Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
31
Leynileg aðstod við Nicaragua:
Reagan biður um
stuðning
Santa Barbara, 18. febrúar. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti
berst nú fyrir því að þingið sam-
þykki aukinn fjárhagsstuðning við
uppreisnarmenn í Nicaragua og jafn-
aði hann baráttu þeirra við frelsis-
baráttu Bandaríkjamanna.
í vikulegu útvarpsávarpi höfð-
aði Reagan til almennings og bað
hann að styðja sig í baráttunni
fyrir auknum stuðningi við and-
stæðinga sandinistastjórnarinnar.
Hvatti hann kjósendur að leggja
að þingmönnum að breyta fyrri
ákvörðun og veita uppreisnar-
mönnum í Nicaragua 14 milljóna
dollara hernaðaraðstoð, sem fryst
var í þinginu í fyrra.
Leiðtogar á þingi, þ.á m. Rich-
ard Lugar öldungadeildarmaður
og formaður utanrikisnefndar,
kjósenda
telja ólíklegt að þingið samþykki
frekari stuðning við andstæðinga
sandinistastjórnarinnar.
Reagan sagði uppreisnarmenn-
ina vera bændur og búalið, kaup-
menn og stúdenta og „þetta hug-
rakka fólk á aðstoð skilið". Það
væri í samræmi við hugsjónir
Bandaríkjamanna að styðja þá
sem berjast fyrir frelsi og lýðræði.
Hefur stjórn Reagans haft til
umræðu að styðja uppreisnar-
menn í Nicaragua með öðrum
hætti vegna andstöðu þingsins við
leynilegar aðferðir, þ.á m. með því
að viðurkenna bráðabirgðastjórn
uppreisnarmanna. Hernaðarsér-
fræðingar stjórnarinnar telja þó
árangursríkast að koma aðstoð til
skila með leynilegum hætti.
Tveir drengir lifðu af
18 klst. vist á ísjaka
en félagi þeirra örmagnaðist og lést
Ósló, 19. febrútr. Frá Jtn Erik Lture,
frétltrittrt Mbl.
TVEIMUR þrettán ára gömlum
drengjum tókst í dag að bjarga sér
í land í Vallö við Túnsberg, eftir að
þeir höfðu lifað af 18 klukku-
stunda nístingskalda vist á ísjaka
á Oslóarfirði. Fjórtán ára gamall
félagi þeirra örmagnaðist og lést af
völdum kulda og vosbúðar.
Síðdegis daginn áður höfðu
drengirnir þrír farið út á ísinn
við Borre á Vestfold við
Óslóarfjörð. Allt í einu fór ísinn
að brotna upp. Þeir freistuðu
þess að hlaupa á milli jaka, en
breiðuna rak hratt lengra út á
fjörðinn. Þeir völdu sér stóran
ísjaka og settust þar í hnapp til
að reyna að halda á sér hita.
Sterkur straumur bar ísinn
áfram og um nóttina rak þá um
15 km í suðurátt. Héldu dreng-
irnir, að síðasta stund þeirra
væri upp runnin, þegar farþega-
skip fór hjá í aðeins 100 metra
fjarlægð. Öldurnar frá skipinu
brutu ísjakann þeirra í marga
hluta, og eftir stóðu þeir í kné-
djúpum sjó.
Þeir urðu holdvotir og fötin
frusu utan á þeim. Einn drengj-
anna varð nú mjög máttfarinn,
en félagar hans reyndu að halda
lífi í honum með þvi að hafa
hann á milli sín.
Allt í einu bar ísjakann i átt
að landi og stöðvaðist hann
ásamt mikilli jakabreiðu við
skör landfasta issins. Tveir
drengjanna sem enn voru uppi-
standandi hlupu nú á milli jaka
og alla leið til lands, en félaga
sinn, sem orðinn var örmagna,
lögðu þeir til á ísnum. Fóru
drengirnir nú eins hratt yfir og
fæturnir báru þá, þar til þeir
hittu fólk.
Allan daginn hafði drengj-
anna verið leitað. Helst var
haldið, að þeir hefðu drukknað,
en engum kom í hug, að þá hefði
rekið brott á ísjaka.
Drengirnir tveir, sem lifðu af
þessa þrekraun, hlutu nokkur
kalsár, en fengu í dag að fara
heim af sjúkrahúsinu, tiltölulega
vel á sig komnir.
Mannréttindanefnd í Varsjá:
Noregur:
Miklar stjórnarbreytingar í Suöur-Kóreu:
Drengirnir, sem komust Kfs af úr þrekrauninni á ísjakanum, Audun Korneliussen (Lv.) og Stian Hagevik, eru
hér í góóu yfirlæti á sjúkrahúsi. Þeir héldu, að öll von væri út, þegar farþegaskipið sigldí framhjá þeim.
Stjórnvöld sökuð
um yfirhylmingu
Nýr forsætisráð-
herra lofar umbótum
Seoul, 19. febrúar. AP.
LHO SHIN Yong tók formlega við Lho tók mið af kosningaúrslit-
sem nýr forsætisráðherra Suður-
Kóreu í dag og við það tækifæri lof-
aði hann auknum umbótum í átt til
frjálsræðis og lýðfrelsis.
Embættistakan fór fram daginn
eftir að Chun Doo Hwan forseti
gerði umfangsmiklar breytingar á
stjórn sinni. Skipti Chun um 13
ráðherra af 22 í stjórninni, viku
eftir þingkosningar, þar sem það
gerðist annars vegar að flokkur
forsetans, Réttlætisflokkurinn,
hélt örugglega velli, og hins vegar
að nýr og hispurslaus stjórnar-
andstöðuflokkur vann mikinn
kosningasigur og er annar stærsti
flokkur landsins að þeim loknum.
unum í ræðu sinni er hann sagði
að hann mundi gera sitt bezta til
að verk stjórnarinnar endurspegl-
uðu vilja kjósenda. Kvaðst hann
mundu leggja sig fram um að lýð-
ræði skyti rótum og að haldið yrði
stefnu forsetans til aukins frjáls-
ræðis.
Park Shil, talsmaður Nýja lýð-
ræðisflokks Kóreu, sagði að þrátt
fyrir breytingarnar vantaði fersk-
leika í stjórnina og stefnu hennar.
Dró hann í efa að einlægni fylgdi
áformum stjórnarinnar um
stefnubreytingar, eins og um væri
talað eftir kosningar og í ljósi úr-
slita þeirra.
VIÐ EIGUM NÚ BRENNIPENNA TIL
SKREYTINGA OG MERKINGA.
HABO,
heildverslun,
simi 15855.
Carrington lávaróur:
Geimvarnarannsóknir
eru bráðnauðsynlegar
Brussel, 19. febrúar. AP.
CARRINGTON lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins, sagði í dag að hann styddi heils-
hugar áætlanir Bandaríkjastjórnar
um að kanna hvort unnt er að koma
upp varnarkerfi gegn kjarnorku-
flaugum úti í himingeimnum.
1 viðtali sem haft var við Carr-
ington í aðalstöðvum NATO í
Brussel sagði hann, að það væri
„fáránlegt" af Sovétmönnum að
halda því fram, að væntanlegar
afvopnunarviðræður gætu engan
árangur borið ef Bandaríkjamenn
héldu áfram rannsóknum á varn-
arkerfi í geimnum. Kvaðst hann
raunar ekki vera sannfærður um
að unnt væri að koma slíkum
vörnum við en á hinn bóginn væri
mikilvægt að fá úr því skorið.
Sagði Carrington að það væri
„afar óskynsamlegt" af Banda-
ríkjamönnum að hætta við þessar
rannsóknir á sama tíma og Sov-
étmenn legðu ofuráherslu á þróun
geimvopna. „Bandaríkjamenn
fara hárrétt að með þessum rann-
sóknum. Ef við hefðum ekki að og
vöknuðum upp við það eftir fimm
ár að Sovétmenn hefðu tekið
frumkvæðið, þá er ég hræddur um
að Evrópumenn kenndu Banda-
ríkjamönnum um hvernig komið
væri,“ sagði Carrington.
Varsjá, 19. febrúar. AP.
Mannréttindanefnd í
Varsjá sakaði í dag stjórnvöld
um að hafa hagrætt réttar-
höldunum yfír morðingjum
kaþólska prestsins Popiel-
uszko með það fyrir augum að
hylma yfir með öðrum emb-
ættismönnum innanríkisráðu-
neytisins.
„Réttarhöldin fóru fr&m
við aðstæður, sem tryggðu
ekki að allur sannleikurinn
kæmi fram,“ sagði í tilkynn-
ingu frá samtökunum
„Borgaranefnd gegn of-
beldi". Var tilkynningin
undirrituð af 14 frammá-
mönnum Samstöðu í Varsjá
og andófsmönnum meðal
menntamanna en þeir bund-
ust samtökum um að fylgj-
ast með mannréttinda-
málum í Póllandi skömmu
eftir morðið á Popieluszko.
Pólsk stjórnvöld hafa lýst
þessa nefnd og aðrar sams
VERKFÆRA- OG
TÓMSTUNDAVERSLANIR
konar ólöglegar og hótað að
lögsækja félaga í þeim.
Varsjárnefndin segir að
sækja hefði átt til saka
a.m.k. þrjá aðra embættis-
menn í innanríkisráðuneyt-
inu, sem hefðu tekið þátt í
fundum þar sem umræðu-
efnið var séra Popieluszko
og hvernig best væri að
þagga niður í honum. Emb-
ættismennirnir, sem nefndir
voru á nafn í tilkynning-
unni, báru allir vitni í rétt-
arhöldunum.
„Réttarhöldin eru vissu-
lega einstæður atburður í
Póllandi og Austantjalds-
löndunum en þau eru engin
vísbending um að verulegar
breytingar séu í vændum,
ekki einu sinni að farið verði
að lögum í landinu, hvað þá
að frelsi fólksins verði auk-
ið,“ sagði í tilkynningu borg-
aranefndarinnar.