Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 19 Dapurlegar minningar Bókmenntir Erlendur Jónsson Trygve Bratteli: NÓTT í NIFL- UNGAHEIMI. Guðrún Vilmundar- dóttir íslenskaði. 186 bls. Fjölvaút- gáfa. Rvík, 1983. Trygve Bratteli, höfundur þess- arar bókar, var ungur krati í stríðsbyrjun, virkur í pólitík. Þjóðverjar tóku hann fastan og settu í fangabúðir, fyrst í Noregi, síðar í Þýskalandi. Hann púntaði strax niður lýsing á vistinni. En sem stríðinu lauk ákvað hann að loka það niður og snúa sér að dag- lega lífinu, slá striki yfir fortíðina. Síðar — á efri árum — dró hann fram minnisblöðin. Og úr varð þessi bók. Hún er því samin af viðlíka beiskju og tilfinningahita og fangabúðafrásagnir þær, marg- ar og þó hver annarri líkar, sem komu út strax að stríðinu loknu, þar með taldar lýsingar íslend- inga sem lentu í fangabúðum nas- ista. Lýsingarnar í þessari bók eru í engu frábrugðnar því sem þá mátti lesa í nær hverju dagblaði, tímariti og mörgum bókum: hrottaskapur fangavarða, kuldi og matarskortur, stritvinna við verstu aðstæður; auk voveiflegra atburða sem fangar urðu að horfa upp á möglunarlaust. En hver er þá ástæðan til að svona síðbúin frásögn er gefin út og meira að segja þýdd á önnur mál? Meðal annars frægð höfund- arins, en Bratteli var sem kunnugt er í fremst röð norskra stjórn- málamanna um áratuga skeið. En orsakirnar mega vera fleiri og í sumum greinum duldari. Þrátt fyrir margvíslegar breytingar er- um við enn að lifa eftirstríðsárin þó senn séu liðin fjörutíu ár frá stríðslokum. Evrópukortið er enn hið sama. Að loknum tveim heimsstyrjöldum með tveggja ára- tuga millibili hefur ríkt fjörutíu ára friður. Nasisminn er enn hafð- ur að skotspæni. Vesturveldin halda enn saman — með þeirri viðbót að ítalir gengu í hópinn og hlutu syndakvittun, enda munu þeir hafa verið taldir heldur slakir bandamenn af Þjóðverjum. Og Sovétríkin hafa síst allra gleymt því að þau urðu meðal sigurvegara Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Alfrún Gunnlaugsdóttir: Þel, skáldsaga. Útg. Mál og menning 1984. Álfrún vakti á sér athygli með smásagnasafninu Af manna völd- um sem kom út fyrir tveimur ár- um og fyrsta skáldsaga hennar nú hlýtur að vekja forvitni, aukin heldur sem til höfundar má maður leyfa sér að gera töluverðar kröf- ur. Er ekki að orðlengja að þær uppfyllir Álfrún með sóma og vel það. Sagan minnir á mósaík, þar sem hver smáflís skiptir máli, í lit og lögun, ef ég mætti leyfa mér að orða það svo. Og eftir lestur, sem þarf sem betur fer verulega ein- beitingu, stendur eftir heilsteypt í styrjöldinni. Ég er ekki viss um að menn eins og Trygve Bratteli séu fyrst og fremst að hrósa sér af sigri sem er löngu unninn né held- ur að minna á hvað þeir sjálfir máttu þola til að sá sigur ynnist heldur séu þeir allt eins að tjá með þessum hætti þá leyndu ósk að ástand það, sem skapaðist við lok styrjaldarinnar, megi haldast óbreytt um sína daga. Ekki leikur vafi á að hrotta- skapur var hafður í frammi af öll- um þeim þjóðum sem þátt tóku í styrjöldinni, enda þótt fullyrða megi að Þjóðverjar hafi gengið verk, þar sem öllu er haganlega fyrir komið. Án þess að höfundur leiti út af fyrir sig lausnar — okkur er sannarlega ekki ljóst hvern veg sögumaður muni ganga að bókinni lokinni, en okkur stendur ekki á sama um það. Sögumaður hittir á ný bernsku- vininn Einar og þeir rifja upp gamlar stundir. Unga dreymdi þá stóra drauma um háleit markmið, ungir felldu þeir hug til sömu stúlkunnar, Unu. Sögumaður gift- ist henni, en Einar hefur hún lík- ast til elskað, til kynjafuglsins Bárðar leitar hún á erfiðum stundum í hjónabandinu — og fær þar svo sem enga úrlausn. Einar hefur nokkurra ára viðdvöl á Spáni, hann er að skrifa Skáldsög- una sem átti að leysa hann úr öll- um viðjum og gefa honum þá sjálfstrú sem hann skortir svo átakanlega, þrátt fyrir gleypu- Trygve Bratteli gang og gaspur oft á yfirborði. Hann kynnist rauðvínsdrykkju og Hondúras-stúlkunni Yolöndu. Rauðvínsdrykkjan reynist honum ekki sá ágæti vin sem hann hugði, Yolanda verður að vísu stúlkan hans um hríð, en þau ná ekki sam- an og sú hefnd, sem Einar beitir hana og félaga hennar, verður ör- lagarík honum og framtíðar- draumunum. Á meðan þessu fer fram á Spáni er sögumaður búinn að kvænast Unu á Islandi. Hjóna- bandið og námið og vinnan vefjast fyrir honum, hjákona bætir lítið úr skák. Hver er hann sjálfur og hvað ætlar hann að gera við sitt líf? Við fáum engin svör við því. Við fáum svar við því hvað Einar gerir við sitt líf og viðbrögð sögu- manns við því. Þetta er ákaflega vönduð saga, skemmtilega uppbyggð eins og ég minntist á í byrjun. Orðfæri höf- undar gætið og ég fékk sterka til- finningu fyrir því að Ásrún beri ákaflega mikla virðingu fyrir orð- um og hvernig þau eru notuð. Inn- sæi og manneskjulegur skilningur mun lengra í þeim efnum en nokk- urt annað ríki í Vestur-Evrópu eða Ameríku. Og meðferð þeirra á Gyðingum var auðvitað eins og hvert annað brjálæði. Hins vegar hefur sú lexía ekki reynst hald- betri en svo fyrir mannkynið að sams konar óþverraskapur — að- eins í smærri stíl — hefur víða viðgengist síðan, sums staðar átölulaust af fjölmiðlum heimsins og áhrifamönnum. Trygve Bratteli var ekki stríðs- fangi, heldur pólitískur fangi. En það eru einmitt slíkir sem mest og verst hefur verið þjarmað að um víða veröld á seinni árum. Ég skil tilganginn með útgáfu þessarar bókar á íslensku svo að verið sé að minna á þær staðreyndir — þó með óbeinum hætti sé. Erlendur Jónsson Álfrún Gunnlaugsdóttir á því skilningsleysi sem getur aldrei gert annað en brjóta niður. Og þó er þetta ekki myrk bók, fjarri því. Hún er að mínum dómi, alveg sérstaklega vitlega unnin og listræn tök höfundar á efni, máli og stíl slík, að ánægjulegt er að lesa hana. Sjálf fegurðin Sól hf. Hver hrepplr FIATUNO? Um þessar mundir verður 20.000. SODA STREAM vélin seld hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færa einhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verðurdregið úr ábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigenda milli jólaog nýárs n.k. og mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODASTREAM VÉL ÁTT ÞÚ ÓKEYPISBÍL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.