Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 4

Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 % i 1 l Hjálparstofnun kirkjunnar: Leigir íslenska þotu til að flytja matvæli til Eþíópíu HJÁLPARÍfrOFNUN kirkjunnar hefur ákveðið að taka íslenska þotu á leigu og senda til Eþíópíu innan mánaðar, fulHilaðna prót- einríkum matvælum. Jafnframt mun íslenskt hjúkrunarfólk fara Gunnlaugur 'Stéfánsson, starfs- maður Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. - * ! með vélinni til aðstoðar við svelt- andi fólk á þurrkasvæðunum. Gunnlaugur Stefánsson, starfsmaður Hjálparstofnunar- innar, er nýkominn heim ár íjtta daga skoöunarferð urrj þlirrka- svæði Eþíópíu.i þar serti; hánn ; kýnnti sér ástandið á Jn‘ey<!(ai> svæðunijm og hjálparstarfið þar. . Sáf^i hann í-sanlta^ !«ið Um. Morgunþlaðsins aí iáridssöfnilrj . • Hjálþarstrrfnunar ’ ; Járkjunnár 1 vaeí n\i.að‘ fara i garig óg ýæru fytstu viðbrögð stofnurrarinnar að sehda matiiali pf* hjúktdrrar-i .’ fólk á þurrkasyáeðin, • ' ' ' i,Á»tandiö er mlin alvárlegra • ani eg hajfði’gertírhér íhrugir'lond Ög fer .dagverínanili," * ságði Gunnlaugur.. „t»að rjkir ekki áþ- ( éifts npyðarástand piéðal fólks- ins héldur ér híjálparstárfið • í , hættu yegna skorts á matvælum og hjálpargögnumlSexTÓilljónir manna þjást végria þurrkanna, þar-af eru'tvær miljónir rtianoa i . mjög mikilli hættu. Stefnt er að því að flytja um tvær milljónir Sveltandi fólk í þurrkasvæðunum. manna á næstu vikum og mán- uðum, frá þurrkasvæðunum ‘í riorðri til suðurs og vestUrs þar sem ástandið á að heita skárra. Nú eru til matvælabirgðir í lahd- inu til að sinna brýnustu þörfum fólks í JO til 20 daga. Að þeim tíma loknum sjá menn fram á algera matvælaþurrð á þurrka- svæðunum. Þar vantar tilfinn-1 . anlega hjúkrunarfólk til starfa ‘ auk skorts á nauðsyntegum hjálpárgögnufn eins og teppum ; ogitjöjdum. Érfiðúétu sjðkdóin-»} arnif .sem við er áð etjaierú • lungnabðlga, j lifrarsjúkdóipar, jniðurgangur óg rtiálahía. ] ' 5 ( , ! j i Yið.höfijm lgitað sanlráðs við tjjörgurjarSVejtjr ’ lándsins og , ieitað. eftir starfsfólk! innan raða fójks, sem reynglu;hefur.af hjúkrunarstörfum og fúst er til • . 1 að dyelja við hjálparstörf í ’ Eþiópíu í lehgri eða skemmri * tnria. Ég.vil minna á landssöfri-, un Hjálþárstofnunarinnar sem er að fara af stað. Við tréyátijm því að lándsmenrl taki höndum saman og svarj neyðarkalli með ’ ‘virkum' stuðningi. Tíminn er dýrmætur og því' fyrr sem að- stoðin berst, því betra,” sagði Gunnlaugur Stefánsson. > Skuldir Kolbeinseyjar ÞH nema fimmföldu kaupverði Kaupverð var 49 milljónir, áhvflandi skuldir nú 258 „ÞEGAR Kolbeinseyin var komin hingað frá slippstöðinni fullbúin til veiða árið 1981 kostaði hún 49 millj- ónir króna. I dag eru áhvílandi skuld- ir á skipinu 258 milljónir króna og vöntun til skuldbreytingar um 94 milljónir. Við byggingu skipsins feng- um við 3,8 milljónir að láni í Byggða- sjóði, sem nú er orðið að 11,3 milljón- um og 5 milljóna dollara lán í Fisk- veiðasjóði. Þegar lánið var tekið var gengi dollarans 7,305 krónur og upp- hari því 36,5 milljónir íslenzkar. Nú er gengið um 40 krónur og lánið ásamt áfóllnum vöxtum 246,5 millj- ónir króna. Skipið er og hefur verið í eðlilegum rekstri," sagði Kristján Ásgeirsson, útgerðarstjóri Höfða hf. á Húsavík, sem gerir skuttogarann Kolbeinsey út í samtali við blm. Morgunblaðsins. Kolbeinsey er eitt þeirra skipa, sem ekki nær skuld- breytingu vegna of mikilla skulda og skorts á veðum og tryggingu. Kristján sagði, að þó alltaf hefðu verið greidd 20% af skiptaverð- mæti aflans til Fiskveiðasjóðs, væri það bara eins og að henda þeim út um gluggann eða það hefði jafnvel enn minni áhrif. I greina- gerð fyrirtækisins til Fiskveiða- sjóðs um greiðslugetuna hefðu meðai annars verið teknar 5 millj- ónir dollara á gengi september- mánaðar, 32.550 krónur, sem gerði þá 162 milljónir króna. Síðan hefðu þessar 5 milljónir dollara verið um- reiknaðar í pund, eða 2,5 miiljónir punda á genginu 41,794 krónur. Þannig kæmi í Ijós, að hefði lánið verið tekið í pundum upphaflega, hefði skuldin fyrir gengisfellingu numið 105 milljónum í stað 162 án áhrifa vaxta. Væri þau tekin inn í dæmið, yrði það enn hagstæðara gagnvart pundinu. Þarna sæjust einfaldlega afleiðingar þess, að menn hefðu nánast verið knúnir af bönkum landsins til að taka þessi lán í dollurum. Fyrirtækið hefði skilað ráða- mönnum vissum tillögum, sem miðuðust að því, að það greiddi skipið á eðlilegum tíma og með nauðsynlegum ráðstöfunum. Við þeim tillögum hefðu enn engin svör fengizt. Greiðsluþol fyrirtækisins fyrir Kolbeinsey væri áætlað miðað við 3.000 iesta ársafla á meðalverði 12,40 krónur á kíló, brúttóverð 37,2 milljónir og skiptaverðmæti 26,7. Miðað við 20% í stofnfjársjóð næmi ársgreiðslugeta 5,4 milljón- um króna, miðað við 25% 6,7 millj- ónum. Síðan væri miðað við að greiðslugeta Fiskiðjusamlagsins vegna afla Kolbeinseyjar gæti orð- ið 2 til 2,5% af brúttó verðmætum aflans eftir vinnslu, um 80 milljón- um, sem væru 1,6 til 2 milljónir. Því gæti greiðslugeta fyrirtækj- anna beggja á ári orðið 7 til 8,7 milljónir. Eins og málum væri nú háttað væri þetta auðvitað óviðráð- anlegt. Fiskverð hefði frá árinu 1981 hækkað um 63% miðað við 100% hækkun dollars þannig að þar væri verulegur mismunur. Þá væru lánakjörin óviðunandi og gengisstefnan sömuleiðis. Yrði ekkert aðgert liti málið því anzi al- varlega út, fyrirtækið væri með gott skip og góða útgerð, en dæmið væri vonlaust samt. Ákvarðana- taka um framtíð þessara skipa og viðhald eða endurnýjun flotans hiyti að byggjast á þvi, hvernig stjórnvöld myndu taka á málum. Gunnar Dal ! i;.; • i Gunnars Dai ,• • 11. t' • ’ Víkurútgáfan hefur gefið út nýja .IjóðaMk ‘ eftir Gunnar Dal. Bókin hejtir Orþ npilli vina og er 8Í. bók’ 'Girnnark'Daj, cn sumar þeirra hafa verið endutútgefnar, þ.á m. Spámað- urinh, sem í eru þýdd Ijóð, og 'kom j fyrst út 1958 og sjötta útgáfa henpar kom út á 'þessu ári. . 1 • 1 nýju ljóðabókinni eru 39 ljóð. .Hún • er ,51 blaðsíða, sett og offsetpyentuð hjá Prentsmiðju Á rna Valdemarssonar hf. og bunidin hjá Bókbandsstofunni Örkin hf. Káputeikning er eftir Kristján Jóhannsson. SH býður út Rúss- landsflutninga SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur nú boðið út flutninga á frystum fiski til Sovétríkjanna. Er hér um opið útboð að ræða, bæði hér heima og erlendis og frestur til að skila tilboðum er til 14. þessa mánaðar. Eimskip hefur til þessa annazt þessa flutninga fyrir SH. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að hér væri um að ræða næsta árs flutninga, sem næmu 16.000 til 17.000 lestum, en eitthvað væri þegar búið að flytja út upp í næsta árs samn- inga. Þegar hefðu flutningar á frystum sjávarafurðum Sölu- miðstöðvarinnar til Japan og Vestur-Evrópu verið boðnir út og hefði það gefið góða raun, sem komið hefði fram í tals- verðri lækkun flutningsgjalda og hærra skilaverði tii framleið- enda. Álverið: Skuldbreyting útgerðarinnar: 10 til 15 skip eru ekki skuldbreytingarhæ f FRÁGANGI skuldbreytingar útgerft- arinnar er nú að Ijúka og þegar er Ijóst, að útgerðir 10 til 15 skipa eiga ekki veft efta tryggingu fyrir skuldum sínum. Skuldi skip meira en því sem nemur 90% af vátryggingarverði, er þeim gert aö setja slíkar tryggingar fyrir skuldbreytingu fyrir því, sem þar er umfram, eigi hún að fást. Skuldir þessara skipa við Fisk- veiðasjóð nema 1 til 1,6 milljörðum króna. Að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, starfsmanna sjávarútvegs- ráðuneytisins, var sótt um skuld- breytingu fyrir um helming þeirra skipa, sem kost áttu á henni. í skuidbreytingunni felst meðal ann- ars, að vanskil við Fiskveiðasjóð eru endurlánuð og lánin lengd frá 1 upp í 7 ár. Síðan er veittur 60% afsláttur á vöxtum sjóðsins árin 1984 og 1985. Án skuldbreytingar og annarra ráðstafana hefði greiðslubyrði fiskiskipa hjá Fisk- veiðasjóði á árunum 1984 og 1985 orðið um 2,6 milljarðar króna mið- að við verðlag í árslok 1983, en mið- að við þær ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, lækkar greiðslu- byrðin í um 1,1 milljarð, eða um 1,5 milljarða. Þetta skiptist þannig, að endurlán vanskila nemur um 500 milljónum og lenging lána og vaxtaafsláttur um einum milljarði. Sigurður sagði, að af 487 skipum hefði verið sótt um skuidbreytingu fyrir um helming þeirra. Sumir væru með hagstæðari lán en svo, að það borgaði sig að breyta skuldum og aðrir ættu ekki veð og hefðu því ekki sótt um. Nú væru 10 til 15 skip, sem virtust ekki geta sett veð eða tryggingu fyrir skuldum um- fram 90% markiö og næðu því ekki skuldbreytingu. Heildarskuldir þessara skipa við Fiskveiðasjóð næmu 1 til 1,6 milijörðum króna og fyrirsjáanlegt væri, að á næsta ári gætu þau ekki staðið undir nema um helmingi greiðslubyrðinnar að meðaltali, þrátt fyrir allar aðgerð- ir. Heildar áhvílandi skuldir fiski- skipa við Fiskveiðasjóð nema nú alls á bilinu 6 til 8 milljörðum króna, þannig að hlutur þessara 10 til 15 skipa væri anzi stór. Þessi skip, sem væru bæði togarar, nóta- skip og bátar, ættu flest það sam- eiginlegt að vera íslenzk seinni tíma smíði eða þeim hefði verið breytt nýlega innanlands. Þriðj- ungur þeirra væru togarar, tvö nótaskip og afgangurinn bátar yfir 100 brúttólestum. Öll félögin hafa samþykkt samningana Verkalýðsfélögin tíu, sem fara með samningsumboð fyrir starfs- mcnn álversins í Straumsvík, hafa nú öll samþykkt þá samninga, sem gerðir voru við fyrirtækið í síðustu viku, að því er Hallgrímur Péturs- son, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sagði { samtali við blm. Mbl. Samningurinn gildir fram til ársloka 1985, eins og aðrir samn- ingar, sem gerðir hafa verið að undanförnu. Skv. upplýsingum Mbl. færir samningurinn starfs- mönnum álversins talsvert meiri kauphækkun en aðrir nýgerðir samningar, eða yfir 30% á samn- ingstímanum. Hallgrímur vildi hvorki staðfesta það né neita en sagði að miðað við aðra samninga, sem gerðir hefðu verið að undan- fömu, væri hann ánægður með samninginn við ISAL.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.