Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 58

Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, STEFÁNLÚTHERSTEFÁNSSON, Hjaröarhaga 58, lést mánudaginn 3. desember. Gyöa Ólafsdóttir, Stefán G. Stefánsson, Hafdfs Hannesdóttir Ella Stefánsdóttir, og barnabörn. t ÓLÖF HALLDÓRSDÓTTIR frá Litlu - Skógum, Stigahlfö 20, Reykjavfk, andaöist aöfaranótt föstudagsins 30. nóvember. Kveöjuathöfn veröur frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 10.30. Jarö- aö verður aö Stafholti í Stafholtstungum laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Systkini. + Fósturmóöir mín, GUDBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Skjólbraut 3A, Kópavogi, lést 4. desember sl. á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö. Útförin fer fram mánudaginn 10. desember kl. 13.30 í Fossvogskapellu. Hilmar Þórarinsson. + Eiginkona min, móöir okkar og tengdamóðir, RÓSA FRIÐJÓNSDÓTTIR, Engihjalla 9, lést i Borgarspitalanum mánudaginn 3. desember. Bjarni P. Jónasson, Friójón Bjarnason, Inga Brynjólfsdóttir, Siguröur Bjarnason, Hilde Stoltz, Valgeir Bjarnason, Margrát Bjarnadóttir. Guðjón Árni Magnús- son - Minning Fæddur I l. september 1899 Dáinn 9. nóvember 1984 Frá því að ég man eftir mér var tilvera hjónanna Önnu Þor- steinsdóttur og Guðjóns Magnús- sonar föðurbróður míns óaðskilj- anleg lífi mínu. Þau fluttu til Ólafsfjarðar frá Blönduósi árið 1942 þegar ég var á fyrsta ári og settust að á neðri hæðinni í Bræðraborg, húsinu sem þeir áttu saman pabbi og Guðjón. Og þau tóku strax ástfóstri við stelpukornið sem barðist hetju- legri baráttu við kíghóstann og það varð gagnkvæmt, ég leit mikið upp til þeirra og bæði þau og aðrir brostu í laumi þegar ég var að upplýsa fólk um að hún Anna lík- lega vissi hlutina því að hún hefði verið í Reykjavík. Alla tíð síðan átti ég athvarf hjá þeim, bæði sem barn og líka sem fullorðin. Eftir að þau voru flutt suður á höfuðborgarsvæðið var mér alltaf tekið sem langþráðri dóttur þegar ég kom til þeirra. Guðjón Árni Magnússon fædd- ist á Hóli ólafsfirði og var 3. yngstur 10 systkina. Foreldrar hans voru hjónin Anna Baldvins- dóttir og Magnús Magnússon. Oft hefur trúlega verið þröngt í búi + Eiginmaöur minn, ÓLAFURARNLAUGSSON fyrrverandí slökkviliösstjóri, Ölduslóó 18, Hafnarfirói, veröur jarösunginn frá Frlkirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 7. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Ruth Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir tengdafaöir og afi, ÞORGEIR ÞORGEIRSSON frá Hrófá, Reynimel 74, Reykjavfk, sem lést á Borgarspítalanum aöfaranótt 27. nóvember, veröur jarö- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 10.30. Stefanfa Guörún Jónsdóttir, Jónfna Þorgeirsdóttir, Jakob Björnsson, Þorgeir K. Þorgeirsson, Elfn Ingólfsdóttir og barnabörn. + Eiginkona min, móöir okkar og amma, ÁRNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Borgarvegi 9, Njaróvfkurbœ, lést i Landakotsspitala 3. desember. Eirfkur Þorsteinsson, börn og barnabörn. + Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÖGMUNDUR HANNESSON, Stóru-Sandvfk, verður jarösunginn frá Selfosskirkju, föstudaginn 7. desember. kl. 14.00. Hrefna Gfsladóttir, Gfsii Ögmundsson, Marfa M. Jónsdóttir, Magnús Ögmundsson, Anna K. Siguróardóttir, Ari Páll ögmundsson, Rósa J. Guömundsdóttir og barnabörn. + Útför ÞORBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, Unnarholtskoti, Hrunamannahreppi, veröur gerö frá Hrepphólakirkju fimmtudaginn 6. desember nk. kl. 14.00. Helga Runólfsdóttir, Gfsli Hjörleifsson. + Bróöir okkar, STEFÁN TRAUST ASON prentari, Kleppsvegi 80, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 15.00. Pálfna Björnsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar, bróöur, mágs og frænda, ÁRMANNS HALLDÓRS BJÖRNSSONAR ÓSK ARSSONAR, Ásavegi 30, Vestmannaeyjum. Sigrföur Síguróardóttir, Óskar E. Björnsson, Margrét Óskarsdóttir, Auöberg Óli Valtýsson, Ármey Óskarsdóttir, Siguröur Sigurbjörnsson, Guörún Óskarsdóttir, Guöný Óskarsdóttir, Óskar Eifas Óskarsson og systkinabörn. + Innilegar þakkir til þeirra er auösýndu SOFFlU JÓHANNESDÓTTUR frá Laxamýri, tryggö og vináttu eöa helöruöu mínningu hennar. Einnig bestu þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borgarspitaians deild A7 fyrir hjálp og umönnun é siöustu ævidögum hennar. Systur og systrabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og mágs, VIGFÚSAR JÓNSSONAR frá irafossi. Jón Vigfússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Steinunn Kristfn Jónsdóttir, Elfs Reynarson, Ingi Þór Jónsson. + Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför RÓSUJÓHANNSDÓTTUR. Guömann Halldórsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. hjá foreldrum hans enda fór hann snemma að vinna fyrir sér eins og venja var á þeim árum. Hann fór 16 ára til Hjalteyrar og réðst vinnumaður og síðar ráðsmaður til hjónanna Árna Jónssonar og Þóru Stefánsdóttur. Hjá þeim er hann í mörg ár. Má af því ráða að honum hefur líkað vistin vel og húsráðendum líkað vinnubrögð hans enda var hann einstaklega traustur maður í öllu sem hann lagði hönd að. Haustið 1924 veikist Guðjón af berklum og dvelur á Vífilsstöðum í 1 ár. í þá daga voru engin heilsu- hæli sem berklasjúklingar í aft- urbata gátu dvalið á og veiktust fjölmargir þeirra aftur vegna þess að þeirra beið ekkert annað en þrældómur og vosbúð, en Guðjón hafði þá forsjá til að bera að hon- um tókst að útvega sér létta vinnu sem vökumaður á síldarplani á Hjalteyri og með stakri reglusemi og sjálfsaga náði hann fullri heilsu á ný. Guðjón nam smíði hjá Þorsteini Esper Hallssyni, en hann hafði smíðaskóla í Ólafsfirði, það var tveggja vetra nám. Eftir það má segja að smíðar væru hans aðal- starf þó að hann ynni hvað sem var ef því var að skipta. Árið 1928 kvæntist Guðjón Þorbjörgu Sigurðardóttur frá Hamri í Laxárdal en hana missti hann eftir fárra mánaða sambúð. Næstu ár býr hann í ólafsfirði, leigir á hinum ýmsu stöðum eða hefur ráðskonu. Á þeim árum sagði hann mér að heimili Magneu systur hans og Sæmundar Steinssonar á Akureyri hefði verið sem hans eigið, þar hefði sér alltaf verið tekið tveim höndum. 1939 kvænist Guðjón öðru sinni Önnu Þorsteinsdóttur og byrja þau sinn búskap á Blönduósi. Eins og áður sagði flytjast þau til Ólafsfjarðar 1942 og búa þar til ársins 1954 að þau flytja suður í Kópavog í nábýli við Emilíu Bald- vinsdóttur, dóttur önnu af fyrra hjónabandi. Hann frændi minn var ekki allra, en tæki hann ást- fóstri við einhvern eða einhverja væsti ekki um viðkomandi og hann var drengjunum hennar Emilíu góður afi. Þau hjón fluttust til Reykjavík- ur árið 1968 að Bergstaðastræti 9b og eftir að Anna lést bjó Guðjóh þar einn. Það var alveg sérstakt hvað hann var duglegur að hugsa um sig í einverunni, en þegar heilsan bilaði var Emilía honum stoð og stytta, á hana setti hann allt sitt traust og hún brást því ekki til síðasta dags. Nú kem ég ekki oftar í Berg- staðastrætið þegar ég er í bænum að fá kaffi og út í það, að ylja mér á, en það hafði Guðjón gaman af að veita þó ekkert óhóf væri á því fremur en öðru í fari hans. Nú þegar hann er genginn á vit feðra sinna á ég samt margar hlýjar minningar að orna mér við. Helga Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.