Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. FEBRÚAR 1986 Minning: Ottó Oddsson vélgœslumaður Fæddur 16. febrúar 1914 Dáinn 4. febrúar 1985 í dag er gerð útför Ottós Oddssonar sem andaðist á Land- spítalanum 4. þessa mánaðar en hann hafði verið rúmliggjandi þar í nokkra mánuði með erfiðan sjúkdóm. Otto fæddist að Árnastöðum i Loðmundarfirði 16. febrúar 1914. Foreldrar hans voru þau Oddur Sveinsson og Hermanía Helga- dóttir. Faðir hans andaðist þegar Ottó var 9 ára að aldri og fór hann þá í fóstur til föðurbróður síns í Bogarfirði eystra. Þar var hann til 15 ára aldurs en fluttist þaðan að Dalatanga til móðurbróður síns. Snemma stundaði hann sjóinn og störf tengd útgerð. Á Seyðisfirði var hann eftirsóttur í slík störf enda harðduglegur, verkhygginn og háttvís. Árið 1939 kvæntist Otto eftirlifandi konu sinni, Aðal- heiði Einarsdóttur frá Klippstað í Loðmundarfirði, mestu myndar- og dugnaðarkonu. Nokkru eftir að þau giftust og fluttust frá Seyðis- firði. Hófu þau búskap á jörðinni Nesi í Loðmundarfirði og bjuggu þar til ársins 1950. Flestir bæir þar um slóðir voru þá komnir í eyði og erfitt um aðdrætti vegna samgönguleysis, brugðu þau hjón- in þá búi og fluttu til Reykjavíkur. Uppeldisdóttir þeirra er Gunn- hildur Gunnarsdóttir sem er gift Magnúsi Gunnarssyni viðskipta- fræðingi og eiga þau 2 börn. Otto var víðlesinn, það duldist engum sem við hann ræddi. Hann gerði talsvert af því í tómstundum sínum að binda inn bækur, bæði fyrir sig og aðra. Það var mál manna að þar fór maður með gott handbragð eins og sást á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar Áburðarverksmiðja ríkis- ins var í smíðum hóf Otto störf þar. Fyrst við byggingar og síðan sem vélgæslumaður. Eg, undirrit- aður byrjaði um sama leyti sem vaktstjóri en Otto var lengst af á vaktinni hjá mér. Hann var fljót- ur að tileinka sér hlutina i hinum ýmsu verksmiðjudeildum og með honum var gott að starfa, en lengst af starfaði hann í ammóni- akverksmiðjunni. Ottó stundaði mikið útivist, sérstaklega nú í seinni tíð, stangveiði var hans uppáhaldssport og náði hann miklum árangri í þeirri íþrótt. Hann var gömul rjúpnaskytta og stundaði það af miklu kappi á meðan kraftar og heilsa leyfðu. Að leiðarlokum vil ég þakka Otto fyrir gott samstarf og vináttu sem varað hefur yfir þrjá áratugi. Heiðu og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Jónsson í dag, miðvikudaginn 13. febrú- ar, verður til moldar borinn frá Kópavogskirkju Ottó Oddsson. Ottó fæddt 16. febrúar 1914 að Árnastöðum í Loðmundarfirði. Foreldrar hans voru Hermína Helgadóttir og Oddur Sveinsson. Ottó missti föður sinn ungur og ólst upp hjá föðurbróður sínum, Sigurði Sveinssyni á Borgarfirði eystra, til fimmtán ára aldurs, en Bergþóra Jóns- dóttir - Minning Fædd 23. janúar 1908 Dáin 4. febrúar 1985 í dag er til moldar borin frá Fossvogskapellu frænka okkar, Bergþóra Jónsdóttir frá Gilsbakka á Bíldudal. Foreldrar hennar voru Sigríður Benjamínsdóttir og Jón Guðmundsson smiður, sem þar stofnaði heimili um aldamót. Eignuðust þau hjón fimm börn, fjórar dætur og einn son. Kveður Bergþóra síðust systranna, en þær voru Auðbjörg, Eva og Indiana. Bróðirinn Benjamín er einn eftir og tregar nú systur sína, enda var mjög kært með þeim systkinum. Þóra frænka, eins og hún var oftast kölluð, fór snemma að vinna við fiskverkun eins og hún tíðkaðist á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Þessi vinna var oft kalsaieg og erfið og kom sér þá vel að vera léttur í skapi og koma auga á bjartari hliðar tilverunnar. Enda kom það henni að gagni í harðri raun margra sjúkdómsára. 23 ára gömul veiktist hún af berkl- um. Lá þá leiðin á Vífilsstaðahæli, sem í þá daga þótti ekki uppörv- andi fyrir unga manneskju. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt í sjö ár. Gekkst hún undir þær aðgerðir sem þá voru framkvæmanlegar og að lokum höggningu, sem var það eina er að gagni gat komið og hún treysti á að það yrði henni til bjargar. Á Vífilsstöðum lést unnusti hennar, Sveinn Magnússon frá Selárdal sem einnig var þar sjúkl- ingur. Við getum rétt ímyndað okkur hve grimmt hefur verið að henni vegið þá. Þrátt fyrir allt andstreymi þessara ára gætti aldrei beiskju hjá henni, og minntist hún oft dvalar sinnar á Vífilsstöðum með svo miklum hlý- hug að undrum sætti. Næstu árin verða henni léttbærari, hún hefur hlétlÁ heilsu sem nægil* henpi til að-srtnnda létta vinnu og'var hún þakklát fyrir það. Er hún við verslunarstörf næstu árin. 17. nóvember 1945 giftist hún Sigfúsi Sigurðssyni sjómanni ættuðum frá Borgarfirði eystra, en hann er iátinn fyrir allmörgum árum. Eignuðust þau tvö börn, Sigurð Jón og Indiönu. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Lokastíg hér í borg og var þar sannkölluð miðstöð ættfólks þeirra beggja. Enda gott þar að koma og sannaðist hið forn- kveðna, þar sem er hjartarúm er húsrúm. Seinna byggðu þau sér hús í Nökkvavogi 4 sem varð heimili þeirra æ síðan. Þangað flyst til þeirra afi okkar, Jón Guðmundsson, og naut þar sér- stakrar ástar og umhyggju síðustu æviárin. Hann andaðist þar 96 ára gamall. Er okkur bæöi ljúft og skylt að þakka Þóru fyrir hennar stóra hlut í umönnun hans. Síðustu árin bjó Þóra með börn- um sínum, Sigurði, Indiönu og Gylfa manni hennar ásamt barna- börnum, sem hún unni mjög, og í dag kveðja ömmu sína með sárum söknuði. Fyrir fimm mánuðum lá leiðin aftur að Vífilsstöðum og nú átti hún ekki afturkvæmt. Þó að oftast væri hún sárþjáð brást henni ekki andlegt þrek fremur en endranær. Þangað komu vinir og vandamenn og styttu henni stund- ir, og var það ekki síður þeirra skemmtan en hennar. Á afmæl- isdaginn hennar 23. janúar síð- astliðinn var hún allhress og gerði sér vonir um að komast heim, og dvelja með sínum enn um stund. En skjótt skipast veður í lofti, og björtustu vonir verða að engu. Þann 4. febrúar lést hún. Eftir sit- ur björt minning um góða frænku, sem gaf okkur svo margt, er seint gleymist. Hafi hún þökk fyrir. Að lokum vottum við nánustu ætt- ingjum hennar okkar dýpstu sam- úð. Bróöurhörn dvaldist síðan hjá móðurbróður sínum, Vilhjálmi Helgasyni á Dalatanga, þar til hann varð 18 ára gamall. Þá hóf hann sjósókn og stundaði sjóinn þar til hann gifti sig Aðalheiði Einarsdóttur frá Klifstað í Loðmundarfirði í nóvembermánuði 1939. Þau hjónin hófu búskap að Nesi í Loðmundarfirði og bjuggu þar fram til ársins 1950 þegar þau urðu að bregða búi vegna heilsu- brests Ottós. Þau fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Ottó fljót- lega hóf störf við byggingu Áburð- arverksmiðju rfkisins og réðst síð- an til starfa í verksmiðjunni sem vélgæslumaður þegar hún hóf starfsemi sína. Starfaði hann við Áburðarverksmiðjuna alla tíð síð- an eða í rúm 30 ár. í febrúarmán- uði 1946 tóku þau hjónin í fóstur systurdóttur Áðalheiðar, Gunn- hildi Gunnarsdóttur, og ólst hún upp frá því hjá þeim hjónum. Leiðir okkar Ottós lágu saman þegar undirritaður kynntist fóst- urdóttur hans. Við höfum því átt margar samverustundir á liðnum tuttugu árum. Ég minnist sér- staklega þeirra tíma þegar við renndum saman fyrir lax eða si- í dag kveð ég tengdamóður mína, Bergþóru Jónsdóttur. Hún fæddist að Gilsbakka á Bíldudal 23. janúar 1908 dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar og Sigríðar Benjamínsdóttur. Ung að árum veiktist hún og dvaldist í nokkur ár á Vífilsstaðaspítala og síðar á Kristnesi. 17. nóvember 1945 gift- ist hún Sigfúsi Sigurðssyni frá Borgarfirði eystra. Þau eignuðust tvö börn, Indíönu og Sigurð Jón. Þau hjón reistu sér heimili í Nökkvavogi 4 og bjuggu þar síðan. Sigfús lést árið 1972, eftir það hélt Bergþóra heimili með Sigurði syni sínum. Þrátt fyrir mikið heilsuleysi hélt hún lífsgleði sinni og bjart- sýni sem hún miðlaði öðrum af. Ég þakka henni góðvild og hjálpsemi í gegnum árin og ég veit að heimkoman verður góð. Hafi hún þökk fyrir allt. Gylfi Nú, þegar ég kveð ömmu mína Þóru, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Álltaf var hugur hennar bundinn við að gleðja okkur bamabörnin, kenna okkur að líta björtum aug- um á framtíðina. Hafi hún þakkir fyrir allt. V Þóra Björg lung, því veiðimennska var ásamt bókbandi og bókasöfnun eitt helsta áhugamál Ottós. í þessum veiðiferðum ræddum við oft um landsins gagn og nauðsynjar og sló oft í brýnu því ekki vorum við alltaf sammála. Ottó var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem átti ekki kost á langri skólagöngu í æsku en bætti sér það upp með miklum lestri og sjálfsnámi. Þó hann væri hæglátur var hann fastur fyrir og í umræðum okkar túlkaði hann gjarnan af miklum hita sjónarmið þeirra sem verr eru settir í þjóð- félaginu. Ég mun sakna þessara stunda því hann talaði af raunsæi máli hins þögla fjölda. Stuttu áður en Ottó kenndi þess meins sem hann barðist við til síð- asta dags fórum við hjónin ásamt börnum okkar með Heiðu og Ottó til Loðmundarfjarðar. Mér verður lengi minnisstæð sú tilfinning þegar við gengum upp að þeim stað þar sem þau hjónin höfðu bú- ið fyrir rúmum 30 árum og ekki heimsótt fyrr en þennan dag. Minningarnar streymdu fram og við stóðum þarna fulltrúar þriggja kynslóða og rifjuðum upp búskap- arhætti og lífsbaráttuna á ein- angruðum sveitabæ fyrir 40 árum. Sjaldan hafa þær breytingar sem átt hafa sér stað á þessum árum orðið eins skýrar og á þessum stutta tíma sem við dvöldumst í hlaðvarpanum á Nesi í Loðmund- arfirði. Með Ottó er fallinn í valinn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem með vinnu sinni og atorku skapaði nýjum kynslóðum aukna mögu- leika til betra lífs. Ég kveð hann með þakklæti fyrir liðnar sam- verustundir, fyrir veittan stuðn- ing á liðnum árum og fyrir um- hyggju og ástúð til handa fóstur- dóttur og barnabörnum. Magnús Gunnarsson Brídge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Breið- fírðingafélagsins Átján lotum af 47 er lokið í barómeter-tvímenningnum og er staða efstu para nú þessi: Halldór Guðjónsson — Yngvi Guðjónsson 464 Bjarni Jónsson — Sveinn Jónsson 377 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 361 Gísli Víglundsson — Þórarinn Árnason 252 Eggert Benónísson — Sigurður Ámundason 199 Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergsson 191 Erla Sigvaldadóttir — Lovísa Jóhannsdóttir 181 Ragna Ólafsdóttir — Olafur Valgeirsson 156 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 150 Jón Stefánsson — Magnús Oddsson 147 Meðalárangur 0 Næstu 6 lotur verða spilaðar á fimmtudaginn í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Suðurlandsmeist- aramót í sveita- keppni 1985 Dagana 25.-27. jan. sl. fór fram á Selfossi hið árlega Suður- landsmeistaramót í sveitakeppni haldið í samvinnu við Bridgefé- lag Selfoss og nágrennis. Spilað var í „Horninu" í Vöruhúsi KÁ, hófst spilamennska kl. 19.00 á föstudeginum 25. jan. Sextán sveitir voru skráðar ti leiks, en aðeins fimmtán mættu, vara- sveit sem var 17. sveitin gat ekki hlaupið í skarðið þar sem fyrir- vari á afboðun 16du sveitarinnar var alltof lítill. Framvegis verða sveitir að láta mótsstjórn vita eins fljótt og mögulegt er, ef út- lit er fyrir forföll. Eins og áður sagði tóku 15 sveitir þátt í mót- inu, komu þær frá sjö félögum, þ.e.a.s. frá Bridgefélögum Sel- foss, Þorlákshafnar, Vestmanna- eyja, Hveragerðis, Hvolsvallar, Hrunamanna, og Menntaskólan- um á Laugarvatni. Hver sveit spilaði 14 leiki og var hver leikur 12 spil, samtals spilaði því hver sveit 168 spil. Mótinu lauk um kl. 17.00 á sunnudeginum 27. jan. með verð- launaafhendingu. Hafði þá hver sveit setið um 25 klst. samfleytt við spilaborðið, er þetta með allra stærstu mótum sem Bridgesamband Suðurlands hef- ur staðið fyrir, bæði hvað snertir sveitafjölda og spilafjölda. Mótið var allan tímann jafnt og spennandi og var það mál manna að þetta væri jafnsterk- asta mót sem BSS hefði haldið. Sigurvegari mótsins varð sveit Suðurgarðs hf. Selfossi með 292 stig. Fyrir Suðurgarð hf. spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Gunnar Þórðarson, Sigfús Þórð- arson og Vilhjálmur Þór Páls- son. í öðru sæti varð sveit Gylfa Gíslasonar Laugarvatnf og hlaut hún 286 stig. t sveitinni spiluðu auk Gylfa Oli Týr Guðjónsson, Hrannar Erlingsson og Matthías Þorvaldsson. í þriðja sæti með 271 stig var sveit Jóns Hauks- sonar frá Vestmannaeyjum, auk Jóns spiluðu í sveitinni Georg ólafsson, Guðmundur Búason og Ævar Kjartansson. Þessar þrjár sveitir hafa allar þátttökurétt á tslandsmóti 1985 í sveitakeppni fyrir árangur sinn í Suður- landsmótinu. Endanleg röð í Suðurlands- mótinu 1985 er þessi: Sv. Suðurgarðs hf. 292 Sv. Gylfa Gíslasonar 286 Sv. Jóns Haukssonar 271 Sv. Valgarðs Blöndal 260 Sv. Hermanns Þ. Erlingss. 254 Sv. Ragnars Óskarssonar 247 Sv. Brynjólfs Gestssonar 245 Sv. Þorvarðar Hjaltasonar 236 Sv. Benedikts Olgeirssonar 217 Sv. Karls Gunnlaugssonar 211 Kempan Guðmundur Kr. Sig- urðsson var keppnisstjóri á mót- inu og stjórnaði því af sinni al- kunnu snilld. Hann sendi spilur- um tóninn í bundnu máli og hljóðaði það svona: Velkomnir vinir og njótið verðug skal keppni í dag. Á Selfossi er Suðurlandsmótið sett hér með glæsibrag. Það að sigra er þvílíkur fengur að það keppnismarkmið skal sett. Að spila sem sannur drengur sem er háleitast takmark og rétt. Þá fékk Guðmundur í vega- nesti frá Selfyssingum eftirfar- andi: Guðmundur er garpur klár, geðríkur en prúður. Ollu stjórnar upp á hár, ekkert leyfir múður. Áttræður hann er og vist árum tveimur betur. Honum aldur hamlar síst, með heiðri stjórnað getur. Það er reyndar ekki venjan að bridgeþátturinn sé í bundnu máli og ekki til þess ætlast, en segja má að undantekningin sanni regluna. Bridgefélag Suðurnesja Guðmundur Ingólfsson og Gísli Torfason urðu Suðurnesja- meistarar í tvímenningi en keppninni lauk sl. mánudag. Hlutu þeir félagar 192 stig yfir meðalskor en spilaður var baro- meter. í öðru sæti urðu Gunnar Sigurbjörnsson og Leifur Leifs- son með 155 stig, Maron Björns- son og Högni Oddsson urðu i þriðja sæti með 135 stig. Röð næstu para: Arnór — Sigurhans 131 Gunnar — Haraldur 99 Einar — Stefán 85 Magnús — Sigurjón 82 Jóhannes — Karl 79 Jóhannes — Óli Þór 78 Keppnisstjóri var Hjálmtýr Baldursson. Næsta keppni félagsins verður meistaramótið í sveitakeppni. Spilaðir verða 32 spila leikir. Spilað er í Samkomuhúsinu i Sandgerði á mánudögum kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.