Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 05.12.1984, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 nm\hm © 1984 Universal Press Syndicate „E-f þú viLt \jeíixx afi, v/er5ur pú ab fórrva. einhvenju " ... að seyja henni að hún séfeyursta rósin. TM Reg. U.S. Pat Off -all rights raserved *1984 Los Angelcs Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég hef heyrt svo margt áhugavert um þig, t.d. það að þú sért ókvæntur! HÖGNI HREKKVÍSI „ BK/ALAPA BiNA HELPUR BRTÁL/EÐISLEG rartt!'/" Menn vilja frjálst útvarp Sjónvarps- og útvarpsnotandi skrifar: Ólafur Sigurðsson fréttamaður skrifar alllanga grein í Morgun- blaðið 3. nóv. sl. undir fyrirsögn- inni „Frjálst eða ófrjálst útvarp“, og segir meðal annars að í Banda- ríkjunum starfi 8.900 útvarps- stöðvar og segir þær allar frjálsar í þeim skilningi að ríkið eigi þær ekki. Og ennfremur segir hann: „Þær verða allar að hlíta frétta- reglum sem í mörgu svipar mjög til fréttareglna Ríkisútvarpsins." Ekki vil ég vefengja að rétt sé frá skýrt af hálfu fréttamannsins, en óneitanlegt virðist að þegar svona hagar til sé tilgreint án undandráttar, hverskonar reglum verði að hlíta. Ennfremur segir fréttamaðurinn: „Sérstaklega eru þær reglur svipaðar þegar fjallað er um jafnan rétt allra til að koma skoðunum sínum á framfæri." Þessi ummæli koma mér vægast sagt spánskt fyrir sjónir með til- liti til nýafstaðinna forsetakosn- inga í Bandaríkjunum. Ég man ekki betur en að skýrt hafi verið frá að forsetaframbjóðendur hafi eytt milljónum dollara í aögang að útvarpsstöðvum til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Ekki eyddu frambjóðendur jafnmiklu og giskað var á, en sjálfsagt ber það þess merki að réttur þeirra hafi verið jafn. Mundi þetta eftir- lit þýða það að ræður frambjóð- endanna hafi verið ritskoðaðar áð- ur en þær voru fluttar? Þá segir fréttamaðurinn í þess- ari grein sinni að það mundi varða við lög að safna hlutafé í rekstur frjálsrar útvarpsstöðvar, þar sem augljóst sé að rekstur slíkrar stöðvar hér mundi ekki bera sig fjárhagslega, og því hagkvæmara að leggja fé inn í banka og fá þannig 25% arð. Það er nú einu sinni svo að allur atvinnurekstur hér á landi virðist vera á takmörkum þess að bera sig, þó vitanlega séu til heiðarleg- ar undantekningar. Eigi að síður hafa menn lagt í að fjárfesta í ýmsu án þess að hafa haft nokkra tryggingu fyrir því að það mundi bera sig, og er ekki sjáanlegt ann- að en að ríkið gangi þar á undan í sumum tilvikum með því að styrkja fyrirfram sjáanlegan hallarekstur, og skal slíku sannar- lega ekki mælt bót. Hitt er augljóst mál að lítið yrði um atvinnurekstur almennt talað ef enginn vildi leggja fram áhættu og eða hlutafé í uppbyggingu fyrirtækja, og get ég satt að segja ekki séð að slíkt sé á neinn hátt refsivert, nema því aðeins að slíku hlutafé sé safnað á þeim forsend- um að um augljósan hagnað sé að ræða og síðan ekki hægt að standa við gefin loforð. Ef til vill væru slík loforð rétthærri en t.d. kosn- ingaloforð, sem allir virðast geta svikið átölulaust. Ég get ekki ímyndað mér annað en að öllum þeim sem vilja leggja fram hlutafé til stofnunar frjáls útvarps, sé fyrirfram ljóst að ekki séu líkur til að hlutaféð skili arði, en það er nú einu sinni svo að sumu fólki eru peningar ekki allt. Menn vilja gjarnan vita hvað er að gerast í kringum þá, og vilja hvorki láta BSRB né aðra ráða því hvað þeir frétta. Sem sagt, menn vilja frjálst útvarp, en ekki frjálst á þeim grundvelli sem fréttamað- urinn hugsar sér, þannig að hægt sé að loka hreinlega fyrir frétta- útsendingar og það áður en til verkfalls kemur, jafnvel þó að laun hafi verið greidd fyrirfram fyrir slíka þjónustu. Er ekki refsi- vert að taka laun og eða greiðslu fyrir þjónustu og eða vörur sem ekki er innt af hendi? Já, það eru margir sem rugla saman frelsi og óstjórn, en við viljum helst vera laus við það frelsi sem BSRB kynnti okkur í sínu makalausa verkfalli. Satt að segja trúi ég ýmsum sem þykjast vilja frjálst útvarp mátulega. Ég trúi að álíka hugur fylgi máli og t.d. iýsir sér hjá Hjörleifi Guttormssyni þegar hann kom fram með frumvarp til laga um takmörkun starfsfólks í erlendum sendiráðum. Hvenær megum við útvarps- og sjónvarpsnotendur vænta endur- greiðslu frá viðeigandi stofnunum vegna vanefnda á útvarps- og sjónvarpssendingum þennan tíma sem verkfallið stóð. Ég mótmæli algjörlega þeirri firru að hægt sé að bæta mönnum þetta „tap“ upp með lengingu dagskrár um nokk- urn ókominn tíma. Vinnandi fólk getur ekki vakað endalaust yfir „geðþótta“dagskrá sjónvarpsins. Eru unglingarnir alltaf sökudólgarnir? 14 ára Nemesis skrifar: Þann 24. nóvember sl. sá ég greinarkorn í Velvakanda undir fyrirsögninni „Mannleg sam- skipti í molum“. Það fyllti mæl- inn. Ég er nefnilega sjálf ein af þessu skapstóra fólki. Það er sama út af hverju er kvartað, alltaf skulu unglingarnir vera sökudólgarnir. Mér finnst að sumir ættu að líta í eigin barm og athuga hver á sökina. Að skrifa og skammast í blöðum skapvondu fólki finnst gaman. Niður oss rakkar í röðum reynum að standa saman. Við sjáum bæjarins byttur blindfullar í Hafnarstræti. Æla við staðarins styttur og stundum vera með læti. Við erum ekki þau einu er úr klaufum viljum sletta. Það skaltu hafa á hreinu þá heppnast að muna þetta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.