Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 62
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Landssamband iðnaðarmanna: Skilafrestur framlengdur í ritgerðarsamkeppni FYRR Á þetwu ári efndi Landssam- band iðnaðarmanna ti) ritgerðar- samkeppni skólafólks um íslenskan iðnað og málefni honum tengd. Upp- lýsingaÍMeklingur um tilhögun sam- keppninnar var sendur öllum grunnskólum og flestum fram- haldsskólum. Skilafrestur var ákveðinn 1. desember 1984. Vegna þeirrar röskunar í skóla- starfi sem varð í verkfalli BSRB í októbermánuði hefur verið ákveð- ið að framlengja skilafrest til 15. febrúar 1985. önnur atriði sem tilgreind eru í upplýsingabæklingnum standa óbreytt. Minnt skal á að vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu rit- smíðarnar sem berast. Fyrstu verðlaun eru kr. 25.000, önnur verðlaun kr. 15.000 og þriðju verð- laun kr. 10.000. Að auki verða allt að 10 viðurkenningar veittar fyrir ritgerðir er dómnefnd telur at- hyglisverðar. Þátttaka er heimil öllum skóla- nemendum, jafnt nemendum í grunnskólum sem framhaldsskól- um, svo sem í tækniskólum, há- skólum, iðnfræðsluskólum, versl- unar- og menntaskólum. Við mat á gildi ritsmíðanna verður að sjálfsögðu tekið tillit til mismun- andi aldurs og menntunarbrauta er þátttakendur hafa valið sér, þannig að unglingar geta unnið til verðlauna og viðurkenningar eins og háskólanemar sem komnir eru að lokaprófi. Dómnefndina skipa Sigurður Kristinsson. forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, og er hann formaður nefndarinnar, Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðar- bankans hf., Ingjaldur Hannibals- son, forstjóri Iðntæknistofnunar tslands og Jón Böðvarsson, rit- stjóri væntanlegrar Iðnsögu ís- lendinga. (Fréttatilkynning.) Franskt gestaleikhús í Stúdentakjallaranum FRANSKT gesUleikhús verður á veg- um Stúdentaleikhússins í Félagsstofn- un stúdenta við Hringbraut í kvöld og annað kvöld klukkan 21. Theatre Grotteseo kallar bópurinn sig og hefur aðalbækistöð sína í París. Hingað til lands koma tveir leikarar, Elisabeth Wiseman og John Flux, en þau eru bæði bandarísk. Sýnt verður leikverkið The In- somniacs (hin svefnlausu), sem fjallar um hjón sem ekki geta sofn- að. í fyrstu er allt með felldu, en þegar roilurnar fara að stökkva fram á gólfið fer ýmislegt að gerast, segir í frétt frá Stúdentaleikhúsinu. Þar segir ennfremur, að verkið þyki GOTT GÓÐ ^ VEGGRIP ^ ENDING veldu barða með báða kostinal, ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OG SENDIBÍLA GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPfD [3 HEKIAHF | Laugavegi 170-172 Sími 21240 mjög gamansamt, en um leið er það sagt hrollvekjandi á köflum. Bland- að er saman mörgum stilbrögðum svo úr verður blanda af trúðleik, ádeilu og svartri „kómedíu". Eigin- legt talmál er ekki notað, en búið hefur verið til auðskilið mál svo áhorfendur ættu ekki að verða i vandræðum með að skilja það sem fram fer. Leikhópur Theatre Grottesco er á leið til Frakklands frá Bandarikjun- um og var það fyrir milligöngu Bandalags islenskra leikfélaga, sem Stúdentaleikhúsið fékk þau til að koma við hérlendis. Isól Karlsdóttir Önnur skáldsaga ísólar Karlsdóttur SKJALDBORG HF. á Akureyri hefúr gefið út skáldsöguna „Sigrún" eftir ból Karlsdóttur, Ólafsfirði. Sigrún er önnur bók ísólar Karlsdóttur, en sú fyrsta, „Forlaga- flækjan“ kom út í fyrra. „Þessi nýja saga hennar, Sigrún, er mjög spennandi lífsreynslusaga ungrar stúlku,“ segir m.a. á bókarkápu. „Sigrún“ er 128 blaðsiður, unnin hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar. Morgunblaöid/Bjami Frá blaðamannafundi Iðnnemasambandsins, talið f.v.: Pálmi Hall- dórsson frkvstj. sambandsins, Kristinn Einarsson formaður, Ólafur Jónsson varaformaður og Rósa Steinþórsdóttir formaður Félags hár- greiðslu- og hárskeranema. Stjóm INSÍ: Brotalöm í verk- námsskólakerfinu EINS OG fram hefur komið í fjölmiðlum hafa hárgreiðslumeistarar boðað uppsagnir allra hárgreiðshinema sem nú eru á samningi á hár- greiðslustofum, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga þar sem þeim er gert að greiða nemum sínum fullar lágmarkstekjur f dagvinnu, sem eru rúmar 14 þúsund krónur á mánuði. Iðnnemasamband fslands, sem hárgreiðshmemar eru aðilar að, boðuðu til fundar með blaðamönnum sL fostudag þar sem fjallað var um þann vanda sem nú blasir við hárgreiðslunemum. framkvæmdastjóri Iðnnema- sambandsins i 12. grein kjara- samninga milli Hárgreiðslu- meistarafélags íslands og Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina vegna hárgreiðslusveina, þar sem fram kemur að fastir starfsmenn skoðist þeir sem unnið hafa þrjá mánuði eða lengur hjá sömu hárgreiðslu- stofu og er uppsagnarfrestur þeirra einn mánuður. Benti hann ennfremur á að í 3. grein kjara- samninga milli Iðnnemasam- bands Islands og Hárgreiðslu- meistarafélags Islands um kjör hárgreiðslunema frá 1981 segir, að hárgreiðslunemar njóti sömu réttinda og hlunninda og ákveð- in eru I samningum um kjör sveina, annarra en þeirra sem áunnin eru eða umsamin fyrir meiri starfsmenntun, sérþjálfun eða ábyrgð sveina. Auk þess sem hárgreiðslu- meistarar firrtu sig nú þeirri ábyrgð sem þeir hefðu tekið að sér hvað snertir starfsþjálfunar- þátt hárgreiðslunámsins, væru þeir því jafnframt að brjóta gerða kjarasamninga, með því að segja nemum sínum upp störfum með aðeins viku fyrir- vara. Kristinn Einarsson formaður Iðnnemasambandsins sagði á fundinum að brotalöm væri í verknámsskólakerfinu hvað varðaði starfsþjálfun úti í at- vinnulífinu. Námsfólki væri boð- ið upp á framhaldsnám í verk- námsskólum og síðan skylt að ljúka námi með því að taka starfsþjálfun úti f atvinnulifinu. Hins vegar væri engin trygging fyrir því að það fengi starfs- þjálfunarpláss eða gæti lokið sínu námi, eins og nú hefur best sýnt sig með hárgreiðslu- nemana. Því ætlar Iðnnemasam- bandið nú að beita sér fyrir þvf að þessi námsþáttur, starfsþjálf- unin, verði alfarið færöur inn f skólana. Hvetur sambandið yfir- völd menntamála til þess að gera nú þegar gangskör f því að móta þá þætti sem snúa að starfs- þjálfuninni með reglugerðar- setningu, sem tryggir þessum nemendum þá kennslu sem gert er ráð fyrir að þeir hljóti. Á fundinum kom fram að af þeim tæplega 60 hárgreiðslu- nemum sem eru starfandi á stof- um er búið að segja um helmingi þeirra upp með viku fyrirvara. Vitnaði Pálmar Halldórsson Útvarp ÍMON starfar af krafti í Malmö JóaxMm, KaHpmanubofn, II. nórember. I MALMÖ er starfandi öflugt ís- lendingafélag eins og áður hefur verið sagt fri í Morgunblaðinu. Á vegum þess er rekið félagsheimili og upptökustúdíó að Lugnagatan 45. Klukkutíma útvarpsdagskrá er send úr upptökuherberginu á hverju sunnudagskvöldi frá kl. 20.30—21.30. Islendingafélagið f Malmö og nágrenni, IMON, sem telur um 400 félagsmenn, hefur rekið stúdió f 4 ár, fyrst á heimili for- mannsins Georgs Franklinsson- ar, en fyrir um ári síðan var það innréttað í húsnæði félagsheim- ilisins i samvinnu við Portúgali og ftali. Hefur samstarfið verið sérstaklega gott og er vitnað til þess sem dæmi um vel heppnaða samvinnu innflytjendafélaga f Svíþóð. Hefur og islenzka dagskráin, sem nefnist Útvarp ÍMON, fengið hrós þeirra sem vinna að málum innflytjenda, og hefur dugnaði Georgs, sem hefur Georg Franklínsson, aðalstjórn- andi IMONs. oft verið allt f senn, útvarps- stjóri, þulur, frétta- og tækni- maður, verið viðbrugðið. Nú í haust hefur Georg útvarpsstjóri fengið ungt fólk til starfa við dagskrána, eins og raunar stundum áður. 30 islenzkir rit- höfundar hafa heimilað upplest- ur á verkum sínum f dagskránni og mættu fleiri fara að dæmi þeirra. ÍMON var stofnað fyrir nærri 15 árum en þá fluttu geysimarg- ir Islendingar til Malmö og hófu störf við Kochum-skipasmfða- stöðina, sem þá var stjórnað af íslendingnum ólafi Sigurðssyni. Hefur löndum nú fækkað á þessu svæði en félagið blómstrað undir öruggri handleiðslu Georgs og Margrétar Jóhannesdóttur konu hans, en hann hefur verið for- maður þess í 5 ár. Félagsheimil- isnefnd stjórnar rekstri sam- komustaðar Islendinga og leigir húsnæði fyrir hann. Er þar opið á föstudagskvöldum og er félags- heimilið einnig mikið notað aðra daga fyrir ýmiss konar starf- semi. G.LÁsg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.