Morgunblaðið - 21.02.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
25
sýningu stendur," sagði Davíð.
Sagði hann að forráðamenn bíósins
hefðu mikinn hug á að þetta mál
yrði leyst og nú væri komin fram
hugmynd um að taka sneið af
leikvellinum sem væri fyrir aftan
bíóið og nota sem bílastæði. Hann {
bætti því við að þetta væri ekki góð
lausn og engin ákvörðun hefði verið
tekin þar að lútandi en ljóst væri
að þarna væri mikið vandamál á
ferðinni sem yrði að leysa.
Margrét Einarsdóttir spurði
hvort ekki væri þörf á samþykki
íbúa þegar settur væri upp
skemmtistaður í íbúðahverfi. Sagði
hún að 200 undirskriftum hefði
verið safnað meðal íbúa í nágrenni
unglingastaðarins Traffic í því
skyni að fá hann burt.
Davíð sagði að fundir hefðu verið
haldnir með ýmsum aðilum um
þetta mál í því skyni að leysa það
en mál sem þetta væri vandmeð-
farið. Sagði Davíð að hann væri
viss um að íbúar Stigahlíðar væru
Vissir um að mál unglinganna væri
leyst, því ekki yrðu þeir lengur var-
ir við nein læti vegna Tónabæjar.
„Vandamál sem þetta verða seint
að fullu leyst,“ sagði Davfð, „því er
hins vegar haldið fram af þeim sem
til þekkja að í Traffic fari fram
starfsemi sem er af hinu góða en
það séu utanaðkomandi sem skapi
þann vanda sem þarna er á ferð-
inni, þ.e.a.s. lætin fyrir utan. Oft á
tíðum eru þetta ungir menn sem
eru að byrja feril sinn sem úti-
gangsmenn." En svo hann svaraði
spurningunni beint þá sagði Davíð
að hann teldi að það væri hvergi að
finna í reglum að hafa ætti samráð
við íbúa hverfa vegna máls sem
þessa, því hvar ætti að draga mörk-
in? Hann kvað það þó æskilegt að
haft væri sem mest samráð við
borgarbúa varðandi málefni borg-
arinnar.
Óánægja með fyrir-
hugaðar framkvæmdir
í Stangarholti
Þá spurði Guðmundur Garðars-
son hvernig háttaði til með lagn-
ingu Fossvogsbrautar og hvort
borgarstjóra fyndist ekki að lækka
Hér er llaukur Eggertsson í miðri
ræðu sinni.
ætti hámarkshraða á Kringlu-
mýrarbraut.
Borgarstjóri sagði að ekki hefði
náðst nógu góð samvinna við bæj-
aryfirvöld í Kópavogi þó að sam-
ningar hefðu verið gerðir. Bæjaryf-
irvöld þar teldu sig hafa visst neit-
unarvald í þessu máli og á þessu
stigi málsins væri óvíst um framtíð
þessa máls. Varðandi lækkun
hraðatakmarkana á Kringlumýrar-
braut sagði Davíð að við fyrstu sýn
teldi hann það ekki til bóta þar sem
alltaf þyrftu að vera brautir sem
flyttu bíla á milli borgarhluta og
það yrði að ganga frekar fljótt
fyrir sig því yfirleitt færu margir
bílar um þessar götur á degi hverj-
um. Davíð sagðist hins vegar vera
fylgjandi því að lækka hámarks-
hraða í íbúðahverfum því þar
gegndi öðru máli.
Næsti fyrirspyrjandi var Bjarni
Pálmason og stóð honum ekki á
sama um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir í Stangarholti. Sagði
hann að íbúar hverfisins hefðu ætl-
að að byggja þarna bílskúra fyrir
30 árum en hefði þá verið synjað á
þeim forsendum að þarna ætti að
koma dagvistarheimili. Nú væri
það hins vegar komið á daginn að
þarna ætti einnig að byggja íbúðir.
Sagði hann að íbúar í Stangarholti
hefðu mótmælt og þá verið boðið að
koma á fund í Skúlatúni með borg-
aryfirvöldum. Á þeim fundi hefði
ekkert verið samþykkt en samt
ætti að byggja þarna. Sagði Bjarni
að íbúarnir vildu að farið yrði eftir
upphaflegu skipulagi um þetta
svæði, en í því hefði verið ráðgert
að byggja þrjú eða fjögur lítil hús.
Spurði hann að lokum hvort það
væri staðföst ákvörðun borgaryf-
irvalda að láta byggja þarna.
Borgarstjóri sagði að borgaryf-
irvöld hefðu ekki virt þetta sam-
komulag að vettugi en mótmæli
íbúanna hefðu ekki haft þau áhrif
að þau féllu alveg frá fyrirhuguð-
um byggingarframkvæmdum. Dav-
íð sagðist vera þeirrar skoðunar að
þetta væri til bóta, þarna yrði einn-
ig komið fyrir bílastæðum fyrir
íbúana, en þau hefðu verið af
skornum skammti fram til þessa.
Verða fleiri götur
gerðar að vistgötum?
Vistgötur eru alveg nýtt fyrir-
bæri hér á landi og Jón Gissurar-
son langaði að vita hvort borgin
fyrirhugaði að gera fleiri slíkar
götur.
Borgarstjóri sagði ástæðu þess
að farið var út í þessa framkvæmd
með Þórsgötu þá, að þar þurfti að
skipta um hitaveitulagnir og annað
þess háttar og því hefði verið
ákveðið að athuga hvort tilraun
sem þessi heppnaðist. Sagði hann
að nýlega hefðu íbúar við Kárastíg
óskað eftir svipuðum framkvæmd-
um þar en sú ákvörðun hefði verið
tekin að ef íbúar einstakra gatna
óskuðu eftir því að þeim yrði breytt
í vistgötur yrðu þeir að greiða
hluta af kostnaðinum við fram-
kvæmdina. Davíð sagði að þessi til-
raun við Þórsgötu hefði tekist mjög
vel og hefði kostnaður við þessa
framkvæmd verið helmingi dýrari
en ef einungis hefði verið skipt um
lagnir og ekkert annað gert, en
kostnaður hefði alls verið um 5
milljónir króna.
Margar fyrirspurnir komu fram
á fundinum og voru fundargestir
Sveinn Guðmundsson vildi að sem
best væri gert við hjólreiðamenn.
óhræddir við að láta í ljós viðhorf
sín til einstakra mála. í lok fundar-
ins sté í pontu Björn Loftsson
handmenntakennari, og sagði að
við upphaf hans hefði hann búist
við því að borgarstjóri myndi ræða
um kosningaloforð sín fyrir síðustu
kosningar og efndir þeirra, en ekki
hefði verið á þau minnst. Það kæmi
hins vegar ekki á óvart, því á þeim
tíma sem liðinn væri frá síðustu
borgarstjórnarkosningum hefði
öllum slíkum loforðum verið gefið
langt nef með því að uppfylla þau.
Nú væri ekki verið að ræða um það
sem þá átti að gera heldur væri
farið að tala um nýjar fram-
kvæmdir og nýjar áætlanir þessu
ættu borgarbúar ekki að venjast.
Sagðist hann hafa séð að einhverjir
fjölmiðlar hefðu verið að reyna að
hnýta í borgarstjórann og fundið
honum það helst til foráttu að vera
ekki nógu kvensamur. Kvensemina
hefði hins vegar annar maður tekið
að sér suður á Keflavíkurflugvelli,
en það væri önnur saga.
Björn bar mikið lof á borgar-
stjóra í ræðu sinni og var mál
manna að þarna væri fundinn hinn
ágætasti kosningastjóri fyrir Dav-
íð í næstu kosningum.
ískappreiðar Sleipnis á
Selfossi, 17. febrúar.
ÍSKAPPREIÐAR íþróttadeildar
hestamannafélagsins Sleipnis fóru
fram sl. laugardag á Ölfusá. Þetta
voru 5. ískappreiðar félagsins en
þetta mót er orðinn fastur liður í
starfí hestamanna.
Hestamenn ruddu braut á vík-
inni norðan Sjúkrahússins og
hófaslögin dundu á ísilagðri
ánni.
Keppt var í tveimur greinum,
ístölti og 150 m skeiði. I ístölti
sigraði Snorri ólafsson á Smára,
Davíð Guðmundsson varð annar
á Stíganda, Leifur Bragason
þriðji á Stolt, Gunnar Ágústsson
fjórði á Nös og Halldór Vil-
hjálmsson fimmti á Frosta. í 150
Ölfusá
m skeiði varð Einar Öder Magn-
ússon hlutskarpastur á Merði
með tímann 16,1 sek. Snorri Sig-
finnsson varð annar á Vin með
tímann 16,3 sek.og Magnús
Einarsson þriðji á Hróa á 17,4
sek.
Næsta mót Sleipnis verður
íþróttamót 11. maí.
Sig. Jóns.
APABRÓÐIR
StórkosUegasta Tarzanmynd
sem nokkurn tíma hefur verið geró.
Myndin hefur alls staðar verið sýnd við metaósókn
og hlotið aðdáun áhorfenda jafnt sem gagnrynenda.
mmmmsm
. . . Besta Tarzanmynd, sem
nokkru sinni hefur veriö gerö.
— Sun.
Apaatriöin eru svo snilldarleg,
aö þau eru ótrúleg. — The
Standars.
Glæsileg mynd, sem hrífur. —
Sunday Mirror.
Þrefalt, innilegt frumskóga-
öskur. Tarzan hefur sigraö.
— Mail on Sunday.
Besta Tarzanmynd, sem ég
hef nokkru sinni séö. —
Sunday Express.
Tarzan snýr aftur sigri hrós-
andi. — Daily Mirror.
Dásamlega skemmtileg
ævintýramynd. — Daily Star.
Hrifandi ævintýri. Þiö verðið
sem dáleidd af þessari töfr-
andi ævintýramynd. —
Cosmopolitan.
★ * * * V4 Glæsileg. Dásam-
leg. Undursamleg. Besta
Tarzanmynd, sem nokkru
sinni hefur veriö gerö. Ein
sérstæöasta ævintýramynd,
sem gerö hefur verið. — Los
Angeles Magazine.
* ★ ★ V2 Listaverk. Mikilfeng-
leg, heillandi fögur, ögrandi,
áhrifarik, orkar mjög á tilfinn-
ingarnar. Ein besta kvikmynd
ársins 1984. — Newsday.
Tarzanmynd, sem á engan
sinn líka. Skemmtileg, skyn-
samleg og hrifandi. — News-
week.
ÍSLENSKUR TEXTI W&BSk D0LBY STERE0
BÖNNUÐINNAN W ÁRA
Sýndkl. 5, 7.30 og 10
Hækkað verð
J