Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Flutningsgjaldið að- eins hluti tilboðsins segir Ólafur Gunnarsson, einn framkvæmdastjóra SH „FINNBÍKÍI talar um það að við hefðum átt að segja frá öllum þess- um skilmálum fyrirfram með þjón- ustu og annað þvílíkt. l»að lijjgur auðvitað í augum uppi að þegar við erum að hjóða út svona flutninga, er flutningsgjaldið ekki nema hluti til- boðsins,“ sagði Olafur Gunnarsson, einn framkvæmdastjóra SH, er hann var inntur álits á ummælum for- stjóra Skipafélagsins Víkur, Finn- boga Kjeld, í Morgunblaðinu á fimmtudag. „Það vita allir að þjónusta í kringum þessa hluti verður alltaf metin til fjár á sama hátt og flutningsgjaldið. Ég hygg nú, hefðum við sagt í upphafi að ferðatíðni ætti að verða á 15 daga fresti, hefðu allir sagt, Finnbogi Kjeld fyrstur manna, að við vær- um bara að gera þetta útboð að gamni okkar. Við ætluðum okkur að semja við Eimskip, því engir aðrir hefðu möguleika á slíkum flutningum. Við vildum einmitt hafa þetta opið, því hefði verið Myrkir músíkdagar: Tvennir tónleikar um helgina „Strengjakvartettar" er yfirskrift tónleika, sem haldnir verða í Bú- staðakirkju í dag kl. 17. Á morgun verða haldnir aðrir tónleikar á sama stað og sama tíma. Tónleikar þessir eru liður í Myrkum músíkdögum, sem standa yfir til 10. þessa mánað- ar. Hljóðfæraleikararnir, sem flytja strengjakvartettina, eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Szymon Kuran, sem leika á fiðlu, Robert Gibbons, víóluleikari, og Carmel Russill, sem leikur á selló. Fyrsta verk tónleikanna er frum- flutningur á verki Gunnars Reynis Sveinssonar og nefnist verkið „Net til að veiða vindinn". Síðan verður flutt verk Þorkels Sigurbjörnsson- ar, „Kaupmannahafnarkvartett", „Sex lög fyrir strengj akvartett" eftir Karólínu Eiríksdóttur og loks strengjakvartett nr. 7 í fís- moll eftir Dimitri Sjostakóvitsj. Á sunnudaginn verða flutt verk eftir 7 höfunda. Fyrst er það verk Skúla Halldórssonar „Viva strætó" og leikur Bernharður Wilkinson það á flautu. Næst er „Dúó“ fyrir bassethorn og selló. Á bassethornið leikur Kjartan óskarsson, en Inga Rós Ingólfs- dóttir leikur á selló. Næst leikur Carmel Russill á selló verk Áskels Mássonar „Hrím“ og síðan verður fluttur sextett eftir Fjölni Stef- ánsson. Flytjendur eru Martial Nardeau, flauta, Kjartan óskars- son, klarinett, Lilja Valdimars- dóttir, horn, Björn Árnason, fag- ott, Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðía, og Arnþór Jónsson, selló. Síðasta verkið á tónieikunum er eftir Pál P. Pálsson, Werner Schulze og Herbert H. Ágústsson og nefnist „Þrír þættir fyrir 9 blásara". Flytjendur eru Kristján Stephen- sen og Daði Kolbeinsson, óbó, Sig- urður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson og Hans Ploder, fagott, Herbert H. Ágústsson og Joseph Ognibene, horn og Lárus Sveinsson, trompet. © verulegur munur á flutningsgjöld- unum, hefði hann kannski komið upp á móti þessari þjónustu. Ef flutningsgjöld annarra hefðu ver- ið verulega lægri með einni ferð í mánuði en hjá Eimskip með háifs- mánaðar tíðni, hefði það bara ver- ið reikningsdæmi á sama hátt og verið skoðað. Til þess vildum við hafa alla þessa möguleika opna. Ef þú stendur einhvers staðar úti á götu og þarft að ákveða hvort þú kaupir Skoda eða Volvo ferðu ekki bara eftir upphæðinni," sagði Ólafur Gunnarsson. Einvígi Margeirs og Agdestein á mánudag EINVÍGI Margeirs Péturssonar og Simen Agdestein um efsta sætið á svæðamótinu, sem lauk í Gausdal í janúar, hefst á Hótel Loftleiðum á mánudag. Kapparnir tefla í ráð- stefnusalnum. Á morgun, sunnudag, klukkan 20 verður dregið um lit; það er hvor keppandinn stýrir hvítu mönnunum á mánudag. Margeir og Agdestein urðu efst- ir og jafnir í Gausdal með l'h vinning. Bent Larsen hafnaði í þriðja sæti með 7 vinninga. Agde- stein og Margeir heyja fjögurra skáka einvígi og nægir Agdestein jafntefli, þar sem hann bar sigur úr býtum í innbyrðisviðureign þeirra í Gausdal. Sigurvegarinn öðlast rétt til þess að tefla á milli- svæðamóti, en sá er lægri hlut bíð- ur teflir við þann, sem hafnar í 2. sæti á svæðamóti, sem fram fer í ísrael. Lýst eftir bifreið í FYRRINÓTT var bifreiðinni G- 20158 stolið þar sem hún stóð við Lágholt 21 í Mosfellssveit. Bifreið- in er Lada Sport-jeppi, rauð að lit. Þeir sem kunna að búa yfir upp- lýsingum um bifreiðina eru vin- samlega beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. Morgunblaðið/Július Hér sýnir Tryggvi Magnússon markaðsstjóri Slippfélagsins muninn á eldfimi nýja UniBond-límsins og venjulegs þynnislíms. Þynnislímið fuðraði upp en það slokknaði á cldspýtunni sem hann henti á UniBond-límið. Málningarverksmiðja Slippfélagsins: Lím án leysiefna Dreifir nú upplýsingum um skaðsemi sniffs í sam- ráði við Æskulýðsráð og Félagsmálastofnun MÁLNINGARVERKSMIÐJA Slippfélagsins í Reykjavík hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund af lími sem er laust við lífræn lcysiefni. Einnig hefur Slippfélagið látið útbúa veggspjald og upplýsingabækling, þar sem varað er við þeim afleiðingum sem geta hlotist af sniffi. Slippfélagið hyggst dreifa þeim í samráði við Æskulýðsráð og Félagsmálastofnun á ýmsa staði sem unglingar sækja. Blaðamönnum var kynnt þessi nýjung fyrir helgina. Tryggvi Magnússon markaðsstjóri Slipp- félagsins sagði að forráðamenn Málningarverksmiðju Slippfé- lagsins hafi byrjað að leita út um heim að lími og tengdum vörum sem ekki væri hægt að sniffa eftir að Kastljósþáttur í sjónvarpinu sl. vetur fjallaði um ungan pilt sem varð fyrir alvar- legu líkamlegu og andlegu tjóni eftir að hafa sniffað. Á síðastliðnu vori tókust svo samningar við stjórnendur breska fyrirtækisins UniBond. Það hefur um nokkurra ára skeið framleitt leysiefnafrítt lím og tekið virkan þátt í baráttu al- mennings og yfirvalda gegn snifffaraldri meðal unglinga. Fyrirtækið lét t.d. prenta veggspjald og upplýsingabækl- ing í stóru upplagi til dreifingar í skólum og öðrum samkomu- stöðum ungs fólks. Slippfélagið hefur notað þessar hugmyndir í sínum upplýsingagögnum, en framan á bæklingnum og á veggspjaldinu er íslensk mynd sem Rúnar Gunnarsson tók í samvinnu við starfsmenn Slökkviliðsins í Reykjavík. Þessi efni hafa verið kynnt öll- um söluaðilum líms og munu þeir taka virkan þátt í dreifingu upplýsingagagnanna. Einnig hyggst Slippfélagið senda öllum heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum bæklinga og veggspjöld til dreifingar. Iðnaðarmönnum, t.d. dúklagn- ingamönnum og trésmiðum, stafar mikil hætta af vörum sem framleiddar eru úr uppleysandi efnum í starfi sínu. Slippfélagið hefur dreift upplýsingum til þeirra og sagði Einar Ragnars- son sölumaður Slippfélagsins að hann hafi haft samband við marga iðnaðarmenn að undan- förnu og tóku þeir þessari nýj- ung ákaflega vel. UniBond-lím er framleitt úr vatnsþynnanlegum efnum, en hin svokölluðu sniff-lím úr líf- rænum leysiefnum. Niðurstöður rannsókna sýna að UniBond stenst vel samanburð við önnur lím hvað styrkleika snertir. Knútur Hauksson framleiðslu- stjóri Slippfélagsins sagði að UniBond-límið væri mjög auð- velt í notkun. Einn af kostum límsins væri sá að hægt er að bera það á fleti með pensli. Ann- ar er sá að límið er hvítt, en verður glært þegar það er tilbúið til samlímingar. Þynnislím er hinsvegar látið standa þar til það er sem næst snertiþurrt og breytir það ekki um lit. I máli Tryggva Magnússonar markaðsstjóra kom fram að markaðshlutdeild innlends líms er nú um 24% og hefur farið minnkandi undanfarin ár. Uni- Bond framleiðsla Slippfélagsins verður því til þess að auka inn- lenda markaðshlutdeild. UniBond-límið er í hættu- flokki 0 og er því ekki eldfimt. Lím sem hingað til hafa verið á markaðnum eru hinsvegar í hættuflokki 3. Til þess að sýna fram á muninn bar hann þessar tvær tegundir á plötur og kveikti í. Munurinn var greinilegur. Það slokknaði á eldspýtunni á Uni- Bond-líminu, en hitt límið fuðr- aði upp á augabragði. Haukur Nikulásson hjá Microtölvunni sf: Virt tölvutímarit styðja full- yrðingar um undirboð HP „EG GET nefnt þrjú dæmi þeirri fullyróingu minni til stuðnings aö banda- ríska fyr'irtækið Hewlett Packard stundar undirboð til að komast inn á íslenskan markað, enda neitar Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins hér á landi, því ekki beinlínis í viðtali í Morgunblaðinu,“ sagði Haukur Nikulásson, einn af eigendum Microtölvunnar sf. í samtali við blm. Mbl. en hann hefur, eins og kunnugt er, vakið athygli verðlagsstofnunar á samningi Hewlett Packard við aðila innan verkalýðshreyfingarinnar um tölvubúnað og telur að HP hafa þar verið með undirboð. INNLENT „í fréttabréfi IBM frá því í október sl. er birtur samanburður, ættaður frá kaupendum, þar sem gerður er samanburður á verði fjögurra tilboðsgjafa í verkalýðs- félagaverkefnið þar sem fram kemur að tilboð annarra seljenda er á 49% til 62% hærra verði en Hewlett Packard býður. Síðar í fréttabréfinu er sagt að ef bornar séu saman verðtölur Hewlett. Packard, uppgefnar í virtri tölvu- handbók í Bandaríkjunum, séu tölur hans hér 40% lægri en fram kemur í handbókinni. 1 fréttabréf- inu eru framleiðendur auðkenndir með bókstöfun en augljóst hverj- um þeim sem til þekkir hvaða búnað hver bókstafur táknar. Annað dæmi; í blaðinu Comput- erworld, sem einnig er virt tímarit á þessu sviði, frá því í ágúst, kem- ur fram að bæði búnaðurinn frá Digital og sá, sem við buðum, er mun ódýrari en búnaðurinn frá HP sem verkalýðshreyfingin festi kaup á. Þegar hingað er komið hefur þetta snúist við og þessar tegundir orðnar 51% til 62% dýr- ari en Hewlett Packard. í þriðja lagi get ég nefnt að Friðþjófur Johnson, sölu- og markaðsstjóri HP, sagði í blaðaviðtali fyrr í vik- unni að HP stefndi að því að verða markaðsleiðandi hér innan þriggja ára og einnig að útibúið hér þyrfti ekki ætíð að krefjast hagnaðar strax á öllum þeim verk- efnum sem það tæki þátt f. Ég vil leyfa mér að fullyrða, þvert á það sem Björn Líndal seg- ir, að það sé ekkert mál að koma íslenskum hugbúnaði, tölvum eða öðrum varningi á erlenda mark- aði, ef menn á annað borð kunna viðkomandi tungumál. Það er frá- litt að nauðsynlegt sé að veita er- lendum fyrirtækjum starfsleyfi hér á landi á þeim forsendum. Við hjá Microtölvunni sf. höfum getað komið okkar hugbúnaði á fram- færi við þá framleiðendur sem við erum með umboö fyrir, þegar við höfum viljað. Ef það er eitthvert vit í þeim hlutum sem við erum að gera eru þeir gjaldgeng söluvara hvar sem er. Ég vil einnig að það komi fram, að eftir því sem ég kemst næst voru þau vinnubrögð viðhöfð við veitingu starfsleyfis Hewlett Packard, að ekki var leitað um- sagnar annarra hagsmunaaðila en IBM og Verslunarráðsins. Það er mín skoðun, að sé það stefna við- skiptaráðuneytisins að veita er- lendum fyrirækjum starfsleyfi hér á landi, þá verði að opna fyrir erlenda banka þannig að við, sem erum í samkeppni við þessi er- lendu fyrirtæki, sem eru í við- skiptum við banka erlendis, getum fengið fjármagn til okkar starf- semi án þess að þurfa að skríða fyrir bankastjórum hér heima, sem ekki hafa úr neinu að spila. Annars verður samkeppnisaðstað- an alltaf ójöfn,“ sagði Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.