Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir NEAL ASCHERSON
Pietruszka ofursti (til vinstri) og Piotrowski höfuðsmaður (standandi til hægri) fyrir rétti í Torun.
Hver var fyrir
rétti í Torun?
RkTITARHÖLDUNlIM í Torun er lokið; dómarnir fallnir. En jafnvel áður
en dómur var kveðinn upp höfðu séra Popieluszko og morðingjar hans
„breytzt, gerbreytzt“ og þeir urðu Pólverjum ógleymanlegir. En hvernig
þeir varðveitast í minningunni stendur í litlum tengslum við það hvernig
þeir eru í raun og veru og það sem fyrir þeim vakti.
etta minnir á fornt málverk;
píslarvotturinn krýpur í
hempu sinni og andlit rómversku
hermannanna afmyndast af hatri
þegar þeir lyfta sverðum sínum.
Maður veginn vegna þess að góð-
mennska hans gerir illmenni
vitskert — er þetta Evrópa 20.
aldar eða draumur?
Líkt og í draumi virtist Pietr-
owski höfuðsmaður kunna hlut-
verk sitt í trúarlegum sjónleik.
Hamslaus kvalalosti hans og hat-
ur sannaði í alla staði réttmæti
varnaðarorða pólskra presta —
þeirra á meðal séra Popieluszko
— um afleiðingar „guðlausrar
menntunar", um „framandi,
heiðna haturstrú bolsévíka", sem
þeir settu alltaf upp sem and-
stæðu „þúsund ára kristinnar
kærleikshefðar Pólverja".
Talsmaður ríkisstjórnarinnar
benti árangurslaust á að kaþólsk-
ir menn ættu sök á ótal morðum,
sem drýgð eru í Póliandi. Ekkert
fær breytt áhrifum framúrskar-
andi leiks Pietrowskis á trúaða.
Voru réttarhöldin heiðarleg?
Svarið hlýtur að vera: ekki mjög,
en merkilega opin. Vestrænum
blaðamönnum var boðið að fylgj-
ast með; sjónvarpið var þar; út-
varpið í Varsjá sendi út kafla úr
málarekstrinum. Lögfræðingur
fjölskyldu fórnarlambsins gaf í
skyn að mennirnir í Moskvu
kynnu að standa á bak við allt
saman — og ekkert henti hann.
En þar sem réttarhöldin voru
tiltölulega opin heindist athyglin,
eins og venjulega gerist í svipuð-
um tilfellum, meir að því en ella
hve óheiðarleg réttarhöldin voru.
Varsjár-útvarpið sleppti ekki að-
eins athugasemdum um Moskvu.
í réttarhöldunum var stöðugur
pólitískur undirtónn, sem lýsti
taugaóstyrk.
Fáir Pólverjar munu skilja
hvers vegna Pietrowski slapp við
dauðadóm, í landi þar sem menn
eru enn sendir í gálgann. (Ná-
kvæmara væri að segja að þeir
þættust skilja ástæðuna alltof
vel.) Og á grundvelli þess sem
fram kom í réttarhöldunum er
erfitt að útskýra hvers vegna
engin ákæra var lögð fram gegn
Platek hershöfðingja, yfirmanni
deildarinnar, sem hinir fjóru
dæmdu störfuðu við.
Dómarinn var staðráðinn í því
að kveða niður allar vangaveltur
um menn á „æðri stöðum", sem
kynnu að hafa verið viðriðnir
málið, og afstaða hans byggðist
ekki á faglegu og heiðarlegu mati
á því hvaða framburður skipti
máli.
Loks voru árásirnar í réttar-
salnum á gerðir og skapferli séra
Popieluszkos, sem gengu út á það
að hann hefði verið næstum því
eins siðlaus geðsjúklingur og
banamenn hans, hrein pólitík,
þótt sanngjarnt sé að vekja at-
hygli á öllu sem geti gefið til
kynna að fórnarlambið hafi espað
morðingjana til reiði.
Þegar jafnvel sækjandinn tók
undir ásakanirnar var óhjá-
kvæmilegt að menn gerðu sér
grein fyrir því að pólitískum
þrýstingi væri beitt.
Spurningunni „hver stóð á bak
við?“ hefur enn ekki verið svarað.
Þegar prestinum var rænt taldi
Jaruzelski hershöfðingi greini-
lega að hann stæði frammi fyrir
meiriháttar samsæri „harðlínu-
manna“ gegn forystuhlutverki
sínu og stjórnin flýtti sér að
grípa til neyðarráðstafana. Nú,
fjórum mánuðum síðar, vill ríkis-
stjórnin heldur tala um „einangr-
aðan atburð".
Stjórnarandstaðan í Póllandi
vill heldur ekki að skrafað sé um
„samsæri", en af allt öðrum
ástæðum; hún skynjar að vanga-
veltur um valdabaráttu hauka og
dúfna í stjórninni hafa tilhneig-
ingu til að losa Jaruzelski hers-
höfðingja og samstarfsmenn
hans úr klípu og gefa til kynna að
enginn skárri leiðtogi sé til.
Samkvæmt annarri útgáfu
voru Rússar viðriðnir málið. Það
virðist ólíklegt. Rússar kunna að
telja að Jaruzelski sýni hættulega
linkind í stefnu sinni gagnvart
kirkjunni og stjórnarandstöð-
unni.
En Rússar virðast ekki eiga
annarra kosta völ en að halda
áfram stuðningi sínum við Jaruz-
elski. Sá kostur kemur ekki til
greina að til valda komist tryggir
Moskvumenn, sem ættu auðveld-
ara með að hafa taumhald á Pól-
verjum.
Vegna náinna kynna KGB af
öryggislögreglumönnum í öllum
löndum Austur-Evrópu hljóta
Rússar á hinn bóginn að hafa vit-
að að reiðin í pólska innanríkis-
ráðuneytinu út af „hálfkáki"
stjórnarinnar í baráttunni gegn
„stéttaróvininum" var að nálgast
suðumark.
Voru réttarhöidin sigur fyrir
Jaruzelski hershöfðingja? Það fer
eftir því hvernig á það er litið.
Fólk á Vesturlöndum hefur yfir-
leitt verið hrifið af því hve fús
hann hefur verið að fletta ofan af
ósóma opinberlega.
Vestrænar ríkisstjórnir, sem
ailtaf eru áfjáðar í að sjá frjó-
anga „frjálslyndisstefnu" innan
Varsjárbandalagsins, hafa látið á
sér skilja að þær telji Jaruzelski
hershöfðingja gegna hlutverki
sáttasemjara. Framtið bættrar
sambúðar hans og Vesturlanda,
einkum Bandaríkjanna, virðist
trygg.
Mat á áhrifum réttarhaldanna
í Moskvu byggist meir á ágizkun-
um. í fyrstu var ljóst að sovézku
stjórninni ofbauð sú hugmynd að
leyniþjónustustarfsmenn komm-
únista væru leiddir fyrir rétt
frammi fyrir fjölmiðlum heims-
ins fyrir morð á presti, sem var
andvígur kommúnistum. En síð-
an virðist einhvers konar sam-
komulag hafa verið gert.
Árásirnar á pólsku kirkjuna og
pólitískt hlutverk hennar, ekki
aðeins í réttarsalnum heldur
einnig í pólskum fjölmiðlum,
voru aðailega ætlaðar til innan-
landsneyzlu í Sovétríkjunum.
Þótt venjulegu fólki í Póllandi
gremjist að Pietrowski slapp lif-
andi kann það sennilega vel að
meta hina þungu dóma. En ólík-
legt er að það gleypi við sögunni
um „einangrað fyrirbæri".
Skuggalegasta staðreynd málsins
er sú að þótt flestir Pólverjar
yrðu höggdofa þegar þeir heyrðu
um morðið varð enginn í raun og
veru undrandi.
Það mun telja, að ég held, að
séra Popieluszko hafi einnig verið
fyrir rétti í Torun. Og það man ef
til vill eftir stólræðu, þar sem
hann vitnaði í orð pólska ættjarð-
arvinarins Romuald Traugutt
þegar hann kom fyrir rússneskan
dómstól 1863: „Tilgangur upp-
reisnar okkar var að fá sjálfstæði
og koma á skipulagi í landi okkar
á grundvelli kristins kærleika,
virðingar fyrir lögunum og rétt-
lætis."
(Neil Ascherson er Austur-
KvrópufrétUriUri brezka
vikublaó.sin.s Observer.)
Tvö í einum
Kvikmyndir
i Árni Þórarinsson
Regnboginn: All of Me ★★
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit:
Phil Alden Robinson. Leikstjóri:
Carl Reiner. Aðalhlutverk: Steve
Martin, Lily Tomlin, Victoria
Tennant, Richard Libertini, Dana
Elcar.
Hvernig myndi þér líða ef þú
værir forrík en dauðvona frú
sem hefðir keypt þér fram-
haldslíf hjá austrænum gúrú í
líkama ungrar fallegrar stúlku
en vaknaðir svo fyrir einskæra
handvömm í líkama smáskrýtins
miðalda lögfræðings, karlkyns?
Og hvernig myndi þér líða ef þú
værir smáskrýtinn miðalda
lögfræðingur í þann veginn að
ná frama í starfi og ganga í það
heilaga ef þú uppgötvaðir það að
þú værir kominn með framliðna
persónu inn í þig og það kven-
kynspersónu sem þú kunnir illa
við meðan hún var á lífi? Vefjist
svörin fyrir ykkur og finnist
ykkur spurningarnar samt um-
hugsunarverðar, þá kemur þessi
nýja bandaríska gamanmynd til
liðs við ykkur í Regnboganum.
All of Me er ólíkindafarsi;
myndin reiðir sig á einar fáran-
legar kringumstæður til að
spinna grín sitt utan um. Höf-
undar byggja fyrst upp skyndi-
myndir af aðstæðum og einkenn-
um aðalpersónanna, lög-
fræðingsins (Steve Martin) og
milljónamæringsins (Lily Tom-
lin) og slengja þeim svo saman í
eina. Ef áhorfandinn kaupir
þetta fantasíufiff, þ.e. að gúrú
geti með ansi neyðarlegri serem-
óníu veitt deyjandi manneskju
framhaldslíf í líkama annarrar,
þá kaupir hann það auðvitað lika
að tilfærslan geti misfarist fyrir
klaufaskap. Og það má segja All
of Me til hróss að maður kaupir
það að sál Tomlin detti út um
gluggann á háhýsi og lendi inní
Martin sem er á gangi fyrir neð-
an! Þá er hálfur björninn unn-
inn. Hinn helmingurinn er síðan
að halda dellunni gangandi með
nægilega miklum hraða og kóm-
ískum krafti til að áhorfenda
leiðist ekki og hann farið að spá
í samskeytin í sögunni. Þennan
helming bjarnarins vinnur All of
Me ekki til fullnustu.
Fyrst í stað gengur allt vel.
Steve Martin á mörg kostuleg
atriði þar sem hann reynir að
samræma hreyfingar líkamans
fyrir tvær persónur; leggur þar
til líkamskómík sem minnir jafn
mikið á Jerry Lewis og Cary
Grant. En seinni hluta myndar-
innar, þegar ástarsamband er að
mótast milli þessara tveggja
persóna í sama líkama og þær
taka höndum saman (!) um að
brjóta niður samsæri sem unga
stúlkan (Victoria Tennant) sem
upphaflega átti að hýsa Tomlin
hefur planað til að erfa auðæfi
hennar, er of þunglamalegur. Þá
fer að slá í efnishugmyndina og
samtöl og sitúasjónir eru ein-
faldlega ekki nógu fyndin.
Þetta skrifast bæði á reikning
handritshöfundar og leikstjóra.
Martin, sem ekki hefur hingað
til komið sjónvarpsvinsældum
sínum til skila í bíómyndum, er
Úr steggjagillinu.
Steggjasukk
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Nýja Bíó: Bachelor Party
Framleiðcndur: Ron Moler og Bob
Israel. Höfundar: Neal Israel og Pat
Proft, samkv. sögu eftir Bob Israel.
Kvikmyndataka: Hal Trussel. Tón-
list: Kobert Folk. Aðalhlutverk: Tom
Ilanks, Tawny Kitaen, Adrian
Zmed, George Grissard. Frumsýnd
1984. Bandarísk frá 20th Century
Fox.
Eftir velgengni Delta klíkunnar,
og nokkurra fleiri í svipuðum dúr
hafa margir framleiðendur hugs-
að sér gott til glóðarinnar og eftir-
apanirnar komið á færibandi. Er
það venjan. Hömlulitlir farsar
hafa dunið á okkur á undanförn-
um árum, flestir til leiðinda, því
miður. Þeir eiga að vera svo maka-
laust skemmtilegir og frumlegir
að áhorfendur eiga að veltast um
af óstöðvandi hlátri út alla mynd-
ina. En öðru nær, nokkrar hlát-
ursrokur eru algengasta uppsker-
an.
Bachelor Party telst til þessa
hóps, í skárri kantinum þó. Hún
gerist á því vel kunna karlakvöldi
sem vinirnir halda brúðgumanum
til skemmtunar kvöldið fyrir
brúðkaupið með, að því manni
skilst, tilheyrandi mellum og
brennivíni. Og sjálfsagt ómissandi
misskilningi á milli hjónaefnanna,
sem leysist á síðustu stundu.
Þessir ærslafarsar verða æ
grófari, hinn almenni, bandaríski
kvikmyndahúsgestur vill greini-
lega sí-klúrari atriði og klæmnari
brandara til að létta á sál sinni.
Hlýtur það að teljast afturför. En
hver kynslóð skapar sýna eigin
fyndni og Bachelor Party varð ein
af vinsælustu myndunum vestan
hafs í fyrra.
Sá hópur sem stendur að mynd-
inni kemst þokkalega frá sínu,
leikararnir flestir vel slarkfærir
gamanleikarar. En hún er ekkert
meira en augnabliksafþreying,
reisnina vantar.