Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBiíR 1984 ÞVERSUM Það er lagiö í PAX Þú þekkir PAX svefnsófann sem er svo þægilegur aö sitja í og fallegur á aö líta og sem þú getur sofiö í langsum og þversum. svo eigum viö fullt af allskonar sófum og bekkjum í öörum geröum. Pólland: Lítil viðbrögð enn við fjölda flóttanum Varejá, 26. nóvember. AP. ENN hafa engin viðbrögð komið fram af hálfu pólsku kommúnista- stjórnarinnar við þeim fjöldaflótta, sem itti sér stað til Vestur-Þýzka- lands í síðustu viku, en þá fóru rúm- lega 400 manns af pólskum farþega- skipum í land í vestur-þýzkum höfn- um og báðu þar um hæli. Einu viðbrögðin í Póllandi til þessa eru þau ummæli i pólskum fjölmiðlum, að flóttamennirnir hafi verið býsna barnalegir í skoð- unum varðandi ástandið á Vestur- löndum. Vestrænir sendimenn i Póllandi telja hins vegar, að þessi mikli flótti nú eigi rót sína að rekja til þess, hve efnahagshorfur eru slæmar í landinu. Þá kunni það einnig að skipta máli, að þetta var fyrsta ferð skipsins Stefan Batory til Hamborgar á þessu ári. Kappklædd beina- grind í strompi H Pmso, Texms, 26. ofrember. AP. EIGENDUR veitingahúss í El Paso hrukku í kút er þeir létu hreinsa strompinn á fyrirtækinu um helgina. Einhver annarleg stífla reyndist vera þar fyrir og er nánar var að gætt hrundi kappklædd beinagrind af manni niður í eldstæði matsalarins. „Við urðum æði skelkuð, en það vék þó fljótt fyrir forvitni," sagði frú Ellen Fernandez, einn eigenda veitingahússins. Lögreglan var kvödd á staðinn og vildi lítið tjá sig um málið, en sagði þó ljóst að um morð hefði ekki verið að ræða, trúlegast væri að beinagrindin væri af ungum innbrotsþjófi sem hefði reynt að komast í þýfi með þessum hætti, en fest sig í stromp- inum og ekki getað losað sig. Eig- endur veitingahússins lýstu undr- un sinni á því að beinin skyldu eigi finnast fyrr, svo og að maðurinn hafi ekki getað gert viðvart með hrópum og þvíumlíku. Samkvæmt frásögn vestur- þýzkra stjórnvalda voru það alls 428 Pólverjar, sem ákváðu að snúa ekki aftur til skips, eftir að þeir höfðu stigið í íand í Vestur- Þýzkalandi. Haft var eftir einum Pólverjanna, 28 ára gömlum bygg- ingarverkamanni, sem yfirgaf Stefan Batory í Hamborg; „Ég hafði ágæta vinnu í Póllandi og fékk ágæt laun, en stjórnmála- þróunin í landinu var orðin mér svo mjög á móti skapi, að ég var búinn að fá nóg.“ Sá ótti mun vera útbreiddur í Póllandi, að fyrirhugaðar verð- hækkanir þar snemma á næsta ári eigi eftir að verða meiri en 10% eins og stjórnvöld hafa kunngert nú þegar. Aldrei of seint að að reykja hætta Chkago, 26. oÓTember. AP. JAFNVEL fÓLK sem reykt hefur áratugum saman getur dregiö veru- lega úr hættu á alvarlegum hjarta- sjúkdómum meö þvf að hætta aö reykja, að sögn vísindamanna. Rannsóknir sem nýlega birtust í tímariti bandarísku læknasam- takanna sýna, að sígarettureyk- ingar valda dauða yfir 350.000 manna á ári hverju í Bandaríkj- unum einum. En visindamenn segja að unnt sé að lækka dánar- tölu þessa verulega, jafnvel meðal fólks sem reykt hefur í allt að 50 ár. í rannsókn sem stóð samfellt í 5 ár og náði til fólks á aldrinum 65 til 74 ára kom fram, að hætta á hjartasjúkdómum var 52% meiri hjá reykingamönnum en hinum sem ekki reyktu eða voru hættir að reykja, en hjá tveimur síðast- nefndu hópunum reyndist áhætt- an svipuð. „Þessar tölur sýna, svo að ekki verður um villst, að jafnvel fólk sem komið er á efri ár og hefur reykt áratugum saman getur dregið úr skaðlegum afleiðingum reykinganna á einu til fimm ár- um frá því að hætt er að reykja," sagði í skýrslu um rannsóknina. Dr. Adrian Ostfeld, einn af að- standendum rannsóknarinnar sagði niðurstöðurnar sýna ótvf- rætt, að það væri „aldrei of seint að hætta“. Ostfeld sem er prófessor í heil- brigðismálum við læknadeild Yale-háskóla kvað þá sem reykt heföu lengi geta unnið þrennt með því að hætta: losnað við reykingahóstann og mæðina, auk þess að draga stórlega úr hættu á hjartaáfalli. Hjá fólki undir 65 ára aldri reyndist hætta á alvarlegum hjartasjúkdómum 100% meiri hjá stórreykingamönnum (sem reyktu 20 sígarettur eða meira) en hjá þeim sem ekki reyktu, ði Ostfeld. leiðara fyrrnefnds tímarits bandarísku læknasamtakanna sagði, að hvergi gæfist betra tækifæri f heilsugæslu til að draga úr þjáningum og dauða en að vinna á móti reykingum. Á valdi Ijónanna Símamynd/AP. Sovéski Ijónatemjarinn Liudmila Chevchenko virðist hvergi smeyk þótt Ijónynjurnar leggi sína voldugu hramma yfir hana en hún og maður hennar, Vladimir, njóta mikilla vinsælda í Moskvusirkusnum. Um þessar mundir koma þau fram í París og hafa vakið undrun og aðdáun fyrir þær listir, sem þau láta Ijónin leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.