Morgunblaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984
15
Áhrif gengisfellingarinnar á afkomu útgerðar:
Hækkar skuldir um
einn milljarð króna
Tekjur útgerðar áætlaðar 7,5 milljarðar
á þessu ári, segir Kristján Ragnarsson
NÝAFSTAÐIN gengisfelling luekkar
skuldir útgerðarinnar nm allt að einn
milljarð króna. Til samanburðar má
geta þess, að áctlaðar tekjur hennar á
þessu ári eru 7,5 milljarður og um 10
milljarðar á næsta ári,“ sagði Kristján
Ragnarsson formaður og fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við
Morgunblaðið.
1 ræðu sinni við setningu 45. aðal-
fundar LÍÚ á miðvikudag sagði
Kristján eftirfarandi um gengis-
fellinguna: „Nú hefur gengi krón-
unnar verið fellt í kjölfar óraun-
hæfra kjarasamninga. Það er erfitt
að fá skilið hvernig það má verða,
að gerðar séu kröfur um 30 til 40%
iaunahækkun frá 1. september, þeg-
ar sömu aðilar höfðu skrifað undir
kjarasamning um 3% launahækkun
1. september. Að visu var deilt um
það í sumar hvort launahækkun
þyrfti að vera 2 til 3% meiri til að
kaupmætti þeim væri náð, sem
samið var um í febrúar. Hverjum
var í raun greiði gerður með svo
óraunhæfum kjarasamningum sem
raun bar vitni? öllum er ljós, eða
átti að vera ljós, staða
útflutningsatvinnuveganna. Þessi
gengisbreyting þjónar þeim eina
tilgangi að unnt verður að hækka
laun sjómanna til jafns við launa-
hækkanir annarra og bæta fisk-
vinnslunni kostnaðarauka af launa-
hækkunum.
Rekstrarstaða útgerðarinnar
verður engu betri en hún var fyrir
því öll aðföng hækka i verði, laun
hækka og verðtryggð lán hækka.
Afraksturinn af öllu saman er auk-
in verðbólga og áframhaldandi tap-
rekstur sjávarútvegsins."
Mætti spara 250 til 350
milljónir króna árlega
Olíunotkun fiskiskipaflotans:
— segir Emil Ragnarsson verkfræðingur
hjá tæknideild Fiskifélags íslands
„SKUTTOGARINN Júlíus Geir-
mundsson var áður einn af óhag-
kvæmustu togurunum hvaó varðar
olíunotkun. Honum hefur nú verið
breytt þannig að olíunotkun hans er
um 33% minni miðað við somu beit-
ingu og áður og sparnaður nemur á
fimmtu milljón króna árlega. Áætla
má, að minnka megi heildarolíunotk-
un fiskiskipaflotans um 15%—20%,
en árleg notkun hans er um 210 millj-
ónir Iftra. Þannig mætti spara um 250
til 350 milljónir króna árlega í inn-
kaupum á olíu miðað við verðlagningu
f dag,“ sagði Emil Ragnarsson verk-
fræðingur hjá tæknideild Fiskifélags
fslands í samtali við Morgunblaðið.
Emil Ragnarsson flutti erindi um
olíusparnað fiskiskipa á aðalfundi
LÍÚ á miðvikudag, en hann hefur
undanfarin ár unnið að rannsókn-
um á þessu sviði ásamt fleiri starfs-
mönnum tæknideildarinnar. Meðal
annars hafa starfsmenn tækni-
deildarinnar tekið þátt i samnor-
rænu verkefni á þessu sviði, sem
skilaði áliti i Noregi fyrr á þessu
ári.
Emil sagði ennfremur, að mark-
miðið með rannsóknum þessum
væri að minnka olfunotkunina
verulega og líklega væri raunhæft
að tala um 20% sparnað eins og mál
stæðu. Það væru margir þættir,
sem þarna skiptu máli. Einkum þó
stærð skrúfu og snúningshraði, en
mörg skipanna væru byggð á tíma
ódýrrar olíu og því lítið tillit tekið
til mögulegs sparnaðar. Þá skipti
botnhreinsun verulegu máli, beiting
vélar, upphitun um borð og notkun
ljósavélar f höfn, en sem dæmi
mætti nefna að á vetrarvertfð hefði
allt að tfundi hver lftri olfunotkun-
ar bátaflotans verið notaður i höfn.
Með þessum breytingum væri f
raun verið að leiðrétta fyrri bygg-
ingu skipanna, með hækkandi olfu-
verði kæmi fram nauðsyn sparnað-
ar. Það kostaði hins vegar peninga
að breyta skipunum, til dæmis hefði
breytingin á Júlfusi kostað um 11
milljónir króna, þannig að nauð-
synlegt væri að huga að endingar-
tima skipanna áður en farið væri út
í breytingar.
- Konunglega
Hverfisgötu 49, sími 13313.
Félagið Anglia heldur SKEMMTIKVÖLD, laugardag-
inn 24. nóvember, kl. 21.30 aö Síöumúla 35, 2. hæö
(Skagfiröingafólagið). Miöasala kr. 150 viö inngang-
inn. Angliufólagar og gestir mætiö vel.
Frjáls klæönaöur.
Stjórn Angliu.
Hæstu vextir seaja ekki al/a söguna.
Verdtrygging er ómissandiþáttur.
SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS, SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU,
EYRARSPARISJÓÐUR, SPARISJÓÐUR BOLUNGARVÍKUR, SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK,
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA.