Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 5 Olíuverð þarf að hækka um 40 tíl 50% — eigi að jafna hallann á innkaupa- jöfnunarreikningi á þremur mánuðum segir Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS „Innkaupareikningur olíu var neikvædur um 140 milljónir króna fyrir gengisfellinguna, við hana hækkaði mínusinn upp í 190 milljónir og eykst nú um allt að tveimur milljónum á dag, verði ekkert að gert. Þess vegna verður skuld olíukaupenda við olíufélogin orðin nálægt 300 milljónum króna um áramótin. Eigi að jafna þennan mínus upp á þremur mánuðum þarf gasolía að hækka um 40% og svartolía um 50%,“ sagði Þórður Asgeirsson, forstjóri OLÍS, meðal annars á aðalfundi LÍÚ á miðvikudag. Miklar umræður urðu um er- indi Þórðar og svör forstjóra hinna olíufélaganna, Indriða Pálssonar og Vilhjálms Jónsson- ar, sem sátu fyrir á fundinum. Einn útgerðarmanna, Adólf Guð- mundsson á Seyðisfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að yrði olíuverðshækkun á þessum nótum, væri ekkert annað að gera en að leggja skipunum. Slíka hækkun réði enginn við. Einnig ræddu fundarmenn um hugsanlegan innflutning olíu út- gerðar og spurðust fyrir um hug forstjóranna við slíkum hug- myndum. Var þeim fálega tekið. í ræðu sinni sagði Þórður með- al annars um skuldir olíufélag- anna, að hugsanlegt væri, að rökstyðja mætti að olíufélögin hefðu með fjármögnun á undir- verði á gasolíu og svartolíu og með annarri lánastarfsemi til út- gerðar og með konverteringu við- skiptaskulda og með afslætti af vöxtum, haldið lifinu í útger^ar- fyrirtækjum, sem ekki væri hægt að skapa rekstrargrundvöll og ættu því að vera úr leik eða yfir- tekin af bæjarfélagi eða Sam- bandinu. Ef svo væri, yrði auð- vitað OLÍS að bíta úr nálinni með það eins og þeir útgerðar- menn, sem þau örlög væru búin. Þá sagði Þórður: „Næsta atriði, sem ég vil nefna eru gasolíukaup, sem olíufélögin standa að hvert fyrir sig utan við gasolíukaup frá Rússum og Portúgölum. Það hef- ur vakið nokkra furðu fulltrúa LÍÚ, að í þessum viðskiptum sé enginn hvati til hagstæðra inn- kaupa þar sem öllu sé jafnað milli olíufélaganna þegar inn- kaupajöfnunarreikningurinn er gerður upp á milli þeirra í lok hvers árs. Ég er sammála því, að þarna verði að gera breytingar á þannig að hvert félag fái notið hagstæðra innkaupa og gjaldi þá óhagstæðra jafnframt því, sem ég tel að það gæti einnig horft til lækkunar olíuverðs ef olíufélögin fengju aukið svigrúm til frjálsra gasolíukaupa með því að draga nokkuð úr innkaupum frá Rúss- um. Ég tel að það ætti ekki að stefna í hættu fisksölusamning- um okkar við Rússa því við kaup- um mun meira af þeim, en þeir af okkur. Þvert á móti ætti slík að- gerð að geta skapað pressu á þá að kaupa enn meiri fisk af okkur til þess að við ykjum aftur olíu- kaupin. Jafnframt vil ég segja það, að öruggasta leiðin til að tryggja neytendum hér lægsta mögulega verð, sé sú að gefa verðlagningu frjálsa og afnema innkaupajöfn- unarreikning og verðjöfnunarsj- óð. Ég held að samkeppnin milli olíufélaganna sé í raun einasta trygging neytenda fyrir því, að ítrustu hagsýni sé gætt í hví- vetna til að halda verðinu niðri.“ Áburðarverksmiðjan: Hjálmar Finns- son hættir sem framkvæmdastjóri HJÁLMAR Finnsson, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi frá stofn- un hennar árið 1952, verður 70 ára á næsta ári og lætur af störfum á árinu sem forstjóri. Stjórn Áburðarverksmiðjunnar hefur nú auglýst starf fram- kvæmdastjóra laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. febrúar næstkomandi, en staðan á að veit- ast ekki síðar en 1. júní 1985. I auglýsingu um starfið er talið æskilegt að umsækjendur hafi hagfræði- eða viðskiptamenntun og reynslu í stjórnun fyrirtækja. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Loðnubáturinn Albert GK 31 sigldi inn til Grindavíkur í gær með fullfermi. Var þetta síðasta veiðiferð hans á loðnuvertíðinni þar sem hann hefur nú lokið við að veiða loðnukvóta sinn. Góð loðnuveiði: Fimm búnir með kvótann GÓÐ veiði var á loðnumiðunum fyrir austan land í fyrrinótt. Frá miðnætti til klukkan 16 í gær höfðu 27 bátar tilkynnt afla til loðnunefndar, samtals 16.860 tonn. Fyrstu bátarnir luku við að veiða upp í kvóta sína og sigldu áleiðis til Faxaflóahafna með síðustu farmana. Fyrstur til að fylla kvóta sinn varð Albert GK og landaði hann í heimahöfn sinni, Aðrir sem lokið hafa við að veiða úthlutuðum afla eru Víkurberg GK, Höfrungur AK, Gísli Árni RE og Jón Kjartansson SU. Aðrir lönd- uðu á Austfjarðahöfnum eftir því sem þróarrými losnaði og allt norð- ur til Siglufjarðar og suður til Vestmannaeyja. Heildarloðnuafl- inn er nú orðinn 275 þúsund tonn og er því enn eftir að veiða 115 þúsund tonn af heildarloðnuveiði- kvótanum. Gígja VE tilkynnti 600 tonna afla til loðnunefndar fyrir miðnætti á miðvikudag og var heildaraflinn þann sólarhring 9.310 tonn. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla Grindavík, í gær. til loðnunefndar frá miðnætti til klukkan 16 í gær: Guðmundur ólaf- ur ÓF 590, Magnús NK 520, Húna- röst ÁR 620, Jón Finnsson RE 590, Keflvíkingur KE 530, ísleifur VÉ 740, Fífill HF 630, Þórshamar GK 600, Skarðsvík SH 200, Sigurður RE 1.250, Guðrún Þorkelsdóttir SU 630, Erling KE 450, Gísli Árni RE 600, Bergur VE 510, Rauðsey AK 570, Víkurberg GK 550, Höfrungur AK 900, Harpa RE 520, Þórður Jón- asson EA 510, Jöfur KE 460, Hrafn GK 600, Hilmir II. SU 560, Grind- víkingur GK 1.100, Jón Kjartans- son SU 600, Sæberg SU 630, Beitir NK 1.000 og Örn KE 400 tonn. Þetta blessast með mokstrinum — annars er verðið of lágt, segir Hörður Björns- son, skipstjóri á nótaskipinu Þórði Jónassyni EA „ÞFITA blessast meðan moksturinn heldur áfram, en loðnuverðið var og er of lágt. Þetta er þokkalegt í mokinu, en gengur varla annars. Við fengum 600 lesU kast í morgun, sem er rúmlega það sem báturinn ber og erum á leið inn til SeyðÍ8fjarðar. Hins vegar verður ekki alltaf svona mok, en nú er aðalvandinn að losna við aflann í Iand,“ sagði Hörður Björnsson, skipstjóri á nótaskipinu Þórði Jónassyni EA, í samtali við Morgunblaðið. „Það virðist geysilegt magn af loðnu í hafinu nú enda ber veiði síðustu 10 daga það með sér. Það er mikill kökkur út af Glettinganes- flakinu og flestir fylla sig í einu tveimur köstum og fá jafnvel gott betur. Við fengum 600 lestir í einu kasti í morgun, en báturinn ber ekki nema 510. Það virðist ekkert lát á þessu og er engan veginn sam- bærilegt við árið í fyrra. Við verð- um varir við svo miklu, miklu meira en þá. Þetta er einn kökkur þarna og svo er mikið af dreifðri loðnu úti fyrir Norðurlandi. í fyrra var loðn- an miklu dreifðari og illveiðanlegri. Vandinn er bara að losna við afl- í ann. Nú spáir stormi svo ég þori I ekki norður fyrir með bátinn svona hlaðinn og allt er fullt fyrir austan i svo ég verð að liggja inni fram á sunnudag. Þess vegna eru margir á leiðinni inn í „sunnudagspláss“,“ | sagði Hörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.