Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Þrumur og eldingar
— eftir Orra
Vigfússon
Nú stendur yfir samkeppni í
fluguhnýtingum. Hún er öllum
opin og má senda inn nýjar teg-
undir í hvaða gerð sem er eða
hnýta hina hefðbundnu flugu
Þrumur og eldingar. Orri Vig-
fússon var beðinn að skrifa um
þessa frægu flugu.
Uppruni og rómantík
Ýmsir gætu haldið að fluga
sem ber annað eins nafn, gæti
varla boðað gott. En eins og svo
margt af sama kyni, er ekki laust
við að hún sé æsandi og bjóði af
sér þokka sem á rætur sínar að
rekja til írlands. Uppruni hennar
er þó eitthvað á reiki og er hún
sennilega skosk þó að írar eigi
sinn þátt í gerð hennar. Flugan er
afburða falleg og nýtur sín auðvit-
að best sem fullklædd fjaðrafluga.
Litasamsetningin eru leiftrandi
jarðbundnir brúnir tónar þar sem
í gegn glittir rauðgult og skeggið
er blátt.
Fram að lokum 18. aldar eru
flugur mjög einfaldar og lítt
spennandi í litum. Má búast við að
laxinn hafi þá enn verið óspilltur
af öllu því eftirlæti sem honum er
sýnt nú til dags. Flugur voru mest
hnýttar með fjöðrum af stokkönd
sem skotin var í febrúar eða mars,
helst af eldri stegg. Þá var einnig
notast við fjaðrir af kalkún í svip-
uðum litum. Hugmyndaflugið að
allri litadýrðinni kviknar svo á
frlandi í upphafi nítjándu aldar.
Þar er t.d. byrjað að nota gullfas-
an við flugugerð við ána Shannon
og silki er notað við gerðina við
ána Erne.
Rómantíska tímabilið í flugu-
hnýtingum byrjar síðan í Skot-
landi um og eftir miðja öldina,
þegar Viktoría drottning fór með
völd. Veldi hennar teygði sig allt
til Indlands og ekki ólíklegt að
mikið af hinu fjölbreytta fugla-
úrvali sem er á Indlandi hafi bor-
ist til baka með breskum skipum.
Flugugeröarmenn
á 19. öld
Þrír af frægustu hnýturum
Breta á 19.öld voru þeir William
Blacker, Jock Scott og James
Wright. William Blacker var írsk-
ur en flutti til London um miðja
öldina og flutti sennilega með sér
alla litadýrðina. Hann opnaði
veiðarfæraverslun í Soho (54,
Dean Street) og voru því hinar lit-
skrúðugu flugur hans í verðugum
félagsskap. Flugur hans voru þó
fullklæddar og hefur hann ekki
látið kvennafansinn í hverfinu
hafa of sterk áhrif á sig við flugu-
gerðina, þvi léttklæddar hárflugur
koma miklu síðar til sögunnar.
Jock Scott var skoskur og hann
hannaði fluguna sem ber nafn
hans á leið sinni til Noregs. Þessi
fluga hans varð mjög fljótt víð-
fræg enda er hún í einstaklega fal-
íegum iiibrigöum. Hún er senni-
lega frægust allra laxaflugna og
velti af stað gullaldartímabili í
breskri flugugerð. Ekki gátu allir
fengið þau fágætu efni sem þurfti
við gerð þessarar flugu svo ein-
Orri Vigfússon.
„Hugmyndaflugið að
allri litadýrðinni kvikn-
ar svo á Irlandi í upp-
hafi nítjándu aldar. Þar
er t.d. byrjað að nota
gullfasan við flugugerð
við ána Shannon og silki
er notað við gerðina við
ána Erne.“
faldari gerðir komu í ljós svo sem
„Akroyd“ sem var kölluð „Jock
Scott fátæka mannsins".
„Silver Vilkinson" eða bara
„Vilkinson" sér dagsins ljós á
sama tíma, en hún var fyrsta flug-
an sem hnýtt var með silfurlegg.
„Silver Grey* kemur fljótlega í
kjölfarið en hún er sögð hönnuð af
James Wright. Whrigt bjó um
langan aldur í Sprouston við
Tweed og er hann einmitt sagður
hönnuður að „Þrumum og elding-
um“ og einnig að „Black Doctor“-
flugunni.
Jungle Cock
„Þrumur og eldingar" er ekki
mjög flókin fluga. Hún er t.d. ekki
með giftan væng sem kallað er
þegar mismunandi litum er bland-
að saman í undirvæng. Miðpunkt-
urinn á henni er auðvitað „Jungle
Cock“-kinnarnar sem farið er að
nota í flugur um 1840—1850.
„Jungle Cock“ eða Skógarhaukur
(iat. Gallus Sonnerati) er fugl sem
á sitt heima á Mið-, Vestur- og
Suður-Indlandi. Talsverð hætta er
á að hinum verði útrýmt. Háls-
fjaðrir hans eru mjög eftirsóttar
af fluguhnýturum um allan heim
og eru reyndar notaðar í flestar
tegundir af hefðbundnum bresk-
um fjaðraflugum. Nú er bannað að
drepa þennan fugl og er það
fangelssök í Bretlandi og Ameríku
og eiga í fórum sínum fjaðrir af
þessum fugli. Hafin er ræktun á
honum og eru ræktaðar hálsfjaðr-
ir komnar á markaðinn og kosta
ca. kr. 4.000.
Fullklædd fjaðrafluga var þó
hlutfallslega miklu dýrari á síð-
ustu öld en hún er í dag; í bókinni
„The Art of Flymaking" (gefin út
1855) segir að dýrustu flugur um
miðja síðustu öld hafi kostað rúmt
pund eða 21 shilling meðan viku-
kaup verkamanns hafi verið 6
pence.
Stefán Jónsson
og Kelso
Stefán Jónsson, guðfaðir nú-
tímaflugumenningar á fslandi
kallar „Þrumur og eldingar"
„milliflugu“ í bók sinni „Roð-
skinna“. Þar segir hann þessa
flugu í algjörum sérflokki milli-
flugna með blönduð litareinkenni,
það er til aðgreiningar frá dökk-
um flugum eins og „Black Doctor"
og Ijósum flugum eins og „Mar
Lodge".
Kelso segir um „Þrumur og eld-
ingar“ að hún sé mjög vinsæl og
að hún skipi mikinn virðingarsess
fyrir drápshæfileika sína, sérstak-
lega þegar vatn byrjar að aukast í
ánum á rigningartímum.
„Þrumur og eldingar“
í Laxá
Mín fyrstu kynni af þessari
flugu voru í Laxá í Aöaldal. Ég var
nýbyrjaður að veiða í ánni og voru
veiðifélagar mínir þeir Jón Sig-
tryggsson prófessor og Ingvi
Hrafn Jónsson blaðamaður. Við
vorum á efra Hólmavaði í miðjum
julí og veiði dræm. Kristján bóndi
var nýbúinn að leggja okkur lífs-
reglurnar og Jón setur í einn væn-
an á Suðureyrinni. Aðstæður eru
þarna hinar ákjósanlegustu en
fiskurinn lét illa. Þarna fékk ég
mína fyrstu tilsögn í fluguveiði og
Sýnishorn af ævafornum norrænum krékum.
Grunnvatnsflugan. Þrumur og eldingar.
undirstöðu sem dugar enn. Nefni-
lega að taka lífinu með ró og láta
ekkert koma sér úr jafnvægi. Jón
hafði tvo fákunnáttumenn sér til
aðstoðar en einhvern veginn tókst
að koma laxinum á land sem
reyndist vera 19 punda hængur
tekinn á „Þrumum og eldingum*.
Síðla á Þorra 1985.
Orri Vigfússon
Þrumur og eldingar — uppskrift
Broddur : Silfur- eða gultvaf
Stélrót : Gult silkiflos
Stél : Gullfasan og Iftilsháttar styttri trefjar af Ind- verskri kráku.
Loðrönd : Kðgur af svartri strútsfjöður
Bolur : Svart silkiflos með ávöl- um gullnum snúningi
Búkkambur : Rauðgulur kambur vaf- inn fram
Skegg : Evrópsk „Blue Jay“ eða blátt Guinea-hænsni
Vængur : Ræmur af bronzlitaðri
stokkönd og e.t.v. með undirvæng af kalkún I
svipuðum litatón.
Vængtoppur : Gullfasan
Kinnar : Jungle Cock með bláar og gular trefjar af Macaw
Haus : Svartur
Teikning Eydís Lúðvíksdóttir.
Orri Vigfússon er fram-
kvæmdastjóri hjí Glit hf. og
mikill áhugamadur um stanga-
reidi.
fyrir október endurgreitt með vöxtum
Ríkisútvarpið:
Afnotagjald
„Þar sem Kíkisút arpiö endur-
greiðir nú afnotagjald fyrir októ-
bermánuð síðastiiðinn og vexti af
því í sex mánuði getur þetta ekki
talist annað en rétt og eðlilegt upp-
gjör,“ segir Hörður Vilhjálmsson,
innheimtustjóri Ríkisútvarpsins
meðal annars í svari sínu við bréfi,
sem Leifur Sveinsson lögfræðingur
ritaði innheimtustjóra Ríkisútvarps-
ins fyrir hönd skjólstæðings síns, um
endurgreiðslu á iðgjöldum „vegna
skróps og verkfalls starfsfólks" í
október 1984.
„Morgunblaðið hefur óskað eftir
svari frá Ríkisútvarpinu við at-
hugasemd Leifs Sveinssonar lög-
fræðings síðastliðinn föstudag, um
framkvæmd endurgreiðslna af-
notagjalda, vegna þess að dagskrá
komst ekki út í október síðastlið-
inn,“ sagði Hörður. „Kjarni at-
hugasemdarinnar er, eins og Leif-
ur segir: „Skjólstæðingur minn
getur ekki sætt sig við þá aðferð,
sem tilkynnt var í síðastliðinni
viku, að kr. 330,00 verði dregnar
frá iðgjöldum ársins 1985.“ Síðan
segir Leifur: „Skjólstæðingur minn
telur fullvíst að fyrst verði iðgjald
fyrri hluta ársins 1985 ákveðið kr.
330,00 hærra en ella hefði orðið og
síðan gefinn kr. 330,00 afsláttur af
iðgjaldi. Þetta vill hann ekki láta
bjóða sér.“ Hver hefur ætlað að
bjóða honum þetta? Hér eru get-
gátur einar á ferð.
Hugleiðingar um innheimtulaun
Leifs að 21 milljón króna endur-
greiðslu Ríkisútvarpsins eru tor-
skildar eins og fleira í þessu erindi.
öllum þeim sem skrifuðu eða
hringdu til Ríkisútvarpsins út af
endurgreiðslu afnotagjalda var
sagt að vegna mikils kostnaðar
yrðu þau endurgreidd 1. marz 1985.
Mjög kostnaðarsamt hefði verið að
senda endurgreiðslur út sérstak-
lega og því fé betur varið til
dagskrárgerðar. Á þetta féllst út-
varpsráð og var þetta gert í fullu
samráði við það.
Afnotagjöld fyrir síðari helming
árs 1984 var á eindaga 21. sept-
ember, tíu dögum áður en dagskrá
Ríkisútvarpsins féll niður. Gjöld
þessi áttu því að vera greidd áður
en verkfall hófst.
Þar sem Ríkisútvarpið endur-
greiðir nú afnotagjald fyrir októ-
bermánuð síðastliðinn og vexti af
því í sex mánuði getur þetta ekki
talist annað en rétt og eðlilegt
uppgjör."