Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 31 Leynileg aðstod við Nicaragua: Reagan biður um stuðning Santa Barbara, 18. febrúar. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti berst nú fyrir því að þingið sam- þykki aukinn fjárhagsstuðning við uppreisnarmenn í Nicaragua og jafn- aði hann baráttu þeirra við frelsis- baráttu Bandaríkjamanna. í vikulegu útvarpsávarpi höfð- aði Reagan til almennings og bað hann að styðja sig í baráttunni fyrir auknum stuðningi við and- stæðinga sandinistastjórnarinnar. Hvatti hann kjósendur að leggja að þingmönnum að breyta fyrri ákvörðun og veita uppreisnar- mönnum í Nicaragua 14 milljóna dollara hernaðaraðstoð, sem fryst var í þinginu í fyrra. Leiðtogar á þingi, þ.á m. Rich- ard Lugar öldungadeildarmaður og formaður utanrikisnefndar, kjósenda telja ólíklegt að þingið samþykki frekari stuðning við andstæðinga sandinistastjórnarinnar. Reagan sagði uppreisnarmenn- ina vera bændur og búalið, kaup- menn og stúdenta og „þetta hug- rakka fólk á aðstoð skilið". Það væri í samræmi við hugsjónir Bandaríkjamanna að styðja þá sem berjast fyrir frelsi og lýðræði. Hefur stjórn Reagans haft til umræðu að styðja uppreisnar- menn í Nicaragua með öðrum hætti vegna andstöðu þingsins við leynilegar aðferðir, þ.á m. með því að viðurkenna bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna. Hernaðarsér- fræðingar stjórnarinnar telja þó árangursríkast að koma aðstoð til skila með leynilegum hætti. Tveir drengir lifðu af 18 klst. vist á ísjaka en félagi þeirra örmagnaðist og lést Ósló, 19. febrútr. Frá Jtn Erik Lture, frétltrittrt Mbl. TVEIMUR þrettán ára gömlum drengjum tókst í dag að bjarga sér í land í Vallö við Túnsberg, eftir að þeir höfðu lifað af 18 klukku- stunda nístingskalda vist á ísjaka á Oslóarfirði. Fjórtán ára gamall félagi þeirra örmagnaðist og lést af völdum kulda og vosbúðar. Síðdegis daginn áður höfðu drengirnir þrír farið út á ísinn við Borre á Vestfold við Óslóarfjörð. Allt í einu fór ísinn að brotna upp. Þeir freistuðu þess að hlaupa á milli jaka, en breiðuna rak hratt lengra út á fjörðinn. Þeir völdu sér stóran ísjaka og settust þar í hnapp til að reyna að halda á sér hita. Sterkur straumur bar ísinn áfram og um nóttina rak þá um 15 km í suðurátt. Héldu dreng- irnir, að síðasta stund þeirra væri upp runnin, þegar farþega- skip fór hjá í aðeins 100 metra fjarlægð. Öldurnar frá skipinu brutu ísjakann þeirra í marga hluta, og eftir stóðu þeir í kné- djúpum sjó. Þeir urðu holdvotir og fötin frusu utan á þeim. Einn drengj- anna varð nú mjög máttfarinn, en félagar hans reyndu að halda lífi í honum með þvi að hafa hann á milli sín. Allt í einu bar ísjakann i átt að landi og stöðvaðist hann ásamt mikilli jakabreiðu við skör landfasta issins. Tveir drengjanna sem enn voru uppi- standandi hlupu nú á milli jaka og alla leið til lands, en félaga sinn, sem orðinn var örmagna, lögðu þeir til á ísnum. Fóru drengirnir nú eins hratt yfir og fæturnir báru þá, þar til þeir hittu fólk. Allan daginn hafði drengj- anna verið leitað. Helst var haldið, að þeir hefðu drukknað, en engum kom í hug, að þá hefði rekið brott á ísjaka. Drengirnir tveir, sem lifðu af þessa þrekraun, hlutu nokkur kalsár, en fengu í dag að fara heim af sjúkrahúsinu, tiltölulega vel á sig komnir. Mannréttindanefnd í Varsjá: Noregur: Miklar stjórnarbreytingar í Suöur-Kóreu: Drengirnir, sem komust Kfs af úr þrekrauninni á ísjakanum, Audun Korneliussen (Lv.) og Stian Hagevik, eru hér í góóu yfirlæti á sjúkrahúsi. Þeir héldu, að öll von væri út, þegar farþegaskipið sigldí framhjá þeim. Stjórnvöld sökuð um yfirhylmingu Nýr forsætisráð- herra lofar umbótum Seoul, 19. febrúar. AP. LHO SHIN Yong tók formlega við Lho tók mið af kosningaúrslit- sem nýr forsætisráðherra Suður- Kóreu í dag og við það tækifæri lof- aði hann auknum umbótum í átt til frjálsræðis og lýðfrelsis. Embættistakan fór fram daginn eftir að Chun Doo Hwan forseti gerði umfangsmiklar breytingar á stjórn sinni. Skipti Chun um 13 ráðherra af 22 í stjórninni, viku eftir þingkosningar, þar sem það gerðist annars vegar að flokkur forsetans, Réttlætisflokkurinn, hélt örugglega velli, og hins vegar að nýr og hispurslaus stjórnar- andstöðuflokkur vann mikinn kosningasigur og er annar stærsti flokkur landsins að þeim loknum. unum í ræðu sinni er hann sagði að hann mundi gera sitt bezta til að verk stjórnarinnar endurspegl- uðu vilja kjósenda. Kvaðst hann mundu leggja sig fram um að lýð- ræði skyti rótum og að haldið yrði stefnu forsetans til aukins frjáls- ræðis. Park Shil, talsmaður Nýja lýð- ræðisflokks Kóreu, sagði að þrátt fyrir breytingarnar vantaði fersk- leika í stjórnina og stefnu hennar. Dró hann í efa að einlægni fylgdi áformum stjórnarinnar um stefnubreytingar, eins og um væri talað eftir kosningar og í ljósi úr- slita þeirra. VIÐ EIGUM NÚ BRENNIPENNA TIL SKREYTINGA OG MERKINGA. HABO, heildverslun, simi 15855. Carrington lávaróur: Geimvarnarannsóknir eru bráðnauðsynlegar Brussel, 19. febrúar. AP. CARRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, sagði í dag að hann styddi heils- hugar áætlanir Bandaríkjastjórnar um að kanna hvort unnt er að koma upp varnarkerfi gegn kjarnorku- flaugum úti í himingeimnum. 1 viðtali sem haft var við Carr- ington í aðalstöðvum NATO í Brussel sagði hann, að það væri „fáránlegt" af Sovétmönnum að halda því fram, að væntanlegar afvopnunarviðræður gætu engan árangur borið ef Bandaríkjamenn héldu áfram rannsóknum á varn- arkerfi í geimnum. Kvaðst hann raunar ekki vera sannfærður um að unnt væri að koma slíkum vörnum við en á hinn bóginn væri mikilvægt að fá úr því skorið. Sagði Carrington að það væri „afar óskynsamlegt" af Banda- ríkjamönnum að hætta við þessar rannsóknir á sama tíma og Sov- étmenn legðu ofuráherslu á þróun geimvopna. „Bandaríkjamenn fara hárrétt að með þessum rann- sóknum. Ef við hefðum ekki að og vöknuðum upp við það eftir fimm ár að Sovétmenn hefðu tekið frumkvæðið, þá er ég hræddur um að Evrópumenn kenndu Banda- ríkjamönnum um hvernig komið væri,“ sagði Carrington. Varsjá, 19. febrúar. AP. Mannréttindanefnd í Varsjá sakaði í dag stjórnvöld um að hafa hagrætt réttar- höldunum yfír morðingjum kaþólska prestsins Popiel- uszko með það fyrir augum að hylma yfir með öðrum emb- ættismönnum innanríkisráðu- neytisins. „Réttarhöldin fóru fr&m við aðstæður, sem tryggðu ekki að allur sannleikurinn kæmi fram,“ sagði í tilkynn- ingu frá samtökunum „Borgaranefnd gegn of- beldi". Var tilkynningin undirrituð af 14 frammá- mönnum Samstöðu í Varsjá og andófsmönnum meðal menntamanna en þeir bund- ust samtökum um að fylgj- ast með mannréttinda- málum í Póllandi skömmu eftir morðið á Popieluszko. Pólsk stjórnvöld hafa lýst þessa nefnd og aðrar sams VERKFÆRA- OG TÓMSTUNDAVERSLANIR konar ólöglegar og hótað að lögsækja félaga í þeim. Varsjárnefndin segir að sækja hefði átt til saka a.m.k. þrjá aðra embættis- menn í innanríkisráðuneyt- inu, sem hefðu tekið þátt í fundum þar sem umræðu- efnið var séra Popieluszko og hvernig best væri að þagga niður í honum. Emb- ættismennirnir, sem nefndir voru á nafn í tilkynning- unni, báru allir vitni í rétt- arhöldunum. „Réttarhöldin eru vissu- lega einstæður atburður í Póllandi og Austantjalds- löndunum en þau eru engin vísbending um að verulegar breytingar séu í vændum, ekki einu sinni að farið verði að lögum í landinu, hvað þá að frelsi fólksins verði auk- ið,“ sagði í tilkynningu borg- aranefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.