Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
41
Eiríkur Tómasson og Tómas Þorraldsson úr Grindavík.
Rétta verður hlut
sjávarútvegsins
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á
fundinum um atvinnumál og fleira í
Keflavík á laugardag:
Atvinnuástand á Suðurnesjum
hefur um skeið verið verra en ann-
ars staðar á landinu. Mörg sjávar-
útvegsfyrirtæki eru lokuð, önnur
berjast í bökkum og mörg afkasta-
mikil fiskveiðiskip hafa verið seld.
Staða sjávarútvegsins á Suður-
nesjum er verri en víða annars
staðar. Liggja til þess ýmsar
orsakir. Fyrirtæki nutu ekki sömu
fjármagnsfyrirgreiðslu og annars
staðar gilti til uppbyggingar á ár-
unum 1970—1979, þegar fjármagn
var næstum ókeypis, og uppbygg-
ing var hvað örust annars staðar á
landinu. Fyrirtækin standa því
verr að vígi en systurfyrirtæki í
öðrum landshlutum.
Ekki er heldur vafi á því að
markaðsbresturinn í skreiðarsölu
bitnaði harðar á mörgum fyrir-
tækjum á Suðurnesjum en annars
staðar á landinu, vegna þess hver
skreiðarverkun var ríkur þáttur í
starfsemi þeirra.
Fundurinn ályktar:
Gengisstefna stjórnvalda hefur
um langt árabil verið fjandsamleg
sjávarútvegi og orðið til þess að
flytja gífurlega fjármuni frá sjáv-
arútvegi til innflutnings, verslun-
ar og þjónustu, sem kemur fram í
mikilli þenslu á Reykjavíkursvæð-
inu. Það er grundvallarforsenda
heilbrigðs rekstrar í sjávarútvegi
að þessari gengisstefnu verði
breytt og gengi erlendra gjald-
miðla verði rétt skráð.
Aflamiðlun til staða þar sem
vandamál koma upp í fiskvinnslu
vegna hráefnisskorts, eins og nú á
sér stað á Suðurnesjum, verði
framkvæmd á þann hátt að skip
sem Fiskveiðasjóður, Byggðasjóð-
ur eða ríkissjóður munu eignast
vegna vanskila viðkomandi skipa
verði leigð til staða þar sem at-
vinnuvandamál koma upp.
Átak verði gert í markaðsmál-
um. Með sameiginlegu átaki fram-
leiðenda, sölusamtaka og ríkisins
verði leitað nýrra leiða í markaðs-
þróun. Ráðgjöf til framleiðenda
um framleiðsluhætti með tilliti til
markaða aukin. Framleiðendur
taki aukinn þátt í stefnumótun
sölusamtaka sinna í því skyni að
gera þau sveigjanlegri og mark-
vissari.
Fundurinn mótmælir vaxtaokri,
sem á sér stað í landinu bæði hjá
útgerð, fiskvinnslu og launþegum.
Bendir fundurinn á að vaxtakostn-
aður hjá sjávarútvegsfyrirtækjum
er í mörgum tilfellum jafnhár og
launakostnaður fyrirtækjanna.
Seld hafa verið skip af svæðinu,
sem fylgt hafa þúsundir tonna í
veiðikvóta. Fundurinn leggur til
að þegar skip eru seld út af at-
vinnusvæði, sem býr við atvinnu-
leysi verði sérstökum viðbótar-
kvóta úthlutað til starfræktra
veiðiskipa á svæðinu.
Fundurinn krefst þess að nú
verði þeirri öfugþróun snúið við
sem orðið hefur í launamálum
seinni ár. Fólk í framleiðslugrein-
um ber sífellt minna úr býtum
miðað við þá er starfa að hvers
konar þjónustu og milliliðum.
Fundurinn telur óraunhæft að
laun þeirra einna, er starfa við
sjávarútveginn séu miðuð við út-
flutningsverðmæti.
Fundurinn telur nauðsynlegt að
sjávarútvegsfólkið í landinu, er þá
átt við sjómenn, útvegsmenn, fisk-
verkendur og verkafólkið í fisk-
vinnslunni, myndi með sér órofa
samstöðu um stórbætta aðstöðu
sjávarútveginum til handa svo
honum verði gert kleift að greiða
hæstu fáanleg laun á vinnumark-
aði landsmanna.
Ein orsök mikils vanda í sjávar-
útvegi Suðurnesjamanna er sá afl-
abrestur, sem orðið hefur undan-
farnar vertíðir, sem er afleiðing
stóraukinnar sóknar í uppvaxandi
fisk. Komið hefur skýrt fram í
gögnum Hafrannsóknastofnunar-
innar hversu þýðingarmikið er
fyrir þjóðarbúið í heild að geyma
fisk í sjónum, leyfa honum að
stækka og þyngjast áður en hann
er veiddur, en það gefur allt að
55% raunvexti, svo notað sé mál
bankamanna. Fundurinn skorar
þvi á stjórnvöld að hlýða á þennan
boðskap og breyta eftir honum.
Fundurinn hvetur fólk í sjávar-
útvegi um land allt að mynda
breiðfylkingu til varnar undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinnar.
Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks,
kjör sjómanna og afkoma sjávar-
útvegsfyrirtækja krefst þess að
menn snúi bökum saman og krefj-
ist þess að sjávarútvegurinn hljóti
styrkari sess í vitund ráðamanna
en verslun og þjónustustarfsemi.
Snúum vörn í sókn til traustari
afkomu sjávarútvegs og launþega.
hekla HF. hefur opnað nýja
bílasölu ad Brautarholti 55
fyrir
NOTAÐA BÍLA
undir nafninu:
BÍLASALAN BJALLAN
- Mjög rúmgóöur sýnjngarsalur
- Aðgengilegt útisvæöi -
- Reyndir sölumenn -
Notaleg aöstaöa fyrir viðskiptavini -
Tökum allar gerdir
notadra bíla í
umboössölu.
Úrval skiptibíla frá
HEKLU HF.
VERIÐ VELKOMIN í NÝJA
„BJÖLLU" SALINN
T*
Bíia- 0JALlaN
I
Hekla hf.
1 J 1
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 621240
FhIheklahf
I" " iLauqaveqi 170 -172 Simi 21240
t ,
M FISHER
Fermingar „smellurinn" i ar
System MC — 708
15 watta hljómmögnun. Segulband meö „Metal“ og normal stillingum
Útvarp, FM steríó og MW-bylgjur. 50 watta 3 way hátalarar. Fallegur
viöarskápur meö gleri og á hjólum.
Verö: 18.980,-
Lágmúla 7. Reykjavík.
S: 685333.
SJONVARPSBIHHN