Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Svíþjóð:
Átelja A-Þjóðverja
vegna afskiptaleys-
is af flóttamönnum
Stokkhólmi, 19. rebrúar. Frá frétíaritara Mbl.
SÆNSK stjórnvöld eru ordin þreytt
á afskiptaleysi Austur-I’jóðverja
gagnvart flóttamannastraumnum frá
Mióausturlöndum.
Utanríkisráðuneytið í Stokk-
hólmi kallaði sendiherra Austur-
Þyskalands nýlega á sinn fund til
þess að gera honum grein fyrir
skoðunum sænsku stjórnarinnar í
þessu máli.
„Ég gerði mjög ákveðna athuga-
semd af okkar hálfu," sagði Pierre
Schori ráðuneytisstjóri. „Meðal
annars lét ég í ljós undrun yfir að
Austur-Þjóðverjar skuli gefa út
ferðaheimildir til handa flótt-
afólkinu án þess að kanna fyrst
hvort viðkomandi einstaklingar
hafi vegabréfsáritun til Svíþjóð-
ar.“
Ekki er vitað um nein viðbrögð
Austur-Þjóðverja við þessum
gustmikla yfirlestri af hálfu Svía.
Fyrir u.þ.b. mánuði var þess
farið á leit, að skipstjórar á ferj-
unum milli Austur-Þýskalands og
Svíþjóðar legðu hald á vegabréf
flóttafólksins. Engin viðbrögð
hafa orðið við þeirri málaleitan.
í fyrra leituðu samtals um 2.400
flóttamenn hælis í Svíþjóð með
því að fara um Austur-Þýskaland.
Á þessu ári hefur straumurinn
enn aukist. Gerist það nú æ al-
gengara meðal flóttamannanna,
að þeir losi sig við vegabréf sín á
leiðinni yfir með ferjunum. Marg-
ir kveikja hreinlega í þeim.
„Ástandið í þessum efnum er
orðið óþolandi," sagði Pierre
Schori.
Grikkland:
Mótmæltu þróunar-
kenningu Darwins
Aþenu, 19. febrúar. AP.
YFIR 10.000 prestar og stuðningsmenn þeirra úr röðum grísku rétttrúnað-
arkirkjunnar fóru í dag í mótmælagöngu um miðborg Aþenu í því skyni að
tjá andúð sína á kennslubók eftir bandarískan háskólakennara, þar sem
fram kemur stuðningur við þróunarkenningu Gharles Darwins.
Þeir, sem tóku þátt í mótmæla-
göngunni, söfnuðust fyrst saman
við Áþenuháskóla og héldu þaðan
til þinghússins. Þar afhentu þeir
yfirlýsingu, þar sem notkun bók-
arinnar við kennslu í fram-
haldsskólum landsins var mót-
mælt. Héldu þeir síðan bænafund
fyrir utan þinghúsið og sungu
sálma.
Göngumennirnir báru skilti, þar
sem á stóð: „Burt með guðlausar
bækur úr skólum okkar." Hrópuðu
þeir síðan: „Grikkland er kristið
land.“
Bókin er eftir Leften F. Stavri-
anos, sem verið hefur prófessor í
sagnfræði við tvo bandaríska há-
skóla.
Norðurlönd:
GENGI
GJALDMIÐLA
Dollar í
metaslætti
BANDARÍSKI doilarinn var
enn að, ef svo mætti að orði
komast, á gjaldeyrismörkuðum
Evrópu í dag. Setti dollarinn
nýtt met gagnvart flestum helstu
gjaldmiðlum Evrópu. Er styrkur
dollarans af sama toga spunninn
og að undanförnu. Met frá upp-
hafi setti dollarinn gagnvart
franska frankanum og ítölsku
lírunni, norsku og dönsku krón-
unum, auk þess sem dollar hef-
ur ekki verið jafn hár gagnvart
hollensku gyllini í 13 ár og
svissneska frankanum í 7 ár.
Gjaldeyrismarkaðir í
Vestur-Þýskalandi voru lokað-
ir í dag vegna leyfa, en í Lund-
únum fékkst einn dollar fyrir
3,.3150 mörk, en í Frankfur
daginn áður var um 3,2945
mörk að ræða. Breska pundið
jafngilti í dag 1,0932 dollurum,
9,48 norskum krónum, daginn
áður 9,38 krónur og 11,85
dönskum krónum, áður 11,72
krónur. Aðrar tölur eru þessar
helstar:
Fyrir einn Banda-íkjadollar
fengust í dag: 2,8190 svissn-
eskir frankar (2,8015), 10,1525
franskir frankar (10,0700),
3,7585 hollensk gyllini
(3,7310), 2,0470 ítalskar lírur
(2,0340), 1,3459 kanadískir
dollarar (1,3405).
Tölurnar I svigunum eru
samsvarandi tölur frá mánu-
degi. Gull lækkaði nokkuð í
verði, únsan um 2 dollara.
Grænlenski
fáninn fær
dræmar
undirtektir
HINUM nýja þjóðfána Grænlend-
inga hefur ekki verið tekið með
neinum fögnuði af ýmsum kirkjunn-
ar mönnum á Norðurlöndum,
skjaldarmerkjafræðingum og stjórn-
málamönnum að sögn fréttaritara
„The Times“ í Kaupmannahöfn.
Fáninn, sem valinn var úr 579
tillögum, er tvílitur, rauður og
hvítur, og á honum hringlaga sól-
artákn. Var hann samþykktur í
landsstjórninni með 14 atkvæðum
gegn 11.
Ymsir stjórnmálamenn á Norð-
urlöndum og kirkjunnar menn eru
óánægðir með að grænlenski fán-
inn skuli vera eini norræni fáninn,
sem ekki er með krossmarki og
dönskum skjaldarmerkjafræðingi
finnst lítið til hans koma, segir, að
hann sé einhvers konar „mála-
miðlun milli þess japanska og
pólska“ þótt rauði og hvíti liturinn
eigi að tákna sambandið við
Danmörku og sólin sé sótt í græn-
lenska menningu.
Grænlenski fáninn verður dreg-
inn að húni í fyrsta sinn 21. júní
nk. á sólstöðum á sumri og þjóð-
hátíðardegi Grænlendinga.
■ ■■
ERLENT■
Símamynd/AP.
Á páfafundi
Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, var í gær staddur í Páfagarði þar sem hann ræddi við Jóhannes Pál
páfa II. Var þessi mynd tekin við það tækifæri en þá Peres og Pál greinir á um ýmislegt og varð fundurinn ekki
til að jafna þann ágreining.
Afganistan:
Skæruliðar hrekja
Sovétmenn á flótta
Nýju Delhí, 19. tebrúar. AP.
SKÆRULIÐUM í Afganistan hefur
þrívegis tekist að hrekja sovéska
hcrinn á flótta þegar hann hefur gert
tilraunir til að rjúfa umsátur þeirra
um stjórnarhermenn í þremur borg-
um ekki langt frá landamærunum
við Pakistan. Skýrðu vestrænir
stjórnarerindrekar í Nýju Delhí frá
þessu í dag.
Útvarpið í Kabúl sagði frá því í
fyrri viku að skæruliðar sætu um
stjórnarhermenn í þremur borg-
um skammt frá landamærunum
við Pakistan og voru þá Pakistan-
ar sakaðir um að styðja skærulið-
ana beint. Eftir heimildum tneðal
vestrænna sendimanna er haft, að
Sovétmenn reyni nú að varpa vist-
um og vopnum til stjórnarher-
mannanna úr lofti eftir að hafa
gefist upp þrisvar sinnum við að
komast til þeirra landleiðina.
Hafa bæði stjórnarherinn og Sov-
étmenn misst nokkrar þyrlur í
þessum átökum.
Haft er eftir heimildum, að Sov-
étmenn hafi miklar áhyggjur af
nýjum vopnum, sem skæruliðum
eru farin að berast, einkum þó
eldflaugum gegn flugvélum. Sést
það ekki síst á því, að blysum er
skotið í gríð og erg úr flugvélum
og þyrlum en það er gert til að
villa um fyrir hitasæknum flug-
skeytum.
Anatoly Karpov:
Ritar Campomanes
harðorð mótmælabréf
Moskvu, 19. febrúar. AP.
ANATOLY Karpov heimsmeistari í
skák sagði í samtali við AP í dag, að
hann vildi ólmur fá einvíginu við
áskorandann Garry Kasparov haldið
áfram. Það amaði ekkert að sér,
hvorki andlega né líkamlega, og
hann þyldi ekki að fólk segði seinna
meir að hann væri ekki verðugur
heimsmeistari ef hann ynni Kasp-
arov er þeir leiða saman hesta sína á
nýjan leik.
Karpov sagðist hafa ritað Flor-
encio Campomanes forseta FIDE
bréf þar sem þessum óskum væri
komið á framfæri. „Meira get ég.
ekki gert og það ætti að tjá hug
minn fullkomlega," sagði Karpov.
Og aðspurður um hvort hann hefði
orðið að taka lyf síðustu vikurnar
vegna veikinda sagði Karpov:
„Nei, þetta er allt vitleysa. Það
eina sem á að gera er að halda
einvíginu áfram, helst strax á
föstudag og ekki seinna en á
mánudag," bætti Karpov við.
Áskorandinn Kasparov hefur
sagt hug sinn og verið ómyrkur í
máli, fullyrt að hann hafi verið
sviptur möguleika á því að verða
heimsmeistari. Staðan var 5—3
fyrir Karpov, en hann hafði teflt
illa síðustu vikurnar og Kasparov
sótt að sama skapi í sig veðrið.
Kambódía:
Sihanouk tekur upp sam-
vinnu við Rauðu khmerana
l’eking, 19. febrúu. AP.
NORODOM Sihanouk prins hefur
skipað 5000 manna her sínum að
taka upp samvinnu við Rauðu
khmerana í baráttunni gegn herliði
Víetnams í Kambódíu. Haft er samt
eftir prinsinum, að það muni taka
„mörg ár“ að sigra innrásarliðið.
Skýrði kínverska fréttastofan
Xinhua frá þessu í dag.
Jafnframt var frá því skýrt, að
Sihanouk hefði einnig átt leyni-
legar viðræður við Son Sann, leið-
toga Þjóðfrelsishreyfingar
Khmera, sem er andkommúnistísk
samtök. Ekki var greint frekar frá
þessum viðræðum, en sagt, að Si-
hanouk myndi ekki ganga til
samninga við Víetnama.
Stuðningsmenn hans hafa ekki
tekið þátt í bardögunum við Víet-
nama í Kambódiu að undanförnu.
Samkvæmt frétt Xinhua flutti
Sihanouk ávarp í veizlu í kín-
verska sendiráðinu í Bankok á
mánudagskvöld. Þar sagði hann
m.a., að tugþúsundir manna úr
hreyfingunum þremur væru nú á
leið langt inn i Kambódíu til að
„berjast við víetnömsku innrásar-
mennina".