Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.02.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 53 Af sætum strákum i Duran Duran þungA FINNBOGI MARINÓSSON JENS ÓLAFSSON I»að hefur víst ekki farið fram- hjá mörgum að vinsælustu hljómsveitirnar meðal ungl- inganna í dag eru Duran Duran og Wham!. Fyrir síðustu listahátíð voru lesendadálkar dagblaðanna fullir af bréfum frá fólki sem óskaði eftir að fá Duran Duran til landsins. Að undanTornu hafa ver- ið haldnar sérstakar Duran Dur- an-hátíðir auk þess sem lög með Duran Duran og Wham! hafa verið ofarlega á vinsældarlistum víða um heim. Hafa jafnvel sumir líkt þessu við bítlaæðið á sínum tíma. Þrátt fyrir að töluvert hefur verið fjallað um þessar hljómsveitir í fjölmiðlum á íslandi berast Morg- unblaðinu alltaf öðru hverju óskir uim að fjallað verði um Duran Duran og Wham!. Til að koma til móts við þær óskir verður l»unga- miðjan í dag helguð Duran Duran og er svipuð umfjöllun um Wham! í bígerð. Hljómsveitin Upphafsins að stofnun Duran Duran má rekja til ársins 1978 er skólabræðurnir Nick Rhodes og John Taylor, sem báðir voru ættaðir frá Birmingham, ákváðu að stofna hljómsveit sem þeir nefndu Duran Duran. Nafnið fengu þeir frá persónu úr kvik- myndinni „Barbarella". Nick spilaði á hljómborð og John á bassa og á næstu tveimur árum bættust í hópinn Roger Taylor (trommur) og Andy Taylor (gít- ar), sem gekk til liðs við sveitina eftir að hafa svarað auglýsingu frá þeim í Melody Maker. Síðast- ur var síðan söngvarinn Simon Le Bon. Stuttu síðar gerðust bræðurnir Paul og Michael Ber- row, sem áttu þekktan næt- urklúbb í Birmingham, fram- kvæmdastjórar hljómsveitarinn- ar. Stuttu seinna seldi Michael Berrow húsið sitt til þess að fjármagna hljómleikaferð sem stuðningshljómsveit fyrir Hazel O’Connor haustið 1980. Hljómsveitin fékk það mikla athygli í þeirri ferð að þeir kom- ust á samning hjá EM, og var fyrsta smáskífa þeirra gefin út í febrúar 1981 með laginu „Planet Erth“. Það er víst óhætt að segja að þar með hafi hljómsveitin orðið fræg á einni nóttu. Þegar svo fyrsta breiðskífa þeirra kom út sumarið 1981 var híjómsveitin orðið töluvert nafn í poppheim- inum. Það sem e.t.v. var mest að þakka skjótum frama þeirra er að þeir notfærðu sér vel mynd- bandatæknina og áttu myndbandsupptökur með lögum þeirra ekki lítinn þátt í þeirri velgengni sem lög þeirra fengu. í maí 1982 kom svo út önnur breiðskífa þeirra „Rio“ sem hlaut fádæma góðar undirtektir og fóru þeir í sína fyrstu heims- reisu í kjölfar hennar. Smáskífa með laginu „Hungry Like the Wolf“ var síðan sú fyrsta til að ná inn á topp tíu í Bandaríkjun- um. Eftirleikinn þekkja líklegast flestir, eitt er víst að stjarna þeirra fer ört hækkandi og er næsta öruggt að lög frá þeim nái toppsæti vinsældarlistanna. Á þessu ári er væntanleg frá þeim ein stúdíóplata, nokkur mynd- bönd og titillag nýjustu James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“. Meðlimirnir Það er óhætt að segja að frægð Duran Duran birtist ekki eingöngu í velgengni laga þeirra heldur ekki síður í miklum áhuga á einstökum meðlimum hljómsveitarinnar. Af þeim sök- um birtast hér þær upplýsingar sem Þungamiðjunni hefur tekist að grafa upp um þá. Fyrstan skal nefna Simon Le Bon sem heitir fullu nafni Simon Charles Le Bon. Hann fæddist 27. október í Bushey á Englandi. Hann er 188 sm á hæð, með ljóst hár og blá augu. Áhugamál hans eru að skrifa, mála, lesa og vera á skíðum. Hann mun víst safna símanúmerum. Hann var eitt sinn í hljómsveit sem kallaðist „Dog Days“. John Taylor fæddist 20. júní 1960 í Birmingham. Hann er 187 sm hár, með dökkskollitað hár og brún augu. Áhugamál eru bíl- ar og James Bond. Hann safnar leikfangabílum og blöðum. Andy Taylor fæddist 16. febrúar 1961 skammt frá New- castle. Hann er 168 sm hár og er Draumaprin.s ungmeyjanna Simon Le Bon. með brúnt hár og blá augu. Áhugamál eru tennis, krikket og hestar. Hann safnar gíturum, dýrum og húsum. Roger Taylor heitir fullu nafni Roger Andrew Taylor. Hann fæddist 26. apríl 1960 í Birming- ham. Hann er 175 sm á hæð og er með svart hár og brún augu. Áhugamál eru trommur. Hann safnar plötum og trommum. Nick Rhodes heitir réttu nafni Nicholas James Bates og fæddist 8. júní í Birmingham. Hann er 173 sm hár og er raunverulega með svart hár en hefur litað það Ijóst. Hann er með græn augu og áhugamál eru ljósmyndir, skemmtilegt fólk og jarðarber. Hann safnar myndböndum. Fyrir ókunnuga skal tekið fram að John, Ándy og Roger Taylor eru óskildir. Þar með eru upptaldar þær upplýsingar sem Þungamiðjan hefur um þá stráka en ef einhver lumar á nánari upplýsingum, geta þeir haft samband við Jens í síma 13631 eða Finnboga í síma 74448. Hér á eftir kemur svo heimilisfang aðdáendaklúbbs þeirra og listi yfir útgefnar hljómplötur með þeim. Aðdácndaklúbbur: Duran Duran Fan Club 273 Broad Street Birmingham B12Ds England Utgefnar breiðskífur „Duran Duran“ 1981 A: Girls on Film, Planet Erth, Anyone Out There, To the Shore, Careless Memories. B: Night Boat, Sound of Thund- er, Friends of Mine, Tel Aviv. „Rio“ 1982 A: Rio, My Own Way, Lonley in Your Nightmare, Hungry Like the Wolf, Hold Back the Rain. B: Ne Religion, Last Chance on the Stairway, Save a Prayer, The Cauffer. „Seven and the Ragged Tiger“ 1983 A: The Reflex, New Moon on Monday, Cracks in the Pave- ment, I Take the Dice, Of Crime and Passion. B: The Chauffer, The Seventh Stranger, Union of the Snake, Planet Earth, Care- less Memories. „Arena“ 1984 Hljómleikaupptökur + The Wild Boys lltgefnar smáskífur: Planet Earth/Late Bar — febrúar 1981 Carless Memories/Khanada — apríl 1981 Girls on Film/Faster Than Light — júlí 1981 My Own Way/Like an Angel — nóvember 1981 Hungry Like the Wolf/Care- less Memories (hljóml) — maí 1982 Save a Prayer/Hold Back the Rain (ný útg.) — ágúst 1982 Rio/The Chauffeur — nóv- ember 1982 Is There Something I Should Know?/Faith in This Colour — mars ’83 Union of the Snake/Secret October — október 1983 New Moon on Monday/Tiger Tiger — janúar 1984 The Reflex/ Make Me Smile — apríl 1984 The Wild Boys/Cracks in the Pavement — október 1984 Slysaalda meðal rokkara Idesember á nýliðnu ári urðu óvenju alvarleg slys á ýmsum þekktum rokktónlistarmönnum. Alvarlegasta slysið varð þegar trommuleikari Hanoi Rocks, Nicholas „Razzle" Dingley, lést í bílslysi í Kaliforníu. Var hann farþegi í bíl söngvara Mötley Crúe, Vince Neil, sem ók bílnum. Missti hann stjórn á bílnum og lenti á öðrum bíl með áðurnefnd- um afleiðingum. Neil slapp ómeiddur en hefur verið ákærð- ur fyrir manndráp af gáleysi. Annar trommari, nánar tiltek- ið í Def Leppard, Rick Allen, missti handlegg í bílslysi á ný- ársdag. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir lækna tókst ekki að græða handlegginn aftur á og mun frama hans að öllum líkind- um vera lokið. Þó hafa óstaðfest- ar fregnir borist um að drengur- inn ætli ekki að gefast upp og þreifi fyrir sér með sérhannað trommusett. Þriðja slysið varð þegar hinn skeggjaði bassaleikari ZZ Top, Dusty Hill, varð fyrir voðaskoti á heimili sínu. Samkvæmt heim- ildum Þungamiðjunnar varð slysið með þeim hætti að 38 kal. Derringer (hvað annað?) sem hann geymdi í stígvélinu (?) sínu féll á jörðina og hljóp skot úr henni í maga suðurríkjarokkar- ans. Var gerð þriggja klukku- stunda aðgerð á honum til að fjarlægja kúluna og mun hún hafa tekist vel. Vonast hann til að losna fljótlega af sjúkrahús- inu og hefja aftur starf með fé- lögum sínum í ZZ Top. Razzie, trommuleikari Hanoi Kocks, lést í bílslysi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.