Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Kartöflur — eftir Árna Árnason Stutt er síðan neytendur styrktu kartöflubændur vegna harðæris. í fréttum nú um helgina er þess getið, að kartöflubændur vinni nú að því að fá bannaðan innflutning á verksmiðjuunnum kartöflum. Flesta rekur minni til kartöflu- hneykslisins á síðasta ári, þegar reynt var í skjóli einokunar að pranga óætum kartöflum inn á fólk. Finnsku kartöflurnar voru kornið sem fyllti mælinn og í kjölfar mótmæla tugþúsunda neytenda náðust fram nokkrar umbætur í verslun með kartöflur og nýtt grænmeti. En áratuga ólag í verslun með kartöflur hafði skilið eftir sitt mark í neysluvenjum þjóðarinnar. Kartöfluneysla íslendinga var orðin miklu minni en hún gæti verið miðað við fyrri neyslu og neyslu í nágrannalöndum. Það var því stórt verkefni að markaðssetja kartöflur á ný, einkum með tilliti til þess að metuppskera varð hjá íslenskum kartöflubændum síð- astliðið sumar. Um margra ára skeið hafa verið fluttar inn verksmiðjuunnar kart- öflur, franskar kartöflur, og hafa þær seinni árin verið seldar í sam- keppni við framleiðslu innlendra kartöfluverksmiðja. Franskar kartöflur hafa eins og hver önnur innflutt iðnaðarframleiðsla veitt innlendri framleiðslu aðhald í samkeppni og neytendur hafa get- að valið um vörur eftir verði, gæð- um og þjónustu. Þessi innflutning- ur er þó ekki það mikill að hann hafi afgerandi áhrif á sölu inn- lendra kartaflna. Þeir sem tengdust kartöflu- hneykslinu í fyrra virðast. ekki hafa lært sína lexíu: Að það er úrelt verslunarfyrirkomulag að neyða vöru og þjónustu upp á fólk í skjóli einokunar. Haftaliðið fór því aftur af stað í haust og náði í kyrrþey að knýja fram dulbúin innflutningshöft á franskar kart- öflur sem kom til framkvæmda í byrjun þessa árs. Farið var að inn- heimta 30% vörugjald af frönsk- Árni Árnason „Þeir sem tengdust kartöfluhneykslinu í fyrra virdast ekki hafa lært sína lexíu: Aö þaö er úrelt verslunarfyrir- komulag að neyða vöru og þjónustu upp á fólk í skjóli einokunar. Hafta- liöiö fór því aftur af stað í haust og náði í kyrrþey að knýja fram dulbúin innflutningshöft á franskar kartöflur sem kom til framkvæmda í byrjun þessa árs.“ um kartöflum hvort sem þær eru innfluttar eða framleiddar í verk- smiðjum hér heima. Tekjum af þessu vörugjaldi er síðan varið til að greiða niður hráefni innlendu framleiðslunnar. Þannig á að bola keppinautunum út af markaðinum á kostnað neytenda og skattgreið- enda. Þessi nýstárlegu innflutnings- höft geta ekki skipt sköpum fyrir íslenska kartöflubændur vegna þess hve innflutningur á frönskum kartöflum er lítill miðað við heil- darneyslu kartaflna. Hitt er miklu alvarlegra hvaða aðferðum er beitt og þar eru miklir hagsmunir í húfi. Þessum hagsmunum tefla skammsýnir stjórnmálamenn nú í tvísýnu. íslendingar flytja út vörur fyrir um það bil 20 milljarða kr. árlega. Ef innflutningstollar í viðskipta- löndum okkar eru lágir, njótum við þess í hærra útflutningsverði eða bættri samkeppnisaðstöðu. Ef tollar eru hækkaðir minnka tekjur okkar eða samkeppnisaðstaða versnar. Tollar í öðrum löndum eru því yfirleitt tekjutap fyrir okkur. Af þessum ástæðum höfum við gengið í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, samið við EB og eigum aðild að Alþjóða tolla- sáttmálanum, GATT. Þetta sam- starf miðar að því að brjóta niður tollmúra sem torvelda verslun milli landa. Nú er það alkunna, að tvískinn- ungs gætir í þessum efnum hjá mörgum þjóðum. Þær neyta ým- issa bragða við að koma á duldum höftum, vernda heimamarkaðinn en vilja njóta frjálsræðis í sölu á eigin framleiðslu. Slíkt hefur skaðað okkur íslendinga. Hags- munir okkar eru meiri en annarra að því leyti að við flytjum út um 35% af þjóðarframleiðslunni, sem er miklu hærra hlutfall en hjá viðskiptaþjóðum okkar. Við þurf- um ekki að vera kaþólskari en páf- inn í þessum efnum, en við verðum að hafa hreinan skjöld, þegar við erum að gagnrýna aðra. Annars verða vopnin auðveldlega slegin úr höndum okkar. Á síðasta ári ákváðu Portúgalir að hækka innflutningstolla af saltfiski í 12%. Við Islendingar höfum mótmælt þessari ákvörðun. Hér eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir íslendinga. Saltfiskútflutningur til Portúgals nam 34 milljónum Bandaríkja- dollara á síðasta ári, 1984. Helstu rök okkar í málinu eru að skír- skota til alþjóðasamninga, frí- verslunarsamninga og hugmynda um frjáls viðskipti og hafa toll- arnir ekki enn komið til fram- kvæmda. Hvernig getum við búist við því að aðrir hlusti á slík rök, ef við virðum þau að vettugi sjálfir? Árni Arnason er framkræmdastjóri Verziunarriðs ísiands. Morgunblaðið/RAX Reykvísk yngismær gæðir sér á bollu á bolludaginn. Verðstríð á bollumarkaði Af auglýsingum um verð á bollum á mánudaginn, þar sem bollurnar voru auglýstar allt frá kr. 25,00, mátti ráða að framleiðendur kepptu um viðskiptavini sín í milli. Mbl. hafði samband við formann Landsambands bakarameistara, Jóhannes Björnsson, og sagði hann verðmuninn geta að hluta til stafað af því að notað væri þeytikrem í staðinn fyrir rjóma, en hann vildi ekki fullyrða að það ætti alltaf við. „Við hjá landsambandinu ákveðum ekki verð, það er frjáls álagning á bollum, en al- mennt verð á þeim er 35,00 krónur í flestum bakaríum", sagði Jóhannes. „Það gæti hafa breyst vegna þessara auglýsinga og menn hafi lækk- að verð á bollum, en ég hef ekki heyrt um það. En menn eru mjög óhressir með hvað verðið er orðið lágt.“ Ennfremur benti hann á að þegar samkeppnin væri orðin svona mikil í bakaragreininni yrði freistingin alltaf mikil í kringum þessa bolluhelgi að lækka verðið og veldur því framleiðslugeta bakaría sem er orðin mikil. „Þetta lága verð stafar að miklu leyti af því að menn eru hreinlega að gefa sína vinnu. Við skiljum ekkert í þessu þvi við vitum að álagningin er ekki undir 25% á bollum í verslun- um, svo að bakarinn fær ekki meira en 20 krónur fyrir boll- una sem hann selur. Þetta er frjálsræðið sem allir vilja," sagði Jóhannes að lokum. Daun Eifel sumarhúsin hafa reynst með afbrigðum vel, enda leit un að vandaðri sumardvalarslað. Bæði er gistiaðstaðan einstök og nágrennið sérstaklega spennandi. Þar má nefna Móseldalinn með hinni fornu róm- versku verslunarborg Trier og gullfallegum bæjum eins og Cochem, Enkirch eða Bernkastel, Eifelvötnin með sólbaös- og íþróltaaðstöðu, dýragarða, hina heimsfrægu kappaksturbraut Niirburgring og hinn stórkostlega skemmti- garð Fantasíuiand með gullgrafarabæ, Kínahverfi, breiöstræti frá Berlín, víkingaskipum og óteljandi öðrum tryllitækjum og skemmliatriðum. Það er líka með ólíkindum ódýrl að lifa í Daun Elfel. Brollfarir: Alla sunnudaga frð 31. mars. Ferðatiihögun: Flogiö lil Luxemhorgar, þaðan er um 2ja klst. akstur til Daun Eifel. A Continental bílaleigunni liggja frammi leiðbeiningar um leiðina á íslensku. Það er hvergi auðvcldara að leggja út í Evrópuferöina en í Luxemborg. Dvalartími: 1—4 vikur. Verð: án bílaleigubíls frá kr. 13.457,-. með bílaleigubíl frá kr. 14.818,-. Barnaafsláttur: 2— 11 ára fá kr. 5.800,- i afslátt. DAUN EIFEL er margfalt betri en verðið gefur til kynna. FERÐASKRtFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifslofan Úrval við Austurvöll, sími (91)-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.