Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 7 Útvarpslagafrumvarpið á Alþingi: Afgreitt úr mennta- málanefnd í vikunni Ættu að geta verið afgreidd fyrir jól, segir Halldór Blöndal IIALLDÓK Blöndal alþingismaður segir, að ekkert eigi að þurfa að vera í veginum fyrir því, að ný útvarpslög veröi afgreidd frá Alþingi fyrir jól, sem fela í sér aukið frjálsræði í útvarpsmálum. Málið er nú til meðferðar í menntamálanefnd neðri deildar, þar sem Halldór er formaður, og sagðist hann stefna að því að afgreiða það úr nefnd fyrir helgi, þannig að unnt væri að taka það fyrir í deildinni nk. mánudag. Halldór sagði, að hann hefði orðaði það, og nefndi hann sem lagt fram breytingartillögur við dæmi tillögu um að á þeim lands- frumvarpið í nefndinni. Þær væru svæðum sem byggju við erfið skil- allar í frjálsræðisátt, eins og hann yrði yrði heimilað að nota milli- bylgjur. Þá sagði hann að sér væri kunnugt um að fleiri breytingar- tillögur væru í vinnslu, en hann kvaðst ekki hafa séð þær. Ef frumvarpið verður ekki af- greitt frá Alþingi fyrir jól stafar það einvörðungu af því, að ein- hverjir taka sig til og tefja það, sagði Halldór Blöndal ennfremur. Mjólkurframleiöslan eykst, neysla minnkar ntr í RiíAprHul Annarc etQAnr uar „Smjörfjallið" orðið 302 tonn FYRSTU tíu mánuði þessa árs var innvegin mjólk hjá mjólkursamlög- unum 93,8 milljónir lítra, en það er 2,82% meira en sömu mánuði í fyrra. í fyrra var mjólkurframleiðslan 106 milljónir lítra allt árið og í ár er búist við að hún verði um 109 millj- ónir lítra. lnnanlandsneysla á mjólk og mjólkurvörum samsvarar hins- vegar rúmum 100 milljónum lítra á ári. í ár hafa smjörbirgðir aukist svo og útflutningur osta. í fréttabréfi Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins kemur fram að í október tóku mjólkursamlögin á móti 8,15 milljónum lítra af mjólk á móti 8,13 milljónum lítra í október í fyrra. Aðeins varð um- talsverð aukning hjá tveimur mjólkursamlögum, á Sauðárkróki og í Búðardal. Annars staðar var frekar um samdrátt að ræða. Sala á mjólk og mjólkurafurðum hefur heldur dregist saman á árinu. Sala- á nýmjólk er til dæmis 4% minni í ár en í fyrra. Þann 1. nóvember var „smjörfjallið" 302 tonn, en það er 109 tonnum stærra en á sama tíma í fyrra. Þá var framleiðslu- aukning í ostum um 28%. Salan jókst jafnframt og það sem af er árinu hafa verið flutt út um 566 tonn af ostum. Ásgeir Steingrímsson einleikari með Sin- fóníuhljómsveitinni FIMMTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsvcitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag- inn 6. des. og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður sem hér segir: Jónas Tómasson: Vinnings- númer í hagp- drætti SÁA Vinningsnúmer í happdrætti SÁÁ munu í dag og framvegis birtast í auglýsingu neöst á næstöftugust síðu Morgunblaðs- ins. Því miður urðu mistök í Morgunblaðinu í gær við birt- ingu vinningsnúmera í happ- drætti SÁÁ. Hiö rétta er að vinningsnúmer þriðjudags, þar sem dregið var um skauta, voru: 213511, 39020, 193141, 3775 en vinningsnúmer fyrir miðvikudag 5. des. birtust ein- um degi á undan, en þau birt- ast aftur í augl. á næstöftustu síðu í blaðinu í dag. „orgia“, Henry Purcell: Sónata fyrir trompet og strengi, Joseph Haydn: Sinfónía, Alerander Arutjunjan: Trompetkonse.'t og Richard Strauss: „Till Eulenspieg- el“, tónaljóð op. 28. Stjórnandi tónleikanna verður Páll P. Pálsson sem hefur verið fastráðinn stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands síðan 1971. Einleikari tónleikanna er Ás- geir Steingrímsson. Um hann seg- ir í fréttatilkynningu: „Hann er fæddur á Húsavík og hóf tónlist- arnám sitt þar. Síðar fór hann í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan blásarakennaraprófi vorið 1978 og einleikaraprófi ári síðar undir handleiðslu Jóns Sig- urðssonar. Einnig naut hann til- sagnar Lárusar Sveinssonar. Þá lá Forsætisráðherrar Norðurlanda koma saman til fundar í Reykja- vík 12. desember næstkomandi. 13. desember verða sameiginlegir fundir þeirra með samstarfsráð- herrum Norðurlanda og forsætis- nefnd Norðurlandaráðs. Olof Ásgeir Steingríms.son. leiðin vestur um haf til New York, í The Mannes College of Music með styrk úr Friðrikssjóði og Menningarsjóði Kaupfélags Þing- eyinga. Þar var aðalkennari hans John Ware, fyrsti trompetleikari New York-fílharmóníunnar. Eftir að hann kom heim frá námi hefur hann oft leikið í Sin- fóníuhljómsveitinni og í mars s!. kom hann í fyrsta sinn fram sem einleikari með henni." Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, og kona hans, Lisbet Palme, verða síðan í opinberri heimsókn hér á landi föstudaginn 14. des- ember, en halda heim laugardag- inn 15. desember. Palme í opinbera heimsókn i % ♦ s Nýárshátíð \ í Broadway ÍJ 1. janúar 1985\ Vegna gífurlegs áhuga fyrir nýárshátíðinni í ^ Broadway I. janúar nk. viljum við biðja gesti f okkar frá fyrri árum að staðfesta borð sín fyrir ^ miðvikudaginn 12. desember nk. Eftir þann tíma áskiljum við okkur rétt til að ráðstafa borðunum. Hátíðin er aðeins ætluð matargestum. Skrifstofan er opin dagiega kl. 11 —19 og um helgar kl. 14—17, sími 77500. FYRIRTÆKI — FÉLAGASAMTÖK — STARFSMANNAFÉLÖG Pantanir og nánari upplýsingar veittar í símum 77500 og 687370. Nú fer tími jólatrésskemmtana í hönd. Viö viljum vekja athygli ykkar á því aö viö leigjum Broadway út til jóla- trésskemmtana. Á skemmtunum er innifalið: Jólasveinn. Vídeósýningar. Barnaefni. Töframaöur. Dansflokkurinn Bjarkirnar, Hafnarfiröi. Limbó- og húlahopp-keppni. Verölaun. Diskótek á milli atriöa. Gosdrykkir og sælgæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.