Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Sjónarmið Víkings í Svafarsmálinu:
Hin blindu augu
réttvísinnar
— eftir Hall
Hallsson
DÓMSTÓLL Handknattleikssam-
bands íslands hefur dsemt, ad
Svafar Magnússon, sem gekk til
lids viö Víking úr Gróttu, hafi ver-
iö ólöglegur meö Víkingi í viöur-
eign félagsins gegn Val í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik
og dómstóll íþróttasambands fs-
lands hefur vísaö málinu frá. Á
sínum tíma var haft eftir formanni
handknattleiksdeíldar Vals,
Bjarna Jónssyni, að þaö heföi
veriö hneykslanlegt af Víkingi aö
láta Svafar leika. Víkingar telja
því tímabært aö koma sjónarmiö-
um sínum í „Svafarsmálinu“ á
framfæri.
Síöastliðið sumar ákvaö ungur
leikmaöur Gróttu, Svafar Magn-
ússon, aö ganga til liðs viö Víking.
Hann haföi því samband viö Bogd-
an Kowalczyk, þjálfara Víkings og
íslenzka landsliösins, og spuröi
hvort hann mætti æfa meö Víkingi
meö þaö fyrir augum aö ganga til
liös viö félagiö. Þaö var auösótt
mál. Svafar taldi sig hafa náö þeim
árangri sem náö yrði meö Gróttu í
2. deild og vildi freista þess aö ná
lengra i íþrótt sinni meö því aö
ganga til liös viö eitt fremsta félag
1. deildar og komast undir hendur
frábærs þjálfara, Bogdans Kow-
alczyl..
Um þessar mundir sendi stjórn
HSÍ út bréf, þar sem kynntar voru
nýjar reglur um félagaskipti. I Ijósi
þeirra fengu forráöamenn Gróttu
Svafar til þess aö leika meö félag-
inu i Reykjanesmótinu svokallaöa,
en samkvæmt „reglurn" sem HSÍ
sendi út var leikmanni heimilt aó
leika meö félagi í héraösmóti og
síöan skipta yfir í annaö félag og
leika í landsmótum.
Bókun stjórnar HSÍ
Svafar lék sem sagt í Reykja-
nesmótinu meö Gróttu. Þaö var
ekki fyrr en síðastliðið haust aö
mistökin komu í Ijós, í nóvember.
Vikingur hugöist sækja um undan-
þágu fyrir Svafar í Evrópukeppni
bikarmeistara, meö sama hætti og
Siguröur Gunnarsson fékk undan-
þágu til aó leika meö Tres de Mayo
í Evrópukeppni bikarhafa. Því fór
Svafar meö liöinu til Noregs til aö
leika gegn Fjellhammer. í Ijós kom
sem sagt, aö rangar reglur höföu
veriö sendar út og félagaskipti,
sem starfsmaöur HSÍ haföi skrifaö
uppá stóöust ekki og ekkert varö
úr aö Svafar léki i Noregi.
En stjórn HSÍ tók þetta mál fyrir
á stjórnarfundi þann 12. nóvem-
ber. Þar voru félagaskiptin sam-
• Hallur Hallsson.
þykkt meö svohljóðandi bókun:
„Mættir á fundinn, Jón Hjaltalín,
Friörik, Þóröur, Kjartan, Ingvar,
Björg, Helga, Davíð, Jón Erlends-
son, Jón H. Karlsson. 1. mál:
Mættur var á fundinum Svafar
Magnússon út af félagaskiptum
hans úr Gróttu yfir í Víking. For-
maöur HSÍ las bréf frá Svafari til
HSÍ, þar sem hann skýrir mál sitt
og bréf frá Marinó G. Njálssyni,
formanni Gróttu, þar sem hann
staöfestir aö hann hafi sagt Svaf-
ari, aó hann geti leikiö meö Gróttu
í Reykjanes- og sumarmóti HSÍ án
þess aö binda sig í félaginu í vetur,
en Svafar haföi þá tekið þá
ákvöröun áöur aö skipta um félag.
Misskilningur þessi stafar af bréfi,
sem stjórn HSÍ sendi til félaganna,
varöandi félagaskipti, en þar voru
upplýsingar rangar.
Meö tilvisun til 9. greinar laga
HSÍ og meö hliösjón af 10. grein,
liöum 8 og 9 sömu laga og enn-
fremur þvi, aö mistök uröu af hálfu
HSÍ viö kynningu nýrrar reglugeró-
ar um félagaskipti, þá ákveöur
stjórn HSÍ aö Svafari Magnússyni
skuli veitt leikheimild meö Víkingi
frá og meö 12. nóvember 1984.“
Akvæöin í lögum sem stjórn HSÍ
vitnar i, eru aö HSÍ fari meö æósta
vald í málefnum handknattleiksins
milli þinga, ákvæöi um heimild til
útgáfu bráóabirgóaákvæöa, aó
skera úr um ágreiningsmál og hafa
yfirstjórn með landsmótum.
Valsmenn kæra
Meó ákvöröun sinni hafói stjórn
HSI — sá aöili, sem gefur út félag-
askipti, samþykkt félagaskipti
Svafars og Víkingur tók þetta aö
sjálfsögöu gott og gilt. Þaö er,
Svafari var veitt leikheimild meö
Víkingi af þeim aöila, sem slíkt ger-
ir. Svafar Magnússon lék sinn
fyrsta leik meö Víkingi í Hafnarfirði
í desember síöastliönum og síöan
gegn KR. Þessir leikir töpuöust, en
síöan lék Svafar meö gegn Val og
Víkingur vann. Valsmenn kæröu
og kröföust þess aö leikurinn yröi
dæmdur Víkingi tapaöur.
Málið var því tekiö fyrir hjá
dómstóli HSÍ. Víkingur kraföist
þess, aö málinu yröi vísaö frá
dómstóli HSÍ, því máliö væri rekiö
fyrir röngum dómstóli. Dómstóll
Handknattleiksráös Reykjavíkur
heföi átt aö dæma um máliö. Rök-
in voru einföld; Víkingur taldi aö
meö því aö hafa aöeins eitt dóm-
stig, væri réttaröryggis ekki nægi-
lega gætt, því ekki væri tryggt aö
áfrýjun fyrir dómstóli ÍSÍ yröi tekin
til greina, en þaö er meginregla í
dóms- og refsiákvæöum íþrótta-
sambands íslands aö tvö dómstig
skuli fjalla um mál, sem til dóm-
stóla er skotiö.
Sambærilegt mál
úr knattspyrnunni
Víkingur kraföist sýknu af kæru
dómstóls HSÍ og lagöi fram mörg
rök máli sínu til stuönings. Víking-
ur benti á nákvæmlega sambæri-
legt mál, sem dómstóll ÍSÍ heföi
kveóiö upp. Garðar Jónsson,
knattspyrnumaöur, lék meö Akra-
nesi í Litlu bikarkeppninni. Siöan
gekk hann til liös viö Skallagrím og
lék í 2. deild meö því félagi. Leikir
Skallagríms voru kæröir. Dómstóll
ÍSÍ fjallaöi um máliö og dæmdi, aó
þar sem Litla bikarkeppnin væri
ekki mót á vegum KSÍ og engin
reglugerö væri til um mótiö, þá
væri Garöar Jónsson löglegur meö
Skallagrími. Þarna haföi æösta
dómstig íþróttamála kveöið upp
úrskurö, sem hlaut aó hafa for-
dæmisgildi í þessu máli og dóm-
stóllinn gæti ekki gengiö framhjá.
Víkingur taldi að þaö væri óeðli-
legt aö leikur í héraösmóti — móti,
sem ekki væri á vegum HSÍ, útilok-
aöi hann frá keppni í landsmóti. Á
þaö var bent, aö nákvæmlega eins
og engin reglugerö væri til um Litlu
bikarkeppnina, þá væri engin
reglugerö til um Reykjanesmótiö.
Jafnframt var bent á röksemdir
HSÍ fyrir félagaskiptunum og aö
Víkingur heföi veriö í góöri trú þeg-
ar Svafar lék. Félagiö heföi haft
leikheimild frá réttum aöila, og því
væri ekki hægt að refsa því fyrir
mistök annarra — ekki væri hægt
aö refsa aöila, sem ekkert heföi til
sakar unnið.
Víkingur benti á, aö stjórnskipu-
lega séö er Handknattleikssam-
band íslands byggt upp meö ná-
kvæmlega sama hætti og íslenzk
McGaughey leynivopn
N-íra gegn Englandi
MARTIN McGaughey, „lan Rush“
þeirra Noröur-íra, á aö vera leyni-
vopn íra er þeir leika gegn Eng-
lendingum í undankeppni heims-
meistarakeppninnar í næstu
viku.
McGaughey, sem leikur meö
Linfield er framherji og hefur hann
skoraö 44 mörk í 37 leikjum á
þessu keppnistímabili. „McGaugh-
ey er í mjög góöu úthaldi og er
sterkur leikmaöur og hann mun
leika á heimavelli og hann á áreió-
anlega eftir aö standa sig vel,“
sagöi noröur-írski landsliösein-
valdurinn Billy Bingham.
Norður-írska landsliöiö verður
þannig skipað:
Markverðir: Pat Jennings (Ars-
enal), Jim Platt (Coleraine).
Varamenn: Jimmy Nicholl
(WBA), Mel Donaghy (Luton), Nigel
Worthington (Sheffield Wed.),
John McClellend (Watford), John
O’Neill (Leicester), Gerry McEI-
hinney (Plymouth), Paul Ramsey
(Leicester).
Miöjumenn og framherjar:
Sammy Mcllroy (Stoke), David
McCreery (Newcastle), Gerry
Armstrong (Mallorca), Jimmy
Quinn (Blackburn), Norman Whit-
eside (Manchester Utd.), lan Stew-
art (QPR), Noel Brotherston
(Blackburn), Martin McGaughey
(Linfield).
• Svafar Magnússon — Víkingur eöa Grótta?
stjórnskipan. Alþingi Islendinga
setur lög, ríkisstjórn er fram-
kvæmdavaldiö í landinu og hefur
heimild til setningu bráöabirgöa-
laga. Nákvæmlega er svo variö
meö HSÍ. Þing HSÍ setur lög,
stjórnin er æósta vald milli þinga
og hefur heimild til setningu
bráöabirgöaákvæöa. Því hlyti
stjórn HSl í Ijósi þeirra mistaka,
sem áttu sér staö, aö hafa verið
heimilt aö samþykkja félagaskipt-
in.
Víkingar bentu á, aö lögum
samkvæmt gæfi lögreglustjóri út
verzlunarleyfi til handa verzlunar-
eigendum. Reyndist lögreglustjóri
hafa gerst sekur um valdþurrö,
ætti þá að refsa verzlunareigand-
um? Slíkt myndi teljast fráleitt fyrir
dómstólum landsins. Máli Víkings
væri nákvæmlega eins variö:
Stjórn HSÍ veitti leikheimild. Ef HSÍ
heföi fariö út fyrir valdsviö, átti aö
refsa Víkingi — saklausum aðila?
Þaó hlyti aö teljast fráleitt og
myndi ekki þekkjast fyrir neinum
dómstóli.
Tók dómstól HSÍ10 mínút-
ur að kveöa upp dóm
Þaö tók dómstól HSI aðeins 10
mínútur aö kveöa upp dóm sinn,
aö dæma leikinn tapaöan fyrir Vík-
ing og dæma aöila — Víkingi, sem
ekkert haföi til saka unnió og hafói
alla „pappíra“ á hreinu, þunga
refsingu. Dómstóllinn viöurkenndi
aö engin reglugerö væri fyrir
Reykjanesmótió, en taldi þaö engu
aö síöur merkilegra mót en Litlu
bikarkeppnina! Auövitað er þetta
fráleit niöurstaöa, enda bæói þessi
mót fyrst og fremst hugsuö sem
æfingamót fyrir landsmót.
Aukin heldur er mun meira fjall-
aö um Litlu bikarkeppnina í fjöl-
miðlum, mun fleiri áhorfendur
koma á leiki þar og sterkustu liö
landsins eru ávallt meðal þátttöku-
liöa, liö eins og Akranes, Keflavik,
FH og Breiöablik. Af þátttökuliöum
í Reykjanesmótinu hefur aöeins FH
veriö i fremstu víglínu á undan-
gengnum árum og unniö til eftir-
sóttustu verðlauna í handknattleik;
íslandsbikarinn.
Dómurinn á líklega
ekki fordæmi í allri
dómasögu landsins
Stjórn HSÍ var vítt fyrir sinn þátt
í málinu, án þess aö stjórninni
gæfist kostur á aö bera hönd fyrir
höfuö sér. Slíkt er meö ólíkindum.
Þetta væri sambærilegt viö þaö aö
almennir dómstólar á fslandi færu
aó dæma menn án þess aö gefa
þeim kost á aö verja mál sitt. Þessi
dómur á sér líklega ekki fordæmi í
allri samanlagóri dómasögu lands-
ins og er meö endemum.
Áfrýjun til dómstóls ÍSÍ
Víkingur áfrýjaöi þessum
dæmalausa og greinilega
fljótfærnislega dómi, enda er þaö
meginregla íslenzks réttarfars,
sem íþróttahreyfingin byggir á, aö
hægt skuli aö áfrýja. Víkingur taldi
þaö varöa íþróttir almennt, aö
æösti dómstóll íþróttahreyfingar-
innar í landinu úrskurðaöi um jafn
mikilvægt atriöi og valdsviö stjórn-
ar sérsambands. Og aö stjórnir
sérsambanda þurfi ekki aö eiga yf-
ir höföi sér vítur án þess aö fá
tækifæri til aö bera hönd fyrir höf-
uó sér.
Nú vandséð hvaða mál
dómstóll ÍSÍ dæmir í
Dómstóll ÍSÍ vísaði málinu og
virðast hinir háu herrar í dómstóln-
um meö þessari frávísun gert sig
„stikkfría" í nánast öllum málum
sem upp kunna aö koma innan
íþróttahreyfingarinnar. Nú þurfa
þeir ekki aö eiga á hættu aö veröa
ónáöaðir í framtíðinni. Er nú vand-
séö hvaóa mál kunna aö veröa
tekin upp fyrir dómstóli ÍSl. Þó viö-
urkenndi dómstóll ÍSÍ aö óeölilegt
hlyti aö telja réttaröryggis vegna,
aö aöeins eitt dómstig fjalli um
málefni innan íþróttahreyfingarinn-
ar.
Valsmenn halda upp
á 10 ára afmæli
„lögfræðideildarinnar“
Ekki veröur hjá þvi komist aö
víkja aö hlut Valsmanna í þessu
máli. Um þessar mundir eru 10 ár
síöan Valsmenn stofnuöu lög-
fræöideild, sem Ármenningar köll-
uöu svo í frægu kærumáli. Þaö var
vorið 1975 eftir, Valur tapaöi fyrir
Ármanni í 1. deild islandsmótsins í
handknattleik. Valsmenn komust
aö því, aö einn leikmanna Ár-
manns haföi leikiö meö 2. flokki
félagsins innan 48 stunda frá leikn-
um viö Val. Valsmenn tóku þá
ákvöröun, aö úr því þeir væru ekki
menn til aö vinna leiki sína á leik-
velli, þá yröi þaö gert fyrir dóm-
stólunum. Aö tilgangurinn helgaöi
meöaliö á Hlíöarenda.
Nú 10 árum seinna eru Vals-
menn viö sama heygaröshorniö.
Úr því þeir ekki voru menn til aö
vinna á leikvellinum, þá skyldi þaö
gert fyrir dómstólum. Lögfræöi-
deildin var sett í máliö. Enn er þaö
tilgangurinn sem helgar meöaliö á
Hlíöarenda og skipti engu, þó þeir
geróu eigin menn, Valsmenn i
stjórn HSI, aö ómerkingum geröa
sinna.
Engu skipti þó ungur leikmaöur,
sem haföi oröiö fórnarlamb mis-
taka annarra manna, yröi látinn
gjalda þeirra meö grimmilegum
hætti. Engu máli skipti þó félag,
sem ekkert haföi til saka unniö og
haföi allt sitt á hreinu, yröi látiö
gjalda mistaka, meöal annarra
Valsmanna. Nei, á Hlíöarenda er
þaö tilgangurinn sem helgar meö-
aliö. Hve fjarri þessir menn eru
þeim hugsjónum, sem séra Friörik
Friöriksson hafói aö leiöarljósi
þegar hann stofnaöi Val ásamt
ungum drengjum úr KFUM.
Svafar Magnússon hefur lýst því
yfir, aö hann muni hætta í hand-
knattleik fái hann ekki aö leika
meö Víkingi í 1. deild. Víkingar
vona einlægt, aö hann snúi frá
þeirri ákvöröun sinni. Jafnframt
munu Vikingar ekki láta deigan
síga þrátt fyrir hina dæmalausu
niöurstööu dómstóla íþróttahreyf-
ingarinnar. Vikingar stefna ótrauö-
ir aö sigri á islandsmótinu, þrátt
fyrir dökkt útlit, enda þekktir af því
aö leggja ekki árar í bát.
Hallur Hallason er aljórnarmaöur í
handknaltleikadeild Víkinga.