Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Brœðraminning: Fannar Karl Guðmundsson og Brynjar Freyr Guðmundsson Fannar Karl Fæddur 14. desember 1976 Dáinn 16. febrúar 1985 Brynjar Freyr Fæddur 14. mars 1980 Dáinn 16. febrúar 1985 Stundum er erfitt að skilja stað- reyndir lifsins og sætta sig við þær. Þannig var mörgum farið, þegar þeir heyrðu þau hörmulegu tíðindi að þeir bræður Fannar Karl og Brynjar Freyr Guð- mundssynir hefðu látið lífið í eldsvoða síðastliðinn laugardag. Fannar Karl var fæddur 14. des- ember 1976 en Brynjar Freyr bróðir hans hinn 14. mars 1980. Þeir voru því aðeins 8 og 4 ára gamlir þegar kallið kom. Foreldrar þeirra eru hjónin Jóna Dóra Karlsdóttir og Guð- mundur Árni Stefánsson, til heim- ils á Stekkjarhvammi 40, Hafnar- firði. Oft hafa íþróttamenn þurft að hverfa burt af leikvelli í upphafi leiks, ef óhöpp hafa borið að hönd- um. En oftast eiga þeir sér aft- urkvæmt síðar á leikvanginn, þeg- ar meiðsl hafa læknast eða sár gróið. * Nú hafa þeir bræðurnir Fannar og Brynjar yfirgefið leikvöllinn og þeir koma ekki aftur til okkar í leikinn, hvorki á æfingar eða í keppni. Leiknum er lokið og var hann þó varla hafinn. Svona er lífið stundum óút- reiknanlegt og erfitt. Fyrir nokkrum árum hóf ég störf hjá FH og kenndi þá m.a. yngstu flokkunum knattspyrnu. Ég veitti fljótt athygli dálítið sérkennilegum, litlum ljóshærðum og hrokkinhærðum knattspyrnu- manni. Yfirbragð hans og látbragð allt gat ekki farið fram hjá þeim sem fylgdust með hópnum. Lifandi áhuginn, áhugi hans á að standa sig vel, metnaðurinn að gera hlut- ina rétt og samviskusamlega ásamt því að hvetja félaga sína til góðra verka, sem líkleg voru til að skila árangri, allt var þetta svo snar þáttur og einkennandi fyrir þennan unga mann. Fannar Karl hét hann, þessi efnilegi drengur. Fljótlega eftir að Fannar var búinn að festa sig í sessi á æfing- unum fór hann að taka með sér litla bróður sinn, Brynjar Frey, sem þá var aðeins þriggja ára. Brynjar litli kom fyrst til þess að horfa á og fylgjast með því sem gerðist hjá „stóra bróður“ úti á vellinum. En fljótlega var sá litli kominn í gallann og orðinn þátt- takandi í leiknum. Það var aðdáunarvert að sjá umhyggju Fannars og áhuga við að hjálpa Brynjari, litla bróður sínum, við að komast í leikinn með hinum drengjunum, sem eldri voru og stærri. Það var hlaupið og tekið í hendi hans, kallað og hvatt, en eftir nokkar æfingar þurfti sá litli ekki á hjálp að halda og tók þátt í öllum leikjum af lífi og sál eins og hinir drengirnir. Brynjar litli Freyr er yngsti knattspyrnu- maður sem ég hefi fengið á æf- ingar í fótbolta. Áhugi þeirra bræðra á knatt- spyrnunni var dyggilega studdur af foreldrum þeirra. ósjaldan sat pabbi þeirra, Guðmundur Árni, á áhorfendabekknum og fylgdist með sonum sínum. Og oft hljóp honum kapp í kinn og gat hann þá ekki stillt sig um að láta í sér heyra; hvatningu og góð ráð. Það verður seint metið sem skyldi, þegar foreldrar láta sig skipta áhugamál barna sinna. Slíkt segir jafnan til sín og skilar góðri uppskeru. Já, nú eru þeir dánir, horfnir félagarnir okkar litlu og ljúfu, þeir Brynjar og Fannar. Strákarn- ir í FH sem æfðu með þeim og léku, sakna þeirra sárt. Það gerum við allir FH-ingar sem höfðum af þeim einhver kynni. Minningin um þá er skýr og lifandi. Hún mun ekki gleymast heldur lýsa okkur björt og hlý og verða okkur hvati til að gera ávallt okkar besta, vera sjálfum okkur trúir. Að lokum flyt ég foreldrum Fannars Karls og Brynjars Freys, systkinum þeirra, vandamönnum og öllum þeim öðrum sem eiga um sárt að binda, hugheilar samúö- arkveðjur allra félagsmanna í FH. Fannari og Brynjari þakka ég stutta en ógleymanlega samfylgd. Blessuð sé minning þeirra. Albert Eymundsson f dag kveðjum við elsku litlu frændur okkar, Fannar Karl og Brynjar Frey, sem létust með hörmulegum hætti aðfaranótt síð- astliðins laugardags. Hvernig get- ur slíkur sorgaratburður sem þessi gerst? Lífið tekið frá tveim- ur litlum bræðrum í einni svipan og eftir standa foreldrarnir, systk- inin litlu og öll fjölskyldan harmi slegin. í huganum spyrjum við, „hver er tilgangurinn" en fátt er um svör. Við höfum þá trú að þeim sé ætlað æðra hlutverk sem við ekki skiljum. Þeir bræður, Fannar og Brynj- ar, voru fallegir, prúðir og yndis- legir drengir. Hvorugur mátti af hinum sjá, svo samrýndir voru þeir. Áhugi þeirra á íþróttum var mikill og varla komum við svo inn á heimili þeirra að ekki væri bolt- inn á lofti, setið yfir íþróttaþætt- inum í sjónvarpinu eða rætt um úrslit leikja, sem Fannar fræddi yngri bróður sinn um, enda for- eldrarnir miklir íþróttaunnendur. Við vitum að missirinn er mikill og skarðið verður aldrei fyllt en fallegar minningar lifa í hjörtum okkar allra. Elsku Jóna Dóra frænka og Guðmundur, Kalli frændi og Lilla og aðrir ástvinir. Við vottum ykk- ur samúð okkar og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og blessa við þennan mikla missi. Anna Jóna, Stella, Berglind, Harpa og litli Vírtir. f dag stöndum við yfir moldum litlu frænda okkar, Fannars og Brynjars, sem á svo óskiljanlegan máta kvöddu þennan miskunnar- lausa heim. Það er óskýranlegur helkuldi, sem grípur um sig í sál- inni þegar slík harmafregn skellur á manni fyrirvaralaust. Tveir litlir drengir — 4 ára og 8 ára — bræður — tápmiklir gló- kollar — heilbrigðir og fallegir kallaðir burt fyrirvaralaust. Mikinn styrk þurfa foreldrar og nánustu skyldmenni til að stand- ast slíkt reiðarslag. Við vonum að góður guð lini þrautir þeirra sem um sárt eiga að binda og gefi þeim styrk til að horfast í augu við þessa köldu staðreynd. Fannar og Brynjar voru greind- ir og vel af guði gerðir, miklir efn- isdrengir — þeir voru samrýndir og miklir vinir. Alltaf fylgdu þeir pabba sínum suður með sjó þar sem hann stundar handknattleiks- þjálfun — þeir voru þrír sem einn maður þar. Þeir tóku mikinn þátt í áhuga- málum pabba síns og voru miklir FH-ingar og höfðu mikinn áhuga á íþróttum eins og títt er um unga stráka. Þeir dýrkuðu mömmu sína og voru henni þægir og eftirlátir — hjálpsamir og duglegir. Ætíð var efst í huga þeirra beggja að gæta vel litlu systkina sinna. Ævi þeirra á þessari jörð var ekki löng en hún var sannar- lega gæfurík. Þeir ólust upp í mik- illi ástúð og hlýju hjá foreldrum sínum, Jónu Dóru og Guðmundi Árna, með tveimur systkinum, Margréti Hildi og Heimi Snæ. Þær voru ófáar ferðirnar til afa og ömmu á Tunguvegi 50, þar sem öllum var tekið opnum örmum. Þar var oft glatt á hjalla þegar fjölskyldurnar hittust og oft voru þeir miðpunktur þess sem var að gerast. Þeim var ekki ætlað lengra líf á þessari jörðu en við erum sann- færð um að guð hefur kallað þá til stærri hlutverka hjá sér. Elsku svstir, Jóna Dóra og Guð- mundur Arni, Margrét Hildur og Heimir Snær, pabbi og mamma, Stefán og Margrét, fátt er nú til huggunar en við biðjum góðan guð að styrkja ykkur nú og um alla framtíð í ykkar djúpu sorg. Jón og Erla, Finnbogi og Stella, Heimir og Anna Kristín. í dag eru til moldar bornir elsku litlu frændur okkar, Fannar Karl og Brynjar Freyr. Við skiljum ekki hvers vegna þeir þurftu að deyja svona ungir en trúum því að þeir séu komnir í betri heim til Jesú Krists því þeir voru svo góðir. Aldrei framar getum við hitzt hjá afa og ömmu, þar sem er svo gott að koma. Aldrei framar leikið okkur saman eins og áður. En við geymum margar góðar minningar um þá frá Iiðnum ár- um. Við biðjum góðan Guð að varð- veita elsku Fannar og Brynjar um alla eilífð, að styrkja mömmu þeirra, pabba, og litlu systkinin Margréti Hildi og Heimi Snæ í þeirra miklu sorg. Við ætlum allt- af að muna þá eins og þeir voru — káta, glaða og fallega drengi. Guð varðveiti okkur öll á þess- ari erfiðu stundu og alltaf. Tinna, Sif, Þóra Dögg, Ragnhildur Ýr, Erla Björk, Karl Fjölnir og Atli Freyr. í voða, vanda og þraut vel ég þig að förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. (Hallgrímur Pétursson.) Allt, hvað minn góði guð, gaf mér í heimi, einn taki aftur við, annist og geymi. (Hallgrímur Pétursson.) Harmi slegnar yfir fregninni um andlát litlu bræðranna, viljum við með örfáum orðum þakka þau kynni sem við fengum notið. í hjörtum okkar lifa þeir hvor á sinn hátt. Við munum geyma minningu þeirra, sannfærðar um að þeir styrki og styðji hvor annan á þeirri leið sem nú bíður þeirra. Elsku Jóna Dóra, Guðmundur Árni og litlu systkin, við munum biðja Guð að geyma litlu drengina ykkar. Hann styrki ykkur og fjölskyld- ur ykkar í sorg þeirri sem þið nú búið við. Guð veri með ykkur. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Sigurjóna Sigurrtardóttir Hildur Siguröardóttir Sigurbjörg Pétursdóttir Oddgeröur Oddgeirsdóttir Inga Birgisdóttir og fjölskyldur. I dag verða jarðsungnir í Hafn- arfjarðarkirkju bræðurnir Fannar Karl og Brynjar Freyr Guðmunds- synir. Kynni mín af Fannari og Brynj- ari voru mest seinustu þrjú árin. En ’83 og ’84 var ég tíður gestur á heimili þeirra í Hvömmunum, vegna þess að föðurbróðir þeirra sem ég hafði þekkt frá því ég var smástrákur bjó þar á þessum tíma. Stundum þegar ég kom í heimsókn voru strákarnir að leika sér með fótboltann, annaðhvort úti eða inni, enda var fótboltinn aðaláhugamál Fannars, og upp á það síðasta var áhuginn einnig orðinn mikill hjá Brynjari. Tilviljun réð því að við Fannar urðum ferðafélagar með föður- bróður hans til London en þar eiga afi og amma Fannars og Brynjars heima. Við vorum þar þrír saman í góðu yfirlæti í hálfan mánuð og skemmtum okkur við hitt og þetta. Á þeim tíma sem við vorum úti kynntist ég Fannari vel. Hann var rólegur en þó hress og skemmtilegur og að sumu leyti var hann mjög fullorðinslegur. Sam- vera okkar þarna úti var skemmti- leg upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Kynni mín af Brynjari voru því miður ekki eins mikil en þó kynnt- ist ég honum ágætlega. Hann var opinn og oftast létt yfir honum enda minnist ég hans sem lítils, ánægðs drengs. Að lokum vil ég votta foreldrum þeirra, Guðmundi Árna Stefáns- syni og Jónu Dóru Karlsdóttur, Tillaga fyrir Búnaðarþingi: Ein sameiginleg stjórn fram- leiðslu, leiðbeininga og rannsókna FYRIR Búnartarþingi liggur erindi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar þar sem þvf er beint til Búnartarþings art það beiti sér fyrir samræmdri heildarend- urskoðun laga um málefni landbúnað- arins. Slík endurskoðun taki fyrst og fremst til þeirra þátta er lúta að stjórn- un framleirtslu — leiðbeininga og rannsóknastarfsemi. Inn í það falli einnig meðferð fjármuna þ.e. lán og framlög hverskonar til landbúnaðar. í erindinu segir að nú standi yfir endurskoðun á ýmsum lögum og starfsemi stofnana. Lagt er til að með endurskoðun þessari verði haft í huga hvort ekki sé rétt að mynda eina sameiginlega stjórn allra þess- ara þátta er varða framleiðslu — leiðbeiningar og rannsóknir. Með því fengist samræmdari og betri heild- arstjórn og allir þessir þættir væru samstiga í aðgerðum sem beita þyrfti til stjórnunar búvörufram- leiðslu. „Miðað við stöðu landbúnað- arins í dag er mjög mikil nauðsyn á að allar aðgerðir sem áhrif hafa á framkvæmda- og framleiðsluhætti hans séu markvissar og beinist allar í sömu átt,“ segir einnig í erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Fyrstu tvo daga Búnaðarþings voru 26 mál lögð fyrir þingið, frá Alþingi, stjórn Búnaðarfélags ís- lands, búnaðarsamböndum og ein- stökum búnaðarþingsfulltrúum. Fyrstu málin eru reikningar og fjár- hagsáætlun og fleira, önnur mál sem lögð hafa verið fram eru: Mál nr. 3: Álit milliþinganefndar Búnaðarþings 1984 um endur- skoðun laga um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Stofnlánadeild landbúnaðarins og jarðræktar- lög. Mál nr. 4: Erindi Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga um raf- magnsmál. Mál nr. 5: Erindi Búnaðarsambands Skagfirðinga um raforku til súgþurrkunar á heyi. Mál nr. 6: Nefndarálit Sambands eggjaframleiðenda um stöðu eggjaframleiðslunnar og ábend- ingar til úrbóta. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 7: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42, 12. maí 1969, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., með síðari breyt- ingum, lagt fyrir 107. löggjafar- þing. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags íslands. Mál nr. 8: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., nr. 95/1981, 10. mál 107. lög- gjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 9: Tiliaga til þingsályktunar um að hætta þátttöku í starf- semi Búnaðarfélags Island, 24. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 10: Frumvarp til laga um land í þjóðareign, 87. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags Islands. Mál nr. 11: Tillaga til þingsályktun- ar um heimaöflun í landbúnaði, 97. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfé- lags íslands. Mál nr. 12: Tillaga til þingsályktun- ar um skipanir framleiðslu- stjórnar, verðlagningar og sölu- mála í landbúnaði, 102. mál 107. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags tslands. Mál nr. 13: Tillaga til þingsályktun- ar um könnun á uppbyggingu og rekstrargrundvelli slátur- húsa, 158. mál 107. löggjafar- þings. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.