Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 37

Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRtJAR 1985 37 „Finndu hvað vatnið er heitt - þetta er engu líkt!“ Bladamaður ásamt Boris Spassky og Arthur Yusupov á leiðinni út í Nauthólsvík. Morgunbliðift/Árni Sæberg Með Spassky og Yusupov við heita lækinn í Nauthólsvík og Larsen og Van der Wiel í hlýj- unni á Loftleiðum „Ég Ktla í gönguferð ásamt landa mínum Yusupov — endilega komdu með. Þú getur spjallað við okkur á leiðinni. Ég ætla að sýna Yusupov heita lækinn í Nauthóls- vík. Ég fór oft út í Nauthólsvík þegar ég tefldi einvígið við Vlast- imil Hort hér um árið. Nei, ég fór aldrei í lækinn,“ sagði Boris Spassky, stórmeistari, þegar blaða- maður hitti hann á Hótel Loftieið- um á mánudagskvöldið. Spassky kynnti mig fyrir landa sínum, Arth- ur Yusupov, á sinn hlýlega hátt. Hann hefur lítið breyst frá því hann tefldi einvígin við Bobby Kischer og Vlastimil Hort, utan að hárið hefur gránað. „Veðrið er hlýrra en þið eigið að venjast í febrúar, er ekki svo?“ sagði Spassky þegar við komum út. Ég samsinnti því og sagði, að veturinn hefði verið óvenju mildur. Það hefði vart snjóað í allan vetur. „Það hafa verið miklir kuldar í Evrópu í vetur. Þó ekki svo mjög í Frakk- landi, en fyrir skömmu var ég í Þýzkalandi. Þar var nístings- kuldi," sagði Spassky og sveipaði frakkanum þétt að sér. „Það var yfir 20 stiga frost í Moskvu þegar ég fór þaðan," sagði Yusupov. „Hlýindin hér komu mér á óvart, en það er kuldi í gjólunni," bætti hann við. Við röltum í hægðum okkar suð- ur Hlíðarfót, veginn suður í Nauthólsvík. Ég spurði Spassky hvemig mótið legðist í hann, því það orð hefði farið af honum upp á síðkastið, að hann þætti orðinn friðsamur við skákborðið. „Éger friðsamur maður í eðli mínu, en hlakka til mótsins. Ég kem hingað til að tefla, mér er ekkert að vanbúnaði. Ég tefldi síðast á Olympíuskákmótinu fyrir Frakklands hönd og vann eina skák en gerði 12 jafntefli." — Var ekki sérkennilegt að tefla fyrir Frakkland eftir að hafa í öll þessi ár teflt fyrir Sov- étríkin, skýt ég inní. „Jú, munur- inn var mikill. Það eru gerðar miklar kröfur til skákmanna þegar þeir tefla fyrir hönd Sov- étríkjanna, sem eðlilegt er. Sov- étríkin eru forustuland í skák. Til sigurs er ætlast af sovéskum skákmönnum. Kröfurnar á hinn bóginn eru allt aðrar í Frakk- landi. Frakkar hafa ekki eignast skákmann í fremstu röð á þess- ari öld, en það er uppgangur í frönsku skáklífi." — Hvað um sigurmöguleika á mótinu nú? „Ég stefni að sigri, að sjálf- sögðu. Ég á von á harðri keppni frá Yusupov og Hort, en á ekki von á Larsen sterkum. íslenzku skákmennirnir eru sterkir og geta blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Þetta er í fimmta sinn, sem ég kem hingað til lands — kom fyrst 1957. Síðan tefldi ég einvígið við Bobby um heimsmeistaratitilinn árið 1972. Ég á góðar minningar um Is- land, þrátt fyrir að hafa misst titilinn hér á landi. Og konan mín er sérstaklega hrifin af ís- landi. Við búum í nágrenni Par- ísar og hún á íslenzkan hest og þykir vænt um hann. Ég kann vel við mig í Frakklandi, það er gott land að búa í. Ég leik mikið tennis," svaraði Spassky. Þetta er fyrsta ferð Arthurs Yusupov hingað til lands. Hann tefldi á þriðja borði fyrir hönd þjóðar sinnar á ólympíuskák- mótinu í Grikklandi. Er stiga- hæsti keppandinn á afmælismóti Skáksambandsins. Þetta er fyrsta ferð hans hingað og talið berst að íslenzkum skák- mönnum. „íslenzka skáksveitin vakti mikla athygli á Ólympíuskák- mótinu," sagði Yusupov. „Við vorum í raun heppnir að bera sigur úr býtum í viðureign okkar við íslenzku sveitina á Olympíu- skákmótinu. Helgi ólafsson lék illa af sér í jafnteflislegri stöðu á 1. borði gegn Belyavsky og sá sigur tryggði okkur sigurinn. Um tíma leit illa út fyrir okkur. Jón L. Árnason átti mjög væn- lega stöðu á 4. borði, ég lék ónákvæmt gegn Jóhanni Hjart- arsyni á 3. borði og Margeir Pét- ursson fékk vænlega stöðu gegn Tukhmakov á 2. borði. En okkur tókst að rétta úr kútnum og sigra í lokin, en íslenzku skák- mennirnir sýndu þá að þeir geta bitið frá sér. Ég hef teflt við tvo íslenzka skákmenn. Tvívegis við Margeir Pétursson og við Jóhann Hjart- arson. Ég veit af reynslu að þeir eru ágætir skákmenn og verðug- ir andstæðingar." — Þú ert stigahæsti keppand- inn og hlýtur því að teljast sig- urstranglegastur. Spassky tók þegar undir orð mín, en Yusupov bara hló. „Stigin skipta engu þegar sest er að tafli," sagði hann og bætti við. „Ég er kom- inn til að tefla og mun leggja mig fram um að tefla eins vel og ég get, eins og alltaf . Ég er ánægður að vera hér, að fá tæki- færi til að tefla á mótinu." — Eins og þú sagðir, þá ertu nýkominn frá Moskvu og hefur væntanlega fylgst náið með ein- vígi Anatolys Karpov og Garris Kasparov. Hvorn telur þú sigur- stranglegri? „Við megum ekki gleyma því að Karpov þarf aðeins einn vinn- ing til sigurs, þannig að mögu- leikar hans hljóta að teljast meiri. En Kasparov hefur teflt af mikilli hörku upp á síðkastið og staðan er gjörþreytt frá því Karpov hafði fimm vinninga for- skot, 5—0. Karpov hefur gefið mikið eftir og ekki sami kraftur- inn og í byrjun einvígis. Kasp- arov tefldi síðustu skák sína af miklum krafti og mjög vel.“ — Moskvubúar fylgjast vænt- anlega vel með, en hvorn styðja þeir? „Ég hreinlega veit ekki hvorn fólk vill hefja til heimsmeistara. Ég hef sökkt mér ofan í skákir þeirra, stúderað þær og fylgst með keppendum.“ — Spassky, nú var haft eftir þér, að Karpov myndi bera sigur úr býtum. „Já, en staðan í einvíginu hef- ur gerbreyst frá því ég lét þau orð falla. Karpov virðist hafa gefið eftir. Það er ekki sama sjálfsöryggið og festan yfir leik hans. Kasparov hefur breytt stöðunni úr 0—5 í 3—5, þannig að allt getur gerst. Þá megum við ekki gleyma því að Karpov hefur misst af vinningsleiðum í skákum sínum og slíkt er ávallt niðurdrepandi. Það getur allt gerst í einvíginu, en við við skul- um hafa í huga að Karpov nægir aðeins einn vinningur til viðbót- ar. Það kann að reynast nóg.“ Frá heita læknum sjáum við gufuna stíga til lofts. Brúnin lyftist á Spassky og hann bregð- ur fyrir sig rússnesku. Það fer vel á með þeim félögum, þó ann- ar hafi kosið að yfirgefa föður- land sitt og búa vestan járn- tjalds. Þeir brosa og þeim finnst greinilega mikið til þess koma, að nokkrir fastagestir láta fara vel um sig í hitanum í læknum. „Þú fyrirgefur þó ég bregði rússneskunni fyrir mig,“ segir Spassky og bætir við: „hún er mitt móðurmál og mér gefst bet- ur að tjá mig.“ Spassky er léttur á fæti, tiplar á steinum yfir lækinn og Yus- upov brosir að tilburðum hans. „Finndu hvað vatnið er heitt, þetta er engu líkt,“ kallar Spassky til landa síns um leið og hann dýfir höndinni ofan í vatn- ið. Dvölin við lækinn var þó stutt — norðan gjóluna hafði hert og kulda setti að okkur. Við gengum áleiðis til baka, nú hraðar en áð- ur. „Það er eins gott þið kvefist ekki,“ sagði ég, en þeir brostu bara. Eru vanir kuldanum frá heimalandi sínu. Bent Larsen og Van der Wiel voru af fara yfir skák á Hótel Loftleiðum þegar blaðamann bar að garði. Larsen tók ljúfmann- lega á móti mér og kynnti mig fyrir Van der Wiel. Talið barst þegar að veðrinu og Van der Wi- el kvaðst undrandi á blíðunni. „Ég fór úr nístingskulda í Hol- landi í góða veðrið hér á íslandi, * þrigRja stiga hita. Hvern hefði órað fyrir því,“ sagði hann og brosti. Og Larsen tók undir og lýsti ánægju með góða veðrið. „Ég þoli ekki kulda," sagði hann og gretti sig. „Kuldarnir í Skandinavíu eiga illa við mig. Ekkert er jafn fjarri mér en fara á skíðum eða vera á skautum. Þess vegna flutti ég til suðlægari landa. Hef búið í Argentínu í nokkur ár þó ég eigi ennþá lög- heimili á Kanaríeyjum. Ég kom til Danmerkur í des- ember til þess að taka þátt í svæðamótinu i Gausdal. Þá var nístingskuldi og ég átti erfitt með að venjast kuldanum á ný. Tapaði tveimur fyrstu skákum mínum í Gausdal, en tefldi nokk- uð vel eftir það, þó ekki reyndist það nóg til þess að komast á millisvæðamót. Það er ekki í fyrsta sinn, sem kuldinn hefur sett strik í reikninginn. Ég stóð mig illa á tveimur mótum, en var þá veikur, fékk flensu. Síðasta góða mótið mitt var í Nikic í Júgóslavíu árið 1983 þegar ég hafnaði í öðru sæti á eftir Garri Kasparov," sagði Larsen. — Já, þú hefur hrapað í stig- um. „Stigum, jú mikil ósköp en þessi stigagjöf er heimskuleg, hjóm, og í raun tilraun til þess að breyta skákinni. Menn reyndu að vinna skákmót í þá gömlu, góðu daga þegar stig þekktust ekki. í dag hugsa menn aðeins um það eitt að tapa ekki stigum og taflmennskan verður í sam- ræmi við það,“ svaraði Larsen um hæl og bætti við. „Ég er hingað kominn til þess að tefla og stefni á efsta sætið í mótinu. Þetta getur orðið skemmtilegt mót enda skemmtilegir skák- menn. Kunn nöfn- eins og Spassky, Hort og Yusupov og svo eigið þig góða skákmenn. Ann- ars komu úrslitin úr einvígi Margeirs Péturssonar og Simens Agdestein mér mjög á óvart. Ég hef að vísu ekki séð skákirnar, en Margeir tefldi mjög vel í Gausdal og Agdestein var mjög heppinn í mótinu." — Þú hefur oft komið hingað til lands og enn minnast menn einvígis þíns og Friðriks ólafs- sonar árið 1956. „Já, það var í febrúar ef ég man rétt. Þá var veðrið mjög gott, bezti vetur frá 1919 að sagt var,“ sagði Larsen og beindi máli sínu til Van der Wiel. „Ég vann það einvígi 4'á— 3‘á og var kom- inn með tvo vinninga í forskot þegar Friðrik vann tvær skákir í röð, en mér tókst að vinna síð- ustu skákina. tslendingum hefur vafalítið þótt það súrt í broti að þeirra maður skyldi tapa fyrir Dana! Við vorum ekki vinsælir á tslandi í þá daga, ha,“ sagði hann og brosti. „Það er skemmtileg tilviljun að fyrir aðeins nokkrum dögum heyrði ég viðtal við fyrrum sendiherra Dana á tslandi og hún var einmitt að tala um ein- vígi okkar Friðriks árið 1956. Sagði að í fyrsta sinn hefði Dani komið til tslands í erindagjörð- um, sem íslendingar hefðu kunn- að að meta.“ Aftur snýr Larsen sér að Van der Wiel til þess að lýsa sam- bandi Dana og tslendinga. „Allt Danahatur hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar handritin komu til íslands. Ég man þetta glöggt, því ég var einmitt hér á landi. tslendingar flykktust niður að höfn til að fagna komu þeirra og skyndilega var gott að vera Dani á Islandi. Síðan eru Danir bara bezta fólk í augum tslendinga, ekki satt?“ Ég samsinnti þessu og Larsen fór að tala um öflugt skáklíf á íslandi og sagði að skákin væri einnig í mikilli sókn í Danmörku. „Ég held að áhrifin megi með óbeinum hætti rekja til Friðriks hér á landi og mín í Danmörku. Tveir öflugir skákmenn komu upp á sama tíma í þessum lönd- um og mikill áhugi vaknaði. En svo skrítið sem það er voru áhrif okkar svo afgerandi að aðrir ná ekki fylgja í kjölfarið. Ef til vill hefur fólk haldið, að skák skuli ekki tefld öðru vísi en við gerð- um. Aðrir reyndu að taka upp merkið, en náðu ekki að móta eigin stíl. Kannski það sé skýr- ingin og nú aldarfjórðungi síðar koma fram sterkir skákmenn i báðum þessum löndum. Ég held að tengslin séu óbein — áhuginn lifir og ungir skákmenn hafa mótað eigin stil. Hitt er svo, að það er ótrúlegt hve margir öflug- ir skákmenn eru hér á landi. Skákhefðin á sér djúpar rætur á tslandi," segir Larsen. Síminn í herbergi Larsens hringdi og hann brá sér frá. Við Van der Wiel tókum tal saman. „Ég þekki vel til Margeirs Pét- urssonar. Við tefldum saman á unglingamótum, enda jafngaml- ir. Ég hef átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og hafnaði i 12 sæti á alþjóðlega skákmótinu i Wijk aan Zee. Tefldi illa og flest gekk mér á móti. Þar gerðist nokkuð, sem aldrei hefur hent mig áður á alþjóðlegu móti. t unninni stöðu á móti landa mín- um, Ree, lék ég heilum hrók beint í dauðann. Ég vona ég nái að rétta úr kútnum," sagði þessi ungi stórmeistari frá Hollandi. HH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.