Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR Kennaradeilan: Kjaradómur fallinn — sér- kjarasamningar taka við „ÉG VEIT ósköp vel að kennarar fá smánarlaun, en ég hef mestar áhyggjur af náminu. Ég tek stúdentspróf ( vor og það gæti haft slæmar afleiðingar ef það dregst, vegna þess að ég hef áhuga á að komast í erlendan háskóla," sagði piltur í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, þegar hann var inntur álits á uppsögnum kennara í framhaldsskólum. starfsmenn), einn fulltrúi fjár- málaráðuneytis og að auki störf- uðu tveir menn með nefndinni. Nefndin fór þess á leit við Hag- stofu íslands, að gerð yrði könnun á launagreiðslum fyrirtækja utan ríkiskerfisins. Fastar greiðslur til háskólamenntaðra starfsmanna, fyrir utan bifreiðastyrk og yfir- vinnu, reyndust vera um 40 þús- und krónur á mánuði að meðal- tali, en laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eru að jafnaði rúmar 23 þúsund krónur á mán- uði. Mánaðarlaun menntaskóla- kennara eftir 18 ára starfsaldur eru rúmar 28 þúsund krónur. Kennarar benda á, að árið 1972 hafi krónan verið jafngild og hún er nú og hafi mánaðarlaun þess- ara kennara þá verið um 40 þús- Flestir nemendur, sem rætt var við, studdu kröfur kennara sinna um bætt kjör, en greinilegt var að stúdentsefni höfðu þyngstar áhyggjur af framtíðinni. „Okkur finnst aðgerðir kennara skiljan- legar, en þessi árstími er hrika- lega slæmur. Það hefði verið betra ef þetta hefði verið fyrr, þá hefði verið auðveldara að bæta sér upp tapið," sagði mennta- skólastúlka. „Auðvitað hugsa nemendur mest um það hvað þessi stöðvun hefði í för með sér fyrir þá,“ sagði skólafélagi hennar. „Kennarar hugsa jú líka um eigið skinn.“ Nemendur framhaldsskól- anna hafa hvatt ríkisvaldið til að vinda bráðan bug á lausn málsins, svo fyrir námi þeirra sé ekki tafið. Kennarar í Hinu íslenska kenn- arafélagi hafa sagt störfum sín- um lausum frá og með 1. marz næstkomandi. Menntamálaráðu- neytið tók þá ákvörðun fyrir skömmu að framlengja uppsagn- arfrest kennaranna til 1. júní, en kennarar segjast varla hlíta þeim úrskurði. Ef svo fer eru allar líkur á að starfsemi framhaldsskólanna lamist um næstu mánaðamót. Af viðtölum við nemendur skólanna er ljóst að þeir hafa þungar áhyggjur af áhrifum uppsagn- anna á skólahald, enda stöðvast skólarnir í annað sinn á þessu námsári ef kennarar ákveða að leggja niður störf. Rúmlega 440 kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi hafa sagt störfum sínum lausum og eru það um 70% framhaldsskólakennara i félaginu. Kennarar þessir kenna flestir í fjölbrauta- og mennta- skólum. Ástæða uppsagnanna er mikil óánægja kennara með kjör sín og segjast þeir hafa dregist langt aftur úr mönnum með sam- bærilega menntun á almennum vinnumarkaði. Einnig segja þeir, að samanburður við kjör kennara á hinum Norðurlöndunum sýni hve lágt kennarastarfið sé metið hér á landi. Kennarar segja samningsstöðu sína mjög veika, því þeir þurfi að byggja á Kjaradómi, ef ekki næst samkomulag. Samkomulag náist sjaldnast, en Kjaradómur eigi að dæma þeim laun eftir því hver þau séu á almennum markaði. Þeir segja, að Kjaradómur hafi hins vegar alltaf farið eftir launa- taxta, sem sé auðvelt að ganga fram hjá á almennum markaði með föstum yfirvinnugreiðslum og öðrum fríðindum. Þannig séu kennarar í reynd með miklu lægri laun en aðrir, jafnvel þótt launin séu svipuð á pappírunum. Úr- skurður Kjaradóms hinn 16. febrúar sl. breytti hins vegar launatöflu verulega og eru sér- kjarasamningar nú að komast á fullt skrið. Laun kennara í tengslum við gerð aðalkjara- samnings fyrir ári var gert sam- komulag um samanburðarnefnd, sem gera skyldi könnun á launa- kjörum háskólamanna hjá ríki og á einkamarkaði. í nefnd þessari áttu sæti þrír fulltrúar BHM (Bandalag háskólamanna — ríkis- Framhaldsskólakennari kennir að meðaltali 29,2 kennslustundir á viku og utan kennslustunda vinn- ur hann að meðaltali 30 'k klst. á viku. Meirihluti fylgjandi uppsögnum Á þingi Hins íslenska kennara- félags í júní 1984 var stjórn fé- lagsins falið að kanna hug félags- manna til uppsagna. { könnun- inni, sem framkvæmd var sl. haust kom í ljós, að meirihluti fé- lagsmanna var þvi fylgjandi að segja upp störfum frá og með 1. marz næstkomandi, þegar samn- ingar Launamálaráös BHM (BHMR) og einstakra félaga eru lausir. Þáttur menntamála- ráðuneytis Menntamálaráðuneytið sendi HÍK bréf 5. febrúar, þar sem Heimild til framlengingar Menntamálaráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, hefur sagt, að hlíti kennarar ekki ákvörðun um framlengingu uppsagnarfrests séu þeir tvímælalaust að brjóta lög, því skýr ákvæði séu í lögum um heimild ráðherra til að fram- lengja frestinn. Lagagrein sú er ráðherra bygg- ir ákvörðun sína á er 15. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar segir m.a.: „Nú vill starfsmaður beiðast lausnar og skal hann þá gera það skriflega og með 3ja mánaða fyrirvara ... Skylt er að veita lausn ef hennar er löglega beiðst. Þó er óskylt að veita starfs- mönnum lausn frá þeim tíma sem beiðst er ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein að til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa ef beiðni hvers um sig væri und krónur. Þeir hafi því greini- lega dregist verulega aftur úr öðr- um stéttum. Samningsaðili kennaranna, fjármálaráðuneytið, segir fullyrð- ingu þessa styðjast við óréttmæt- an samanburð talna, sem eigi sér gjörólíkar forsendur. Könnun Hagstofu íslands nái einungis til þeirra sem eru í fullu starfi og inn í þessar tölur séu ekki teknar ýmsar yfirvinnugreiðslur, sem greiddar séu til ríkisstarfsmanna af öðrum aðila en launadeild fjár- málaráðuneytisins. Einnig sé miðað við laun fyrir dagvinnu og heildargreiðsiur á víxl, eftir því sem best henti hverju sinni. Enn fremur telur fjármálaráðuneytið að í könnun Hagstofunnar hafi skipting kynja í störf ekki verið raunhæf og gefi það ranga mynd af iaunum. Loks segir, að skipting eftir menntun í könnun Hagstof- unnar sé öðru vísi en skipting eft- ir menntun hjá ríkinu og séu þess- ir hópar ekki sambærilegir. Vinnuálag í könnun, sem dr. Þórólfur Þórlindsson hafði umsjón með og gerð var á vegum Bandalags kennarafélaganna sl. haust, kom ennfremur í ljós, að um 45% framhaldsskólakennara vinna allt að 10 klst. á viku við önnur launuð störf en kennslu og tæp 90% þeirra tilgreindu fjárhagsástæður sem aðalástæðu. Um 75% kenn- ara vinna að undirbúningi kennslu að % hlutum eða að öllu leyti heima hjá sér og störf þeirra utan kennslustunda eru að % hlutum unnin um kvöld og helgar. spurt var hvort aðgerðir ráðu- neytisins til að þoka áfram mál- um kennara breyttu afstöðu fé- lagsins til uppsagna félagsmanna. Aðgerðir þessar voru undirbún- ingur frumvarps um löggildingu starfsheitis kennara, viðræðu- nefnd um endurmat á kennara- starfinu og að menntamálaráðu- neytið kæmi því til leiðar að sérkjaraviðræður gætu hafist, eins og HÍK óskaði eftir. í svari HÍK kom fram, að félag- ið mæti mikils frumkvæði ráðu- neytisins. Ekki kom fram í svar- bréfi félagsins að aðgerðir þessar breyttu afstöðu kennara til upp- sagna og bentu kennarar á, að nefndir þær, sem fjölluðu um löggildingu starfsheitis og endur- mat á kennarastarfinu hefðu ekki lokið störfum og því hefðu félag- inu ekki borist tillögur frá stjórn- völdum um leiðréttingu á kjörum kennara. Varðandi fundi um sér- kjarasamninga sagði HÍK, að engin tillaga hefði komið frá fjár- málaráðherra um leiðréttingu á kjörum kennara, en í greinargerð ríkisvaldsins fyrir Kjaradómi kæmi fram, að engra leiðréttinga að kalla væri að vænta. HÍK segir það ótvírætt svar til félagsins. Menntamálaráðherra kvaðst harma afstöðu HlK, en ráðuneyt- ið líti á það sem meginskyldu sína að halda uppi eðlilegu skólastarfi í landinu. Því sendi ráðuneytið bréf 11. febrúar til allra kennara, sem beiðst höfðu lausnar og til- kynnti þeim, að uppsögn þeirra yrði ekki samþykkt fyrr en 1. júní næstkomandi. Hvenær sem er fram að þeim tíma væri unnt að draga lausnarbeiðnirnar til baka. veitt. Getur stjórnvald þá ákveðið lengri frest, allt að 6 mánuðum.“ Fyrstu viðbrögð kennara við yf- irlýsingu menntamálaráðherra um framlengingu voru þau að telja ólöglega að framlengingu staðið. Þeir vísuðu til álitsgerðar Arnmundar Backman lögfræð- ings, sem dregur í efa að mennta- málaráðherra geti beitt rétti sín- um svo seint. Stjórnvald ætti að tilkynna ákvörðun sína um fram- lengingu án ástæðulauss dráttar, enda hefði átt að vera Ijóst í upp- hafi hvort til auðnar mundi horfa. Ráðherra taldi hins vegar fráleitt að hún gæti ekki beitt þessum rétti hvenær sem væri, enda væri enginn frestur tilgreindur í lögun- um og það hefði oftlega komið fram að hún myndi beita réttin- um ef málin leystust ekki. í bréfi sínu til kennara benti menntamálaráðherra á að í um- boði því, er kennarar gáfu HÍK til að leggja uppsögn þeirra fram og draga hana til baka ef svo væri ákveðið, stæði m.a. að kennarar muni ekki hlíta framlengingu uppsagnarfrests ef til þess kæmi, heldur standa við uppsögnina frá og með 1. marz. Ákvæði þetta tel- ur menntamálaráðuneytið ógilt að lögum. Samningafundir Hið íslenska kennarafélag hélt fund með samninganefnd ríkisins 1. febrúar um sérkjarasamning félagsins. Eftir fundinn sagði formaður samninganefndarinnar, Indriði H. Þorláksson, að engin ástæða virtist til frekari fundar- halda, enda teldu kennarar engin efni í frekari umræður. Forystu- menn kennara héldu því hins veg- ar fram, að ummæli Indriða væru áróður gegn stéttinni til að sýna fram á ósveigjanleika hennar. Kennarar væru ætíð fúsir til við- ræðna. HÍK sendi bréf til samninga- nefndar ríkisins 12. febrúar sl. og óskaöi eftir samningafundi til að flýta fyrir gerð sérkjarasamnings. í bréfinu segir, að óskað sé eftir viðræðum um það, hvernig breytt ákvæði um starfsaldur tengjast gildandi sérkjarasamningi félags- ins og er þá miðað við að Kjara- dómur fallist á kröfu BHMR, eða að rætt verði um tilboð samninga- nefndar ríkisins um leiðréttingu á kjörum kennara, miðað við að Kjaradómur fallist á kröfu samn- inganefndarinnar um óbreytta launatöflu. Fundur þessi var haldinn föstudaginn 15. febrúar, og sagði formaður HÍK hann hafa verið gagnlegan, en engin tilboð hefðu borist frá fjármálaráðu- neytinu. Formaður samninga- nefndar ríkisins sagðist efa að samningar tækjust fyrir 1. marz, en treysta yrði því að menn færu að lögum. Næsti fundur samningsaðila var í gær, þriðjudag, og má ætla að nú komist skriður á málin, því dómur Kjaradóms féll á laugar- dag. Kröfur kennara Eins og áður sagði dæmir Kjaradómur um aðalkjarasamn- ing Launamálaráðs. Kennarar gerðu kröfu um verulegar breyt- ingar á launatöflu og enn fremur að starfsmenn færist mun hraðar á milli launaflokka en nú er. Þannig var t.d. í kröfu þeirra gert ráð fyrir því, að hæstu launum væri náð eftir 13 ára starfsaldur í stað 18 ára nú. Samkvæmt úrskurði Kjara- dóms á laugardag er búinn til nýr launastigi, sem meðlimir BHM raðast í eftir væntanlegum sér- kjarasamningum. Engin ákvæði eru í dómnum um beinar kaup- hækkanir, en neðstu þrep launa- stigans eru felid brott og launa- þrepum fjölgað og þeim breytt. Kjaradómur viðurkennir, að með- allaun háskólamanna við störf annars staðar en hjá ríki séu hærri og launastigi samningsins veiti svigrúm til að taka tillit til sjónarmiða BHM um viðmiðun við kjör háskólamenntaðra manna annars staðar en hjá rík- inu við röðun starfsheita í laun- aflokka. I dómsorði segir m.a.: „Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja verður samt að álykta, að gildar ástæður séu til að taka launakerfi háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna til endurskoðun- ar.“ „Menntamálaráðherra stód við orð sín“ Formaður HlK, Kristján Thorl- acius, sagði, eftir að dómur Kjaradóms féll, að nú væri hægt að fara að ræða málin hreint út. „Það er augljóst að menntamála- ráðherra stóð við orð sín um að flýta fyrir málum og hefur þrýst á Kjaradóm. Það ber að þakka,“ sagöi formaðurinn. Hann sagði engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um að draga uppsagnir kenn- ara til baka, enda væru samn- ingamálin enn óskrifað blað. Miðaö við kannanir er ljóst, að framhaldsskólakennarar hafa mun lægri laun en tíðkast hjá há- skólamenntuðu fólki, sem starfar á almennum markaði. Hins vegar eru mjög skiptar skoðanir á því hvort sú ákvörðun kennara að leggja niður störf um næstu mán- aðamót sé réttmæt. Verulegar truflanir verða á námi fram- haldsskólanema og þótti vist mörgun nóg um þegar þessir sömu skólar voru lokaðir í verk- falli BSRB í haust. Nemendur hafa þungar áhyggjur af stöðu mála og kennarar játa aö þessi ákvörðun þeirra komi að sjálf- sögðu niður á þeim. „Þessi tími, 1. marz, var að sjálfsögðu valinn vegna þess þrýstings sem þá myndi verða á stjórnvöld um að leysa málin og ef framlenging uppsagnarfrests væri tekin til greina, þá er þetta vopn auðvitað snúið af okkur," sagði Kristján Thorlacius, formaður HÍK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.