Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
57
í 100 metra hsð yfir sjávarmáli í austanverðan Botnsdal í Súgandafirði í 150
m haed og merkt B 4820 metra löng göng úr Seljahvilft í Súgandafirði í 200 m
hæð í Þverdal í Önundarfirði í 180 m hsð. Gróflega áætlaður kostnaður við
tueði göngin er um 900 milljónir króna.
ríkis og sveitarfélaga og að
tekjuöflun fylgi útgjöldum.
Sveitarfélögin ráðstafa nú um
7% af þjóðartekjum, eða 20% af
opinberu ráðstöfunarfé, en það
er mun lægra hlutfall en í ná-
grannalöndunum. Hvað varðar
breytingar á sveitarstjórnarlög-
unum, eru mest áberandi ákvæði
um að fella niður sýslunefndirn-
ar og taka upp héraðsþing í
staðinn. Fulltrúafjöldi á heraðs-
þingum yrðu 13—35, svo að
minnstu hrepparnir þyrftu að
sameinast um fulltrúa. Þá eru
ákvæði um að sameina hreppa
þannig að lágmarksíbúafjöldi
yrði 400. í dag eru 223 sveitar-
félög í landinu, þar af eru 117
með færri íbúa en 200 og í 16
sveitarfélögum eru 50 íbúar eða
færri.
Þrír hreppar í stað átta
Samkvæmt 400 íbúa mörkun-
um, yrði A-Barðastrandarsýsla
ekki nógu stór til að mynda
hreppsfélag og yrði að samein-
ast V-Barðastrandarsýslu og
mynda hrepp með suðurhluta.
V-Barð., Patreksfjörður yrði
áfram sérstakt hreppsfélag, en
Tálknafjörður og Bíldudalur
yrðu eitt hreppsfélag ásamt
sveitunum í kring. Samkvæmt
því yrðu þrír hreppir í Barða-
strandarsýslu, en eru nú 8.
Norðurhluti Arnarfjarðar og
allur Dýrafjörður sameinuðust
Þingeyri. Allur Önundarfjörður
sameinaðist Flateyri, en Súg-
firðingar héldu óbreyttum
mörkum, nema þeim fækkaði
um 10%, þá yrðu þeir að sam-
einast Flateyri, ísafirði eða
Bolungarvík, en hreppamörk
Suðureyrarhrepps liggja að
þessum byggðarlögum. Þá yrði
allt ísafjarðardjúp að undan-
skildum kaupstöðunum ísafirði
og Bolungarvík að sameinast í
eitt byggðarlag væntanlega með
miðstöð í Súðavík. í Stranda-
sýslu yrðu tvö hreppsfélög. Gert
er ráð fyrir í frumvarpinu að
ákvæðinu um 400 íbúa sveitar-
félög taki að fullu gildi innan 16
ára.
Drög að ályktun fjórðungs-
þingsins um tillögu um ný sveit-
arstjórnarlög er birt sérstaklega
hér í blaðinu.
Formannaskipti
Guðmundur Ingólfsson ísa-
firði lét af störfum sem formað-
ur fjórðungssambandsins, en nú
komu til framkvæmda lög um að
formaður megi aðeins sitja í 8
ár samfleytt. I skýrslu sinni gat
hann helstu viðfangsefna
stjórnarinnar á liðnu starfsári
og því sem framundan er. Hann
lagði megináherslu á að í þeim
mikla samdrætti sem væri í
sjávarútvegi bæri að leggja höf-
uðáherslu á nýsköpun og aukna
framleiðni hjá þeim fyrirtækj-
um, sem nú eru í sjávarútvegi á
íslandi. í landbúnaði ber að
leggja áherslu á sauðfjárbúskap,
þar sem óvíða á landinu eru
betri skilyrði til þeirra búskap-
arhátta og búfjársjúkdómar fá-
tíðari en annars staðar.
Samgöngumál
í brennidepli
Hann lýsti vonbrigðum sínum
með störf samgöngunefndar
Vestfjarða sem samgönguráð-
herra Steingrímur Hermanns-
son þingmaður Vestfjarða skip-
aði 1980. Hann sagði að eftir
fjögur ár hefði hún aðeins lagt
fram hugmyndir, sem virðast
ekki byggðar á traustum grunni.
Hann sagði að samgöngumálin
væru í brennidepli og hvatti til
að í engu yrði slakað til, þar sem
byggðaþróun næstu ára byggð-
ist á þeim. Hann sagði að heil-
brigðismál væru í stöðugri upp-
byggingu og taldi að vel horfði á
Vestfjörðum í heild, svo fram-
arlega að samgöngur kæmust í
eðlilegt horf.
I lok þingsins var kosin ný
stjórn. Formaður Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga er nú
Jónas Ólafsson sveitarstjóri á
Þingeyri, aðrir í stjórn eru:
Benedikt Kristjánsson Bolung-
arvík, Björn Gíslason Patreks-
firði, Guðmundur Ingólfsson
ísafirði og Karl E. Loftsson
Hólmavík.
Úlfar.
Nýi formaðurinn
og húsbyggjandinn
eftir Sigurð
Antonsson
Margir hafa orðið til að útlista
hin dapurlegu örlög Alþýðuflokks-
ins á leiksviði stjórnmálanna síð-
ustu mánuði. Þar er varla á bæt-
andi. Lánleysið virðist elta þennan
fyrrum dugandi flokk og baráttu-
mál hans hafa hvert af öðru gufað
upp. Hafi einhvað haldreipi verið í
þeim fyrir aðra stjórnmálamenn
hafa þeir umsvifalaust gert þau að
sínum, enda flestir þingmenn
gjöfulir á fé er með sköttum ná og
útdeila til fylgismanna sinna eins
og frelsarinn forðum. Ekki af and-
legu brauði, heldur afrakstri sem
kominn er frá stritandi og vinn-
andi höndum.
Hinn nýi spámaður og formaður
Alþýðuflokksins þykist nú himinn
hafa höndum tekið og telur brýn-
asta viðfangsefnið að boða hús-
byggjendum ný sannindi er birst
hafi á stjörnuhimni alþýðu-
flokksklíkunnar. Hinn nýi for-
maður boðar nú hvernig hjálpa
megi húsbyggjendum fyrir horn
með því að leggja nýjar milljarða-
álögur á þá er nýlega hafa komið
þaki yfir höfuðið. Telur hann þar
fundið fé sem ekki þurfi að koma
niður á neinum nema þá ef vera
skyldi 2% eignaskattskyldra
manna. Þvílíkri fölsun og ábyrgð-
arleysi taka kjósendur ekki lengur
mark á. Halda þeir sem lögðu
sérskatta á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði þvert ofan í stjórn-
arskrána að einhverjir aðrir en
notendur og þar á meðal allur al-
menningur verði að greiða þegar
öllu er á botninn hvolft.
Hugljómun formannsins er
mikil og geislar maðurinn af til-
komuleika enda sannindin mörg
er hann ætlar að boða á jeppaferð
sinni um landið.
Gömul sannindi
Hvar eru kempurnar sem forð-
um byggðu upp fylgi flokksins
með skapandi aðgerðum? Hver
man ekki Jón Axel er rak BÚR
með myndarbrag og sýndi fram á
að hægt væri að reka útgerð í fé-
lagsanda og láta hana bere sig við
hliðina á einkafyrirtækjum í út-
gerð? Síðan hefur hver félagsspá-
maðurinn tekið við af öðrum og að
lokum tekist að gera BÚR að hinu
eitraða epli Sjálfstæðisflokksins,
er nú rekur það félag með millj-
ónaálögum á útsvarsgreiðendur á
degi hverjum. Það eru ekki Jón-
arnir eða Guðmundarnir góðu er
lögðu allan sinn hug og þrek í
fyrirtækið er eiga sök á hvernig
komið er fyrir fyrirtækinu í dag.
Hinn venjulegi starfsmaður hefur
skilað sínu verkefni vel, en æðri
stjórn er fyrirhyggjulaus í
ákvarðanatöku og í pólitískum
loddaraleik, sem eftir fyrirskrift
Jóns Baldvins formanns ber enga
ábyrgð á því hvernig málum nú er
komið hjá BÚR. Grikkir og Róm-
verjar komu auga á að ábyrgð
embættismanna og ákvarðana-
taka meðal borgara stuðlaði að
betri árangri í stjórnsýslu og
rekstri stórvelda. Tilhugsun um
ábyrgðarleysi var þeim andstyggð.
Þingmenn þeirra urðu að færa rök
fyrir að nýjar tillögur þeirra yrðu
landi og lýð til góðs, ella taka af-
leiðingunum. Væri ekki nær nýj-
um formanni að líta á gömul
sannindi en lýsa yfir ábyrgðar
leysi stjórnmálamanna boða nýja
skatta sem engan vanda leysa?
Verkamannabústaðir
Tómas Vigfússon, bygginga-
meistari, vann árum saman við að
draga að Alþýðuflokknum fylgi
með ötulli starfsemi sinni og
byggingu verkamannabústaða.
Síðar tóku aðrir upp merki hans
með nýjum hugmyndum og stfluðu
allt á framkvæmdir enda kölluðu
Sigurður Antonsson
„Hinn nýi spámaður og
formaður Alþýðuflokks-
ins þykist nú himin hafa
höndum tekið og telur
brýnasta viðfangsefnið
að boða húsbyggjendum
ný sannindi er birst hafi
á stjörnuhimni alþýðu-
flokksklíkunnar.“
þeir sjálfa sig Framkvæmda-
nefndina. Þeir byggðu vítt og
breitt um landið, eins og sjá má í
Vestmannaeyjum og í Breiðholt-
inu, án þess að hengja framtakið á
neinn ákveðinn flokk.
Fleiri góðum málefnum týndi
alþýðuflokksforystan og virðist
sem krafturinn hafi farið með
mörgum góðum manninum er með
skapandi frumkvæði gat bætt
stöðu atvinnurekstrar eða ljáð
verkamanni stoð í baráttunni.
Virðist forystan nú aðallega
sinna því að finna einhverja blóra-
böggla, sem hægt er að kenna um
ástand þjóðmála í dag og finna át-
yllur til að skattleggja afrakstur
kynslóða sem nú eru að kveðja.
Hyggingakostnaöur
Hinn nýi formaður veit víst
varla að byggingakostnaður hér á
landi er með því hæsta sem gerist
á Vesturlöndum. Nýlega sýndi
Húseigendafélag Reykjavíkur
fram á að leiga af meðalíbúð
þyrfti að vera um 35 þúsund kr. á
mánuði til að standa undir skött-
um og kostnaði við viðhald og af-
borganir. Fyrir utan fasteigna-
gjöld, sem renna til bæjarfélags-
ins, eignaskatta og sérskatta á
atvinnuhúsnæði tekur ríkið stórar
fúlgur í aðflutningsgjöld af að-
fiuttu byggingarefni og spennir
þar með upp byggingakostnaðinn.
Sum aðflutningsgjöld eru allt að
120% eins og á hreinlætistækjum.
Fjöldamörg byggingaefni bera
70—80% aðflutningsgjöld er
leggjast á húsbyggjendur.
Hvergi í nágrannalöndunum eru
húsbyggingar almennings fjár-
magnaðar í eins ríkum mæli og
hér með skattfé almennings eða
lífeyrissjóðum. Enda gerist þess
ekki þörf þar sem bankakerfi eru
höfð í lagi og taka að sér hið
sjálfsagða hlutverk að lána til 25
ára með sparnaði fólksins sjálfs,
sem að sjálfsögðu ávallt leggur til
peningana.
Hér lofa stjórnmálamenn hús-
byggjendum í blindni lán til 40
ára, án þess að hafa tryggt sparn-
að á viðkomandi fé. Það er varla
Sjálfstæðisflokknum til sóma
frekar en öðrum að tryggja ekki
sparnað með pólitískum ákvörð-
unum í vaxta- og peningamálum
um leið og hann lofar húsbyggj-
endum því að láni, sem ekki er
hægt að efna. Fjármálaráðherra
hefur hvað eftir annað spurt sam-
herja sína og félagsmálamenn
hvar eigi að afla fjárins án þess að
skattpína þegnana enn frekar.
Fjármálaráðherra hefur einnig
lagt til með nýrri tollskrá að að-
flutningsgjöld á byggingavörum
verði lækkuð, sem væntanlega
kemur öllum er þurfa húsnæði til
góða.
Sá hinn sami stjórnmálamaður
stendur nú upp úr eins og klettur i
brimróti síðustu mánaða á meðan
aðrir baráttumenn standa í braki
óábyrgrar launastefnu sinnar.
Enginn er ábyrgur fyrir mistök-
um stjórnmálamanna í fjárfest-
ingum, spillts pólitísk bankakerfis
þar sem óarðbær fjárfesting hefur
ráðið ríkjum undanfarin áratug,
sagði hinn nýkjörni formaður Al-
þýðuflokksins, Jón Baldvin Ha-
nnibalsson í einni barátturæðu si-
nni.
Óþarfi ætti að vera að telja
dæmi þar um, en hér skulu nokkur
nefnd. Saltverksmiðja, Lands-
smiðjugrunnur, Víðishús, sem enn
er í viðgerð, vegur frá Hafnarfirði
að Vífilsstöðum, sem verður að
bíða notkunar þangað til viðteng-
ing á sér stað við Breiðholt. Blá-
fjallavegur hálfkláraður meðan
tenging milli Breiðholts og Víf-
ilsstaða dregst í ár eða lengur.
Togarar og fiskiskip er liggja
bundin í öllum höfnum.
Er von að vel gangi ef enginn
tekur á sig ábyrgð? Það þætti ekki
góð pólitík á venjulegu heimili,
jafnvel ekki hjá Eiríki á Brúnum.
Sigurdur Antonsson er fram-
kræmdastjóri Nýborgar hf.
Árlegur jólabasar á Sauðárkróki
Sauöárkróki 3. denember.
Sjálfstæðiskvennafélag Sauðárkróks hélt sinn árlega jólabasar í Bifröst
sl. laugardag. Að venju var á boðstólum margt ágætra muna og bakkels-
is, sem allt seldist upp á skammri stundu. Töldu margir sig gera þar góð
kaup. Sérstök nefnd undirbýr basarinn hverju sinni, en margar konur
leggja hönd á plóginn til að gera hann sem veglegastan og er myndin af
hópnum. Formaður nefndarinnar er Bára Jónsdóttir, sem í mörg ár
hefur stjórnað undirbúningi af miklum dugnaði og áhuga. Kári