Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
59
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
íxmm
Aldarafmæli leik-
listar í Keflavík
Skúli Magnússon skrifar:
Um síðustu áramót voru liðin
eitt hundrað ár frá uppfærslu
fyrsta leikritsins í Keflavík. Af-
mælisins hefur ekki verið minnst
á neinn hátt, en rétt þykir mér að
minnast þessara tímamóta með
örfáum orðum.
Á níunda tug 19. aldar var leik-
list á íslandi enn í frumbernsku.
Leikskáld voru fá og aðstaða til
leiksýninga nánast engin.
Það var ekki tilviljun að Ný-
ársnóttin varð fyrir valinu til sýn-
inga í Keflavík um áramótin
1884—85. Þá var nýkominn til
Keflavíkur ungur héraðslæknir, sá
fyrsti með aðsetur í þorpinu.
Hann hét Þórður Thoroddsen (f.
1856, d. 1939), sonur þjóðskáldsins
frá Leirá, sem samdi söguna um
mann og konu, fyrstu nútíma-
skáldsögu á íslandi. Þórður var
bróðir þeirra Skúla sýslumanns og
Þorvalds jarðfræðings. Þórður var
kvæntur Önnu, dóttur Péturs
Guðjónssonar organleikara í
Reykjavík (aðalupphafsmanni
tónlistar þar í bænum), og hann
var svili Indriða Einarssonar
skálds, sem var giftur Mörtu
Maríu Pétursdóttur.
Indriði samdi Nýársnóttina
skömmu eftir 1870. Efni hennar er
alkunnugt, sótt í þjóðsögur og
greinir frá samskiptum álfa og
manna. Þrátt fyrir veika byggingu
er leikritið eitt af öndvegisverkum
íslenskra leikbókmennta. Þrungið
miklum áhrifum þjóðernisróm-
antíkur, enda samið fyrir áhrif frá
þeim Sigurði málara og Jóni
Árnasyni þjóðsagnasafnara. Á
næstu árum var Nýársnóttin sýnd
víða um land ásamt Skugga-Sveini
Matthíasar Jochumssonar. Þessir
leikir komast næst því að teljast
íslenskir þjóðleikir — og almenn-
ingseign.
Fátt er nú vitað um þessa fyrstu
leiksýningu í Keflavík. Einungis
nokkur atriði í grein Mörtu Val-
gerðar Jónsdóttur í janúarblaði
Faxa 1955. Hefði Marta ekki skrif-
að greinina væru engar heimildir
til um sýninguna. Hennar virðist
hvergi getið í fréttablöðum frá
þessum tíma. Engar heimildir eru
um leiksýningar danskra kaup-
manna í Keflavík, en vitað er að
þeir léku stundum smáleiki, t.d. í
Reykjavík, snemma á 19. öld.
Þórður var írumkvöðull sýn-
ingarinnar ásamt Önnu konu sinni
og leiðbeindu þau leikendum.
Leikurinn var sýndur í vöru-
geymsluhúsi, sem stóð þar sem nú
er hús Eyjólfs Asbergs (gegnt Vík-
urbæ við Hafnargötu). Þar er nú
Ijósmyndastofan Nýmynd. Fyrir
sýninguna var slegið upp sviði og
bekkir smíðaðir. Hlutverk eru
mörg í Nýársnóttinni, en ekki
mundi Marta eftir öllum leikend-
um, aðeins örfáum.
Áslaugu álfkonu lék Stefanía
Stefánsdóttir frá Vatnsnesi við
Keflavík. Hún giftist seinna séra
Arnóri Árnasyni presti í Trölla-
tungusókn í Strandasýslu. Hann
var kennari í Keflavík er leikurinn
var sýndur. Lék í leikritinu en
ekki mundi Marta hlutverk hans.
Guðrúnu bóndadóttur lék Sig-
ríður Jónsdóttir, fósturdóttir Stef-
aníu á Vatnsnesi.
Gvend snemmbæra lék Guð-
mundur Hannesson, síðar íshús-
stjóri. Guðrún Þorkelsdóttir kona
hans lék Siggu vinnukonu. Guð-
mundur Hannesson kom síðar
mjög við sögu Góðtemplararegl-
unnar í Keflavík, lék í mörgum
leikritum og söng í kórum. Hafði
góða söngrödd. En Keflvíkingar
ættu ekki síst að minnast hans, sem
upphafsmanns kvikmyndasýninga í
Keflavík. Á árunum 1915—16
sýndi hann fyrstu kvikmyndirnar
hér, sennilea í góðtemplarahúsinu,
sem seinna hét Skjöldur. Það
brann 1935. Um tíu árum síðar
sýndi Elínmundur Ólafs bíómynd-
ir í gamla þurrkhúsinu, sem Hans
Duus lét byggja 1877. Það stendur
út við slipp.
Sýningin á Nýársnóttinni vakti
mikið umtal og fólk kom úr næstu
byggðum til að sjá hana. Til dæm-
is fóru foreldrar Mörtu V. Jóns-
dóttur til Keflavíkur til að sjá
sýninguna, en þau bjuggu innar-
lega á Vatnsleysuströnd.
Marta, sem fædd var 1889 (d.
1969), heyrði oft foreldra sína og
annað eldra fólk minnast þessarar
leiksýningar með innileik og gleði.
Þannig gat ein leiksýning yljað
fólki árum saman, en þá var lítið
um skemmtanir, og svona sýning
meiri viðburður en ella.
Allt frá 1970 hef ég safnað efni í
leiklistarsögu Keflavíkur, aðallega
úr prentuðum heimildum. Enn
vantar mig vitneskju þar um, ekki
síst þá, sem geymd er í minni
manna. Ennfremur gamlar ljós-
myndir frá leiksýningum. Vænt
þætti mér um ef gamlir Keflvík-
ingar heima og heiman, sem
bygKju yfír einhverju um leiksýn-
ingar, og teldu það markvert, létu
mig vita í síma 92-2067.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga
til fostudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér I
dálkunum.
Þessir hringdu . . .
Sendið ekki
börn að
kaupa tóbak
Olafur Björnsson, formaður
Félags matvörukaupmanna,
hringdi:
Að gefnu tilefni vildi ég að
eftirfarandi kæmist á fram-
færi sem ábending til foreldra
o.fl. Þannig er, að með tilkomu
hinna nýju laga um tóbaks-
varnir sem gengu í gildi um
áramótin, er nú óheimilt að
selja börnum yngri en 16 ára
tóbak. Þó kemur það fyrir æ
ofan í æ, að foreldrar senda
börn sín út í búð með miða sem
á stendur að viðkomandi hafi
leyfi til að kaupa tóbak.
Málið er, að það nægir ekki,
okkur er alls óheimilt að selja
börnum tóbak, hvernig sem er
í pottinn búið. Því vil ég biðja
fólk að senda börn yngri en 16
ára ekki út í búð að kaupa tób-
ak, því að þau lenda bara í
vandræðum út af því.
Þá vil ég bæta því við, að
mér finnst lögin um tóbaks-
varnir ekki nógu vel kynnt al-
menningi, sbr. ofangreint.
Vonandi verða gerðar úrbætur
á því.
Með vinsemd.
Tímabærar
tillögur
Kristinn Björnsson sálfræðingur
hringdi:
Ég vil þakka Gunnari G.
Schram alþingismanni fyrir
grein hans í Morgunblaðinu mið-
vikudaginn 6. febrúar, og taka
undir tillögur hans. Þar var
fyrst lögð áhersla á að bæta kjör
launþega með því fyrst og
fremst að lækka beina skatta. I
öðru lagi að bæta úr því órétt-
læti að verðtryggja íbúðarlán
þannig að afborganir hækki
meira en almenn laun og loks
nauðsyn breyttrar stefnu í land-
búnaðarmálum, afnám niður-
greiðslna og útflutningsuppbóta.
Vonandi fylgir Gunnar þess-
um hugmyndum eftir og fær
þingmenn og ríkisstjórn til að
koma þeim í framkvæmd.
Öllum þeim er sýndu mér vinsemd og sendu
mér hlýjar kvedjur á 90 ára afmælisdegi
mínum þakka ég hjartanlega.
Einar Erlendsson
frá Vík.
Þakka innilega borgarstjóranum í Reykjavík,
Augnlækningafélaginu, hinum mörgu
lœknum, vinum og vandamönnum sem glöddu
mig á afmælisdaginn minn 8.febrúar s.l. meö
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum.
LifiÓ heil
Kr. Sveinsson
augnlæknir.
Viltu bjóða gestum þínum
gott brauð?
Snittur — brauðsneiðar
af öllum stærðum og gerðum.
Okkar brauð eru ööruvísi.
Seljum út — sendum heim.
Hringdu í síma 11440.
Hótel Borg
Norskur 1. deildar handbolti
Langar þig til að reyna þig sem leikmaður/þjálf-
ari með norsku 1. deildar liði karla.
Kragerö Idretsforening leitar að leikmanni með
reynslu sem þjálfari úr íslenzkum topphandbolta,
sem gerast vildi leikmaður/þjálfari í norskum
handbolta.
Við munum útvega atvinnu og húsnæði.
Kragerö er yndislegur bær á suðurströnd Noregs.
Góð íþróttaaðstaða og góð kjör.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ásmundsson
í símum 91-36165 og 91-27222.
KRAGERÖ IDRETSFORENING
KRAGERÖ - NOREGI
VIÐ BjÓÐUM ÞÉR
AÐEINS ÞAÐ BESTA.
Hrácfnið scm við notum cr ávallt það bcsta
scm fáanlcgt cr hvcrju sinni, cnda cr það
forscnda þcss að hægt sc að clda góðan mat.
Matscðillinn cr fjölbrcyttur, starfsfólkið
lipurt og húsakynnin notaleg.
Mcð útsjónarscmi og ákvcðinni scrhæfingu
tckst okkur að halda vcrðinu niðri.
Stcfna okkar cr og vcrður að veita góða
þjónustu og bjóða þcr aðcins það bcsta í mat
og drykk.
Opið alla daga frá kl. 11 :(K)-23:30.
orfoti
E
E
X
VEITINGAHÚS
AMTMANNSSTÍG I RFYKJAVÍK SÍMI 91-I.VW