Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 3 BÓK GRÆTIR, BÖK KÆTIR, MAGNAR SPENNU, VEITIR HVÍLD BÓK ER BEST VINA LJÓNIÐ, NORNIN OG SKÁPURINN er skemmtileg og spennandi ævintýrabók. Fjögur Lundúnabörn, Pétur, Súsanna, Lúsía og Játvaröur, dveljast úti í sveit. Þau rekast á leiðina til töfralandsins Narníu meö því aö fara í gegnum fataskápinn. I Narníu er alltaf vetur því aö þar ríkir nornin með harðri hendi og hún þarf einmitt á tveimur drengjum og tveimur stúlkum að halda til að geta framkvæmt galdra sína. Og það er að undirlagi hennar sem börnin eru komin inn í þetta töfraland. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og börnin verða hættulegri norninni en hún hafði gert ráð fyrir, en ævintýrin sem þau lenda í eru mikil og hætturnar margar. Höfundur þessarar skemmtilegu ævintýrabókar, C.S. Lewis (1898-1963), var prófessor í Cambridge í Englandi. Hann var heimsfrægur rithöfundur og þá ekki síst fyrir ævintýrabækur sínar sem hann skrifaði fyrir börn. Honum var líktvið H.C. Andersen vegna þess hve snjall hann var að búa til töfralönd. Einnig má nefna Tolkien. Sögumhans og C.S.Lewis svipar mjög saman.sem ef til vil stafar af því að þeir voru skólabræður, ungir menn. -jgg 5|s Verð kr. 494,- KVÆÐI 84 eítir Kristján ÍCarlsson ( einni af fyrri Ijóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist." Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að „kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðisins og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: Hús þess.“ Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintekinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í ör- fáum orðum en með þessum Ijóðlínum úr síðustu bók hans, - NEW YORK: Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls þess rök skulu geyma yður litla stund. 90 bls. Verð kr. 617,- TÖLVUBÓK AB Það er tölva í þinni framtíð, enginn vafi á því. Reyndar notar þú nú þegar ýmsan tölvubúnað, s.s. í þvottavélinni, símtækinu, útvarps-, sjón- varps- eða myndbandstækinu og nýtur hans í margvíslegri þjónustu fyrirtækja og opinberra aðila. Tími er því til kominn að þú kynnist fyrirbærinu betur en orðið er - bæði einkatölvum og hinum stærri og afkastameiri. Þeim fjölgar sífellt sem þurfa að kunna nokkur skil á tölvum til að geta innt starf sitt af hendi, sem og þeim sem virkja tölvu til bætts rekstrar fyrirtæki sínu, stóru eða litlu. Sem betur fer eru tölvufræði ekki flókin, síst þeg- ar þau eru skýrð á svo einfaldan og alþýðlegan hátt sem í Tölvubók AB. Bókin er upphaflega unnin á vegum breska sjón- varpsins (B.B.C.). Hér birtist hún í íslenskri þýð- ingu með ítarlegum íslenskum viðauka sem ber heitið: Notkuntölva í íslensku atvinnulífi. Viðauk- inn er geysigagnlegur því að hann segir hvers gæta þarf áður en farið er út í að tölvuvæða fyrirtæki og hvernig unnt er að koma við tölvu viðfiskveiðarogfiskvinnslu, í landbúnaði, í iðn- aði og hvernig tölvan auðveldar bókhald, stjórn framleiðslu, framleiðslueftirlit o.m.fl. 236 bls. Verð kr. 784,- SIÐASTA BINDI DALALÍFS Nú er komið út þriðja og síðasta bindi Dalalífs, hins sérkennilega og skemmtilega sagnabálks skáldkonunnar frá Lundi - þess sem gerði hana að mest lesna höfundi íslendinga. 586 bls. Verð kr. 988,- NÍU ÁR í NEÐRA eftir Svein Einarsson Sveinn Einarsson var leikhússtjóri í Iðnó á gróskuárum Leikfélags Reykjavíkur 1963-1972. Þá voru tekin til sýningar hin margvíslegustu leikverk, sum sannarlega mikils háttar, og leikhúsið var afar vel sótt. Sveinn segir hér frá þessum ágætu 9 árum sín- um í hinu þrönga en vinalega leikhúsi, árum sem einkenndust af framsækni og bjartsýni. Hann segir frá kynnum sínum og samvinnu við leikara, lífinu á vinnustaðnum Iðnó og lýsir því hvernig leikverkin hlutu þá ásýnd sem leikhúsgestirfengu að sjá. Að baki þeirri ásýnd lágu oft mikil átök, stundum brosleg, en umfram allt mikil vinna. Níu ár í neðra íjallar um þá Iðnó sem leik- húsgestum er ekki sýnd. 220 bls., auk mynda Verð kr. 988,- ÍSLENSK HAGLÝSING Ritgerðasafn, sígildar úrvalsgreinar ellefu höf- unda um íslensk efnahagsmál, þannig valdar að þær spanni sem víðast svið. Hver sem áhuga hefur á hagfræði og íslenskum efnahagsmálum getur haft af bókinni full not, enda er í henni að finna margt af því besta sem skrifað hefur verið um þjóðarbúskap íslendinga. Einkum er þó bókin ætluð til kennslu í íslenskri haglýsingu við Háskóla (slands. Höfundar ritgerðanna eru þessir: Ásmundur Stefansson Björn Matthíasson Bolli Þór Bollason Eiríkur Guðnason Guðmundur Magnusson Jóhannes Nordal Jón Sigurðsson Jónas Haralz Ólafur Björnsson Þórður Friðjónsson Þráinn Eggertsson 237 bls. Verð kr. 988,- ÖSKRIÐ Nýr höfundur, Lilja K. Möller, kveður sér hljóðs í sterkri og bersögulli frásögn af átakamikilli atburðarás í lífi ungrar konu sem sjálf vill fá að móta líf sitt, springa Ú1 og sprengja af sér fjötra: „öskra: Þú hefur engan rétt til að aðskilja líkama minn og sálu! Ég er líka til inni í þess- um líkama. Ég er! Ég er ekki bara nautn holdsins, því fyrir innan brjóstin og kynfærin er manneskja sem sér hvað fram fer.“ „Eins og kjarni verður að sprengja af sér skel- ina til þess að blóm hans vaxi upp í Ijósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni.“ „Ég hlýt því að vera seinþroska blóm, því mér gengur illa að sprengja skelina.“ „ „Hvar er hvíti gæðingurinn?“ spurði ég og blíðkaðist.“ „„Hann er hérna fyrir innan,“ svaraði hann og nuddaði buxnaklaufinni upp við vinstra lærið mitt.“ „Hann var svo undurblíður, rómantískur, að ég grét á meðan, hægum fallegum gleðitár- um.“ „Ekki gat ég farið til lögreglunnar og beðið hana að hjálpa mér að leita að Áru Davíðsdóttur. Þeir myndu biðja um nákvæma lysingu og í rauninni þekki ég hana of lítið til að geta lýst henni nákvæmlega. Aldur: 25 ára. Hæð: Yfirleitt í skýjunum. Þyngd: Já, stundum þunglynd en oftar bjartsýn. Staða: Frekar völt. Heimili: í óreiðu. Tunga: Ulla. Háralitur: Nei, ólitað. Augnalitur: Stundum regnblár eða dökkblár eða svartur eða rauð- ur... Ég gæti ímyndað mér að þeir yrðu fljótir að skella henni í möppuna með yfir- skriftinni: „Óskist ófundnir.““ öskrið er áhrifamikil skáldsaga, í senn átakanleg og spaugileg, um unga og draumlynda konu. Hún leitar að ást og skilningi í tilfinningasnauðum heimi og berst fyrir því að halda einstaklingseðli sínu. 188 bls. Verð kr. 697,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.