Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 19 Ólympíumót I júní sl. fór fram keppni ó 10 borðum milli Sovétmanna og beimsliðsins svokallaða, eða úrvalsliðs frá öðrum löndum. Kepptar voru 4 umferðir og lauk keppninni með sigri Sovétmanna sem hlutu 21 vinning ó móti 19 vinningum heimsliðsins. Á myndinni er lið Sovétríkjanna. Fremri röð fró vinstri: Yusupov, Polugajevsky, Krogius, fyrirliði, Smyslov, Tal. Aftari röð: Razuvaev, Romanishin, Vaganian, Karpov, Kasparov, Beliavsky, Tukmakov, Sokolov. Lið heimsliðsins: Sitjandi fró vinstri: Kortsnoj, Larsen, Hasan, fyrirliði, Timman, Torre. Standandi fró vinstri: Httbner, Miles, Seirawan, Chandler, Ljubojevic, Ribli, Andersson, Nunn. Þess mó geta að Portisch gaf ekki kost ó sér í liðið. Skák Gunnar Gunnarsson Þann 18. þ.m. hófst í Saloniki í Grikklandi 26. Ólympíumótið í skák. Þátttaendur eru 90 eða tveimur færri en ó síðustu Ól- ympíuleikum sem voru haldnir í Luzern í Sviss árið 1982. Margar fótækar þjóðir, sem ekki hafa fjór- hagslegt bolmagn til að greiða órgjald sitt til FIDE, verða að sitja heima. (Árgjaldið er nú um 40 þús. ísl. kr.) Meðal þessara þjóða eru t.d. Andorra, Costa Rica, Kenya, Bahama, E1 Salvador, Uganda og fleiri. Á hinn bóginn bætast sífellt einhverjar nýjar þjóðir við sem eru að hasla sér völl í skók ó Ólympíu- móti í fyrsta sinn. Síðasta Ólympíumót, sem eins og fyrr sagði var haldið í Luzern fyrir tveimur árum, verður okkur Islendingum fyrir margra hluta sakir Iengi minnisstætt. Tilraun Friðriks Ölafssonar til að ná endurkjöri sem forseti FIDE og keppni hans við Campomanes um atkvæði þingfulltrúa verður lengi í minnum höfð, því þá kom í ljós hversu gífurlega vinnu og fjármagn hafði verið lagt fram til að styðja Campomanes. Voru þá margir uggandi um framtíð FIDE og töldu að dagar þess væru taldir, ef hinn nýi for- seti færi að ota fram skák- mönnum í þriðja heiminum á kostnað skákmanna frá Evrópu- ríkjunum þar sem mikill meiri- hluti hinna öflugri skákmanna er búsettur. Reyndin hefur verið allt önnur. Hinn nýi forseti hef- ur að allra dómi gegnt forseta- hlutverki sínu með hinni mestu prýði og komið fram af hinni mestu röggsemi. Þá hefur ekki síður ritarinn sem tók við af In- iku Bakker staðið sig mjög vel. Hinsvegar er Campomanes ekki alltaf öfundsverður í þessu starfi eins og best kom fram i sam- skiptum hans við Sovétmenn vegna ágreinings um keppnis- stað fyrir einvigin milli þeirra Ksparovs og Kortsnojs og Smyslov og Ribli. Ákveðið hafði verið að halda einvigin i Pasadena ( Ilandaríkjunum en Sovétmenn mótmæltu harðlega eins og skákáhugamenn muna og fóru einvígin að lokum fram í London eftir mikið þras. Utgáfa skákblaðs í Luzern Á hverjum degi kom út i Luz- ern á meðan skákmótið stóð yfir skákblað með öllum skákum sem tefldar voru á Ólympíumótinu. Þetta daglega skákblað hét ein- faldlega „Skák“ og sá ritstjóri Skókar, Jóhann Þórir Jónsson um UT ER komið nótnahefti með söng- lögum eftir Björgvin Þ. Valdimars- son. í heftinu eru 12 einsöngslög og 2 dúettar. Höfundar ljóða eru meðal ann- arra Davið Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Jónas Hallgrímsson, Þorsteinn Valdimarsson og Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir). Nótnateiknun annaðist Páll Halldórsson og káputeikningu gerði Jónína Valdimarsdóttir. útgáfuna. Að þessu blaði stóðu um 20 manns, flestir íslend- ingar, en auk þeirra skrifuðu i blaðið fjöldi annarra sem gerðu þessa útgáfu bæði áreiðanlega, skemmtilega og síðast en ekki síst mjög fróðlega. Verður ábyggilega bið á því að önnur eins blaðaútgáfa sjái dagsins ljós á Ólympíumóti, nema ef vera skyldi að Jóhann tæki þetta verkefni aftur að sér. En þessi blaðaútgáfa dró dilk á eftir sér fyrir Jóhann, þvi miður. Samn- ingar voru ekki haldnir og tekju- öflun fór mestan part forgörðum og tap Jóhanns varð gífurlegt, en ekki er ennþá séð fyrir endann á því vegna málareksturs. En Jó- hann á heiðurinn skilið fyrir framtakið. Árangur íslendinga á síðasta Olympíumóti Ef við reynum að meta mögu- leika okkar manna á þessu 01- ympíumóti er fróðlegt að rifja upp árangur þeirra á síðasta móti og meta stöðuna i dag í ljósi þess. ísland hafnaði i 23. sæti ásamt Norðmönnum og Finnum, en hinar Norðurlanda- þjóðirnar voru talsvert fyrir ofan okkur eða Svíar í 16. sæti og Danir i 8. sæti. ísland fékk 31 'k vinning, Svíar 31 'k og Danir fengu 32 'k vinning, þannig að einn vinningur getur breytt stöðunni um mörg sæti. íslend- ingar tefldu í siðustu umferð við Holland og töpuðu með 'k vinn- ingi á móti 3'A vinningi Hollend- inga. Að vísu var og er Holland með geysiöfluga skákmenn eins og þá Timman, Sosonko, Ree og van der Wiel, en það var súrt að ná einungis jafntefli, en það gerði Helgi Ólafsson á öðru borði. Var þessi keppni einkenn- andi fyrir íslendinga: tauga- óstyrkurinn of mikill þegar mik- ið var í húfi og teflt undir styrk- leika. Tel ég að í dag séu allir ungu mennirnir i liðinu miklu betur í stakk búnir til að halda styrk sínum á örlagastundu og hafa þeir allir fengið aukinn þroska og styrk eins og frammi- staða þeirra á alþjólegum mót- um undanfarið ber vott um. Tak- ist þeim að ná sæti einhvers staðar á bilinu 12. til 16. sæti væri það vel viðunandi og jafn- vel glæsilegt, því t.d. Hollend- ingar urðu í 17. sæti með 31 'k vinning. Ekki má gleyma þvi að fyrstu 17 þjóðirnar eru flestar með stórmeistara á 1. borði og sumar með stórmeistara á öllum borðum. En íslendingar eru skráðir 8. stigahæsta þjóðin áð- ur en keppni hefst og takist þeim að halda því yrði það stórkost- legt. KvennalandsliÖ Kvennalandsliðið er skipað þeim Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Ólöfu Þráinsdóttur og Sigurlaugu Friðþjófsdóttur, sem allar voru með í síðustu ólympíukeppni. Þeim vegnaði vel í fyrstu en þeg- ar þær mættu öflugustu þjóðun- um urðu þær að lúta í lægra haldi. Kvenfólkinu hefur líka vaxið ásmegin eins og piltunum og hafa teflt mikið að undan- förnu og undanfarið verið undir leiðsögn Helga Ólafssonar. Kvennaskák á íslandi er því miður í dálítilli lægð og kvenfólk stundar skák ekki af jafnmiklu kappi og piltarnir og því lætur glæsilegur árangur á sér standa. Skákin krefst gifurlegrar þjálf- unar eins og allir vita og árang- ur næst ekki nema með þrot- lausri æfingu. Á síðasta móti náðu þær 25. sæti og fengu 21 vinning. Sovésku stúlkurnar unnu og fengu 33 vinninga, i 2. sæti þær rúmensku, fengu 30 vinninga, en í 3. sæti urðu þær ungversku og fengu þær einung- is 26 vinninga. Eins og Friðrik forðum hefur Guðlaug verið burðarás liðsins, en hinar hafa allar bætt við sig í styrkleika og ættu að geta bætt sig. Nýr liðsstjóri Liðsstjóri síðasta Ólympíuliðs var hinn margreyndi alþjóðlegi skákmeistari Ingi R. Jóhannsson, sem jafnframt tefldi nokkrar skákir. Ingi er þekktur fyrir frá- bærlega góðar biðstöðurann- sóknir og stóð sig með prýði í því hlutverki. Nú var valinn ágætur skákmaður liðinu til halds og trausts, Dr. Kristján Guðmunds- son, sem dvalið hefur erlendis um nokkur ár, en getið sér ágæt- an orðstír. Vonandi tekst honum þetta hlutverk vel. 3 dagar, kr. 8.653.— 5 dagar, kr. 9.915.— 7 dagar, kr. 13.091.- Þægindi Flugleiðir bjóða þér að velja á milli hótela í Glasgow eða Edinborg. Þessi hótel eru öll fyrsta flokks, en ódýr engu að síður. Við viljum sérstaklega vekja athygli þína á splunkunýju og stórglæsilegu hóteli í Glasgow sem heitir Skean Dhu. Gisting á þessu ágæta hóteli er ótrúlega ódýr. Skemmtun Glasgow státar af afbragðs góðum veitingastöðum og pöbbum í hefðbundnum skoskum stíl. Á fjölum leikhús- anna er alltaf eitthvað spennandi. Einnig er líklegt að þú lendir á skemmtilegum hljómleikum. Verð Ofangreindar verðtölur fela í sér flug og gistlngu í 2 manna herbergi á Skean Dhu. Morgunverður er innifal- inn, en flugvallarskattur bætist við. Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi ÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.