Morgunblaðið - 21.02.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
31
Kaupmannahöfn:
Sædýrasafnið
í þrot með sjó
Kaupmannahöfn, 19. febrúar. AP.
SÆDÝRASAFNIÐ í Kaupmanna-
höfn er nú komiö í þrot með saltan
sjó vegna ísalaganna á Eyrarsundi.
Hafa forráðamenn þess af þeim
sökum snúið sér til áhafnanna á
ísbrjótunum og beðið þá um að
koma safninu til hjálpar.
í sædýrasafninu í
Kaupmannahöfn eru um 100
ólíkar fisktegundir og horfir nú
illa með framtíð þeirra ef safn-
inu berst ekki sjór. Vanalega
hefur hann verið sóttur á bát út
á sundið og síðan fluttur til
Þessi önd þoldi ekki kuldann og
þá var ekki annað að gera en setja
gogginn í sokk og vefja trefli um
hálsinn.
safnsins í tankbíl, en vegna ísa-
laganna er það ógerningur.
Birgðirnar eru yfirleitt um 300
tonn, en voru í gær aðeins 50
tonn.
Skipstjórar á ísbrjótunum
dönsku vilja allt gera til að
hjálpa, en áhafnir skipanna hafa
hins vegar í nógu að snúast
þessa dagana og óvíst hvenær
þær geta farið að sinna fiskun-
um.
Þessi pelikani þoldi ekki kuldann og þá var ekki annað að gera en að
reyra fasta við hann hitapoka uns vorið ríður í hlað.
Deilt um dánarorsök 7 8
ára gamals ekkjumanns
l.undúnum. 20. rebníar. AP.
ANDLÁT 78 ára gamals ekkju-
manns á St. Mary’s-sjúkrahúsinu í
Portsmouth hefur valdið miklum
úlfaþyt og blaðaskrifum. Einkasonur
gamla mannsins segir hann hafa lát-
ist úr AIDS, áunninni ónæmisbækl-
un, en sjúkrahússyfirvöld segja
hann hafa látist úr lungnabólgu.
Sonurinn segir fööur sinn hafa sýkst
af AIDS við blóðgjöf er hann gekkst
undir uppskurð fyrir tveimur árum,
en talsmenn St. Mary’s neiti því til
þess að hylma yfir eigin afglöp í
læknismeðferð gamla mannsins.
Hinn 78 ára gamli Sidney Reut-
er var lagður á skurðborðið fyrir 2
árum sem fyrr segir og sjúkra-
hússyfirvöld hafa staðfest að
blóðgjafinn hafi verið alvarlega
sjúkur, en þó ekki í bráðri lífs-
hættu. Hann er nú látinn og lækn-
ar neita að gefa upp dánarorsök
blóðgjafans. „Faðir minn dó úr
AIDS, ég verð alltaf sannfærðari
um það. Síðustu sex mánuðina hef
ég reynt að komast að hinu sanna
í málinu, en verið leiddur fram
hverja blindgötuna af annarri. Ég
gerðist ágengur er faðir minn var
settur í einangrun frá öðrum
sjúklingum, án þess að læknar
vildu gefa mér hinar minnstu
skýringar á því hví það var gert.“
Það er sannað mál, að Sidney
Reuter var ekki kynvilltur og
niðurstaða krufningar leiddi I ljós,
að aðaldánarorsök Reuters var
lungnabólgan, en AIDS hafi einn-
ig verið fyrir hendi og lagt lungna-
bólgunni lið. Það sem sonurinn vill
að komi fram er að AIDS hafi í
raun verið aðaldánarorsök föður
síns og afglöp lækna við blóðgjöf
hafi átt þar alla sök.
Æðislegir
jazzballettbúningar í
öllum regnbogans litum.
Stærðir
small, medium
og large.
Verð frá kr.
900-1.360.-
Eigum einnig
upphitunar
buxur,
kr. 850,-
Póstsendum
SÓLEYJA
Sigtúni 9 • 105 Reykjavík
©
* 687701
Framfarir
hjá gervi-
hjartaþega
Louisville, Kentucky,
Bandaríkjunum, 19. febrúar. AP.
Gervihjartaþeginn Murrey P.
Haydon gerði að gamni sínu við
lækna og hjúkrunarfólk þegar
hann var aftur látinn fara ða
anda upp á eigin spýtur, en hann
hefur verið tengdur öndunarvél
frá því að aðgerðin var gerð. Hin-
um gervihjartaþeganum líður
hins vegar ekki eins vel og þykir
einsýnt, að hann eigi ekki aft-
urkvæmt af sjúkrahúsinu.
Haydon getur nú neytt mat-
ar eins og annað fólk og þarf
ekki lengur að fá næringu í æð.
Segja læknarnir, að næst sé
fyrir hendi að fjarlægja önnur
hjálpartæki nema loftdæluna,
sem knýr hjartað. Líkamlegt
ástand Haydons er að öðru
leyti mjög gott og binda því
læknarnir miklar vonir við að
hann geti náð sér að svo miklu
leyti sem það er unnt með
gervihjarta í brjósti.
Heilsa Schröders, hins gervi-
hjartaþegans, sem enn lifir, er
mjög slæm, hann þjáist af
hitasótt, sem læknarnir kunna
ekki skýringu á, og minnis-
leysi. Eru litlar horfur á að
hann komist heim til sín aftur.
NÝTT-NÝTT
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
VERÐ: 113 1. — kr. 11.200.-
PRISMA