Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
3
Flugleiöir:
Knut Berg for-
stöðumaður
vestursvæðis
— Pétur J. Eiríksson tekur
við starfi hans í Stokkhólmi
KNUT Bcrg hefur verið ráðinn for-
stöðumaður vestursvæðis Flugleiða
með aðsetur í New York. Tekur
hann við starfinu í vor þegar Sig-
urður Helgason yngri flytur heim
og tekur við stöðu forstjóra Flug-
leiða.
Knut Berg er 45 ára gamall
Norðmaður. Hann hefur starfað
hjá Loftleiðum og síðar Flugleið-
um frá árinu 1968, fyrst i New
York en frá árinu 1979 sem svæð-
isstjóri Flugleiða í Svíþjóð og
Finnlandi með aðsetur í Stokk-
hólmi. Hann er kvæntur Kirsti,
konsúl í norska sendiráðinu í
Stokkhólmi.
Pétur J. Eiríksson, deildar-
stjóri farskrárdeildar Flugleiða,
mun taka við starfi Knut Berg í
Stokkhólmi. Pétur er 39 ára að
aldri, hagfræðingur, og hefur
starfað hjá Flugleiðum frá árinu
1981. Hann er kvæntur Erlu
Sveinsdóttur flugfreyju.
Við starfi Péturs sem deildar-
stjóri farskrárdeildar tekur Árni
Sigurðsson, sölufulltrúi innan-
landsflugs. Þá mun Símon Páls-
son taka við sem svæðisstjóri
Flugleiða fyrir Baltimore- og
Washington-svæðið en Peter
Larsen, sem gegnt hefur því
starfi, er að hætta vegna aldurs.
Þrjú seldu
erlendis
Tvö íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn erlendis á mánudag og eitt á
þriðjudag. Fengu þau þokkalegt
verð fyrir hann.
óskar Halldórsson RE seldi 79
lestir í Grimsby á mánudag.
Heildarverð var 2.579.700 krónur,
meðalverð 32,66. Sama dag seldi
Júlíus Geirmundsson ÍS 177,8
lestir í Bremerhaven. Heildar-
verð var 6.241.900 krónur, meðal-
verð 35,09. Á þriðjudag seldi
Gyllir ÍS 149 lestir í Cuxhaven.
Heildarverð var 5.158.500 krónur,
meðalverð 34,60.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Verö
Jakkaföt á bæöi kynin
Stakur jakki
Stakar buxur
Axlabandapils
„Stretch“buxur
Skyrtur m/Thors-kraga
Blússuskyrtur
Slaufur
Mittislindar
Leöurslaufur
Hanskar
kr. 3.780.
kr. 2.390
kr. 1.490.-
kr. 1.490.-
kr. 1.490.-
kr. 895.-
kr. 980.-
kr. 280.-
kr. 890.-
kr. 330.-
kr. 294.-
Fermingarfötin
okkar slá svo
sannarlega í
gegn enda gefa
þau marga
möguleika og
koma að fullum
notum eftir
ferminguna
SÍM! FRÁ SKIPTIBORÐÍ 45800