Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 29 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson í bakhúsi við Laugaveg AKUREYRI Akureyri, blómlegur bær í norðri BÓKAFORLAG Odds Björnssonar á Akureyri gefur nú út í samvinnu viö Iceland Review nýja og gltesilega Ak- ureyrarbók: Akureyri — blómlegur bær í norðri. Textann ritar Tómas Ingi Olrich, en Svisslendingurinn Max Scmid birtir fjölda nýrra litljós- mynda, sem hann hefur tekið undan- farin ár. Tómas Ingi Olrich hefur verið menntaskólakennari og konrektor á Akureyri um árabil, en er nú rit- stjóri „Islendings" á Akureyri og formaður Skógræktarfélags Eyfirð- inga. Max Scfnid er víðkunnur fyrir listrænar íslandsmyndir sínar, sem hafa birst víða, auk þess sem hann hefur sýnt þær, stækkaðar, opin- berlega. Bók þessi bætir úr brýnni þörf því fyrri Akureyrarbók Bókafor- lagsins, „Akureyri og norðrið fag- ra“ hefur verið uppseld um nokkurt skeið. Höfundar nýju bókarinnar eru framúrskarandi, hvor á sínu sviði, enda afraksturinn listaverk, sem fara mun víða, því bókin er samtímis gefin út á ensku. 96 bls. (Fréttatilkynning.) Hús eru til margra hluta nýti- leg. Fyrir miðjum Laugavegi, á baklóð, er lítið hvítt timburhús, bárujárnsklætt og ekki mjög áberandi, stórhýsi ofar við göt- una skyggja á það og úr fjarlægð minnir það helst á gamla hey- hlöðu. Húsið er byggt sem íbúð- arhúsnæði snemma á öldinni. Þegar frá leið var það flutt neðar í lóðina, eftir að ys og þys versl- unargötunnar tók að aukast. Nokkrir kunnir borgarar hafa búið i þessu húsi og nægir þar að nefna Alfreð Andrésson, hinn kunna gamanleikara og söngv- ara sem látinn er fyrir mörgum árum. Ekki er langt síðan gerðar voru gagngerar breytingar á húsinu að innan sem utan en það Iátið halda upprunalegum svip sínum. f dag er þar innan dyra skartgripaverkstæði á tveim hæðum á vegum Gull og Silfur hf. og gullsmiðirnir fara á kost- um, smíða athyglisverð djásn handa Reykvíkingum sem öðrum landsmönnum. Þar hafa margir trúlofunarhringar, eyrnalokkar, armbönd og aðrir sérsmíðaðir hlutir orðið til á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan verk- stæðið flutti þangað frá húsi við Vatnsstíg þar sem einnig voru gerðir skemmtilegir hlutir. Þeir eru til sem koma í litla báru- járnsklædda timburhúsið ekki eingöngu vegna skartgripa held- ur einnig til að leita sér andlegr- ar næringar, þeir leyna nefni- lega á sér gullsmiðirnir, meira að segja svo að tveir af fjórum sem þar starfa að staðaldri myndu sóma sér vel í heimspeki- deild Háskólans, sá þriðji senni- lega á fasteigna- og verðbréfa- markaði og sá fjórði, sem er ung og myndarleg stúlka, hefur þá hæfileika sem hinir hafa þá ekki. Á verkstæðinu er stundum efnt til málfunda um lífið og tilver- una, oft þá í kringum hádegi, um það leyti sem kunn hetja úr bar- áttu blaðasala um markaðinn lítur inn og bíður dagblöðin til kaups; hann er oftast fyrstur á vettvang með blöðin. Einhvern veginn þannig er stundin: Auðunn bankar uppá þegar sagðar eru hádegisfréttir í útvarpi, brosir út í annað munnvikið, er með pokann sinn um axlir og Einar Haki er ekki lengi að taka við sér, rís á fætur úr sínum sér- smíðaöa stól, gengur til dyra og þeir Auðunn skiptast á orðum um lífsbaráttuna á meðan Einar leggur í lófa Auðuns andvirði síðdegisblaös og svo óska þeir hvor öðrum gæfu og gengis og í því birtist Höskuldur Skagfjörð leikari einn af fastagestunum og býður góðan daginn að hætti diplómata og með sinni sérstæðu rödd er minnir oft á búktalara. Það er hellt uppá kaffi eftir að Einar hefur farið í gegnum fyrirsagnir blaðanna og Hös- kuldur sagt sögur af lífsreyndu kvenfólki á Islandi. Bræðurnir Magnús og Sigurður Steinþórs- synir bæta við sögum af erlend- um vettvangi og þegar skáld eru á staðnum sem stundum kemur fyrir þá segja þau eftilvill enn magnaðri sögur og þá oft af öðr- um vettvangi. Spáð er í stjórn- málaástandið innanlands sem utan og vinstri menn reynast ekki eiga miklu fylgi að fagna, Einar er að vísu hrifinn af Svav- ari og telur hann sinn leiðtoga, aðrir eru þjóðlegir íhaldsmenn og frjálslyndir umbótasinnar. Lífsgátan er kryfjuð til mergjar, Einar býður í nefið til að skerpa hugsunina, er síðan kannski rok- inn út, niður á Jáverfisgötu, í matvöruverslun að sækja sér og vinnufélögum eitthvað i matinn og þegar hann birtist að nýju er gengið uppá loft, í matsalinn, borðað og haldið áfram að fjalla um lífið og tilveruna. Óvænt hringir síminn, það er spurt um hluti varðandi brúðkaupsveisl- una annað kvöld eða fimmtugs- afmælið og allt er samkvæmt áætlun á verkstæðinu, hlutirnir til á réttum tíma eins og um var samið, gullsmiðirnir eru þekktir fyrir að vinna vel og samkvæmt áætlun enda hafa vinsældir fyrirtækisins ekki komið af engu, að baki er mikil vinna og góð uppbygging á liðnum árum sem ekki er síst að þakka Stein- þóri heitnum Sæmundssyni, föð- ur bræðranna, sem er nýlátinn og sjónarsviptir er að. Sigurður leynir á sér, hann hefur lengi í tiltölulega þröngum hóp verið þekktur fyrir myndlistarhæfi- leika sína og uppá veggjum á verkstæðinu hanga nokkur verk eftir hann, en Sigurður verður allt að því feiminn þegar minnst er á snilldina og fer þá út í aðra sálma eða spyr skyndilega í hlé- drægni sinni hvort ekki vanti mynd við smásögu. Matartíminn er á enda, Magnús á förum í banka að huga að innstæðu á bankareikningi og er tíðrætt um verð á fasteignum og Einar Haki er enn kominn með tóbaksdósina á loft og enginn vill í nefið nema Höskuldur Skagfjörð sem er nautnamaður. Gullsmiðirnir eru komnir í hvítu sloppana, log- suðutækin komin í gang, stúlkan sem er í læri hjá stórmeisturun- um, líklega rétt rúmlega tvítug, hefur gaman af heimsókn lit- ríkra persóna, brosir ýmist eða hlær. Hakinn fínpússar gleraug- un og þegar ég kveð þá sé ég að hann rýnir í hring sem er með merki Frímúrarareglunnar ... NYJAR BÆKUR Skagamenn skoruðu mörkin. Saga knattspymunnar á Akranesi. Stórkostleg bók um frægasta knattspyrnulið íslands. Borgfirzk blanda 8. Safnað hefur Bragi Þóröarson. Þjóðlífs- og persónuþættir. Syrpa af gamanmálum. Þetta er lokabindi bókaflokksins. Hvunndagsspaug, eftir háöfugl- inn Ephraim Kishon. Kímnisögur úr daglega llfinu. Bók sem kitlar hláturtaugarnar. Huglæknirinn og sjáandinn, Sigurrós Jóhannsdóttir. Þórarinn Elfs Jónsson skráði. Frásagnir af lækningaferli, draumum og dulskynjunum. Heiðin. Kvæðabók eftir Svein- björn Beinleinsson allsherjargoða, sem er einn af okkar mestu rím- snillingum. Komið af fjöllum. Ljóðabók eftir Sigríði Beinteinsdóttur. Ljóð sem birta næman skilning höfundar á umhverfi og samtíð. HEITAR ÁSTIR OG RÓMANTÍK SPENNUSÖGUR B&tUP Sigur ástarinnar DIINCAN KYLE ÍGILDRU ÁGRÆNLANDSJÖKU Lyáll LAUIMRÁO í LEYIMIÞJÓIMUSTU Sigur ástarinnar, eftir Bodil Forsberg. Spennandi bók um ást og afbrýði. Forboðin ást, eftir Nettu Muskett Hrffandi ástarsaga um unga elskendur. Ást og hatur, eftir Erling Poulsen. Saga um ástir og dularfulla atburði. Flóttinn meö gullið. eftir Asbjörn öksendal. Sönn, lifandi lýsing frá hildarleikn- um í Noregi. GÓÐAR BÆKUR FRÁ HÖRPUÚTGÁFUNNI I í gildru á Grænlandsjökli, eftir Duncan Kyle. Hrollköld og ógnvekjandi spennu- bók. Launráð í leyniþjónustu, eftir Gavin Lyall. Æsispennandi og mögnuð njósna- saga. HÖRPUÚTGÁFAN Akranesi-sími 93-2840

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.