Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Framlag til skammdegisumræðu Athugasemdir við skrif blaðamanns Mbl eftir Kristin M. Bárðarson Hirin ágæti blaðamaður Mbl. Guðmundur Magnússon hóf í blaði sínu um miðian nóvember 83, um- ræðu um Islandssögukennslu í grunnskólum, sem flokka má sem skammdegisumræðu, þ.e. hún hófst í nóvember, þegar dag var tekið verulega að stytta og lognað- ist útaf í mars, þegar vorjafndæg- ur voru skammt undan. Enn á ný, þegar skammdegið er að skella á, vekur þessi blaðamað- ur Mbl. máls á efni sem varðar skólamál; lögverndun kennara- starfsins. Er það gleðiefni, bæði foreldrum skólabarna, kennurum og áhugafólki um skólamál, hve blað allra landsmanna sýnir skólamálum mikinn áhuga, sbr. framlag þess til skammdegisum- ræðunnar um íslandssögukennsl- una og nú um lögverndun kenn- arastarfsins. Jafnframt er það áhyggjuefni hvort Mbl. hyggst viðhafa sömu vinnubrögð nú og fyrir ári, þegar leiðarahöfundur blaðsins sakaði skólarannsókn- ardeild um, að standa þannig að undirbúningi námsefnis í ís- landssögu að það væri „takmarkað við tímabilin 870-930, 1700-1720 og 1840—1880 eða 120 ár“ (leiðari Mbl. Engin íslandssaga, 15. nóv. 1983), fullyrðing sem sett var fram af mikilli vanþekkingu. Síð- ar var skrifað af blaðamanni Mbl. „að fúsk og leikir hafi komið í stað alvarlegs lærdóms í skólum" (Mbl. 18. febr. 1984). Þessi skilgreining á vel við framlag Mbl. til skamm- degisumræðu síðastliðins vetrar. Þegar Mbl. hefur nú umræðu um lögverndun starfsheitisins kenn- ari, er vissulega ástæða til að óttast að einkenni hennar af hálfu Mbl. verði „fúsk og leikir". Svo virðist sem tilefni þessara skrifa Mbl. nú, sé að fram er kom- ið á Alþingi frumvarp um lög- verndun starfsheitis kennara. Flutningsmenn eru Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Kristófer Már Kristins- son. Þó má vera að blaðamaður Mbl. vilji hefja á ný skemmdeg- isskólamálaumræðu sína af ein- hverjum öðrum hvötum. Ákaflega óviðeigandi ummæli fjármálaráðherra um kennara- stéttina í ræðustól Alþingis, greinar og lesendabréf (Sbr. grein Karenar Jónsdóttur, „Árás á kennarastéttina?" í Mbl. 14. nóv.) benda þó til að enn eigi að skera upp herör gegn kennurum. I lok greinar sinnar um „lög- verndun eða atvinnufrelsi" hvetur blaðamaður Mbl. til „gagnrýninn- ar umræðu um atvinnuréttindi og athafnafrelsi almennt". Þó er grein þessi ekki skrifuð sem til- legg í slíka umræðu og vonandi fellur hún ekki í gryfju „fúsks og leikja", þó greinarhöfundur sé starfandi kennari, heldur eru hér nokkrar athugasemdir við skrif blaðamanns Mbl. Lögverndun starfsheit- isins er réttlætismál Blaðamaður Mbl. varpar því fram í grein sinni að lögverndunin sé einhvers konar réttlætismál, „sé sjálfsögð og eðlileg". Vonandi eru flestir sammála um að svo sé, a.m.k. er verið að tilhlutan menntamálaráðherra og kennara- samtakanna, að semja lagafrum- varp um þetta efni. Blaðamaður Mbl. telur að lögverndun sé höft og segir: „Rannsókn sögunnar leiðir líka í ljós að hvers kyns bönd og höft á framleiðslu, versl- un og þjónustu eru ávísanir á fá- tækt og stöðnun. „Mörgum kann að virðast, að lögverndun kennara.. sé svo takmörkuð skerðing á atvinnu- frelsi, að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af henni. Fráleitt sé að bera hana saman við hömlur á t.a.m. framleiðslu og kaupsýslu." Eins og hér er réttilega bent á er allsendis óraunhæft að sýna fram á að lögverndun starfsgreina verði beitt almenningi til heilla og framfara. Það er löggjafarans að meta hvað sé almenningi til heilla í þessu tilviki. Álmenningsheiil er hugtak sem endalaust má deila um, enda telur blaðamaður Mbl. að varla detti „nokkrum heilvita manni í hug að halda því fram að „almenningsheiir knýi á um slíka vernd“, þ.e. lögverndun kennara- starfsins. „KHÍ hefur útskrifaö um 100 kennara á ári undanfarin ár. Margir hafa ekki snúiö sér að kennslu, aðallega vegna lélegra Jauna og því leit- aö sér að betra launuðu starfi.“ Efasemdir blaöa- manns Mbl. Blaðamaður Mbl. hefur einkum fjögur atriði í huga þegar hann setur fram efasemdir sínar. Hann segir: „í fyrsta lagi hafa engin marktæk rök verið færð fram til að réttlæta lagasetninguna". Þrír stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram frumvarp til laga um lögverndun starfsheitis kennara, eins og áður er nefnt. í greinar- gerð þeirra er bent á að kjör kenn- ara hafi stórversnað á undanförn- um árum og gamalreyndir kenn- arar hafi horfið unnvörpum til annarra starfa. Þingmennirnir segja: „Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að hlúa sem best að kennaramenntun og kennara- starfinu, til að gera það eftirsókn- arvert. Ein leið í þeirri viðleitni er að starfsheitið kennari verði lög- verndað." Þingmennirnir þrír ætla að með lögverndun starfsheitisins kennari eflist staða kennara og „meiri áhersla verði lögð á að búa svo að þeim að unnt verði að manna skólana fólki sem búið hef- ur sig undir starfið." Um þessa röksemdafærslu segir blaðamaður Mbl: „ekki virðast mér þetta burð- ug rök.“ Svo virðist sem blaða- manni Mbl. sé ókunnugt um flótta margra góðra kennara úr kennarastarfinu vegna lélegra launa. Þetta hæfa fólk hefur átt auðvelt með að leita sér að betur launuðu starfi. Því miður geta ekki allir kennarar haft kennslu sem „hobbý". Sumir eru að koma sér þaki yfir höfuðið eða hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Síðan víkur blaðamaður Mbl. réttilega að því „að lögverndunin snertir fleiri en þá, sem hún á að taka til. Lögverndunin er sannar- lega ekki einkamál þeirra sem lok- ið hafa kennsluréttindaprófum. Hún kemur skólabörnum og for- eldrum þeirra við.“ Mikið rétt, enda hafa foreldrafélög og for- eldrar marg oft lýst áhyggjum sínum yfir að léleg launakjör kennara leiði til lélegri kennslu. Verða hæfir kennarar útilokaöir Blaðamaður Mbl. setur upp ímyndað dæmi um kennara út- skrifaðan úr Kennaraháskólanum og hámenntaðan málfræðing án kennsluréttinda. Síðan sest blaða- maður Mbl. í dómarasæti og telur „kennslufræðinginn augljóslega Fyrirlestur Fræðafundur verður haldinn í Hinu íslenska sjóréttarfélagi miðvikudaginn 5. desember nk. og hefst hann kl. 17.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeijdar Háskóla íslands. Guðrún Ásta Sigurðardóttir lögfræðingur flyt- ur erindi sem heitir „Sjóveð". í fréttatilkynningu frá Hinu íslenska sjóréttarfélagi segir: „Fyrirlesarinn sérhæfði sig í þessu efni í lögfræðinámi sínu og NOTAÐIR AMERÍSKIR ****, cA.OOO^c.ai &*£*•*» tn-b JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SIMI 42600 rS CHRYSLER vanhæfari en hinn“, til að gegna starfi íslenskukennara í efri bekkjum grunnskóla. Með þessu hyggst hann sýna fram á að „ein- okunin þrengir kosti nemenda og getur haft alvarleg áhrif á mennt- un þeirra.“ Mikil er þekking blaða- manns Mbl. á innra starfi grunnskóla og námi í KHÍ. Blaðamaður Mbl. víkur réttilega að því að margir réttindalausir kennarar eru starfandi í grunn- skólum landsins. Flestir þeirra starfa úti á landi, en þó er 1—2% kennara í Reykjavik réttindalaus- ir, sem er dálítið undarlegt, því yfirleitt sækir fjöldi kennara („kennslufræðinga") um hverja kennarastöðu sem er auglýst laus til umsóknar í Reykjavík. Blaða- maður Ml. segir: „jafnvel þótt lögverndun kennarastarfsins verði látin eiga þriggja ára aðlögunar- tíma, svo sem þingmennirnir þrír leggja til, er mjög ósennilegt að það leysi vanda dreifbýlisskól- anna.“ KHÍ hefur útskrifað um 100 kennara á ári undanfarin ár. Margir hafa ekki snúið sér að kennslu, aðallega vegna lélegra launa og því leitað sér að betra launuðu starfi. Margir kennarar sem starfa við annað en kennslu kæmu vafalítið til starfa, ef kenn- urum væru búin viðunandi starfs- skilyrði. Að mati kennara og raunar menntamálaráðherra, er með lögverndun starfsheitisins verið að hlúa að kennaramenntun- inni og gera starfið eftirsóknar- vert. Nái lögverndunin fram að ganga er ólíklegt að dreifbýlis- skólar sitji uppi kennaralausir, því menntaðir kennarar eru til í flestar kennarastöður sem rétt- indalausir eru í. Margir sem hafa starfað sem réttindalausir kenn- arar hafa farið síðar í háskólanám og útskrifast sem kennarar, annað hvort frá KHÍ, eða Háskóla ís- lands. í einni af aðfinnslum sínum býst blaðamaður Mbl. við því, „að margir menntaðir menn telji það niðurlægjandi að setjast á skóla- bekk í námsbraut þessari (þ.e. uppeldis- og kennslufræði við fé- lagsvísindadeild HÍ, innskot KBM), með því að það er álit margra, sem til þekkja, að fræðin sem þar eru iðkuð séu fánýt og vafasöm í meira lagi.“ Hingað til hefur nám við HÍ ekki verið talið „niðurlægjandi" þó svo menn hafi deilt um ágæti þess. Ef til vill telur blaðamaður Mbl. þessa röksemdarfærslu sína „marktæk rök“ gegn lagasetningu sem hefur það m.a. að markmiði að hlúa að kennaramenntun. Kennarar stöndum saman Mál er að linni, þó því fari fjarri að grein blaðamanns Mbl. sé gerð viðeigandi skil. Að endingu vil ég hvetja kennara til að standa vörð um starfsheiður sinn og láta ekk- ert tækifæri ónotað til að svara ómaklegum árásum á kennara- stéttina. Við skulum muna að samstaðan færði okkur hálfan sig- ur í verkfalli BSRB. Samstaða í þeim aðgerðum sem framundan eru mun tryggja að orðið verði við kröfu okkar um viðunandi starfsskilyrði. Kristinn M. BÁrðarson er kennari rið Grunnskólann í Gaulrerjabæ í Arnessýslu. um sjóveð samdi um það ritgerð til embætt- isprófs í lögfræði. Hér er um að ræða mjög mikilvægt efni í sjó- rétti, sem nauðsynlegt er að fjallað sé um á vettvangi Hins íslenska sjóréttarfélags, m.a. í ljósi tillagna um breytt ákvæði um sjóveð, sem fram koma í frumvarpi til nýrra siglingalaga, er nú liggur fyrir Alþingi, en um það mun fyrirlesarinn einnig ræða.“ Fundurinn er öllum opinn. *ms-. •- — i iinriarrirT • *» ii i • • tigimi nimmmr r wrr ir i nnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.