Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Framtfð Reykjavíkurflugvallar: Flugyöllurinn ekkert á förum — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „l'art verða engir stórkostlegir fjármunir lagðir í að byggja upp nýj- an flugvöll í náinni framtíð í stað Reykjavíkurflugvallar eins og fjár- málum þjóðarinnar er háttað," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á sunnudaginn á hverfafundi á Hótel Sögu með íbúum Nes- og Melahverf- is og vesturbæjar- og miðbæjar- hverfis. Á fundinum var hann spurð- ur að því hver framtíð Reykjavíkur- flugvelli væri búin og sagðist hann þá ekki geta séð að átak yrði gert til að byggja nýjan flugvöll þar sem ekki hefði einu sinni fundist heppi- legur staður fyrir hann. Veiðar í bandarískri lögsögu: Undirbúnings- félag stofnað „VIÐ höfum sett okkur það mark, að vera komnir að niðurstöðu innan sex vikna,“ sagði Ingimundur Sig- fússon í samtali við Mbl., en hann er stjórnarformaður félags til undir- búnings fiskveiða í bandarískri lög- sögu, en það var stofnað í gær. Auk Ingimundar sitja í stjórn félagsins Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri, Skagaströnd, og Vísitala byggingarkostnaðar: Hækkun um 0,74% HAG$rrOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta febrúar 1985. Reyndist hún vera 194,82 stig en vísitala bygg- ingarkostnaðar miðað við janúar- verðlag 1985 var 193,39 stig og hefur vísitalan hækkað um 0,74% frá janú- ar til febrúar 1985. Þessi hækkun svarar til 9,3% árshækkunar. Undangenga þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað rúmlega 10,5% sem svarar til 49,4% árshækkunar, en hækkunin undanfarna tólf mánuði er 25,2%. Af þessari 0,74% hækkun bygg- ingarvísitölu er 0,46% vegna hækkunar á verði steypu og 0,21% vegna hækkunar á sementsverði. Að öðru leyti var ýmist um að ræða óverulega hækkun eða lækk- un nokkurra efnisliða segir m.a. í frétt frá Hagstofu íslands. Alfreð Steinar Rafnsson, skip- stjóri, Egilsstöðum. Varamenn eru Bjarni Thors, útgerðarstjóri BÚR, og Þorleifur Björnsson, út- gerðarmaður, Hafnarfirði. Stofn- endur félagsins eru: Sjávarborgin hf., Sandgerði, Skagstrendingur hf., Skagaströnd, Ögurvík hf., Reykjavík, Asiaco hf., Reykjavík, Alfreð Steinar Rafnsson o.fl., Bæjarútgerð Reykjavíkur, Merkúr RE, Þorsteinn Ingason, Hólmavík, Samherji hf., Akureyri, Hekla hf., Reykjavík, Jón Kr. Kristinsson, Reykjavík, og Ársæll hf., Reykja- vík. Starfsmaður félagsins er Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstr- arhagfræðingur. Ingimundur Sigfússon sagðist vilja leggja áherslu á að hér væri um undirbúningsfélag að ræða. _Við viljum ekki afskrifa þátttöku Islendinga í bandarískri fiskveiði- lögsögu að óathuguðu máli, en nú höfum við fengið rétt á 10.000 tonnum á þorski og 5.000 tonnum af ufsa við vesturströndina. Við viljum athuga hvort ekki er hægt að nýta þessar heimildir og þess vegna er þetta undirbúningsfélag stofnað,“ sagði Ingimundur. 'O INNLENT Afmælismót Skáksambandsins: Larsen nú með örugga forystu BENT Larsen hefur forystu á afmælismóti Skáksambands íslands. Hann hefur hlotið 5'á vinning að loknum 7 umferð- um. Larsen vann hollenska stórmeistarann Van der Wiel í gærkvöldi. Önnur úrslit urðu: Guðmundur Sigurjónsson vann ^ Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árna- son gerðu jafntefli. Þrjár skák- ir fóru í bið; viðureignir Jó- hanns Hjarlarsonar og ('urts Hansen, Boris Spassky og Arthurs Jusupov og Karls Þorsteins og Vlastimils Hort. Tveimur biðskákum úr 6. umferð lauk í gærdag. Margeir vann Hansen og Larsen og Hort gerðu jafntefli. Staðan í mótinu er: 1. Larsen 514; 2. Margeir Pétursson 4'k; 3. Spassky 4 og biðskák; 4. Jus- upov 3'k og biðskák; 5—6. Guðmundur og Van der Wiel 3*á; 7. Helgi Ólafsson 3; 8—10. Hort, Jóhann og Karl 2,'h. og biðskák; 11. Jón L. 2’k; 12. Hansen 1 og biðskák. Næsta umferð verður tefld á morgun, fimmtudag. Davíð sagði að eins og málum væri háttað væri visst óhagræði að því að hafa flugvöllinn þar sem hann væri en ör þróun ætti sér stað í flugmálum og öryggismál- um þar að lútandi. Þá kvað hann einnig fyrirhugað að láta fara fram lengingu á flugbrautinni sem lægi frá austri til vesturs og því væri alveg ljóst að á meðan unnið væri að endurbótum á flugvellin- um væri hann ekkert á förum. Hann sagði einnig að þær hugmyndir sem komið hefðu fram um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur væru ekki raunhæfar, þar sem miklu þyrfti að kosta til í mannflutninga á milli Keflavíkur og Reykjavikur. „Ég tel að þó óhagræði sé að honum tapi borgin mjög miklu ef hann verður stað- settur einhvers staðar utan borg- armarkanna,“ sagði Davíð að lok- um. Nánar er skýrt frá þessum hverfafundi á bls. 26 og 27 í Morg- unblaðinu í dag. Næsti hverfa- fundur verður haldinn í kvöld og verður þar fjallað um málefni Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis. Fundurinn hefst klukkan 20.30 í Félagsheim- ili Hreyfils á mótum Fellsmúla og Grensásvegar. GESTAÞRA UT RKl í dag, öskudag, er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða krossins. Að þessu sinni er merkið sem selt verður mjög frábrugðið þeim sem seld hafa verið undanfarin ár. Merki þetta er eins konar kubbur sem er í senn gestaþraut. Kubburinn var hannaður og framleiddur í Finnlandi. Þar hefur Rauði krossinn selt hann með ágætum árangri undanfarin ár. Hin nýja gestaþraut verður til sölu hjá Rauða krossdeildum um allt land. Rauðakrossdeildir munu einnig hafa til sölu minnispening Rauða krossins sem sleginn var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Allur ágóði af fjáröflunardegi Rauða krossins rennur til líkn- armála. Enn róiö frá flestum N oröur landshöfnum Viss vonbrigði að menn virða ekki verkfallið, segir formaður Skipstjórafélags Norðlendinga FLESTIR bátar frá Noröurlandshöfnum halda áfram að róa þótt undirmenn á bátum þar eigi að heita í verkfalli síðan á sunnudag, að því er Guðmundur Steingrímsson, formaður Skipstjórafélags Norðlendinga, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær. Hann sagðist ekki vita betur en að á félagssvæð- inu — sem nær allt frá Hvammstanga austur til Vopnafjarðar — væru flestir bátar á sjó. það er meðal annars afleiðing þess, að öllum hugmyndum okkar um verklag í samningaviðræðun- um hefur verið hafnað af hálfu útgerðarmanna. Svo hefur það tafið fyrir raunhæfum viðræðum, að í dag gerðu útgerðarmenn skyndilega kröfu um að fá að samningaborðinu samninganefnd „Margir skipstjóra hér eru jafn- framt eigendur bátanna og því bæði í skipstjórafélaginu og Landssambandi fsl. útvegs- manna,“ sagði Guðmundur Stein- grímsson. „Þeir eru í raun að brjóta á báðum en ég trúi ekki öðru en að fljótlega komist menn að þeirri niðurstöðu, að þeir hljóti að taka þátt í átökum, sem staðið er í fyrir þeirra hönd.“ Hann sagðist hafa fregnir af því, að útgerðarmenn hefðu að undanförnu verið með undirróður og þrýsting og boðið sjómönnum sínum upp á það kaup, sem „vænt- anlega" yrði samið um. „Einhverj- ir hafa gengist inn á það,“ sagði Guðmundur. „Vissulega eru það viss vonbrigði, að menn skuli ekki virða verkfallið, en venjulegast líður ákveðinn tími áður en verk- fa.ll fer að virka. Ef til vill eru menn óánægðir með að bátarnir skuli ekki hætta að róa um leið og togararnir, telja að þetta eigi að fylgjast að.“ Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur og fulltrúi í samninganefnd Sjómannasambands íslands, sagð- ist í gær ekki telja að verkfallið væri að fara út um þúfur. „Það er að færast í það meiri harka vegna þess að verkfallsbrotin eru framin að undirlagi útgerðarmanna," sagði hann. „Þetta stendur kannski ekki vel í augnablikinu en frá sjómannafélaginu Bylgjunni á ísafirði. Ríkissáttasemjari hefur boðað ísfirðingana til fundar og er gert ráð fyrir að þeir verði komnir um hádegi á morgun,“ miðviku- dag. Línubátar á ísafirði hafa róið eftir að verkfallið skall á. Flestir þeirra fóru út fyrir kl. 18 á sunnu- daginn. Frá Vestmannaeyjum hafði Mbl. síðdegis í gær þær fregnir, að aðeins þrír netabátar væru ókomnir í land. Bátar stöðv- ast um leið og þeir koma til hafn- ar, að frátöldum þeim bátum frá Norðurlands- og Vestfjarðahöfn- um, sem áður er getið. Húsnæðisstofnun: Örtröð í ráðgjafarþjón- ustunni fyrsta daginn MIKIL örtröð var í Húsnæðis- stofnun ríkisins í gærmorgun, en þá hófst ráðgjafarþjónusta stofnunarinnar við húsbyggjend- ur í greiðsluerfiðleikum. Fjöldi fólks kom til að leita upplýsinga um þau lán sem veitt eru til fólks í greiðsluerfiðleikum og voru allar símalínur stofnunar- innar uppteknar allan morgun- inn. Búið er að panta viðtalstíma við báða ráðgjafana hálfan mán- uð fram í tímann, en í gærkvöldi var ákveðið að bæta þriðja ráðgjafanum við. Grétar J. Guðmundsson, verk- fræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær að miðað við örtröð- ina fyrsta dag ráðgjafarþjónust- unnar væri ekki hægt að ætla annað en þúsundir húsbyggj- enda væru í greiðsluvandræðum og að vandræðin væru mjög mikil hjá mörgum þeirra. Sagði Grétar að þess væri óskað að fólk byrjaði á því að sækja sér umsóknareyðublöð og útfyllti þau áður en það kæmi til viðtals. Verið væri að útbúa for- rit fyrir tölvu stofnunarinnar til að vinna úr upplýsingunum og aðstoða við úrlausnir. Umsókn- arfrestur er til 1. júní vegna þeirra lána sem veitt verða til húsbyggjenda í vánda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.