Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 58

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 „Pereónuíega., pd hetd eg ab þak séu öil þes&i efni sem þeir óba. ó- ctv/extina.■" Ást er ... ... að leyfa honum að se</ja þérfrá. TM Roo U.S. Pal Off — all riflhls resefved c1984 Los Angeles Titr.es SyndicaK' Gettu hvart svona lítilra hi kostar. HÖGNI HREKKVISI „Vlp SBMJOM EKKI OM GÍSLA/. SVONA, öEFSTU U9P!f" Bréfritari telur rétt fótgangandi í umferðinni oft fyrir bord borinn. Hafa fótgangandi engan rétt lengur í umferðinni? Kona hringdi: HvernÍK er það, hafa fóttrang- andi engan rétt lengur í umferð- inni? Á veturna eru Kötur ruddar vel og vandlega og snjónum ýtt upp á gangstéttir. Þar þurfum við fótgangandi hins vegar að klöngr- ast yfir og veldur það auðvitað ýmsum hinum mestu vandræðum. Um daginn tók það mig um 40 mínútur að komast yfir Suður- landsbrautina á mótum Vegmúla. Umferðin þar er svo mikil og svo koma bílar úr öllum áttum, niður Vegmúlann og upp hann, eftir Suðurlandsbrautinni og inn og út hjá Gunnari Ásgeirssyni og þar í kring. Hvernig væri að koma þarna upp einhverjum gönguljós- um. Ég veit um marga sem kvarta undan þessum stað um að erfitt sé að komast yfir. Þá er ekki skárra að komast yfir Kringlumýrarbrautina þar sem umferðin er geysileg og ekkert til- lit tekið til gangandi vegfarenda. Vonandi verður komið upp göngu- Ijósum víðar í borginni. Virkið, athvarf allslausra, við Barónsstíg. Allir veikomn- ir í Virkið Ásgeir Eiríksson, Virkinu, Bar- ónsstíg 13, hafði samband við Velvakanda: Ég var að lesa grein í Velvak- anda frá móður ungs fíkniefna- neytanda. Því langar mig að benda fólki á að hingað í Virkið eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Hér getur fólk sem hvergi á höfði sínu að halla feng- ið húsaskjól og svefnpláss. Jafnframt vildi ég bæta því við, að nú hefur verið opnaður gíróreikningur fyrir Virkið þar sem fólk getur lagt framlög inn á reikninginn, en skiljanlega er ég í mikilli þörf fyrir peninga þar sem vistmenn Virkisins þurfa ekkert að greiða. Númer reikningsins er 23918-6 og vona ég nú að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna, svo að Virkið geti gengið áfram. Hvar stóð Birgittubær? Örn Gunnarsson skrifar: Er ekki einhver sem veit hvar svonefndur Birgittubær stóð og hvenær hjónin Birgitta Hall- dórsdóttir og Sigmundur Jónsson snikkari bjuggu þar? í manntali frá 1845 er þessi bær nefndur, en þá býr þar Gísli Jónsson snikkari og kona hans Rósa Grímsdóttir. Ég hef leitað í þó nokkrum bókum um hina gömlu Reykjavík, en hvergi séð minnst á þennan bæ. Prentvillu- púkinn á ferð Kæri Velvakandi! Prentvilla í grein minni „Um friðhelgi hins ófædda barns" í þessum þætti 10. febr. hefur ger- samlega snúið við merkingu text- ans og gert mál mitt allt óljósara. I stað orðsins „aldrei" var sett orðið „aðeins“, en rétt er klausan sem hér segir: „Af þessari ástæðu eiga hags- munir og velferð móður og annarra í fjölskyldu hennar aldrei að vega upp á móti sjálfu lífi hins ófædda barns. Siðferðilegur réttur fósturs- ins til lífs vegur þyngra en réttur hinna til einhverra tiltekinna lífs- kjara, og þeim vogarskálum verður ekki haggað nema með gerræðis- fullri íhlutun, þ.e. beinu ofbeidi." í bréfi mínu var einnig vísað til greinar, „sem bíður birtingar hér í blaðinu", eins og þar stóð, en sú grein birtist 6. febrúar. Jón Valur Jensson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.