á ís- lenska hesta að vera fluttir utan með skipum, þar sem líðan þeirra er margfalt betri í flugvélinni. Fyrirhugaður útflutningur byggist eingöngu á hærra verði, sé hrossunum slátrað í Danmörku. Það er því verið að selja þjáningar þeirra. — Brennir sá gróði ekki fingur þeirra, er við honum taka? Marteinn M. Skaftfells er fyrrrer- andi formaður Dýrarerndarfélags Reykjaríkur. Panasonic Endurtekur ævintýrið. 5 þriggja tíma VHS myndsegulbandsspólur í pakka á aðeins kr. 399.- spólan. Ekki kasta krónunni og spara aurinn. veljiö þaö besta frá Panasonic, stærsta VHS framleiöanda heims. Ath. fást nú líka í HAGKAUP Skeifunrti Akureyri Njarðvik wa 180 VIDBO CASSBTTB NVBS90 180 180 VtDHO CAXSBTTB CASSBTTB SZEl . Jg >IS hf 712 s&tijms Hross með skipum til slátrunar í Danmörku eftir Martein M. Skaftfells Fyrir nokkru var þess getið í blöðum, að SÍS væri að kanna möguleika á sölu hrossa til slátr- unar í Danmörku, þar eð mun hærra verð fengist fyrir kjötið, væri þeim slátrað þar. Nú er þess getið í blöðum, að Búvörudeild SfS hafi opnast möguleikar á þessari sölu. Og ef af henni verður, verði sérstakt gripa- flutningaskip leigt. Og skv. uppl., sem ég fékk í SÍS, er um 300 hesta að ræða. Einnig er þess getið, að „Bú- vörudeild" SÍS hafi haft samband við „Hagsmunafélag hrossa- bænda", er hvetji félagsmenn til að hagnýta sér þessa möguleika. Lengi var skipið eini möguleik- inn til flutninganna á hestum utan. Og því miður vondur mögu- ingi og góðum vilja framkv.stj. Eimskips, sem mætti hverri rökstuddri ósk til umbóta, ásamt verkfræðingi og öðrum, er málið snerti. SÍS var aðalútflytjandi hrossa, undir stjórn framkv.stj. Agnars Tryggvasonar. Og hann var mikill áhugamaður um sem bestan að- búnað við þessa flutninga. Og þeim ágætisdreng verður vart fullþakkað hversu vel hann brást við hugmyndinni um að flytja hross utan með flugvélum — í stað skipa. Og ég vil vona, að núverandi framkv.stj., Magnús Friðgeirsson, taki þetta mál til gagngerrar endurskoðunar og láti ekki pyngjusjónarmiðið ráða ákvörð- unum sínum. Ég skil vel, að hann er í vanda, þrýsti hrossabændur fast á. En þeir vita fyrirfram, að markaður fyrir hrossakjöt er lítill og hrossa- eign landsmanna langt um þarfir fram. Þeir eiga því sjálfir að bera ábyrgð á hrossafjöld sinni. — En þeir, sem standa að þessum mál- um, ættu að örva neyslu hrossa- kjöts innanlands, þar sem það mun vera talið hvað hollasta kjöt- ið. Éngan, er stóð að ofangreindum umbótum, mun hafa grunað, að aftur yrði horfið að því, sem með rökum var fordæmt og afnumið. — Og séu enn í gildi lög, er heim- ila að óþarfa þjáningar séu lögð á dýr til að þjóna lágkúrulegri krónuhyggju, ber að afnema þau. Hesturinn er ekki lengur þarf- asti þjónninn. Nú er hann einung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.