Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚÁR 1985 í gæzluvarðhaldi vegna bifreiðainnflutnings: Játar fölsun reikn- inga til lækkunar aðflutningsgjalda 44 ÁRA framkvæmdastjóri fyrirtækisins Mótorskips hf. var í fyrradag úrskurðaóur í gæzluvarðhald til 6. febrúar næstkomandi vegna rann- sóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á meintu fjársvikamáli í tengslum við innflutning á bifreiðum. Framkvæmdastjórinn hefur viðurkennt að hafa falsað vörureikninga í því augnamiði að lækka aðflutningsgjöld. Húsleit fór fram í fyrirtækinu í fyrradag og í kjölfarið var maðurinn handtekinn og úrskurðaður í gæzluvarðhald. Rannsóknin beinist að innflutn- ingi 131 bifreiðar frá meginlandi Evrópu frá árinu 1981 til og með ársins 1984. Mótorskip hf. keyptu bifreiðir, sem ekki seldust á meg- inlandinu — í langflestum tilvik- um Toyota, og fluttu til landsins og seldu í samvinnu við bílasölu í Reykjavík. Skýrt skal tekið fram, að umboðsfyrirtæki Toyota kemur hvergi nærri þessu máli. Framkvæmdastjórinn er grun- aður um skjalafals, brot á lögum um tollheimtu og tolleftirlit og söluskattssvik. Á skrifstofu mannsins var lagt hald á gögn, sem tengjast málinu. Við saman- burð á vörureikningum og fölsuð- um reikningum ársins 1984 hefur komið í ljós mismunur sem nemur rúmum 108 þúsund v-þýzkum mörkum, eða sem nemur tæpum 1300 þúsund krónum. Reikningar hafa þó ekki fundist yfir allar bif- reiðir, sem fluttar voru til lands- ins. Fundist hafa reikningar fyrir innflutningi um 100 bifreiða, sem grunur leikur á að hafi verið fals- Akureyri: Átján árekstrar ÓVENJUMARGIR árekstrar urðu á Akureyri í gær, eða 18 talsins. Lögreglumenn á Akureyri sögð- ust enga skýringu eiga á þessu, því jafnvel þó að hálka hefði verið og gengið á með éljum, þá væri þessi fjöldi árekstra ekki útskýrður með því. Helst hölluðust menn að því að einhver „föstudagstaugaveikl- un“ væri í fólki og vildu lögreglu- menn brýna fyrir mönnum að aka varlega. Engin slys urðu á fólki í árekstrunum. aðir og útbúnir hér á landi, en sem fyrr segir beinist rannsóknin að innflutningi 131 bifreiðar. Grunur leikur á, að þegar bifreiðirnar fóru í gegnum tollakerfið, þá hafi verið gefnar upp eldri árgerðir en þær í raun voru. Að til að mynda bifreið árgerð 1984 hafi verið gefin upp og skráð sem árgerð 1983, en síðan seld sem árgerð 1984. Líklegt er talið, að þær fjárhæð- ir, sem grunur leikur á að hafi verið komið undan skattyfirvöld- um skipti milljónum. Rannsókn er skammt á veg komin. Þannig er eftir að fara yfir og bera saman reikninga frá árunum 1981, 1982 og 1983. Morgunbladið/Árni Sœberg Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðuflokksins færði landsfundi Bandalags jafnaðarmanna bréf formanns Alþýðuflokksins og blómin. Fyrir hönd bandalagsins tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir fundarstjóri við sendingum. Blómin látin tala á landsfundi: Jón Baldvin hvetur Bandalag jafnaöarmanna til samstarfs ALÞÝÐUFLOKKURINN sendi landsfundi Bandalags jafnaðar- manna 16 rauð blóm — nellíkur og túlípana — í gær með bróður- kveðjum og óskum um „skemmtilega samverustund og góðan árangur í störfum". í bréfi Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem blómunum fylgdi og varðar samstarfsgrundvöll jafnaðarmanna, seg- ir, að hvert eitt blómanna 16 sé „tákn fyrir nýjan þingmann jafnað- armanna, ef gengið væri til kosninga þessa stundina". f bréfi sínu fer formaður Al- þýðuflokksins þess á leit, að bandalagsmenn á landsfundi hug- leiði þær breytingar, sem orðið hafi á stefnu og starfsháttum Al- þýðuflokksins, eftir seinasta flokksþing. Síðan rekur Jón Bald- vin Hannibalsson einstök atriði úr stefnuyfirlýsingu Alþýðuflokks- ins. Þá segir: „Ég hygg, að því verði ekki í móti mælt, að með þessari stefnu- yfirlýsingu, sem samþykkt var einróma á flokksþingi, hafi Al- þýðuflokkurinn og Bandalag jafn- aðarmanna nálgast hvort annað í grundvallarsjónarmiðum. Því er hins vegar haldið fram, að enn greini okkur verulega á um tvennt: (1) Skipulag og starfshætti innan verkalýðshreyfingarinnar og (2) kosningu til bankaráða. Að okkar mati eru þessi ágreiningsmál óveruleg." Formaður Alþýðuflokksins seg- ir að ágreining um skipulag laun- þegahreyfingarinnar megi leysa í lýðræðislegu starfi innan hreyf- ingarinnar. Og hann óskar eftir viðræðum um kosningu til banka- ráða. Bréfi Alþýðuflokksins til Bandalags jafnaðarmanna lýkur með þessum orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar: „Á flokksþingi Alþýðuflokksins var forystu flokksins falið að taka frumkvæði að „myndun samein- ingarafls jafnaðarmanna og frjálslyndra afla vinstra megin við miðju íslenzkra stjórnmála". — Alþýðuflokksmenn telja, að með stefnuyfirlýsingu flokksþings og málabúnaði síðan hafi Alþýðu- flokksmenn gert sitt til þess að nálgast valddreifingarsjónarmið ykkar Bandalagsmanna, og til þess að eyða ágreiningsefnum okkar í milli. Á u.þ.b. 50 fundum víðs vegar um landið hefur for- maður Alþýðuflokksins lýst þeirri skoðun sinni, að okkar í milli séu Tekur vikur viÖ af mold í íslenskum gróðurhúsum? Tilraunir meö ræktun í Hekluvikri bera góðan árangur ER MOLDIN að verða úrelt sem ræktunarjarðvegur í gróð- urhúsum? Þetta er spurning sem gerist æ áleitnari hjá ís- lenskum garðyrkjubændum. Við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi eru í gangi til- raunir með mismunandi tegund- ir ræktunarefna til að fá svar við þessari spurningu. Tilraunirnar gefa til kynna að ræktun í Hekluvikri gefi betri árangur en ræktun í moldinni okkar góðu og einnig betri árangur en rækt- un í steinull sem víðast hefur tekið við af moldinni í ná- grannalöndunum. Ef fram fer sem horfir má því búast við að moldin verði gerð útlæg að mestu úr íslenskum gróðurhús- um og vikri mokað inn í staðinn. „Eitt af grundvallaratriðum þess að ræktun megi takast vel er að við höfum góðan ræktun- arjarðveg og að plantan fái hæfilegt magn af hinum ýmsu áburðarefnum. Þó að íslenskur jarðvegur sé á margan hátt mjög góður þá hefur reynst erfitt að finna staði þar sem hægt er að fá nógu mikið af eins jarðvegi svo að sífellt hefur þurft að út- búa nýjar áburðarblöndur eftir samsetningu jarðvegarins," sögðu Grétar J. Unnsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans og Magnús Ágústsson, tilrauna- stjóri, þegar þessi mál voru rædd við þá á dögunum. „Að undanförnu hefur starfs- hópur unnið að því að taka þessi mál fastari tökum og felst starf- ið meðal annars í því að finna þá staði hér á landi sem heppi- legasti ræktunarjarðvegur er til notkunar í gróðurhúsum. Einnig að gera ýmsar tilraunir við Garðyrkjuskólann, meðal ann- ars hefur verið borin saman ræktun í venjulegum jarðvegi, Hekluvikri og steinull. Tilraun- irnar hafa fram til þessa einkum verið gerðar á ræktun á tómöt- um og gúrkum. Margt athyglis- vert hefur komið fram, m.a. virðast miklir möguleikar felast í ræktun í vikri, sé vökvun og áburðargjöf í góðu lagi. Þessum tilraunum er ekki lok- ið en í öllum tilvikum hefur vik- ur skilað jafn góðum árangri eða betri en steinull og einnig betri en íslensk mold. Moldin er á hverfandi hveli hjá garðyrkju- bændum í nágrannalöndum okkar og hefur steinullin tekið við sem aðalræktunarefnið. Því er það að garðyrkjubændur hafa sýnt þessum athugunum okkar mikinn áhuga og er einstaka maður farinn að reyna ræktun í ólífrænum efnum. Við höfum einnig gert tilraunir með ræktun salats í rennandi vatni en það hefur reynst mjög athyglisvert verkefni að fást við. Þess má geta að allar þessar tilraunir kalla að meira eða minna leyti á koltvísýringsgjöf og gervilýsingu í gróðurhúsunum," sögðu Grétar og Magnús einnig. engin þau ágreiningsmál er rétt- læti, að jafnaðarmenn dreifi kröftunum á sama tíma og þjóð- inni er brýnni nauðsyn á stjórn- arforystu öflugs jafnaðarmanna- flokks en nokkru sinni frá kreppu- árum. Ég vil ljúka þessu bréfi með því að lýsa því yfir f.h. Alþýðuflokks- ins, að við erum reiðubúin til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að eyða fyrri misklíðarefnum og treysta pólitíska samstöðu allra jafnaðarmanna um brýnustu framtíðarverkefni þjóðarinnar. Við teljum ekki tímabært að leggja fyrir ykkur nákvæmar til- lögur um, hvernig þetta megi ger- ast. Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin til að ræða opnum huga og fordómalaust aliar hugmyndir og tillögur, sem stefna að sameig- inlegum markmiðum. Við viljum hins vegar að þið vitið okkar hug. Og að þið ræðið þessar hugmyndir um leið og þið skyggnist á lands- fundi inn í óorðna tíð 21. aldarinn- ar.“ í upphafi bréfsins kemur fram að Alþýðuflokkurinn og formaður hans hafi viljað senda Bandalagi jafnaðarmanna rauðar rósir, en þær „voru því miður ekki til“ að sögn bréfritara. Fundir í farmanna- deilunni SAMNINGAFUNDI í deilu útgerð- arfélaga og undirmanna á kaupskip- um lauk laust fyrir kl. 18 í gær og hafði þá staðið frá kl. 10 um morg- uninn. Að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar, ríkissáttasemjara, gekk hvorki né rak á fundinum og verður næsti fundur haldinn á morgun kl. 14. Nú hefur eitt skip, Hekla, stöðv- ast vegna verkfallsins og Ljósa- foss, Skaftafell og Hofsjökull eru væntanleg til landsins á næstu dögum. Á morgun kemur Kyndill til Reykjavíkur og stöðvast þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.