Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 58
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Ast cr • • • ... að geta ekki hugsað sér h'fið án hans. TM Rm. U.S. Pal Ott —a(l rights rtsarvad c1984 Los Angeles Times Syndicate 9,5 uyj Ég er bara að hita upp vegna skemmtiferöar starfsbræðra þinna. Með morgunkaffinu Þegar ég er reið útí'ann skelli ég skónum hans í frystikist- unaH Dagmóðir segir, að nú eigi ekki að byggja fleiri dýr dagheimili, heldur gera samkomulag við dagmæður og spara stórfé í almannaþágu. Ekki fleiri dagheimili Dagmóðir og móðir skrifar: „Hvers vegna gera borgaryfir- völd ekki samning við dagmæður, sem geri þær að borgarstarfs- mönnum og sparar um leið stórfé i almannaþágu? Þetta er ekki ný hugmynd, dagmæður eru borg- arstarfsmenn t.d. á Norðurlöndum og ég veit ekki betur en umsjón- arfóstrur Félagsmálastofnunar hafi imprað á þessum málum hér áður fyrr, en ekki hafa þeir þá haft skilning eða vilja til að at- huga það nánar, hvað sem síðar verður. Kostir þess yrðu margir, að mínu áliti, fyrir borgarsjóð, foreldra og dagmæður. í fyrsta lagi: Hættið að byggja dagheimili og leikskóla, í bili a.m.k. og virkið dagmæður betur með betra skipulagi. Þó ýmsum þyki mikið að borga dagmóður er það gjald langt undir rekstrar- kostnaði við barnaheimili, hvað þá ef byggingarkostnaður er talinn með. Einstæðir foreldrar borga sama gjald til dagmæðra og þeir borga til barnaheimila borgarinn- Þessir hringdu . . . Hraðahindranir færa um- ferðarþungann Guðmundur Arason hringdi: Fyrir nokkrum dögum hittumst við nokkrir félagar og ræddum þá m.a. um hraðatakmarkanir á göt- um borgarinnar. Nú á að fara að setja eyjur eða þröskulda á Vest- urgötuna í Reykjavík en í þessu hverfi var í fyrra bannað að aka ar, eins og flestir vita. í öðru lagi: Allir skattar myndu berast af þessum tekjum dagmóður, en margir sjá ofsjónum yfir að svo sé ekki nú. Fóstrur hefur borgin nú þegar í eftirliti með dagmæðrum og dagvistarstofnunum. Dagmæð- ur eru með sveigjanlegan dagvist- unartíma, sem leikskólar og dag- heimili geta ekki boðið, ekki held- ur þótt þessum stofnunum fjölgi. Þetta kemur sér vel fyrir marga vinnuhópa, svo sem vaktavinnu- fólk og kennara, svo eitthvað sé nefnt. 1 mörgum tilfellum hentar líka heimapössun betur en stofn- anapössun og ætti hver og einn að geta valið þarna á milli hvað myndi henta hverju barni á hverj- um tíma, dvelji það ekki í umsjá foreldra. Oft hefur verið deilt á dagmæður, sem of oft hefur átt rétt á sér, en of sjaldan er deilt á hin tíðu mannaskipti sem eru á dagvistunarstofnunum, en hvort tveggja er jú jafn slæmt fyrir börnin, stöðugt nýjar dagmæður eða nýir gæsluliðar á barnaheim- hraðar en á 30 km hraða. Við fé- lagarnir vorum allir sammála um að það væri rangt, að íbúar eins borgarhlutans stjórnuðu þessu sjálfir, því slíkt teljum við í verka- hring lögreglu. Það þarf vissulega að gæta vel að hraða í íbúðar- hverfum, en okkur finnst að hverf- um eigi ekki að vera stjórnað algjörlega af íbúunum. Eg bý í Seláshverfi. Árbæjar- skólinn er hér rétt hjá og þar er búið að setja upp margar hraða- hindranir. Það sem skeði var, að fólk hætti einfaldlega að keyra um götuna, en öll umferðin fluttist inn í Suðurland, þar sem nú rísa íbúðarhús. Hvar er hættan nú? Ég á fimm börn og skil vel að það þurfi að sýna varkárni, en lögregl- an á frekar að sýsla í þessu en að setja upp hraðahindranir, sem einfaldlega færa umferðarþung- ann til. Við félagarnir, sem erum tíu, skiljum vel áhyggjur foreldra af börnum sínum, en hraðahindr- anir eru ekki lausnin. ilum. Góð ráð til foreldra er að kynna sér starfsaldur dagmóður, áður en þeir leita til hennar í sam- bandi við barnagæslu. Fjöldi dagmæðra er í Reykjavík sem starfað hafa í mörg ár og verða án efa áfram, nema ef setja á öll börn á stofnanir, jafnvel frá fæðingu, eins og sumir virðast berjast ákaft fyrir. Kannski er framtíðin sú að foreldrar fá ekki að hugsa um sín börn sjálfir, þó þeir óski þess, þar sem stofnanapláss bíður barna frá fæðingu. Sumar mæður vilja vera heima hjá sínum börnum, aðrar vilja vinna úti, hvort sem þær þurfa þess eða ekki og ekkert er eðilegra, en of oft heyrir maður að báðir foreldrar verða að vinna úti. En öll viljum við börnum okkar vel og vonandi berum við gæfu til þess að velja þeim I hag hverju sinni. Að lokum langar mig til að svara gagnrýni frá kvennalista- konu úr útvarpi og Mbl., en þar talar hún m.a. um stuttan dagvist- unartíma hjá dagmæðrum og læt- ur í það skína að það sé ætíð dag- mömmunnar sök ef bðrn eru stuttan tíma á sama stað. Hún hefur e.t.v. ekki látið sér detta í hug að fólk er oft í leiguhúsnæði, í stuttan tíma á hverjum stað, er að byggja og kaupa og flytur oft af þeim sökum og svo er það fólkið sem aldrei er ánægt og aldrei er hægt að gera til hæfis, hvorki fyrir dagmæður né starfsfólk barnaheimila. Þetta fólk er á fleygiferð með börnin sín á milli dagvistunaraðila. Skrítið finnst mér það fólk, sem heimtar fleiri og fleiri ódýrar stofnanir og lætur svo sem enginn þurfi nokkurn tímann að borga fyrir þær. En því miður hafa þeir oft hæst sem síst skyldu og hafa vel efni á að borga barnagæslu fyrir sín börn, eða gæta þeirra annars sjálfir. Ég skil ekki þessar neikvæðu umræður hjá kvenna- listakonunni eða öðrum um dag- mæður, eða hverjum þær umræð- ur eiga að koma til góða. Dagmæð- ur vantar sýiiilega talsmenn í borgarstjórn, en verra er ef allra flokka fólk ætlar að snúast gegn okkur, því óneitanlega höfum við gætt hundruð barna á undanförn- um árum, sem annars hefðu enga gæslu haft. Næst má trúlega búast við að þið kvennalistakonur farið fram á skóladagheimili fyrir öll börn, því ekki geta þau séð um sig sjálf, börn frá 6—10 ára aldri. Eg ætla mér að lokum að óska þess, að sá listi skreyti ekki kjörseðla í næstu kosningum, en ef svo verður, þá fyndist mér réttara að þær konur berðust fyrir byggingum fyrir aldraða, þvi þar er þörfin mikil og verður án efa meiri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.