Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 50

Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 50 HALLUR MAGNUSSON/ FINNBOGI MARINÓSSON Syngdu med elskan. Hopp og skopp í Tónabæ Fyrír stuttu sat Blöndungurinn og beið eftir strætó. Með honum biðu tvær stelpur sem kjöftuðu hver ofan í aðra. Blöndungurinn gat ekki kom- ist hjá því að heyra eitt og annað sem frá þeim kom. — Ætlarðu ekki í Tónabæ í kvöld og sjá heimsmeistarann í diskódansi? — Jú, ætli það ekki. Hér var áhugi Blöndungsins vakinn. Heimsmeistarinn í diskó- dansi, hvorki meira né minna! Þetta var eitthvað sem ekki mátti missa af. Þannig var það að Blöndungurinn ákvað að skella sér í Tónabæ þetta fimmtudagskvöld. Klukkan var rétt rúmlega níu þegar Blöndungurinn mætti á staðinn. Heimsmeistarinn, Frankie Johnson, og umboðsmað- ur hans voru þegar mættir. Þeir voru hinir rólegustu og reytti um- boðsmaðurinn af sér gamla og rótgróna fimmaurabrandara á meðan heimsmeistarinn var að undirbúa sig. Blöndungurinn ákvað því að rölta og finna hvern- ig stemmningin var á meðal krakkanna. Honum að óvörum var hún hálf döpur. — Blessaður vertu. Þetta er enginn heimsmeistari. Hann var í öðru sæti! — Hvað segirðu! Enginn heims- meistari? — Jú, sko. Gæinn sem var í fyrsta sæti nennti ekki að stússast í ferðalögum, sýningum og svo- leiðis. Þessi tók því við titlinum. Það var greinilegt að þessar fréttir höfðu borist um allan Tónabæ. Það var ekki laust við að sumum þætti þetta drottinssvik. En hvað um það, klukkan hálf tiu þegar heimsmeistarinn átti að byrja að dansa var hver einasta hræða komin inn í salinn. Dansarinn byrjaði á því að sýna nokkur dansspor. Eða öllu heldur hopp og skopp og heljarstökk. Það var greinilegt að þetta var enginn venjulegur frístundadansari! Eftir þessi fyrstu spor fór aðeins að lifna yfir áhorfendum. Þeir byrj- uðu að klappa i takt og dilla sér. Að þessum æfingum loknum bað hann um þekkt lag með Lionel Ritchie. Og viti menn! Hann tók að syngja með þessari hljómþýðu englarödd! — Heyrðu mig, er maðurinn ekki dansari? — Jú, hvað er’etta maður. Viss- uru ekki að hann er aðallega söngvari? Dansinn er bara svona með. Nú var Blöndungurinn farinn að finna stemmningu færast yfir mannskapinn. Klappið varð þétt- ara og fólk skemmti sér greinilega vel. Frankie dillaði sér í takt við Eiginhandaráritun. Vá, er hann ekki sætur? tónlistina og sýndi einnig nokkur skrykk-spor. En þá var hann hættur! Ekki voru áhrofendur til í að sleppa honum svo fljótt. Mót- mælahljóð fór yfir salinn og krakkarnir klöppuðu af krafti. Frankie átti ekki að sleppa svona létt. Heimsmeistarinn rölti sér aftur inn á gólfið og hélt sýning- unni áfram. Nú vildi hann fá þá er harðast gengu fram til að syngja með sér, en minna varð úr því en skyldi. Aftur hætti hann, en enn á ný var hann klappaður fram á gólfið. Nú var heldur betur komið stuð í gæjann. Hann svipti af sér skyrtunni og var nú ber að ofan. — Guð hvað hann er sexy! — Ertu eitthvað verri? — Vá! Finnst þér hann ekki sætur? — Nehei! Hann er eins og hann sé rétt dottinn úr trjánum. Minnir helst á Neandertahlsmanninn. — Ég meina það! Þú hefur nú ekkert vit á karlmönnum. I þessu hætti Frankie að dansa. Hann hvarf inn í búningsherberg- ið og ætlaði greinilega ekki að koma fram aftur þrátt fyrir kröft- uglegt uppklapp. Þegar krakkarn- ir gerðu sér grein fyrir því hljóp stelpuskarinn fram í sjoppu í leit að pappír og skriffærum. — Við verðum að fá eiginhand- aráritun. Blað og blýant. — Snögg, við megum ekki missa af honum. Eftir að blöð og blýantar höfðu fengist var rokið að búningsklef- anum. Heimsmeistarinn var meira en fús til að gefa undir- skriftir. Hann krotaði meira að segja upp eftir handleggjunum á þeim er ekki höfðu blað. En allt tekur sinn endi. Hendur og blöð urðu útskrifuð svo hinir nýju að- dáendur héldu sælir frá klefanum. Blöndungurinn hugðist nú ræða við kappann sem hafði öllum að óvörum slegið í gegn í Tónabæ. En þar sló stelpa sem greinilega var fréttaritari við innanhúsblað þeirra Tónbæinga honum við. Hún hafði króað dansarann af úti í horni og með hjálp starfsmanna spurði hún Frankie í þaula. Því hélt Blöndungurinn heim á leið eftir ágæta skemmtun hjá heims- meistaranum sem ekki var heims- meistari, en heimsmeistari þó. Blöndungurinn var ánægður með dansinn, krakkarnir voru ánægðir með dansinn og Frankie var ánægður með dansinn. Betra gat það ekki verið. Framhalds- skólamálæði Síðastliðinn vetur kom JC á Is- landi af stað ræðukeppni milli framhaldsskóla. Þar sem allmikil deyfð hafði verið í málfundafélög- um flestra framhaldsskólanna ár- in áður, kom hinn mikli áhugi á þessari keppni mjög á óvart. Keppnirnar urðu sífellt harðari og stemmningin í kringum þær varð gífurleg. Hápunktur keppninnar var úrslitakeppnin á milli MH og MR sem haldin var í Háskólabíói. Þrátt fyrir ágætt húsrými á þeim stað var varla sá blettur sem ekki var nýttur af áhorfendum. Bíóið var stútfullt og áhorfendur studdu sinn skóla með ráðum og dáð. Keppt var um tvo farandbikara, annars vegar sigurlaun ræðuliðs og hins vegar bikar til handa besta ræðumanni keppninnar. í fyrra fóru leikar þannig að lið MH vann með litlum mun. Ræðumað- ur keppninnar var einnig úr þeim skóla. Nú í haust fór þessi keppni aft- ur af stað. Fjörið hefur verið síst minna og mörg spakyrði fokið milli manna. Ekki hafa allir verið sáttir við úrslit, en það er nú svo að seint þýðir að deila við dómar- ann. Úrslit í fyrstu umferð urðu eft- irfarandi: MR bar sigurorð af Fjölbraut á Sauðárkróki. MH vann Menntaskólann á Isafirði. Flensborg sigraði Menntaskólann á Akureyri. Fjölbraut á Selfossi hafði betur gegn Versló. Fjölbraut Garðabæ tapaði gegn Samvinnu- skólanum Bifröst. MS laut í lægra haldi gegn Fjölbraut Breiðholti. Kvennaskólinn hafði betur gegn Menntaskólanum Egilsstöðum. Fjölbraut Vestmannaeyjum vann Fjölbraut Akranesi. Ármúlaskóli sigraði Fjölbraut Suðurnesja. Menntaskólinn í Kópavogi sat hjá. I annarri umferð sátu allir hjá nema MH sem tapaði fyrir MK og Fjölbraut Breiðholti sem sigraði Flensborg. Þriðja umferð fer fram í kringum 22. janúar. Dregið verð- ur u.þ.b. tíu dögum fyrir keppnina. Blöndungurinn mun halda áfram að fylgjast með keppninni, birta úrslit og jafnvel segja frá skemmtilegum atvikum sem upp koma. Að sjálfsögðu verður hann í Háskólabíói þegar úrslitakeppnin fer fram. Ljóst er að MH mun ekki verja titilinn en hver það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.