Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 40

Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Vegið að atvinnuöryggi og afkomu fólksins hér — segir Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústs- sonar hf., um skelvinnsluleyfi Hraðfrystihúss Grundarfjarðar FYRIRTÆKIÐ Sigurdur Ágústsson hf. er einn af brautryðjendunum í skel- fiskvinnslu við Breiðafjörð. I>að hefur undanfarið haft 5.400 lesta aflakvóta upp úr sjó og verið með 9 báta í viðskiptum. Hjá fyrirtækinu vinna um 100 manns á sjó og landi og það rekur einnig saltfiskverkun á Rifí. I>að lausfryst- ir skelfiskinn og selur á Bandaríkin í gegn um eigið sölufyrirtæki, Royal Icelandic. Er Morgunblaðsmenn voru í Stykkishólmi fyrir skömmu ræddu þeir við Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins um skelvinnsluna og leyfisveit- ingu fyrir skelvinnslu til Grund- arfjarðar. „Starfsemin hjá okkur byggist upp á skelvinnslu 5 mánuði ársins, en bolfiski hinn hlutann, meðal annars saltfiskvinnslu í útibúinu á Rifi. Hins vegar fylgir sá bðggull skammrifi, að bátar okkar fá nær engan bolfisk vegna skelveiðanna. Það er því skelin, sem öllu máli skiptir, en af henni fengum við 5.400 lestir upp úr sjó á síðasta ári. Það er hins vegar spurningin hvað breytist með nýju leyfisveit- ingunni, sem er óskiljanleg. Haf- rannsóknastofnun leggur til 11.000 lesta heildarkvóta eins og í fyrra. Hér er aðeins um 5 mánaða vinnslu á ári hverju að ræða, sem sýnir meðal annars hve vinnslu- getan er mikil. Hún er vannýtt og við höfum ekkert í annað að fara. Halldór Ásgrímsson sagði við mig á síðasta ári, að skelvinnslur við Breiðafjörð væri þegar of margar. Þetta gengur auk þess gróflega á svig við gildandi lög um samræmingu veiða og vinnslu, sem háðar eru sérleyfum. Við vilj- um ná fundi ráðherra áður en við segjum meira, en trúm ekki öðru en að þessi ákvörðun verði endur- skoðuð og sjónarmið þeirra, sem við þetta hafa unnið í 15 ár, verði virt. Endanlegur kvóti hefur enn ekki verið gefinn út, en við teljum Kllert Kristinsson víst, að viðbótarveiði stofni aðeins miðunum í hættu. Við erum eins og margir aðrir ekkert frjálsir af því hvaða at- vinnu við stundum. Við fáum sjálfsagt ekki að kaupa skuttogara enda höfnuðum við þeirri leið á sínum tíma. Við teljum ennfremur að lögin frá árinu 1975 veiti okkur vissan rétt, en samt hefur veiting nýrra leyfa við Breiðafjörðinn verið nær árviss viðburður. Þá hefur verðlagningu á skel upp úr sjó verið þannig háttað, að hún er ekki í neinu samræmi við sölumöguleika. Verðið miðast við stærstu skelina, en af henni er til- tölulega minnst og það gengur heldur ekki. Á þessum málum verður að taka á raunhæfan hátt. Það hefur miklu verið til kostað við þessa atvinnuuppbyggingu hér á staðnum og allt byggist á því að öryggi sé til staðar í atvinnu- og afkomumálum. Það er hart að hafa verið einn af brautryðjend- unum og þegar ljóst er að vel gengur, vilja allir Lilju kveðið hafa og taka af okkur, það sem við höfum unnið og byggt upp. Með þessari síðustu leyfisveitingu er því vegið að atvinnuöryggi og af- komu fólks hér,“ sagði Ellert Kristinsson. — HG Bitinn er aðeins lítill hluti heildarþunga skeljarinnar og þvf fellur til mikið af skel og brotum, sem erfítt getur verið að losna við. Skelfískurinn yfírfarinn. n ■ X * m Morgunblaðid/Fridþjófur. i raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Mosfellssveit Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mosfellinga verður haldinn fimmtudag- inn 21. febrúar nk. kl. 20.30 i Hlógaröi. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Friörik Sophusson alþingismaöur maetir á fundinn, ræöir stjórn- málaviöhorfin og svarar fyrirspurnum ásamt Salome Þorkelsdóttur alþingismanni. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö á fundinn. Stjórnin Maður er nefndur: Jón Magnusson lógfræöingur Hann kemur í kjallara Valhallar Háaleitisbraut 1, föstudaginn 22. februar kl. 21.00 og ræöir þaö sem efst er á baugi i þjóömálum. Er Jón Magnússon istjórnarandstöóu? Neytendamál: Er SlS eitthvaö ofan á brauö? Heimdellingar mæt'im timanlega og fjölmennum á áhugavekjandi "rabb kvöld". Ath.: Léttar veitingar. Týr Kópavogi Uppsagnir framhaldsskólakennara Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráö- herra verður gestur á rabbfundi Týs F.U.S. Kópavogi laugardaginn 23. febrúar kl. 15.00 i Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hasö. Framhaldsskólanemendur og kennar- ar eru hvattir til aö koma og taka þátt í umræðum og þiggja kaffiveitingar gegn vægu veröi. Stjórn Týs. Eldri borgarar í Nessókn Eftirmiödagsstund veröur i Neskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 15.00—17.00. Einsöngur í kirkjunni: Svala Nielsen söngkona. Jónasson organleikari. Siödegiskaffi í félags- heimilinu. Gamanvisur: Sigriöur Hannesdóttir leik- kona. Undirleikur Aage Logange pianóleikari. Undirleikur Reynir i..... Félag sjálfstæóismanna i Nes- og Melahverfi Akranes Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu mánudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Albert Guömundsson fjármálaráö- herra ræöir störf og stefnu rikisstjórnarinnar og svarar fyrirspurnum. Þingmenn Sjálf- stæöisflokksins i Vesturlandskjördæmi Friöjón Þóröarson og Valdimar Indriöason mæta á fundinn. Allir velkomnir. Fulltrúaráö sjálfstæöistélaganna Akranesi Hafnarfjörður Landsmálafélagiö Fram heldur fund nk. fimmtudag, 21. febrúar, kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu aö Strandgötu 29, Hafnarfirði. Fundarefni. 1. Fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar fyrlr áriö 1985. Frummælandi: Arni G. Finnsson, bæjarfulltrui. 2. Önnur mál. Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö mæta á fundinn. Landsmálafélagiö Fram. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Fundur veröur haldinn laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 i Kaupvangi viö Mýrarveg. Gestur fundarins verður Halldóra J. Rafnar formaöur Landssambands sjálfstæöiskvenna. Kosnir veröa fulltrúar á lands- fund. Skemmtiatriöi. Boöið upp á veitingar. Félagskonur fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin. Skólanefnd TÝS Hvernig er rauöur friöur? Skólanefnd Týs F.U.S. Kópavogi hefur boöiö Arnóri Hannibalssyni til kvöldveröarfundar i veitingastaönum Y viö Smiöjuveg þriöju- daginn 26. febrúar kl. 19.00. Arnór stundaói nám i Póllandi og Sovétrikj- unum eins og kunnugt er, og ætlar hann aö segja frá llfinu og tilverunni þar austur frá og hugmyndum þarlendra valdhafa um friö og afvopnun Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum. Skólanefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.