Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓNVARP Tadek Mánudagsmynd sjónvarpsins var býsna dramatísk að þessu sinni. Nefndist myndin í þýðingu sjónvarpsmanna: Dónár- valsar. Og lýsti kennslukonu nokk- urri, Júdit að nafni, sem hefir sest að í Vínarborg, en þangað hraktist hún undan lögreglu kommúnista á tímum uppreisnarinnar í Ung- verjaiandi ’56. Júdit virðist hafa fest rætur í Austurríki og því skelfur heimurinn undir fótum hennar, er fyrrum unnusti frá Ungverjalandsárunum birtist skyndileag á útidyratröppunum. Maður þessi nefnist Tadek og hafði Júdit talið hann af í ríflega tvo áratugi. En sannleikurinn er sá að nýlátinn eiginmaður Júdit og fyrrum náinn vinur Tadeks, ljósmyndarinn Páll, hafði ekki bara logið til um dauða vinarins í því skyni að komast yfir unnust- una,. heldur og svikið Tadek í hendur ungversku lögreglunnar, er læsir hann inni í 15 ár. Er ekki að orðlengja það að Tadek er kom- inn til Austurríkis í því skyni að „lifa lífinu" eins og hann kallar það þau „fáu ár sem ég á eftir ólifað“. Og ekki nóg með það „ ... ég vil lifa þessi ár í örmum þínum Júdit." Gjáin mikla En Júdit hefir, eins og ég sagði hér áðan, fest rætur í Austurríki og fundið sér þar hentugan lífsstíl. Gjáin milli hennar og Tadeks verður ekki brúuð. Hann er fórn- arlamb óbilgjarnrar hugmynda- fræði er ekki tekur mið af ein- staklingunum, hinum mörgu smáu, aðeins vilja þeirra er fara með völdin hverju sinni og hann er líka ... hið saklausa blóð, sem hefir verið úthellt á altari ástríðn- anna og sérgæskunnar. Slíkum manni hefir raunar verið hrint út úr mannlegu félagi. í blóma lífsins er hann læstur inni í 15 ár fyrir nánast engar sakir og þegar hann kemur loks út kalinn á hjarta, fær hann hvergi vinnu á sínu sérsviði, því einsog hann segir „ ... tækn- inni hefir fleygt fram og mín menntun varð úrelt, og einskis nýt“. Þó fékk nú Tadek vinnu við að þræða ungverskar skóreimar í ít- alska skó með pappírssólum en skór þessir voru ætlaðir „ ... látnu fólki sem vildi vera í skórn" eins og hann orðaði það. Útskúfunin Hvernig haldiði annars að öllum þeim þúsundum Tadeka hafi liðið og líöi er voru læstir inni um ára- bil fyrir þær sakir einar að óska eftir frjálsum kosningum, frjáls- um verkalýðsfélögum, málfrelsi og örum slikum grundvallarmann- réttindum, og koma svo aftur út í samfélag þar sem enn ríkja her- stjórar er njóta náðar skriðdreka- stjóranna „vinveittu"? Máski hefir þeim liðið eitthvað svipað og Rub- ashov í sögu Köstlers: Myrkri um miðjan dag, þá sá ágæti maður hafði játað svikin við flokkinn og beið kúlunnar úr byssu Stalíns. Gefum Rubashov orðið: Móses hafði ekki heldur fengið að stíga fæti inn í fyrirheitna landið. En hann hafði fengiö að sjá það blasa við sér ofan af fjallinu. Þannig var auðvelt manni að deyja, er sjálft takmark hans blasti í sjón og reynd við honum. Hann, Nicolas Salmanovitch Rubashov, hafði ekki verið leiddur upp á neitt slíkt fja.ll. Hvert sem hann beindi aug- anu, var ekki annað en auðn og svartnætti að sjá. Ólafur M. Jóhannesson € Kirhard ('hamberlain og Yoko Shimada í hlutverkum sínum. Herstjórinn Nýr bandarískur framhaldsmyndaflokkur kvöld kl. 21.50 91 50 hefst í sjón- ** A — varpi nýr bandarískur framhalds- myndaflokkur í tíu þátt- um sem nefnist Herstjór- inn og er gerður eftir met- sölubókinni „Shogun", eft- ir James Clavell. Myndin gerist um alda- mótin 1600 og hefst á því að kaupfar ferst við Jap- ansstrendur. Stýrimaður þess er breskur, John Blackthorne að nafni, og er leikinn af hinum góð- kunna Richard Chamb- erlain. John kemst af ásamt öðrum úr áhöfninni en þeir mæta mikilli tor- tryggni í fyrstu meðal innfæddra og sæta mis- þyrmingum. Um þessar mundir ríkir lénsskipulag í Japan og innanlandserjur eru tíðar. Fimm höfðingjar deila með sér völdum og ríkj- um, og er Blackthorne handtekinn af einum þeirra, Toranga, sem hyggst verða einvaldur herstjóri yfir öllu ríkinu. 1 samskiptum Blackthornes við heimamenn mætast vestur og austur og áhorf- andinn er leiddur inn í japanskan miðaldaheim. Leikstjóri er Jerry London, en aðalhlutverkin eru í höndum Richards Chamberlain, Toshiros Mifune og Yokos Shim- ada. Morgunþáttur á rás 2 — gestur er Anna Júlíana Sveinsdóttir HNNB Morgunþáttur i noo rásar 2 er að 1U— venju á dag- skránni kl. 10 til 12 í dag. Umsjónarmaður að þessu sinni er Kristján Sigur- jónsson. Er blm. hafði tal af Kristjáni í vikubyrjun hafði hann ekki endanlega ákveðið allt efni þáttar- ins. Þó var ákveðið að Anna Júlíana Sveins- dóttir óperusöngkona verður gestaplötusnúður þáttarins. Anna Júlíana er okkur íslendingum að góðu kunn fyrir söng sinn, ekki síst fyrir túlkun sína á Carmen í samnefndri óperu sem nú gengur fyrir fullu húsi í Gamla Bíói. Mun Anna Júlíana heldur lítið hafa fengist við plötusnúning og því er forvitnilegt að heyra hvernig henni tekst upp í dag. Hún verður við völd frá kl. 11 og kynnir þá og leikur nokkur vel valin lög. Þá verður Kristján með sinn skerf, og ætlar hann m.a. að leika tónlist af eldri gerðinni í bland við nýtt. Því allir geta jú orð- ið leiðir á því að hlusta sífellt á vinsældalistann og topplögin austan- og vestanhafs, ekki satt? Úr safni sjónvarpsins: Óskar Gíslason ljósmyndari i kvöid ki. 22.40 00 40 verður sýndur í — sjónvarpi þátt- ur úr safni sjónvarpsins sem að þessu sinni fjallar um óskar Gíslason ljós- myndara. óskar er sem kunnugt er einn af brautryðjend- um íslenskrar kvik- myndagerðar. óskar fæddist í Reykjavík árið 1901. Hann nam fyrst ljósmyndun hér heima en lauk prófi í þeirri iðn í Kaupmannahöfn 1921. Hann stofnaði eigin ljós- myndastofu hér og veitti m.a. forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjón- varpsins. óskar hefur starfað að kvikmyndagerð frá 1940 og sem prófdómari í ljósmyndaprófum frá 1943. Fyrsta kvikmyndin sem óskar sýndi opinber- lega var Lýðveldishátíð- armyndin sem sýnd var þremur dögum eftir há- tíðina. Aðrar kunnustu myndir hans eru: Síðasti bærinn i dalnum; Björg- unarafrekið við Látra- bjarg; Reykjavíkurævin- týri Bakkabræðra; Ágirnd og Nýtt hlutverk. í þættinum í kvöld, sem er sá fyrri af tveimur um Óskar, verður fjallað um upphaf kvikmyndagerðar hans og sýndir kaflar úr nokkrum myndum sem hann gerði á árunum 1945 til 1951. Höfundar þáttar- ins eru Erlendur Sveins- son og Andrés Indriðason en síðari hlutinn verður sýndur miðvikudaginn 20. þ.m. Óskar Gíslason með eina gamla í hettunni. UTVARP MiÐVIKUDAGUR 13. febrúar. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar trá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Erlendur Jó- hannsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Perla" eftir Sigrúnu Björg- vinsdóttur. Ragnheiður Steindórsdóttir lýkur lestrinum (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn [Dáttur Guörúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 „Stjörnusyrpur." Vinsæl lög flutt af „The Star Sisters" o.fl. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlglundsdóttir les þýöingu slna (5). 14.30 Miödegistónleikar. Hollenska blásarasveitin leikur Kvintett I Es-dúr eftir Ludwig van Beethoven. 14.45 Popphólfið — Bryndis Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. Adagio eftir Jón Nordal. Börje Maarelius, Anna Staangberg og Ragnar Dahl leika á flautu, hörpu og pl- anó með Sinfónluhljómsveit sænska útvarpsins: Herbert Blomstedt stj. b. „Da-fantasla“ eftir Leif Þórarinsson og Sembalsón- ata eftir Jón Asgeirsson. Helga Ingólfsdóttir leikur. c. „Tónlist á tyllidögum" eftir Pál P. Pálsson. Islenska hljómsveitin leikur; Guð- mundur Emilsson stj. 17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar. 18A5 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Horft I strauminn með Úlfi Ragnarssyni (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir byrj- ar lestur þýðingar Hannesar J. Magnússonar. 20.20 Mál til umræðu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræðu- þætti fyrir ungt fólk. 21.00 Sinfónla I G-dúr eftír Jos- eph Haydn. Sinfónluhljóm- SJÓNVARP 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Tommi og Tinna, sögu- maður Þorbjörg Jónsdóttir, Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 60 ára afmælismót Skáksambands íslands Alþjóölegt skákmót I Reykja- vlk 11.—24. febrúar — slð- ari hluti. 20.55 Litið um öxl — slðari hluti Bresk heimildamynd um af- komu jaröarbúa árið 1984. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.50 Herstjórinn (Shogun) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tlu þáttum. MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar gerður eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clav- ell. Leikstjóri Jerry London. Að- alhlutverk: Richard Chamb- erlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Um aldamótin 1600 ferst kaupfar viö Japansstrendur. Stýrimaöur er breskur, John Blackthorne að nafni. Hann kemst af ásamt öðrum af áhöfninni en þeir mæta mik- illi tortryggni I fyrstu og sæta misþyrmingum. I Japan rlkir þá lénsskipulag og innanlandserjur. Fimm höfðingjar deila völdum og rlkjum. Blackthorne verður handgenginn einum þeirra, Toranaga, sem hyggst verða einvaldur herstjóri yfir öllu rikinu. i samskiptum Blackthornes við heima- menn mætast vestur og austur og áhorfandinn er leiddur inn I japanskan miðaldaheim. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Úr safni sjónvarpsins Oskar Gíslason Ijósmyndari Fyrri hluti dagskrár um Ctekar Glslason, einn af brautryðjendum Islenskrar kvikmyndagerðar. Fjallað er um upphaf kvikmyndagerðar Öskars og sýndir kaflar úr nokkrum myndum sem hann gerði á árunum 1945—1951. Höfundar: Erlendur Sveins- son og Andrés Indriðason. Slðari hlutinn verður á dagskrá miðvikudaginn 20. febrúar. 23.40 Fréttir I dagskrárlok sveit útvarpsins f Baden- Baden leikur; Nikolaus Harn- oncourt stj. (Hljóðritun frá þýska útvarpinu). 21.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Lestur Passlusálma (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tlmamót. Þáttur I tali og tónum. Umsjón: Arni Gunn- arsson. 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ölafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvals lög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundið. Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.