Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 25 mína innilegustu samúð svo og sk.vldfólki öllu. Megi tíminn græða þessi stóru sár. Þröstur Sverrisson ,Svo ungur varstu, er hvarfstu á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljðtt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga síðan.“ (Tómas Guðmundsson) Það er erfitt að trúa þeirri sorglegu fregn að Fannar og bróð- ir hans, Brynjar, séu dánir. Fannar var elstur fjögurra systkina. Hann var góður og dug- legur drengur, sem hafði ríka ábyrgðartilfinningu. Eg kynntist Fannari fyrst haustið 1983, þegar ég tók á móti 7 ára bekk í Öldutúnsskóla. Fannar var þá nýfluttur í hverfið og þekkti fá bekkjarsystkini sín, en hann var fljótur að kynnast þeim og varð brátt eftirsóttur félagi. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með á því sviði, einkum fótboltanum. Hann tók þátt í öllum leikjum með bekkjarfélögunum í frímínútum, en ef um fótbolta var að ræða, þá tók hann fótboltann fram yfir aðra leiki enda var Fannar ómiss- andi í liðið. Fannar hafði ekki bara áhuga á íþróttum. Hann var afskaplega jákvæður, áhugasamur og iðinn nemandi. Það var ósjaldan að hann tók lærdóminn fram yfir annað, ef um það var að velja. Hann hafði jákvæð áhrif á þá, sem voru 1 kringum hann. Hann lét ekkert trufla sig við vinnuna, en ef honum fannst sessunautarnir ganga of langt, þá sussaði hann á þá og það dugði oftast, því hann var virtur af bekkjarfélögunum. Fannar hafði góða kímnigáfu og stundum heyrðust frá honum hnyttin tilsvör eða innskot. Hann virtist hafa gott lag á að koma öðrum í gott skap með því að slá á léttari strengi. Við söknum Fannars öll, bekkj- arsystkini og kennarar. Inniiegar samúðarkveðjur til ykkar, Jóna Dóra og Guðmundur Árni og aðrir aðstandendur. Ég bið þess að góður Guð styrki ykkur. Guð blessi minningu Fannars og Brynjars. „Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð í faðmi þínum." (Hallgrímur Pétursson) Guðrún Guönadóttir í febrúar 1984 tók til starfa nýr leikskóli í Hafnarfirði. í hópi þeirra barna er fyrst komu til leiks og starfa var Brynjar Freyr Guðmundsson, sem nú svo skyndi- lega er burt kallaður, ásamt eldri bróður sínum, Fannari Karli, sem Brynjar leit svo mikið upp til og dáðist að. Það er sorgleg staðreynd að slíkir voðaatburðir geti gerst, en slysin gera ekki boð á undan sér og við verðum að horfast í augu við ískaldan raunveruleikann. Brynjar Freyr var einstaklega ljúfur drengur sem öllum hlaut að þykja vænt um. Hann var hægur og prúður og tranaði sér aldrei fram. Litlu leikfélagarnir sóttust eftir að hafa hann í leikjum sínum, því sjaldnast kom til árekstra, ef hann var með. Hann lét þó ekki aðra ráðskast með sig, hafði sínar eigin meiningar sem hlustað var á, þó hann hefði ekki hátt. Öllum þótti gott að vera í návist hans. Við hér í Smáralundi þökkum fyrir árið sem við fengum að njóta með honum. Við geymum minn- inguna um góðan dreng. Guð styrki foreldrana, systkini og ástvini alla. Blessuð veri minning bræðr- anna Brynjars Freys og Fannars Karls. Nú legg ég augun aftur 6 guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Starfsfólk og börn í Smáralundi Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Mál nr. 14: Tillaga til þingsályktun- ar um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesj- um, 202. mál 107. löggjafar- þings. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags íslands. Mál nr. 15: Frumvarp til laga um selveiðar við Ísland, 210. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags ís- lands. Mál nr. 16: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50 1. júní 1984 um Lífeyrissjóð bænda, 237. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfé- lags íslands. Mál nr. 17: Tillaga til þingsályktun- ar um varnir gegn fisksjúkdóm- um í fiskeldisstöðvum og vötn- um, 271. mál 107. löggjafar- þings. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags íslands. Mál nr. 18: Tillaga til þingsályktun- ar um rétt skil afurðasölufyr- irtækja til bænda, 280. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags Islands. Mál nr. 19: Erindi stjórnar Búnaðar- félags Íslands um, hvernig minnast megi 150 ára afmælis búnaðarfélagsskaparins árið 1987. Mál nr. 20: Erindi Hjalta Gestsson- ar, Jóns Ólafssonar, Jóns Krist- inssonar og Júlíusar Jónssonar um könnun á vissum ákvæðum umferðarlaga. Mál nr. 21: Erindi Hjalta Gestsson- ar, Jóns Ólafssonar, Jóns Krist- inssonar og Júlíusar Jónssonar um kjötmat. Mál nr. 22: Erindi Búnaðarsambands Suðurlands um heyverkunar- mál. Mál nr. 23: Erindi Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga um fisk- rækt. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags Íslands. Mál nr. 24: Erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar um samræmda heildarendurskoðun laga um- málefni landbúnaðarins. Mál nr. 25: Erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar um sauðfjárbaðan- ir. Mál nr. 26: Erindi búnaðarþings- fulltrúa af Suðurlandi um fiski- rækt. Loksins!!! Komiö til móts við íslenska neytendur impex HAFNARQATA 32, II. HÆO BOX 36 - 230 KEFLAVlK SlUI (02)4344 - (02)4346 impex tif. flytur inn þrumugóðar danskar hreinlætisvörur, með íslenskum leiðbeiningum, staölaðar skv. danskri heilbrigðislöggjöf. Eru börn á heimilinu!!! Hver hefur ekki fylgst með sjónvarpsþáttum, útvarpserindum og baráttu félagssamtaka fyrir öryggi á heimilum? Hefur heimili þitt efni á því að vera án -seríunnar??? sem veitir þér ekki aðeins upplýsingar um efnisinnihald og notkun, — heldur einnig hvernig bregðast skuli viö, ef sum þessara efna eru tekin inn í ógáti eöa lenda í augum. Baráttumál neytenda í áraraðir að fá íslenskan texta á vandmeðfarnar erlendar vörur. Hér færðu ósk þína uppfyllta, — hefur heimili þitt efni á því að vera án » -SERÍUNNAR??? _______^ ____________________________________ ------ gest —— ------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.