Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Leikfélag Keflavíkur: Sýnir „Fjölskyld- una“ í Félagsbíói LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýndi síðastliðinn laugardag leikritið „Fjölskyldan“ eftir Finnann Claes Anderson í Félagsbíói Keflavík. Leikritið fjallar um mann sem er að reyna að hætta að drekka áfengi og hvernig fjölskyldan bregst við því. Fjölskyldan hefur vanist að umgangast manninn sem drykkjumann og á erfitt með að sætta sig við að hann hætti að drekka. Leikendur eru sex, en það eru Ríkharður Ásgeirsson sem leikur Ragnar Back (drykkju- manninn), og Björk Mýrdal sem leikur Svövu konu hans. Þau fara með aðalhlutverk. Börn þeirra leika Helga Jakobsdóttir sem leik- ur Mörtu, Guðfinnur Kristjánsson sem leikur Þóri og Sigríður Vig- fúsdóttir sem leikur Súsönnu. Helgi Hermannsson leikur lækni. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Hún útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1968, en hefur síðan leikið í Iðnó og leikstýrt víða um landið og í Færeyjum. Leikfélag Keflavíkur ráðgerir sex sýningar. Næstu sýningar verða þriðjudaginn 20. nóvember, miðvikudaginn 21. nóvember og föstudaginn 23. nóvember og hefj- ast sýningarnar kl. 20.30 í Félags- bíói. Eins og undanfarin ár er ætlun- in að bjóða öldruðum Keflvíking- um á leiksýningu. Þá á Leikfélagið von á hópi gesta úr Kópavogi á sýninguna þann 23. nóvember. Að þessu sinni hafa æfingar farið fram í barnaskólanum í Höfnum. Leikfélag Keflavíkur færir eitt til tvö leikrit upp á hverjum vetri. Formaður félagsins er Guðrún Karisdóttir. E.G. Frá fundinum þar sem vinnuhópur um tengsl heimila og skóla kynnti niðurstöður sfnar og ifangaskýrshi. F.v. Hrólfur Kjartansson, fulltrúi skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins. Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður; formaður vinnuhópsins, og Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. „Samfelldur skóladagur - Aukin áhrif foreldra“ Niðurstöður vinnuhóps um tengsl heimila og skóla kynntar. Frá sýningu Leikfélags Keflavfkur. AUKIN tengsl foreldra við skóla barna sinna, samfelldur skóladagur og skynsamleg skipan nestismála eru þau atriði sem brýnast er að leggja áherslu á, eigi að bæta tengsl fjölskyldu og skóla, að því er segir m.a. í áfangaskýrslu vinnuhóps, sem menntattiálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, skipaði í fyrrasumar og FRISKk /UIN Nýr heilsuvökvi fyrir böm og fulloröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allraaldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur í veg fyrir vítamínskort á vaxtarskeiði barna og unglinga. Frískamín með fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun. kynnt var á fréttamannafundi sl. þriðjudag. Skýrslan ber heitið „Samfelldur skóladagur. Tengsl heimila og skóla." I henni er fyrst og fremst fjallað um stöðu þessara mála í þéttbýli, en gert er ráð fyrir að dreifbýlinu verði gerð skil í næsta áfanga. Vinnuhópnum var m.a. falið að athuga hvernig samræma mætti betur vinnutfma foreldra og skóla- barna og voru tillögur þar að lút- andi meðal þess sem kynnt var á fundinum. Formaður hópsins er Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður, og kynnti hún skýrsluna ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur, aðstoðar- manni menntamálaráðherra, og Hrólfi Kjartanssyni, fulltrúa. En Hrólfur sat í vinnuhópnum sem fulltrúi skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins og var jafnframt starfsmaður hans, ann- aðist samantekt skýrslunnar og vann úr könnunum þeim sem voru gerðar á vegum hópsins. Aðrir sem skipuðu vinnuhópinn voru Sólrún Jensdóttir, skrifstofu- stjóri; varaformaður, Bryndís Steinþórsdóttir, námsstjóri; ritari, Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri, Guðrún Agnarsdóttir, alþingis- maður, Helga Hannesdóttir, lækn- ir, Sigrún Magnúsdóttir, kaup- maður og Þórunn Gestsdóttir, blaðamaður. „Það þarf að verða hugarfars- breyting í þjóðfélaginu gagnvart samskiptum foreldra og skóla, á þann veg að áhrif foreldra á stjórn skóla verði aukin,“ sagði Salóme Þorkelsdóttir og bætti við, að inn f það mál fléttaðist einnig endur- mat á störfum kennara, þannig að þeim yrði gert kleift að leggja meiri áherslu á persónuleg sam- skipti við nemendur og foreldra þeirra. En í skýrslunni mælir vinnu- hópurinn með því að við hvern grunnskóla starfi skólaráð, „sem verði stjórn skólans til ráðuneytis um innri mál skólans" og að f skólaráði „eigi sæti fulltrúar for- eldra, nemenda, starfsfólks skóla, skólanefndar og skólastjóri eða yfirkennari". Einnig kom fram sú skoðun, að koma þurfi á samfelldari viðveru og heillegri vinnudegi nemenda f grunnskólum en nú er og að það sem nú kæmi í veg fyrir samfelld- an skóladag, í merkingunni sam- felld viðvera nemenda, væri eink- um tvi- og þrísetning skólahús- næðis, skortur á aðstöðu fyrir verk- og listgreinar, skortur á að- stöðu f skólum til að matast og vanbúin skólagöfn. . Þá er lagt til að skipulag og stundaskrárgerð veröi bætt, tekið verði tillit til samfeldni við hönn- un skólahúsnæðis og að skólasöfn og vinnuaðstaða nemenda utan fastra kennslustunda verði efld. Einnig er í tillögum hópsins um endurbætur lagt til, að gefinn verði kostur á nestispökkum eða skólamáltíðum á skólatfma og að skólastarf verði skipulagt á sveig- anlegan hátt. Nýtt tímarit um dans og fimleika KOMIÐ er út nýtt tímarit, sem nefn- ist „Dans og fimleikar", ritstjóri og ábyrgðarmaður er Niels Einarsson. Áætlað er að blaðið komi út fyrst um sinn ársfjórðungslega. Tilgangurinn með útgáfunni er að stuðla að efl- ingu á dansi og fimleikum hérlendis. Meðal efnis í blaðinu er grein, sem nefnist „öld valsins", grein um fimleika f Kina, lýsing á ferða- lagi um Ítalíu, sagt frá alþjóðlegri danskeppni á fslandi o.fl. timlvikar i Kitu 1-VrAalag ttl ttaliu AlþjAUn duRskrppm a ivimidt AimriAÍa nwviisa - lii*« wutrrðl vj«k<t<ira<ir IsUiidMiH'tsiarakt'Þpui f giimfu dóasitfltmi Forsíða tímaritsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.