Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
hlín J. Jónsdóttir Riehter skrifar frá Vestur-hýskalandi
Hver verður næstur?
Bonn og Flick-málið
' Það er svo sannarlega líf í tusk-
unum hér um slóðir, og blaðamenn
hafa úr nógu að moða. Sem betur
fer hafa þeir að engu leyti verið
hindraðir að störfum eins og
starfsbræður þeirra á íslandi voru
lengi vel. Yfirleitt er alltaf gaman,
þegar menn eru svolítið rifnir upp
úr lognmollunni, en í þetta sinn er
tilefnið svo óskemmtilegt, að
óskandi væri, að logndeyðan væri
fallin á aftur. Enn er fjallað um
rausnarskap Flick-samsteypunnar
gagnvart stjórnmálaflokkum og
mikilsmetnum einstaklingum, og
um hríð beindust allra augu að
fyrrum næstæðsta manni ríkisins,
forseta sambandsþingsins, Rainer
Berzel. Sterkur grunur leikur á, að
hann hafi þegið 1,7 milljónir
marka af Flick-samsteypunni á
árunum 1972—1980. Þrátt fyrir
það, að Berzel þvertekur fyrir að
hafa þegið fé af samsteypunni,
hefur honum ekki tekizt að
hreinsa sig af hinum ljóta grun
um mútuþægni, og þrátt fyrir
„hreina samvizku" sagði hann af
sér hinn 26. október sl. — vegna
hins mikla þrýstings utan frá“.
Þar með hafa tveir háttsettir
menn úr stjórn Helmut Kohl sagt
af sér vegna Flick-málsins. Hinn
fyrri var Otto greifi Lambsdorff,
fyrrum efnahagsmálaráðherra,
sem lét af embætti fyrir nokkrum
mánuðum. í hans tilfelli eru mála-
vextir með svolítið öðrum hætti;
Lambsdorff er reyndar ásakaður
um að hafa tekið við fé frá Flick,
sem þar með var að kaupa sér til-
hliðrunarsemi stjórnmálamanna í
sambandi við skattamál sín, en
þeir peningar runnu til flokks
Lambsdorffs, flokks frjálsra
demókrata, en ekki í eigin vasa,
eins og áiitið er í máli Barzels.
Verður stjórninni
að falli?
Þetta gjafamál er svo flókið, að
ég er í hreinustu vandræðum með
að botna í því, en þar er ég víst
ekki ein á báti. Það verður sjálfs-
agt aldrei upplýst til fulls, því að
þeir, sem við það eru riðnir, hafa
fulla ástæðu til að vilja ekki ieiða
menn í allan sannleika. Auðvitað
gera sér flestir grein fyrir því, að
fjöldamargir stjórnmálamenn,
sem hafa völd í sínum höndum,
eru ekki eins strangheiðarlegir og
frábitnir ailri greiðasemi gegn
endurgjaldi í einhverri mynd og
þeir vilja vera láta. En það forað,
sem hér kemur smátt og smátt í
ljós, tekur út yfir allan þjófabálk.
Mig skyldi ekki undra, þótt Flick-
málið yrði stjórn Helmut Kohls að
fótakefli áður en kjörtímabilið er
á enda, jafnvel þótt að flest það,
sem nú kemur á daginn, hafi átt
sér stað í stjórnartíð sósíaldemó-
krata. Samt sem áður voru of
margir úr flokki Kohls, sem
nefndir eru í þessu sambandi.
Verðmætar álitsgerðir!
En svo að ég snúi mér aftur að
nýjasta hneykslinu, sem hefur
komið svo miklu róti á hugi
manna unanfarið — máli Rainer
Barzels — þá virðist það liggja
þannig við: einhverra hluta vegna
hentaði ýmsum áhrifamiklum
mönnum ekki formennska Barzels
fyrir flokki kristilegra demókrata
í kringum 1970. Skömmu eftir að
vantraustsyfirlýsing hans á þá-
verandi kanziana, Willy Brandt,
var felld, var honum steypt af
stóli formanns, og Helmut Kohl
kom í hans stað. Barzel hvarf þá
af sviði stjórnmálanna í nokkur
ár.
Það lítur út fyrir, að einhver
hafi þjáðst af samvizkubiti vegna
meðferðarinnar á aumingja
manninum og viljað gera honum
gott fyrir hlýðnina, og þessi ein-
hver mun hafa verið stóriðjuhöld-
urinn Karl Friedrich Flick.
Ýmislegt er á huldu, en stað-
reynd er, að Barzel, sem er lög-
fræðingur að mennt, varð ráðgjafi
mjög mikils metins lögfræðings í
Frankfurt. Svo undarlega vildi til,
að Flick-samsteypan var eða varð
viðskiptavinur einmitt þessarar
lögfræðiskrifstofu og greiddi
henni u.þ.b. 1,7 milljónir marka
fyrir störf hennar — er sagt —
næstu árin á eftir. Hvíiík tilviljun,
að lögfræðiskrifstofan greiddi
Barzel svo til nákvæmlega sömu
upphæð á nákvæmlega sama
tímabili fyrir nokkrar álitsgerðir.
Mikið mega þessar álitsgerðir
hafa verið mikilvægar og verð-
mætar, úr því að launin voru
svona há — og það fyrir íhlaupa-
vinnu! Og svo er bíræfnin mikil, að
fullyrða fullum fetum, að „laun“
þessi hafi ekki staðið í neinu sam-
bandi við greiðslurnar frá Flick og
ætlazt til, að því sé trúað. Þessir
menn hafa ekki mikið álit á dóm-
greind kjósenda sinna.
Sagði af sér
Eins og komið hefur í ljós, er
Flick-gjafamálið svo umfangsmik-
ið og óljóst, að það mun taka óra-
langan tíma, þar til niðurstöður
fást, ef endaniegar niðurstöður
fást þá nokkurn tíma.
Sambandsþingið setti svokall-
aða Flick-nefnd á fót, skipaða
þingmönnum allra fiokka til þess
að rannsaka málið, og hefur hún
RAINER BARZEL
fyrnun þingforseti. — Þáði hann
mútur?
þegar starfað í marga mánuði og
yfirheyrt marga helztu menn úr
stjórnmálalífinu. Þriðjudaginn 23.
október, var Barzel gert að ganga
fyrir nefndina. Næstu daga á und-
an var Barzel aðalefni blaðanna,
en hann var hinn bjartsýnasti;
kvaðst hafa tandurhreina sam-
vizku, og að hann yrði hreinsaður
af öilum grun eftir framburð sinn
fyrir nefndinni. Ennfremur sagði
hann, að ekki kæmi til greina að
láta af embætti sem þingforseti;
til þess væri ekki hin minnsta
ástæða. En svo fór sem fór; grun-
urinn um mútuþægni Barzels var
jafnsterkur eftir yfirheyrslurnar
yfir honum og lögfræðingnum
fyrrnefnda frá Frankfurt sem áð-
ur, og þrem dögum síðar sagði
Barzel af sér.
HELMUT KOHL
kanslari, stundum kallaður
„kreppukanslarinn" vegna hinna
mörgu hneyksla, sem upp hafa
komist eftir að hann tók við.
Samvizkusamur bókari
Fyrir nokkrum dögum mætti
Helmut Kohl, kanzlari, fyrir
nefndinni. Hann viðurkenndi að
hafa nokkrum sinnum tekið við fé
fá Flick — reiðufé í hvítum um-
slögum — samtals 155 þúsund
mörkum, sem hann síðan afhenti
féhirði flokks síns. Bækur flokks-
ins bera sönnur á þennan fram-
burð. En ósannað er, hvort Kohl
hefur tekið við 400 þúsund mörk-
um til viðbótar, sem hinn sam-
vizkusami bókari Flicks, Diehl að
nafni, hafði fært inn á lista sinn,
sem frægur er orðinn. Á lista
þessum standa nöfn þeirra, sem
við bitlingum tóku og upphæðirn-
ar, sem að þeim voru réttar. Bók-
hald fyrnist nefnilega etfir 7 ár,
Síðara bindið af
„Ítvísýnum leiku
„MASTER of the Game“ nefnir Sidn-
ey Sheldon þessa óhemjuvinsælu sögu
sína á frummálinu. Hún var næstum
heilt ár á metsölubókalista „The New
York Times" og komst í efsta sæti á 8
öðrum metsölubókalistum þekktra
blaða og tímarita í Bandaríkjunum.
Myndböndin með „Master of the
Game“ voru í efsta sæti vinsældalist-
ans hjá 19 stærstu myndbandaleigum
á íslandi sumarið 1984.
Fyrra bindi verksins, sem í is-
lenskri þýðingu Hersteins Pálsson-
ar nefnist „í tvísýnum leik“, kom út
í fyrra hjá Bókaforlagi Odds
Björnssonar, sem nú sendir frá sér
síðara bindið. Áfram er rakin þessi
ævintýralega saga um þrjár kyn-
slóðir kvenna, metnað þeirra, bar-
áttu og ástir. Sögusviðið er Suður-
Afríka, Bretland og Bandaríkin.
Auður og völd eru helsta keppikefli
sögupersónanna, sem þurfa að
hjúpa feril sinn leyndarmálum og
yfirhylmingum, enda allt í húfi.
Sidney Sheldon er nú vinsælasti
sagnahöfundur Bandaríkjanna og
sá sem flestar metsölubækurnar
hefur skrifað.
Bindin tvö eru samtals 464 bls.
(Fréttatilkynning.)
Fjölgun kenn-
ara og nemenda
BLAÐINU hefur borist eftirfarandi
frá menntamálaráðuneytinu:
f riti Framkvæmdastofnunar
ríkisins, Mannfjöldi, mannafli og
tekjur, sem út kom í ágúst sl. kem-
ur fram að ársstörfum í skólum
hefur fjölgað um 93,8% áratuginn
1971—1981. Samhliða birtust tölur
þar sem sagt var að nemenda-
fjölgun hefði aðeins verið 6,5% á
sama tímabili. Þessi mikli munur
vakti að vonum athygli og olli um
leið nokkrum misskilningi, því að í
uniræðu, sem um þessar tölur
spannst, var talað um að kennur-
um hefði fjölgað um 93,8%.
Ársstörf í skólum voru sam-
kvæmt upplýsingum fram-
kvæmdastofnunar 6.383 árið 1981,
en samkvæmt upplýsingum launa-
deildar fjármálaráðuneytisins
voru kennurum við opinbera
skóla, þ.e. skólar sem kostaðir eru
af ríki og sveitarfélögum, greidd
4.395 árslaun það ár.
Mismunurinn er tæplega 2.000
ársstörf. Þar með eru talin önnur
störf við opinbera skóla svo sem
skrifstofustörf, húsvarsla, ræst-
ing, störf í mötuneytum og fleira.
Einnig telur stofnunin með
störf við ýmsar einkastofnanir og
skóla svo sem vinnuskóla barna og
unglinga, námsflokka, bréfaskóla,
tískuskóla ogdansskóla. Ennfrem-
ur fellur undir þennan lið starf-
semi eins og ökukennsla, vélritun-
arkennsla og öll einkakennsla.
ekki er unnt að gera sér grein
fyrir fjölgun ársstarfa við kennslu
í opinberum skólum á umræddum
áratug, því að tölur þær, sem fyrir
liggja frá 1971 í fjármálaráðu-
neytinu gefa ekki rétta mynd þar
sem hluti kennara fékk þá greidd
laun úr sveitarsjóðum.
Hvað varðar höfðatölu kennara
við opinbera skóla 1971 og 1981,
eru tölur fyrirliggjandi og fylgir
með yfirlit yfir þær. Af þeim kem-
ur fram að föstum kennurum við
opinbera skóla hefur fjölgað um
62,1% og stundakennurum um
18,8%. í heild hefur kennurum
fjölgað um 43,3%.
Fjölgun þessi stafar m.a. af eft-
irfarandi ástæðum:
1. Fjölgun nemenda í forskóla.
2. Ný löggjöf 1974 sem heimilar
m.a. ráðningu fleiri kennara en
áður að dreifbýlisskóla.
3. Fjölgun kennslustunda í yngri
bekkjum grunnskóla.
4. Mikil fjölgun nemenda á fram-
haldsskólastigi og háskólastigi.
5. Aukið námsframboð t.d. með
stofnun fjölbrautaskóla.
6. Breyting á iðnnámi. Verknáms-
þáttur þess hefur verið fluttur í
miklum mæli frá meisturum
inn í verknámsskóla.
7. Stofnun þjálfunarskóla.
8. Minnkun kennsluskyldu á tíma-
bilinu.
í yfirlitinu kemur einnnig fram
fjöldi nemenda við opinbera skóla
sömu tvö skólaár og hefur þeim
fjölgað um 15,07% á umræddu tíu
ára tímabili.
Ástæðan til þess að talan er
lægri í upplýsingum þeim, sem
birtust jafnhliða skýrslu fram-
kvæmdastofnunar er sú, að 1971
eru taldir með tæplega 6 þús. nem-
endur í skólum eins og t.d. kvöld-
skólum og námsflokkum, sem ekki
eru taldir með 1981.
Samanburdur á fjölda nemenda og kennara í skólum á íslandi skólaárin
1971—’72 og 1981—’82 samkvæmt skólahaldsskýrslum og nemendaskrán-
ingu Hagstofu Islands.
Tala nemenda fastir kenn. Stundakenn.
Skólar 71/72 81/82 71/72 81/82 71/72 81/82
Forskóli 2.678 4.195 1.997 2.561 1.009 604
(>iunn.skóli 1.—9. b. 40.558 37.253
Þjálfunaiskólar 458 135 22
(■ninnakólastij; alls: 43.236 41.906 1.997 2.696 1.009 626
FramhaldfHkólar 4. bekkur
gagnfrKðaskóla 2.340 í tölu kennara á grunnskólastigi.
FramhaldHd. gagnfraeóask. 541 937
Vöróuskóli — fornám 270
Krennaak. í Rejkjarík 190 14
Menntaskólar 3.041 3.835 130 225 133 146
Menntaskólar öldungad. 827
Fjölbrautaskólar 4.376 285 164
Fjölbrautask. öldungad. 809
Verslunarskólar 802 763 29 41 27 31
Leiklístarskóli ísl. 10 23 1 8 12
fþróttakennarask. fsl. 30 47 4 5 6 1
lónskólar 1.909 1.280 50 115 162 %
Vélskólar 290 281 16 20 32 13
Sjómannaskólar 307 169 11 12 44 20
Fiskrinnsluskóli 39 4 8
Hótel- og veitingaskóli 67 76 3 4 6 8
Myndlista og handíóask. ísl. 322 177 11 12 27 37
Bænda- og garóyrkjusk. 136 135 11 17 18 17
Ilússtjórnarskólar 750 695 44 23 34 21
Ilúsmjeórakennarask. fsl. 13 3 12
Skólar fyrir heilbrigóisst. 329 453 14 28 68 81
Fósturskóli fslands 116 180 8 3
Lýóháskólinn í Skálholti 23 3 3
Tónlistarskólar 3.056 7.663 38 297 162 233
Framhaldsskólar alls: 14.049 23.248 364 1.123 731 814
Skólar Tala nemenda 71/72 81/82 Fastir kenn. 71/72 81/82 Stundakenn. 71/72 81/82
Háskólastig Hiskóli fslands Kennarahiskól. fsl. Tekniskóli fsl. 1.967 3.413 701 355 242 345 123 233 39 33 10 19 140 700 19 35 43 52
AIIk 2.910 4.113 172 285 202 787
Heildaryfirlit
Tala nemenda 71/72 81/82 Fastir kenn. 71/72 81/82 Stundakenn. 71/72 81/82
GninnskólasL + forskóli 43.236 41.906 +3,1% 1.997 2.696 +35% 1.009 626 +38%
Framhaktaskólastig 14.049 23.248 +65,5 % 364 1.123+208 % 731 894+22,3%
Hinkólastig 2.910 4.113+41,3% 172 285+65,5 % 202 787+ 289%
Alls:
60.195 69.267+15,07 % 2.533 4.106+ 62,1 $ 1.942 2.307+18,8%