Morgunblaðið - 23.11.1984, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 23.11.1984, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Burt með aurana Þórarinn Björnsson skrifar: Hvernig væri nú að ríkisstjórn- in semdi við kaupmenn og léti þá hafa 5, 10 og 50-eyringana upp í kaupkröfur sínar og losaði al- menning við þetta bölvað rusl, sem er einskis nýtt fyrir einstakl- inga, en mikið fé fyrir kaupmenn? Ég veit ekki um nokkurn hlut sem hægt er að kaupa fyrir þessa aura, nema einhver hlutur kosti krónu eða meira. Þetta mætti gera, fyrst ríkisstjórnin bar ekki hyggju til að taka þessa aura úr umferð þeg- ar 10 kr. myntin var slegin, og setja þetta þjóðarrugl í brota- málm upp í hlut af nýju myntinni. Þessi mynt veldur mikilli töf í verslun fyrir viðskiptavini og gjaldkera. Það er staðreynd, að þeir sem mest högnuðust á myntbreyting- unni voru kaupmenn, enda sögðu þeir ekki orð við henni. Það var vegna þess að hún var dulbúin, óheyrileg vöruhækkun. Það hefur óþyrmilega sýnt sig. Ég get tekið hér dæmi þar sem hinn ágæti þingmaður Guðmundur J. Guð- mundsson nefndi í DV hinn 15. nóvember, þegar hann bar saman verð á tvinnakerfli fyrir og eftir myntbreytingu. Slíkt kefli kostar 50 eða 59 krónur í dag, sem hefði verið 5000 krónur fyrir mynt- breytingu. Hver og einn getur séð hina hrikalegu hækkun á vöru- verði þennan stutta tíma frá breytingunni. Þetta hefur verslun- in ekki látið renna í vasa af- greiðslufólks, til að bæta því hin lágu laun þess, alla vega ekki stór- markaðir og ' stórar verslanir, heldur stungið því í eigin vasa. Svo er kvartað og vælt að öll versl- un sé að fara á hausinn ef þeir sem lægstu launin hafa fá smá hækkun. Samt er ekki hægt að þverfóta fyrir alls kyns búðum, Þessir hringdu , . . VBK byggt 1882 Pétur Haraldsson hringdi: í Velvakanda á þriðjudag var grein um Grófina. Þar segir að hús það, sem Verslun Björns Kristjánssonar er í hafi verið byggt árið 1888. Hið rétta er, að húsið var byggt árið 1882 og gerði það Jón Steffensen. Hann lést hins vegar skömmu síðar og giftist ekkja hans, frú Sigþrúður Guð- mundsdóttir frá Hól, Birni Krist- jánssyni. Björn stofnsetti verslun sína í húsinu árið 1888 og hefur hún verið þar síðan. Hverjir „kunststoppa“? Guðrún Olafsdóttir hringdi: Ég hef verið að reyna að koma dúk í „kunststopp" en ég hef hvergi rekist á neinn sem tekur þetta að sér. Mér þætti vænt um ef einhver lesandi Morgunblaðsins gæti frætt mig á því, hver tekur slíkt að sér. Þórarinn Björnsson segir, að 5,10 og 50-eyringar séu alls óþarfir og reyndar þjóðarrusl. sem sumar eru með hreint og beint drasl, sem flutt er inn fyrir mikinn gjaldeyri. Það ætti að banna allan innflutning um sinn, þar tilbúið er að rétta þjóðarskút- una við og borga erlendar skuldir, en ekki taka þessa vinnu frá ís- lensku starfsfólki og framleiðend- um og stefna í atvinnuleysi í land- inu. Jólagjöfin frá alþýðuvinunum Bjarni G. Tómasson skrifar: í fyrri pistli mínum í Velvak- anda talaði ég um að ellilífeyris- þegar og launþegar eigi sér enga raunverulega talsmenn eins og síðustu kjarasamningar sýna. Undir þeirra forustu hafa kjör okkar verið að versna síðan við- reisnarstjórnin fór frá. f 15 ár hef- ur verið svo gífurlegur órói í kaup- gjalds og verðlagsmálum að það sem gefið hefur verið með annarri hendinni hefur verið tekið aftur með hinni. Þetta kemur fram í því sem nú hefur verið gert, enda læt- ur árangurinn ekki á sér standa því nú er verið að framkvæma 12% gengisfellingu, þegar þetta er ritað. Gr það ekki siðlaus fjandi þegar hámenntaðir menn, sem kosnir eru af launafólki til þess að fjalla um launakjörin, koma ljúgandi í fjölmiðla og lýsa því yfir, að ekki hafi boðist annað en prósentu- hækkun á laun að semja um sem þýðir meira launabil, og hækkun hæstu launa er nemur þvf, sem lægstu laun eru nú. Fyrir þetta á láglaunafólkinu og ellilífeyrisþeg- um að blæða. Heyrði einhver vini alþýðunnar nefna hækkun í krónutölu á laun? Nei. En vinum alþýðunnar bauðst að semja um skattalækkun, eða annað það, sem ekki ylli óróa á vinnumarkaði. Þetta vildu vinir alþýðunnar ekki, þeir kusu lygina, þennan siðlausa fjanda var þeim umhugað að fá fyrir bandamann. Er ekki kominn tími til þess að launþegar velji menn úr sinum röðum, eins og fyrr á árum til þess að fara með sín félagsmál, þá má ætla að sá tími komi að þjóðar- tekjunum verði skipt með nútíma- legri hætti en verkföllum. 1 þriðju og síðustu greininni má lesa um samtök fyrir ellilífeyrisþega. Hungurhagkerfi Karls Marx Húsmóðir skrifar: Þá er nú hungurhugmyndafræði Karls Marx búin að sanna ágæti sitt, svo ekki verður um villst. Eft- ir 68 ára reynslu i Sovétríkjunum, þá keyptu stjórnvöld 100 þúsund tonn af óætu smjöri frá Efna- hagsbandalagi Evrópu, sem öreig- arnir í gamla kornforðabúri Evr- ópu eiga að leggja sér til munns. Þá geta kirkjan og aðrar liknar- stofnanir i lýðræðisríkjunum sannfærst um, að alltaf verður hungurvofan æðandi áfram í Eþiópiu, því að stjórnvöld þar eru nýbúin að lýsa því yfir að eftir hungurhagfræði Marx skuli farið. Hagfræðingarnir á Vesturlöndum sem eru kommúnistar, geta fagn- að tíðindunum, þvi þar er nú ekki hagspeki Friedmans að verki. Mér dettur í hug vísa eftir Jón forna sem lýsir hallæri, sem kom hér á miðöldum, þar sem stendur: „Fala nú guðsmenn gráðasmér." Meðal- aldur karla í Rússlandi fer lækk- andi og ætli ekki að gráðasmjörið geti ekki líka hjálpað til. Kvennalistakonurnar, sem þykjast vera málsvarar kvenna, en eru bara taglhnýtingar Alþýðu- bandalagsins, þær ættu að taka til athugunar heilsufar rússnesku þjóðarinnar, áður en þær fara lengra i baráttunni fyrir alræði öreiganna á íslandi. Það er ekki Karl Marx eftirsóknarvert að vera húsmóðir i löndum þar sem hungurhagfræði Karls Marx er notuð. Fyrst er matarskorturinn, svo mannrétt- indabrotin, trúarofsóknir, ekkert tjáningarfrelsi, ekkert ferðafrelsi, geðveikrahæli fyrir pólitíska and- stæðinga, og þrælabúðirnar, sem núna eru fjölmennari en allir Danir og írar til samans. Hags- munir kvenna og hungurhagkerfi Marx fara ekki saman. m Opiö til kl. 8 k kvold Laugardag kl. ss'W' Dollars Oxford Lux Nova Lugano Bonzo **“**"• ........... HIS6&6NAH0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVfK S 91-61199 og 81410
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.