Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Menn þurftu margs að spyrja, bsði fyrir og eftir fundinn og eins meðan á
honum stóð.
Laufeyju Bjarnadóttir var umhug-
að um að komið yröi fyrir hraða-
hindrunum í nágrenni Melaskól-
ans.
Sigurður Steinþórsson spurði hvort
ekki ættu að fara fram endurbætur
á skolpræsakerfinu sem lægi við
Ægisíðuna.
Björg Einarsdóttir hafði margar
spurningar fram aö færa fyrir sína
hönd og annarra íbúa Skildinga-
ness.
Hverfafundir borgarstjóra:
Endurbætur á skolpræsa-
kerfi borgarinnar kosta um
400—500 milljónir króna
Á SUNNUDAGINN fór fram annar hverfafundur borgarstjóra og
var hann haldinn í Átthagasal Hótels Sögu. Samankomnir með
borgarstjóra á þessum fundi voru íbúar Nes- og Melahverfis,
Vestur- og Miðbæjarhverfis.
Það kom fram í viðtali Morgun-
blaðsins við Davíð Oddsson borg-
arstjóra á dögunum að markmiðið
með þessum fundum væri þrí-
þætt; í fyrsta lagi að gera grein
fyrir því helsta sem á döfinni hef-
ur verið hjá borginni undanfarin
tvö og hálft ár og hvaða fram-
kvæmdir væru á döfinni á næst-
unni, í öðru lagi að leita almennt
eftir hugmyndum og ábendingum
íbúa borgarinnar varðandi mál-
efni hennar, og i þriðja lagi að
svara þeim spurningum sem borg-
arbúar hafa fram að færa varð-
andi málefni hennar.
Fundurinn i Átthagasalnum
var allvel sóttur og að lokinni
ræðu borgarstjóra og skyggni-
myndasýningu gafst fundargest-
um tækifæri til að bera fram
fyrirspurnir.
Nýjar hitaveitulagnir
í vestanverð Þingholtin
Einar óskarsson bar fram
fyrstu fyrirspurnina og var hún
varðandi það hvort borgin hygðist
láta leggja nýjar hitaveitulagnir f
Þingholtin á næstunni.
Borgarstjóri sagði að fyrirhug-
að væri að endurnýja hitaveitu-
lagnir vestanmegin í Þingholtun-
um þvi þær væru orðnar gamlar
og að jafnvel yrði ráðist i slfkar
framkvæmdir við Garðastræti og
Grettisgötu.
Áslaug Kasada spurði hvort
vænta mætti lækkun fasteigna-
gjalda á húsum í gömlum hverf-
um.
Davið sagði að ekki mætti
vænta slíkra lækkana í einstökum
hverfum. Sagði hann þann stuðul
sem fasteignagjald væri reiknað
út eftir hafa vera lækkaðan árið
1983 en á þessu ári mætti vænta
um 25% hækkunar á fasteigna-
gjöldum. Kvað hann þá hækkun
nánast samræmast hækkun alls
verðlags í landinu.
Kristján Guðmundsson spurð-
ist fyrir um hvort ekki bæri brýna
nauðsyn til að setja upp gang-
brautarljós á Hringbrautina við
Framnesveg vegna mikillar um-
ferðar við hús Jóns Loftssonar.
Borgarstjóri sagði að þetta mál
yrði að kanna og yrði það falið
umferðarnefnd til umfjöjlunar.
Flugbrautin lengd til vest-
urs yfir Suöurgötu
Þá stóð upp Björg Einarsdóttir
og þakkaði Davíð Oddssyni borg-
arstjóra fyrir fróðlegt erindi um
það sem á döfinni væri í málefn-
um borgarinnar. Sagði hún sögu
af því að Willy Breinholzt hefði
eitt sinn komið hingað til lands og
þegar hann kom til baka til síns
föðurlands var hann að því spurð-
ur hvernig hingað væri að koma.
Svaraði hann því til að Reykjavík
væri ekki borg þar sem leggja
ætti áherslu á að skoða ráðhúsið
eða dómkirkjuna en hins vegar
mætti enginn maður láta hjá liöa
að fara á hina opinberu baðstaði
því þeir væru alveg dásamlegir.
Björg hafði jafnframt nokkrar
fyrirspurnir fram að færa. Sagð-
ist hún hafa átt orðaskipti við
nokkra ibúa Skildinganess, þar
sem hún byggi, og vildu þeir
gjarnan fá svör við eftirfarandi
spurningum: Á ekki að tryggja
krökkum úr Skildinganesi að
komast með góðu móti i skólann
sinn, en þau þurfa að sækja nám í
Melaskóla? Þau þurfa að taka
strætisvagn sem stoppar austan-
megin við Suðurgötu og þurfa því
að fara yfir þessa miklu umferð-
argötu.
Hvaða framtíð er flugvellinum
búin? Þarf ekki að koma fyrir lýs-
ingu við Suðurgötu við endann á
flugbrautinni? Þarna er mikið
myrkur á kvöldin og margir sem
fara þarna um fótgangandi.
Mætti ekki koma litlum Ijósker-
um fyrir þarna?
Mættu borgaryfirvöld ekki
einnig fara að huga að tengingu
Skildinganessins suður á bóginn,
með brú yfir Skerjafjörð?
„Við í borgarstjórn þykjumst
hafa verið frekar stórvirkir í brú-
argerð að undanförnu og erum því
til alls líklegir á þeim sviðum,"
sagði Davíð í svari sínu, „það
verður hins vegar að segjast eins
og er að við erum ekki að huga að
gerð brúar yfir Skerjafjörð. Það
gæti hins vegar komið til greina í
framtíðinni og gæti þá verið góð
lausn.
Varðandi framtíð flugvallarins
er það að segja að það verða engir
stórkostlegir fjármunir lagðir í að
byggja upp nýjan flugvöll í fram-
tiðinni í stað Reykjavíkurflugvall-
ar eins og fjármálum þjóðarinnar
er háttað," sagði Davíð. „Flugvöll-
urinn verður á sínum stað þar til
búiö er að finna heppilegt svæði
fyrir hann.“
Davíð bætti því við að það væri
alveg rétt að mikið óhagræöi væri
að flugvellinum fyrir íbúa í ná-
grenni við hann en nú ætti sér
stað ör þróun í flugmálum og ör-
yggismálum þar að lútandi og
þessi tæki yrðu æ hávaöaminni
eftir því sem tækninni flygi fram.
Þá kvað hann einnig fyrirhugað
að láta fara fram lengingu á
flugbrautinni frá austri til vest-
urs og því væri alveg ljóst að með-
an unnið væri að endurbótum á
flugvellinum væri hann ekkert á
förum.
Hann sagði einnig að þær
hugmyndir sem komið hefðu fram
um að flytja innanlandsflugið til
Keflavíkur væru ekki raunhæfar
þar sem kostnaður við að flytja
farþega á milli Reykjavíkur og
Keflavíkurflugvallar yrði mjög
mikill.
í svari sínu við spurningunni
um umferðaröryggi krakkanna úr
Skildinganesinu sagði hann að
borgarráði hefði borist bréf frá
foreldrum sem hefðu farið þess á
leit að eitthvað yrði að gert og
sagðist hann halda að nú heföi
fundist lausn á þessu máli sem
allir mættu vel við una. Sagöi
hann að lausnin fæli í sér að
strætisvagninn sem kæmi úr
Skildinganesinu með börnin
beygði til vinstri, inn á lóð Há-
skólans, börnin færu þar úr vagn-
inum og þyrftu ekki að fara yfir
Suðurgötuna. Til þess að þetta
yrði framkvæmanlegt yrði fyrst
að fá leyfi Háskólans, sagði Dav-
íð.
Varðandi lýsingu á Suðurgötu
við enda flugbrautarinnar sagði
Davíð það erfitt að koma þessari
lýsingu við. Það stæði til, eins og
hann hefði áður sagt, að lengja
flugbrautina í þessa átt og hug-
myndin væri sú að byggja þarna
undirgöng fyrir bílaumferð og
fótgangandi, og þau yrðu að
sjálfsögðu lýst upp.
Skolpræsakerfíð við Ægis-
síðuna lengt út í sjó
Laufey Bjarnadóttir spurðist
fyrir um hvort túnið umhverfis
Vesturbæjarlaugina væri ekki
ætlað til útivistar. Málum hagaði
hins vegar svo til að há og ramm-
gerð girðing umlykti svæðið og
því gætu fáir notið þess. Þá spurði
hún einnig hvort búið væri að
taka einhverjar ákvarðanir varð-
andi hraðahindranir í nánd við
Melaskóla.
Davíð sagði að búið væri að
taka ákvörðun um að setja upp
hraðahindrun, eða öldu eins og
þessar bungur munu einnig
nefndar, á Hagamel. Það hefði
hins vegar ekki verið tekin
ákvörðun um að koma slíkri
hindrun fyrir á Nesvegi því þar
færu strætisvagnar um á sínum
áætlunum og þessar hindranir
væru miður vinsælar hjá vagn-
stjórum SVR.
Græna túnið umhverfis Vestur-
bæjarlaugina kvað hann skipu-
lagt sem útivistarsvæði og ætti að
vera opið. Kvaðst hann ætla að
kanna þetta mál nánar.
Þá kom fyrirspurn frá Sigurði
Steinþórssyni um hvort ekki ætti
að láta fara fram endurbætur á
skolpræsakerfinu og til dæmis
lengja skolpræsin út frá Ægissíð-
unni.
Davíð sagði að endurbætur á
öllu skolpræsakerfinu kæmu
sennilega til með að kosta
400—500 milljónir kr. en það tæki
um fjögur til fimm ár að ljúka
þeim. Sagði hann að ráðgert væri
að ráðstafa um 30 milljónum kr.
til þessara framkvæmda á þessu
ári. Kvað hann borgina hafa
trassað að bæta úr þessum málum
en nú stæði sem sagt til að bæta
úr því. Varðandi Ægissíðuna
sagði hann að tveimur til þremur
milljónum kr. yrði varið til lag-
færinga á skolpræsunum þar á
þessu -ári.
Að lokum fóru fram ákafar um-
ræður um umferðareyjar, hvort
þær ættu að vera grasi vaxnar eða
uppsteyptar, og sýndist sitt hverj-
um í því máli.